Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
þarf að framleiða rafmagn í landinu
og sinna grunnþörfum heimila og
atvinnulífs. Það er eins og það megi
ekki sjást og ekkert megi gera, en
samt vilja þeir fá rafmagn. Þetta
er smá skrítin staða,“ segir Mart-
einn Óli.
Ekki er gefinn upp ákveðinn
kaupandi að raforkunni, aðeins
að m.a. sé verið að bregðast við
aukinni orkuþörf á Íslandi. Meðal
verkefna sem verið er að undirbúa
á Austurlandi er rafeldsneytisfram-
leiðsla á Reyðarfirði og hún mun
þurfa mikla raforku. Áformin á
Fljótsdalsheiði eru nokkuð mikil,
miðað við önnur áform um vind-
orkugarða. Rétt er að taka fram
að fyrirhugað er að áfangaskipta
uppbyggingunni. Í upphafi verði að
lágmarki 50 MW uppsett afl til að
hámarki 350 MW en að möguleik-
ar séu á stækkun upp í 500 MW.
Til samanburðar má geta þess
að Kárahnjúkavirkjun, sem er í
næsta nágrenni við fyrirhugaða
Klausturselsvirkjun, er 690 MW.
helgi@mbl.is
Matsáætlun fyrir vindorkugarð
á Fljótsdalsheiði, í landi Klaust-
ursels, gerir ráð fyrir að þar geti
risið allt að 500 MW virkjun, ef far-
ið verður í stærstu útfærslu. Reikn-
að er með að byrjað verði á smærri
áfanga. Þörf er á 70 til 100 og allt að
200 metra háum vindmyllum fyrir
500 MW í uppsettu afli.
Zephyr Iceland stendur fyrir
framkvæmdinni. Fram kemur í
skýrslu um matsáætlun sem kynnt
hefur verið að Fljótsdalsheiði er
talin tilvalinn staður fyrir vind-
orkugarð. Á svæðinu eru hagstæð
veðurskilyrði, tiltölulega einfalt
að tengjast raforkuflutningskerfi
Landsnets og góðir innviðir vegna
undirbúnings og aðflutninga.
Þarf að framleiða rafmagn
Klaustursel er stór jörð og Mart-
einn Óli Aðalsteinsson, bóndi og
landeigandi, segir að sér lítist vel
á áform Zephyr. Spurður um við-
brögð fólks segir hann að margir
sem hafi frétt af þessu séu neikvæð-
ir. „Ég skil samt ekki af hverju. Það
lZephyr Iceland kynnir matsáætlun fyrir allt að 500MW vindorkugarð á Fljótsdalsheiði, í landi
Klaustursels á JökuldallBóndinn í Klausturseli skilur ekki neikvæðnina gagnvart nýtingu vindorku
Risavindorkugarðurundirbúinn
Orka 70 -100 vindmyllur gætu risið.
Tillaga um að smokkar verði að-
gengilegir fyrir unglinga í öllum
félagsmiðstöðvum Reykjavíkur frá
ársbyrjun 2023 var samþykkt í skóla-
og frístundaráði Reykjavíkurborgar á
dögunum. Helgi Grímsson sviðsstjóri
skóla- og frístundasviðs segir að þessi
útfærsla sé byggð á tilraunaverkefni
og hafi gefið góða raun. „Nú verða
allir öruggari,“ segir Helgi.
Í minnisblaði skóla- og frístunda-
sviðs er rakið að í Reykjavík hafi
tilraunaverkefni varðandi alhliða
kynfræðslu verið í gangi í þrjú ár.
„Verkefnið byrjaði í Foldaskóla og
Seljaskóla en nýlega bættust Norð-
lingaskóli, Réttarholtsskóli, Haga-
skóli og Ingunnarskóli við. Verkefnið
byggist á hugmyndum um alhliða kyn-
fræðslu og er kynfræðsluteymi skipað
kennurum, skólahjúkrunarfræðingi
og starfsfólki félagsmiðstöðvar (í
flestum tilvikum forstöðumaður og
aðstoðarforstöðumaður) sem kem-
ur inn í bekkina með fræðslu. Þeir
árgangar sem fá fræðslu fá a.m.k 12
kennslustundir yfir veturinn sem fag-
aðilarnir skipta á milli sín,“ segir þar.
Þá segir að gefist hafi vel að bjóða
upp á aðgengi að smokkum, rétt eins
og tíðavörum. „Áhyggjur af því að
smokkar og tíðavörur yrðu uppi um
alla veggi skólanna hafa ekki raun-
gerst. Flestar félagsmiðstöðvar borg-
arinnar hafa boðið unglingum upp á
smokka þeim að kostnaðarlausu af
og til og mætti vel skoða að festa það
í sessi. … Lagt er til að keyptir verði
smokkar og þeir gerðir aðgengilegir í
öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar.
Áætlaður kostnaður er um 350.000
krónur á ári.“
lTilraunaverkefni gefið góða raun
Bjóða smokka í
félagsmiðstöðvum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ungmenni Smokkar og tíðavörur
fáist í félagsmiðstöðvum á nýju ári.
Aron Snær á Árlandi í Þingeyjarsveit taðreykir jólahangikjötið á aðventunni
Ilmurinn
er indæll
á Árlandi
Það er matarlegt í reykhúsinu á
bænumÁrlandi í Þingeyjarsveit
þessa dagna. Aron Snær Krist-
jánsson er að verða búinn að
reykja og um næstu helgi verður
jólahangikjötið tilbúið.
Hann reykir framparta, læri,
nautatungur, rúllupylsur og
sperðla. Hann kyndir tvisvar á
dag til þess að viðhalda reyknum
en til þess notar hann tvær gerðir
af taði. Aron Snær raðar tað-
flögunum eftir ákveðnum reglum
þegar hann bætir á eldinn, en það
er samkvæmt gömlum aðferðum
sem fylgt hafa fjölskyldunni frá
ómunatíð.
Aron Snær segir að það sé gam-
an að fást við þetta og hlakkar
til þegar kræsingar þessar verða
tilbúnar. Tvíreyktu hangilærin
hans eru að margra mati mikið
hnossgæti og ómissandi þegar
nær dregur jólahátíðinni. Eitt
er víst að ilmurinn er indæll í
reykhúsinu og kjötmetið á eftir
að kitla bragðlaukana. Morgunblaðið/Atli Vigfússon