Morgunblaðið - 06.12.2022, Page 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
11
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
„Viti menn! Hárlosið minnkaði
áður en flaskan tæmdist“.
- Tinna Miljevic
RENEW
1 msk á dag fyrir
hár, húð og neglur
KLAPPARSTÍG 29 ÍSLENSK HÖNNUN Í JÓLAPAKKANN
Tryggja þarf viðeigandi innviði fyrir
rafskútur hér á landi á næstu árum.
Eitt brýnasta úrlausnarefnið við
innleiðingu rafskúta í samgöngu-
kerfið er að koma upp svokölluðum
skútustæðum en með tilkomu þeirra
megi vænta þess að minna verði um
að skúturnar séu skildar eftir eins
og hráviði á göngustígum. Þetta er
meðal niðurstaðna í rannsóknarver-
kefninu Frágangur rafskúta í borgar-
landi sem var styrkt af rannsóknar-
sjóði Vegagerðarinnar og birt á vef
hennar nýlega. Verkefnið var unnið
af Ragnari Þór Þrastarsyni hjá VSÓ
Ráðgjöf en honum til ráðgjafar voru
fulltrúar frá umhverfis- og skipulags-
sviði Reykjavíkurborgar, Samgöngu-
stofu og Vegagerðinni.
Verkefni þetta er unnið í framhaldi
af öðru sambærilegu verkefni sem
VSÓ gerði fyrir Vegagerðina í fyrra,
Rafskútur og umferðaröryggi. Þegar
unnið var að gerð fyrra verkefnisins,
í maí 2021, voru rafskútur í útleigu á
höfuðborgarsvæðinu að nálgast tvö
þúsund. Síðastliðið sumar, rúmu ári
síðar, voru þær að nálgast fjögur þús-
und. Mörgum þykir því tímabært að
setja reglur um frágang og notkun
rafskútanna.
Í skýrslunni er rakið að það sé
ekki séríslenskt fyrirbæri að raf-
skútum sé illa lagt. Þar segir að
erlendar rannsóknir sýni að helstu
ástæður þess séu að notandi þekki
ekki hvernig eigi að ganga frá raf-
skútum eftir notkun eða hann hafi
misskilið reglurnar því þær voru illa
skilgreindar. Þá hafi norsk rannsókn
sýnt að aðeins í tveimur tilvikum af
150 hafi notendur skilið við leigu-
skútur liggjandi en ítrekað hafi hins
vegar aðrir vegfarendur fært þær til
og jafnvel velt þeim um koll.
Mismunandi er hvernig reglum er
háttað um frágang rafskúta í öðrum
löndum. Víða í Bandaríkjunum má
til að mynda leggja þeim á grasi. Í
Noregi er leyfilegt að leggja rafskút-
um þar sem notandanum hentar en
þó ekki þannig að hún hindri aðra
vegfarendur. Svíar krefjast þess að
skútum sé lagt í skútustæði nema
sveitarstjórnir ákveði annað. Í Par-
ís og Kaupmannahöfn skal skútum
lagt í skútustæði og í Kaupmanna-
höfn eru engin slík í miðborginni. Í
mörgum borgum er tekið gjald til að
standa undir kostnaði sem fellur á
sveitarfélög vegna innviða á borð við
skútustæði. Slíkt gjald er allt frá 7-19
þúsund krónur á ári á hverja leigu-
skútu. Athygli vekur að í Stokkhólmi
ákváðu stærstu leigufyrirtækin engu
að síður að borga fyrir framleiðslu
og uppsetningu á skútustæðum sem
allir geta notað.
Ragnar Þór Þrastarson, höfundur
skýrslunnar, segir að í Noregi hafi
innleiðing skútustæða gefist vel og
mikill hvati hafi reynst að gefa not-
endum afslátt af ferðum til að koma
þeim í gagnið. Mikilvægt sé að reglur
verði settar um lagningu rafskúta, þá
verði þær samræmdar milli sveitarfé-
laga. Ragnar kveðst telja að æskilegt
sé að fara blandaða leið, að á dreifðari
svæðum sé leyfilegt að leggja skútum
ef þær eru ekki fyrir öðrum vegfar-
endum. Þar sem byggð er þéttust
ætti hins vegar að hafa skútustæði
með reglulegu millibili, til dæmis í
80-120 metra fjarlægð á milli. Þannig
gæti eitt verið við Ingólfstorg, annað
við Lækjartorg og hið þriðja við Bæj-
arins bestu í Tryggvagötu. Miðað er
við að eitt hefðbundið bílastæði geti
rúmað allt að 14 rafskútur í senn.
lNý skýrsla um frágang rafskúta og tillögur um skútustæðilEkki séríslenskt fyrirbæri að rafskútum
sé illa lagtlVíða erlendis greiða rafskútuleigur gjald til sveitarfélaga vegna uppbyggingar innviða
Skútustæði á fjölförnumstöðum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Stæði Reykjavíkurborg útbjó fimm skútustæði í miðborginni í sumar. Eitt
þeirra er við Hlemm. Þá hefur Hopp sett upp stæði á nokkrum stöðum.
Fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði
í Hafnarfirði lækka með lægri
vatns- og fráveitugjöldum sem
nemur hækkun fasteignamats
umfram verðlag. Heildarálagning
fasteignagjalda fer úr 0,744% í
0,704% sem svarar til 312 milljóna
króna lægri gjalda. Kemur þetta
fram í orðsendingu Rósu Guð-
bjartsdóttur bæjarstjóra vegna
birtingar á samantekt á breyting-
um á álagningarprósentu
fasteignaskatta sl. laugardag. Þar
kom fram að skattprósentan hefði
ekki breyst í Hafnarfirði, þrátt
fyrir hækkun fasteignamats, og
það hefði haft í för með sér hækk-
un fasteignaskatta. Rósa bendir
á að fasteignagjöldin séu samsett
úr fleiri gjöldum.
Lækkuðu önnur fasteignagjöld