Morgunblaðið - 06.12.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.12.2022, Qupperneq 1
BRASILÍU- MENNÁFRAM Í ÁTTA-LIÐA HM Í KATAR 26 ÞORRAÞRÖSTUR SÁST LANGTAÐ KOMNIR 10 FER TIL FENEYJA FYRIR HÖND ÍSLANDS HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR 28 • Stofnað 1913 • 286. tölublað • 110. árgangur • ÞR IÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 18 dagar til jóla Jólaleikir eru á jolamjolk.is Morgunblaðið/Eggert Margt býr í þokunni Þoku lagði yfir Reykjavíkurborg í gær og varð úr stillt og fallegt vetrarveður. Vetrarsólin lét á sér kræla þó að skammdegið sé nærri hámarki. Um tíma var í senn þoka, sólarroði og tunglsljós. Enn er þó ekki hægt að segja að snjókoma sé farin að gera vart við sig svo teljandi sé. Kalt loftið stöðvar ekki hlaupara við að stunda iðju sína. 70 til 100 vindmyll- ur gætu risið brátt Matsáætlun fyrir vindorkugarð á Fljótsdalsheiði hefur verið kynnt og gerir ráð fyrir að þar geti risið allt að 500 MW virkjun. Það sam- svarar 70 til 100 og allt að 200 metra háum vindmyllum. Zephyr Iceland stendur fyrir fyrirhug- aðri framkvæmd.» 4Rukka gjald fyrir rafskútur �Eitt brýnasta úrlausnarefnið við innleiðingu rafskúta í samgöngu- kerfið er að koma upp svokölluð- um skútustæðum, en með tilkomu þeirra megi vænta þess að minna verði um að skúturnar séu skildar eftir eins og hráviði á göngustíg- um. Æskilegt væri að fara bland- aða leið; að á dreifðari svæðum verði áfram leyfilegt að leggja skútum ef þær eru ekki fyrir öðr- um vegfarendum. Þar sem byggð er þéttust ætti hins vegar að hafa skútustæði með reglulegu milli- bili. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsóknarverkefninu Frágangur rafskúta í borgarlandi sem kynnt var á vef Vegagerðarinnar nýlega. Þar kemur jafnframt fram að víða erlendis er tekið gjald til að standa straum af kostnaði sem fellur á sveitarfélög vegna innviða á borð við skútustæði. Slíkt gjald er allt frá 7-19 þúsund krónur á ári á hverja leiguskútu.» 11 Morgunblaðið/Eggert Stæði Víða er pláss fyrir skútur. „Eins og kom fram þegar ríkisstjórn- in kynnti sínar tillögur er stærsta útgjaldaaukningin til heilbrigðis- mála,“ segir Bjarkey Olsen Gunnars- dóttir, formaður fjárlaganefndar Al- þingis, í samtali við Morgunblaðið um breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs er lagðar voru fram á Al- þingi í gær. Mannúðarmál vegna stríðs Ásamt heilbrigðismálum séu fé- lagsmálin stór póstur í breytinga- tillögunum „og svo erum við líka að bæta talsvert í ívilnanir til hreinorku- bíla og stærri hreinorkubíla auk þess sem bæði lögreglan og Landhelgis- gæslan eru að fá mjög mikla styrk- ingu og ákæruvaldið og Fangelsis- málastofnun“, heldur formaðurinn áfram og nefnir enn fremur mann- úðarmál vegna Úkraínustríðsins sem málaflokk er aukins stuðnings njóti. Aukning til heilbrigðismála nemur 12 milljörðum auk þess sem vaxta- gjöld eru einnig fyrirferðarmikil en þar bætast 13 milljarðar króna við á milli umræðna. Hækkun framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála nemur 3,7milljörðum og gert ráð fyrir að þar af fari 1,1 milljarður í að hækka frítekjumark atvinnutekna öryrkja. Framlög til lögreglu aukast um 900 milljónir með hliðsjón af markmiðum um viðbragðstíma hennar, málsmeð- ferðarhraða og öryggisstig auk þess sem 500 milljóna hækkun er eyrna- merkt aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Baldur leystur af hólmi Miðað við breytingatillögurnar mun halli ríkissjóðs árið 2023 aukast úr 89 milljörðum, sem fjárlagafrum- varp gerði ráð fyrir, í tæpa 119 millj- arða. Hækkar tekjuáætlunin um 23,7 milljarða en útgjöld um 53 milljarða. Aukinheldur er lagt til að 210 millj- ónum króna verði varið til að tryggja ferjurekstur um Breiðafjörð þar sem rekstraraðili ferjunnar Baldurs mun hætta siglingum. Hreyfir frumvarp- ið því að önnur ferja verði leigð eða keypt til að fylla skarð Baldurs og er þar litið til ferjunnar Rastar sem er í siglingum í Norður-Noregi. lGert ráð fyrir að halli ríkissjóðs aukist um 30milljarða Löggæslan efld í fjárlagabreytingum Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Breytingatillögur »Tólf milljarða króna aukning til heilbrigðismála »Við vaxtagjöld bætast 13 milljarðar króna »1,1 milljarður króna til hækk- unar frítekjumarks atvinnu- tekna öryrkja »500 milljónir króna gegn skipulagðri brotastarfsemi »Vilji til að ýta nýrri Breiða- fjarðarferju úr vör

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.