Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Kletthálsi 11 - Sími 511 0000 - bilalind.is Ver n 4 þ.km, ng, dísel, kabúnaði LAND ROVER DEFENDER SE TD6 Gjafaaskja frá Ferðaeyjunni „Gisting og konfekt“ fylgir með ð 19.800.000 08/2022, ekin sjálfskipti hlaðinn au gráþröstum og skógarþröstum frá meginlandi Evrópu. Eins kom tals- verður fjöldi hettusöngvara og fáeinar silkitoppur. „Hellumáfur sem sást í Þvottárskriðum var sjaldgæfasta tegundin sem austanáttir nóvember færðu okkur. Það var 2. tilfellið fyrir Ísland og að ég held 10. tilfellið fyr- ir Evrópu,“ segir Yann. Heimkynni hellumáfsins eru í Japan og austast með ströndumRússlands. Yann fann fyrsta hellumáfinn á Íslandi á Húsavík í maí 2012. Þorraþröstur sást á Höfn seint í nóvember og annar á Stöðvarfirði. Það voru 4. og 5. þorraþrösturinn sem sést hafa hér á landi. Þeir verpa um miðbik Rússlands og nyrst í Mongólíu og hafa vetursetu í sunnan- og suð- vestanverðri Asíu. Þeir hafa verið árlegir flækingar í Vestur-Evrópu. Brúðandarkolla kom með lægð frá Ameríku en lenti svo í austanáttinni sem bar hana til Vestmannaeyja. Það var 10. fuglinn af þeirri tegund sem hér hefur sést. gudni@mbl.is Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var mjög harðorður í garð Bankasýslu rík- isins á opnum fundi stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær þar sem hann ræddi um skýr- slu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sakaði hann Lárus Blöndal stjórnarformann Bankasýsl- unnar meðal annars um að hafa talað gegn betri vitund þegar Bankasýslan kom fyrir nefndina á föstudag og ræddi svokallað Excel-klúður við framkvæmd útboðsins. Guðmundur sagði málið ekki ganga út á það að Ríkisendur- skoðun hefði hengt sig í vitlaust skjal, líkt og haldið hefði verið fram, skýrslan hefði verið unnin út frá öllum gögnum sem lágu fyr- ir. Meðal annars tilboðabókinni eins og hún þróaðist að kvöldi útboðsdags. Bankasýslan hefði sjálf sent umrætt skjal til Ríkis- endurskoðunar og rökstutt sínar ákvarðanir út frá skjalinu með villunum í. „Þetta er eins og að fara með rangt barn heim af róló. Og halda svo áfram að kynna það fyrir fjölskyldu og vinum sem sitt eigið. Þetta er alvarlegt mál. Ég veit ekki hvað vakir fyrir Bankasýsl- unni þegar hún gerir þetta en ég segi bara hér, sem trúnaðarmað- ur Alþingis og ríkisendurskoð- andi, að málflutningur Banka- sýslunnar um þetta atriði er bara alls ekki við hæfi og eingöngu til þess fallinn að skapa upplýsinga- óreiðu og afvegaleiða umræðu þings og almennings um hvað það var sem þetta mál snerist um,“ sagði Guðmundur. lTil þess fallinn að afvegaleiða umræðu Gagnrýndi mál- flutning Bankasýslu Morgunblaðið/Eggert Harðorður Guðmundur Björgvin Helgason á nefndarfundi í gær. ar reglulegri tegundir spörfugla að vestan í október voru heiðatittlingur í Grímsey, sá fyrsti sem finnst norðan heiða, græningi á Selfossi og krúnu- skríkja vestur á Mýrum. Austanáttirnar undir lok nóvember færðu okkur mikið af svartþröstum, „Heilt yfir hefur ekki verið mikið um flækingsfugla í haust þótt hingað hafi komið sjaldgæfir fuglar,“ segir Yann Kolbeinsson líffræðingur hjá Nátt- úrustofu Norðausturlands. Ástæðan er sú að nær engar austanáttir voru framan af hausti fyrr en í nóvember. Gott skot fárra en mjög sjaldgæfra fugla kom um mánaðamót ágúst og september. Það skilaði nýrri tegund fyrir landið, grástelk, sem sást áMel- rakkasléttu. Heimkynni hans eru í Austur-Asíu og vetrarstöðvar í SA- Asíu og Ástralíu. Þetta var 6. tilfellið fyrir Evrópu. Um leið var relluhegri á Melrakkasléttu. Það var annað til- fellið fyrir landið en það fyrsta var í Surtsey vorið 1969. Þessi hegrategund er að mestu í sunnanverðri Evrópu, umhverfis Miðjarðarhafið, en einnig austur um Svartahaf og Kaspíahaf. Á vetrum heldur relluhegrinn sig í Afr- íku, að mestu sunnan Sahara. Það var mjög óvæntur fundur. Þá fannst ung- ur lónamáfur á Þórshöfn, sá fimmti sem hingað kemur. Nokkrir Ameríkufuglar sáust í byrjun október, en spörfuglar þaðan vekja ætíð lukku hjá fuglaskoðurum í Evrópu. Þeirra sjaldgæfastur var rauðkollur sem sást á Stokkseyri og er skyldur glókolli. Það var í þriðja sinn sem rauðkollur sást hér og það sjötta í Evrópu. Þá var grímuskríkja á Stokkseyri og var það í fimmta skipti sem hún sást hér. Tígultáti af kardí- nálaætt sást í Flóanum, sá fjórði sem hingað hefur komið. Enginn íslenskur fugl er skyldur tígultáta en þeir eru skordýra-, berja- og fræætur. Aðr- lVeðrið í haust ýtti ekki undir komur flækingalGrástelkur sást hér í fyrsta sinn í haustlNokkuð um flækinga frá Austur-AsíulRelluhegri sást í annað skiptið á ÍslandilHellumáfur og þorraþröstur sáust Fáséðir og langt að komnir fuglar Ljósmynd/Ingvar Atli Sigurðsson Hellumáfur Sást í Þvottárskriðum. Máfurinn er frá A-Asíu. Þetta var í 2. skiptið sem hann sást á Íslandi. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Þorraþröstur Þessi sást á Höfn og annar á Stöðvarfirði. Fuglinn verpir í Rússlandi og nyrst í Mongólíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.