Morgunblaðið - 06.12.2022, Side 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Neytendastofu barst 21 ábending
vegna 17 fyrirtækja í tengslum við
þrjá stóra netsöludaga í síðasta
mánuði, þ.e. svartan föstudag,
dag einhleypra og netmánudag.
Tvær ábendingar voru byggðar
á misskilningi en Neytendastofa
er að kanna hvort tilefni sé til
aðgerða vegna hinna málanna.
Þetta upplýsir Matthildur
Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neyt-
endastofu, í svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Þetta eru lítið
eitt færri ábendingar en stofnun-
inni bárust á síðasta ári.
„Okkar upplifun er sú að
neytendur séu meðvitaðir um
verð og margir undirbúa sig vel
fyrir þessa föstu afsláttardaga
með því að skoða vörur og verð
þeirra í aðdraganda tilboðanna.
Í einhverjum tilvikum verða
neytendur varir við að tilgreint
fyrra verð á tilboði er ekki sama
verð og varan var boðin á áður og
senda Neytendastofu ábendingu
þar um. Þegar stofnunin leitar
skýringa frá fyrirtækjunum
eru í sumum tilvikum eðlilegar
skýringar á verðbreytingum og í
öðrum tilvikum hafa orðið mistök
en svo eru því miður tilvik þar
sem ekki er hægt að skýra verð-
breytinguna,“ segir Matthildur.
Hún segir að í dag séu ekki
fastar reglur um það hversu
lengi vara þarf að hafa verið til
sölu á fyrra verðinu. Metið sé
í hverju tilviki fyrir sig hvort
viðskiptahættir teljist villandi og
þar með óréttmætir. „Væntanleg
er breyting á þessum reglum
þar sem kveðið verður á um það
að fyrra verð á tilboði sé lægsta
verð sem varan hefur verið boðin
á síðustu 30 daga. Þegar þar að
kemur verður þessi breyting
kynnt rækilega því við sjáum
að mjög margir seljendur þurfa
að breyta fyrirkomulagi tilboða
sinna þegar breytingarnar ganga
í gegn.“ hdm@mbl.is
lNeytendastofa kannar ábendingar
Fimmtán fyrir-
tæki til skoðunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Netverslun Annir voru í nóvember.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
KönnunNær allir félagsmenn í RSÍ eða 96% eru í fullu starfi.
22,7% segjast
ósátt við launin
lNærallir svarendur eru í vinnu
Grunnlaun eða dagvinnulaun
félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi
Íslands hafa hækkað um 6% frá því
í fyrra og heildarlaun þeirra einnig
um 6% en á sama tíma hækkaði
launavísitalan um 8%. Tæpur
fjórðungur félagsmanna, 22,7%,
segist óánægður með launakjör sín
en rúm 44% segjast frekar eða mjög
sátt við launin. Mest ánægja er í
upplýsingatækni af atvinnugreinun-
um en óánægja mest í byggingar-
iðnaði. Ánægja með launin hefur
staðið í stað frá því á síðasta ári.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í niðurstöðum kjarakönnunar
Rafiðnaðarsambandsins en ríflega
tvö þúsund félagsmenn tóku þátt í
henni.
Rafiðnaðarsambandið er í sam-
floti iðn- og tæknigreina í yfirstand-
andi kjaraviðræðum við Samtök
atvinnulífsins og um helgina var
greint frá því að VR og Landssam-
band íslenskra verslunarmanna
hefðu ákveðið að taka höndum
saman við samflot iðn- og tækni-
fólks í kjaraviðræðunum.
Mörg stéttarfélög og sambönd
létu gera launakannanir í haust
og vetur vegna undirbúnings fyrir
kjaraviðræðurnar. RSÍ hefur nú birt
niðurstöður könnunarinnar meðal
rafiðnaðarmanna og tæknifólks.
Skv. þeim voru nær allir svarend-
urnir í vinnu og aðeins rúmt 1%
atvinnulaust að fullu eða að hluta.
Nær allir eru í fullu starfi og unnu
þeir að meðaltali 178 tíma í septem-
ber. Grunnlaun félagsmanna voru
að meðaltali 720 þúsund krónur á
mánuði í september og heildarlaun-
in 875 þúsund.
Fram kemur að um fimmtungur
þátttakenda í könnuninni segir að
vinnutímastytting hafi ekki farið
fram á vinnustað þeirra en um sex
af hverjum tíu segjast ánægðir með
vinnutímastyttinguna. Einnig var
spurt hvort félagsmenn könnuðust
við brot á kjarasamningum á vinnu-
stöðum. 15% þeirra sögðust þekkja
dæmi um brot á kjarasamingum á
síðustu tólf mánuðum. Svörin leiða
enn fremur í ljós að tíðni fjarvinnu
er svipuð og fyrir ári, en ástæður
fjarvinnu eru gerbreyttar frá því
sem var á árinu 2020. „Nú eru lang-
flestir sem vinna fjarvinnu að eigin
ósk. Það hefur t.d. áhrif á viðhorf
þeirra til að halda áfram að vinna
fjarvinnu.“ omfr@mbl.is
Aðalsteinn Á. Baldursson formaður
Framsýnar segir fyrir neðan allar hell-
ur hvernig forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni hafa vegið að Vilhjálmi
Birgissyni formanni Starfsgreina-
sambandins (SGS) eftir undirritun
kjarasamninga SGS og Samtaka at-
vinnulífsins á laugardaginn.
