Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 32

Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 32
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Skúli Sverrisson og félagar leika nýja tónlist hans í Mengi í kvöld Bassaleikarinn og tónskáldið Skúli Sverrisson kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21, ásamt Davíð Þór Jónssyni, Þorleifi Gauki Davíðssyni og Ólöfu Arnalds. Á efnisskránni er ný tónlist eftir Skúla sem vinnur nú að framhaldi hinna rómuðu Seríuplatna sinna, sem hafa að geyma tónsmíðar eftir hann, leiknar af honum sjálfum og listamönnum í innsta hring. Skúli starfaði um langt árabil í Bandaríkjunum og ki og hefur unnið með ólíku listafól á borð við Ryuichi Sakamoto, Bill Frisell, Laurie Anderson Wadada Leo Smith. ÍÞRÓTTIR KR fjórum stigum frá öruggu sæti Stórveldið KR er í miklum vandræðum í Subway-deild karla í körfubolta eftir 88:95-tap fyrir ÍR í fallslag í deildinni í gær. Fyrir vikið er KR fjórum stigum frá öruggu sæti og aðeins með einn sigur í fyrstu átta um- ferðunum. Haukar unnu glæsilegan endurkomusigur á Tindastóli, 80:75, á heimavelli, eftir að hafa verið mest 18 stigum undir. Þá vann Njarðvík öruggan sigur á Þór frá Þorlákshöfn á útivelli, 119:88, og Grindavík gerði góða ferð á Egilsstaði og vann 91:87-sigur á Hetti. » 27 WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU VANDAÐAR SÆNGUR OG KODDAR Í ÚRVALI PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL SOFÐU VEL UM JÓLIN GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Árlegur jólamarkaður Ásgarðs handverkstæðis í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ verður á Álafossvegi 14 og 22 klukkan 12 til 17 á morgun. Sem fyrr verður mikið úrval af handsmíðuðum vörum starfsmanna til sölu sem og heitir drykkir og meðlæti. Þór Ingi Daníelsson stofnaði verndaða vinnustaðinn 1993 og var Óskar Albertsson fyrsti starfsmað- urinn. Starfsemin hófst í litlum skúr í Lækjarbotnum, Simmasjoppu, sem var áður á Suðurgötu í Reykjavík. Síðan bættust við fleiri skúrar og starfsmönnum fjölgaði. „Við byrjuðum þrír með Þór Inga, ég, Steindór Jónsson, sem vinnur enn með mér, og Sigurður Ragnar Kristjánsson, sem dó í fyrra,“ segir Óskar. Fyrsti jólamarkaðurinn hafi verið skömmu fyrir aldamót, en verkstæðið brunnið til grunna árið 2000. „Þá vorum við eiginlega á hrakhólum í tvö ár, en höfðum að- stöðu í Kópavogshælinu, þar til við fengum varanlegt húsnæði hérna í Álafosskvosinni.“ Fjölbreytt úrval Nú starfa 34 þroskahamlaðir einstaklingar frá Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði á verkstæðinu ásamt níu leiðbeinendum, að sögn Heimis Þórs Tryggvasonar forstöðumanns Ásgarðs. Helstu framleiðsluvörur séu barnaleikföng úr tré, skart- gripir, leðurvörur og vefnaður og öll framleiðslan sé úr náttúrulegum efnum. Viðurinn komi frá skógrækt- inni og nágrönnum í Mosfellsbæ, steinar og skeljar úr Hvalfirðinum, horn frá bændum og hreindýrahorn frá veiðifélögum fyrir austan. „Allar töskur og allur vefnaður er úr íslensku ullinni,“ bendir hann á. Aðeins séu notaðir CE-vottaðir litir og því sé hætttulaust að sleikja eða naga leikföngin. „Markaðurinn er gleðidagur fyrir okkur,“ segir hann og leggur áherslu á að Ásgarður sé óhagnaðardrifið rekstrarfélag. „Hver einasta króna sem kemur inn fer í starfsmennina og starfið og stjórnarmenn þurfa meira að segja að borga fyrir veitingar á stjórnar- fundum.“ Vöruúrvalið á jólamarkaðnum hefur margfaldast frá því sá fyrsti var fyrir um aldarfjórðungi. „Það er mun rýmra um okkur hérna enda erum við eiginlega með fjórar starfsstöðvar í kvosinni,“ segir Óskar. „Jólamarkaðurinn er í bröggunum og svo erum við með veitingasöluna í kaffisalnum. Ég vil nota tækifærið og þakka bökurum landsins fyrir að styðja við bakið á okkur með því að gefa okkur góðgæti á kaffihlaðborðið. Með því bjóðum við upp á heitt súkkulaði með rjóma, ekkert sull.“ Markaðurinn féll niður í tvö ár vegna veirunnar og því er birgða- staðan góð. „Ætli við séum ekki með um 40 mismunandi vöru- tegundir,“ segir Óskar. Stöðugt sé reynt að gera betur til að mæta óskum viðskiptavina en þær breyt- ist frá ári til árs. „Þegar við vorum í Kringlunni á dögunum voru vöru- bílarnir vinsælastir og allar þrjár stærðirnar seldust eins og heitar lummur. Fyrsti laugardagur í des- ember er okkar helsti söludagur og við bjóðum alla velkomna að njóta aðventunnar með okkur.“ lJólamarkaðurÁsgarðs handverkstæðis íÁlafosskvosinni Vörubílarnir seljast eins og heitar lummur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í Álafosskvosinni Óskar Albertsson og Heimir Þór Tryggvason. Vöruúrval Víða er leitað fanga og framleiðslan er unnin í höndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.