Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Skora áborgina aðhætta við lSamfés mótmælir harðlega boðaðri styttri opnun félagsmiðstöðva Samfés, landssamtök félagsmið- stöðva og ungmennahúsa, Ung- mennaráð Samfés og fulltrúaráð Samfés skora á Reykjavíkurborg að endurskoða ákvörðun um að stytta þjónustutíma félagsmiðstöðva. Á sama tíma eru sveitarfélög hvött til að setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang og efla vandað og faglegt frítímastarf barna og ungmenna. Í yfirlýsingu frá Samfés segir m.a. að það sé „algjörlega óskiljanlegt“ að borgin ætli að stytta tímann, á sama tíma og kynnt sé verkefnið „Betri borg fyrir börn“, sem eigi að miða að því að auka nærþjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi. „Á þessum tímapunkti að hefja niðurskurðarhnífinn á loft og fara beint í að skerða mikilvæga þjónustu við börn og unglinga er grátlegt á sama tíma og allar viðvörunarbjöllur eru í gangi og rauð viðvörun sýnileg þegar kemur að aukinni áhættuhegð- un, ofbeldisdýrkun og hópamyndun barna og ungmenna úti eftir lok- un. Við vitum öll að hinn eini sanni sparnaður felst í því að halda áfram og auka frekar við það öfluga og faglega forvarnarstarf sem fer fram í starfi félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar,“ segir m.a. í yfirlýsingu Samfés. Varað er við því að styttri þjón- ustutími og minni þjónusta geti leitt til aukins kostnaðar fyrir borgina á næstu misserum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samfés Frá árshátíð félagsmið- stöðvanna í Laugardalshöll 2016. Eitrun vegna jarðvegsbakteríu lMælt gegn sprautun ormalyfs Rannsókn á orsökum hópsýkingar í hrossastóði á Suðurlandi og hest- húsi sömu eigenda á höfuðborgar- svæðinu benda til þess að sýkingin sé af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., en rannsókn er ekki lokið. Talið er að bakterían hafi komist í gegn um húð hrossanna við sprautun með ormalyfi og í kjölfarið vaknað til lífsins, fjölgað sér og myndað umrætt eiturefni. Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hópum þar til þau voru rekin saman og sprautuð með ormalyfi 21. nóvember. Þrettán hross veiktust nokkrum dögum síðar, dagana 23. til 25. nóvember, en aðeins hross úr öðru hólfinu. Fram kom í tilkynningu MAST í lok nóvember að sex hrossanna hefðu drepist en önnur væru að ná sér. Finnst í umhverfinu Fram kemur í tilkynningu MAST í gær að ekki sé vitað til að sam- bærileg hópsýking hafi komið upp hér á landi áður en þó er ekki talið að um nýtt smitefni sé að ræða í landinu. Það sé hluti af umhverfi okkar en í lágum styrk. Gróin finnist bæði í meltingarvegi og á húð en séu alla jafna hættulaus þar sem súrefni leikur um og þau komist ekki í gegnum órofna húð eða slímhúð. Ekki er vitað hvernig umrætt hrossahólf mengaðist umfram það sem er við hliðina. MAST telur mögulegt að veðurfarið hafi haft þar áhrif. Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið víðar upp og varar við því að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráð- lagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn, í samráði við dýralækni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Orð í eyraHrossin fengu eitrunina eftir sprautun með ormalyfi. STAKSTEINAR Má ekki lengur hlífa jólum? Hitler litli hlakkar til jóla, sé lesið rétt í sniðugheit Gísla Marteins Lúters, sem er ekki einfalt. Páll Vilhjálms- son sér glöggt „að jólaskapið kemur með „laufléttum svipmyndum“ af „ævintýrum“ Hitlers og þriðja ríkisins í Pól- landi, segir Gísli Marteinn þegar hann kynnir jóla- dagskrá þjóðar- miðilsins. ÁÍslandi búa nokkrar þús- undir Pólverja. Af þeirri ástæðu einni ættu Gísli Marteinn og RÚV að biðjast afsökunar. ÁGlæpaleiti er yfirmaður sakborningur í alvarlegu glæpamáli. Yfirmaðurinn býr til dag- skrárefni eins og ekkert hafi í skorist. Það sendir þau skilaboð til annarra starfsmanna að allt sé leyfilegt. Til dæmis má nota barnaefni til að koma höggi á þá sem stofnunin segir „vont fólk“. Fjölmiðill sem lítur á lög og siðferði sem hvern annan brandara er til alls vís. Vinnu- staðamenning á Glæpaleiti er einfaldlega ekki í lagi.“ Og er þá ekki mikið sagt. Páll Vilhjálmsson Gísli Marteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.