„Mér finnst ómaklega vegið að for-
manni Starfsgreinasambandsins, og
ekki bara honum heldur líka að öllum
formönnunum sem að þessu komu og
að þeim þúsundum félagsmanna sem
komu að því að móta kröfugerðina.
Þetta er svo ósanngarnt að það hálfa
væri nóg, enda er mörgum misboð-
ið yfir svona athygli sem menn eru
að sækja sér með því að gera lítið úr
öðrum,“ segir Aðalsteinn.
Framsýn er eitt þeirra 17 SGS-fé-
laga sem standa að kjarasamningn-
um. Aðalsteini líst vel á samninginn.
Hann sé gerður til skamms tíma á
mjög sérstökum tímum verðbólgu og
óvissu í umheiminum sem hafi áhrif
hér á landi og þar er kveðið á um
hækkanir sem menn hafa ekki séð
í öðrum samningum að sögn hans.
Mikill og góður undirbúningur
„Ég held að menn hafi gert þarna
góða hluti miðað við aðstæður,“ seg-
ir hann en kveðst hins vegar vera
rasandi yfir framkomu forystumanna
Eflingar. Hann segir að 17 af 19 að-
ildarfélögumSGS hafi farið í mikla og
góða undirbúningsvinnu á sínum tíma
viðmótun kröfugerðarinnar og haldið
fundi úti um allt með félagsmönnum.
SGS lagði því næst kröfugerðina fram
fyrst allra í launþegahreyfingunni.
„Að þessari kröfugerð komu þús-
undir félagsmanna en Efling ákvað að
vera sér. Seint og um síðir náðu þau
að búa til kröfugerð en það var þeirra
val að standa utan þessa bandalags.
Þess vegna finnstmér það fyrir neðan
allar hellur að forystumenn Eflingar
skuli stíga fram núna og reka hnífa í
bakið á formanni Starfsgreinasam-
bandsins sem á það alls ekki skilið.
Það standa spjótin í bakinu á honum
og mér finnst það fyrir neðan allar
hellur að þetta skuli koma úr þessari
átt. Þau neituðu samstarfi og voru
ekki í neinu samstarfi. Við hverju
bjuggust þau?“ segir hann.
„Þetta er ekkert búið“
Spurður um þennan klofning sem
kominn er upp ámilli róttækra verka-
lýðsforingja segir Aðalsteinn að fær-
ustu sagnfræðingar verði örugglega
í vandræðum með að skrifa sögu
átakanna í verkalýðshreyfingunni
í ljósi þess hversu góðu samstarfi
Vilhjálmur hafi verið í með Sólveigu
Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar
og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni
VR, sem hafi ásamt Aðalsteini og
Verkalýðsfélagi Grindavíkurmyndað
ákveðið bandalag í átökunum sem átt
hafa sér stað innan hreyfingarinnar.
Nú sé sú staða hins vegar komin upp
að formenn aðildarfélaga í SGS standi
þétt að baki formanni sambandsins „á
meðan Vilhjálmur hefur þurft að taka
við alveg ótrúlega óforskömmuðum
yfirlýsingum frá svokölluðum félögum
sínum, þannig að þetta eru tíðindi og
þetta er ekkert búið“. Spurður segir
hann að enginn hafi reynt að hafa þau
áhrif á Framsýn að skrifa ekki undir
samninginn.
Hafinn er undirbúningur fyrir kynn-
ingar og atkvæðagreiðslur í félögun-
um um samninginn, sem gildir frá 1.
nóvember síðastliðnum til 31. janúar
2024. Aðalsteinn á ekki von á öðru en
að hann verði samþykktur „en það
er alveg ljóst að öll svona umræða er
bara gerð til að reyna að skapa úlfúð
og vantraust á þeim sem komu að
því að gera þennan samning. Þetta
er bara þannig. Menn hafa oft talað
niður samninga.“
Aðalsteinn undirritaði kjarasamn-
inginn í gær á Húsavík en hann átti
ekki heimangengt á laugardaginn
vegna fjölmenningardags og sýningar
á vegum Framsýnar þann sama dag.
Í gær kom Ragnar Árnason for-
stöðumaður vinnumarkaðssviðs SA
til Húsavíkur til að hefja viðræður við
Framsýn og Þingiðn um endurnýjun
á sérkjarasamningi stéttarfélaganna
við PCC á Bakka. Greint er frá því á
vef Framsýnar að við það tækifæri
kom Ragnar með kjarasamninginn
norður svo formaður Framsýnar gæti
skrifað formlega undir.
Að sögn Aðalsteins eru viðræðurn-
ar við PCC í fullum gangi en um 150
starfsmenn eru í verksmiðjunni.
lSegir gagnrýnina á Vilhjálm fyrir neðan allar hellur
„Ómaklega vegið
að formanni SGS“
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ljósmynd/Framsýn
Skrifað undirAðalsteinnÁ. Baldursson skrifaði í gær undir kjarasamning SGS
og SA áHúsavík. Við hlið hans er RagnarÁrnason forstöðumaður hjá SA.
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun
selena.is
Glæsilegar
jólagjafir
Undirföt
Náttföt
Náttkjólar
Sloppar