Morgunblaðið - 06.12.2022, Qupperneq 12
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Stílhrein og nett sorptunnuskýli
fyrir allar gerðir sorptunna
KOMDU TUNNUNUM Í SKJÓL
Bakó Ísberg, sem sérhæfir sig í þjón-
ustu við veitingageirann og rekur
verslun á Höfðabakka 9 í Reykjavík,
hefur fest kaup á þjónustufyrirtækinu
Bakaratækni. Kaupverð er trúnað-
armál.
Bjarni Ákason, stærsti eigandi
Bakó Ísberg, segir að með kaupunum
sé fyrirtækið að styrkja stöðu sína á
bakaramarkaðnum þar sem það hefur
verið með aðra tána um langa hríð
eins og Bjarni orðar það í samtali við
Morgunblaðið.
Gengið vel í ár
„Það hefur gengið mjög vel hjá okk-
ur í ár og aukningin í sölu milli ára er
um 50%. Því fannst okkur tímabært
að stækka við okkur. Við höfum lengi
verið að þjónusta bakarí en nú ætlum
við að setja í annan gír. Við búum vel
að því að vera með tæknideild sem er
með mikla þekkingu á bakaratækni
og -tækjum,“ segir Bjarni.
Hann segir að Bakaratækni sérhæfi
sig í sölu á tækjum til bakara, sem það
flytur sjálft inn.
„Velta Bakaratækni hefur verið
hátt í eitt hundrað milljónir króna
á ári. Samhliða kaupunum kemur
annar eigandinn í vinnu til okkar,“
segir Bjarni. „Svo erum við nú í fyrsta
sinn búin að ráða til okkar bakara-
meistara til að sjá um baksturshluta
starfseminnar.“
Ætla sér alla leið
Spurður um frekari ástæður
kaupanna og hvort fyrirtækið ætli
sér enn stærri hluti á bakaramark-
aðnum segir Bjarni að Bakó Ísberg
ætli sér „alla leið“ eins og hann orðar
það. „Það er rými á markaðnum fyrir
betri þjónustu. Það eru ekki margir
að sinna þessum markaði.“
Spurður hvort Bakó Ísberg hyggist
koma með einhverjar nýjungar inn á
markaðinn á næstunni segir Bjarni,
sem áður vann í tæknigeiranum og
flutti m.a. inn Apple-vörur, að hann
fylgist alla jafna vel með því sem sé
nýjast að gerast.
„Maður hefur séð í Bandaríkjun-
um að þar eru menn farnir að nota
bakararóbóta. Þeir eru settir inn í
stórmarkaði og baka tuttugu brauð
á klukkustund. Slík tækni mun einn
daginn ryðja sér til rúms hér á landi.“
Veitingahús baka líka
Með kaupunum á Bakaratækni get-
ur Bakó Ísberg líka aukið þjónustu
sína gagnvart veitingahúsunum, en
þar eru einnig bökuð brauð í tals-
verðum mæli. Félagið þjónustar nú
þegar mörg stórfyrirtæki, stofnanir,
skóla, hótel og fleiri fyrirtæki.
Alltaf á útkikkinu
Bjarni keypti meirihlutann í Bakó
Ísberg árið 2019 en tekjur félags-
ins námu í fyrra um 500 milljónum
króna. Spurður um frekari fyrir-
tækjakaup í þessum geira segir
Bjarni að hann sé alltaf á útkikkinu
eftir nýjum tækifærum. „Þetta er
ekki stór markaður en menn eru
alltaf að reyna að ná fram meiri
hagkvæmni,“ segir Bjarni.
lBakó Ísberg hefur lengi þjónustað bakarílSetja í annan gírlRými fyrir betri
þjónustu á markaðnumlBakararóbótar væntanlegir 50% tekjuvöxtur á milli ára
KaupirBakaratækniÁ.G. ehf.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ljósmynd/Bakó Ísberg
Bakstur Bjarni Ákason, Guðmundur Hlynur Guðmundsson, Árni KristinnMagnússon og Þröstur Heiðar Líndal.
Veitingageiri
»Tekjur Bakó Ísberg voru um
500 milljónir króna á síðasta
ári.
»Hagnaður Bakaratækni
2021 var átta milljónir króna.
»Stærstu viðskiptavinir
Bakó Ísberg eru umsvifamikil
ferðaþjónustufyrirtæki eins
og Bláa lónið og stór hótel,
ásamt mötuneytum skóla og
stórra vinnustaða.
6. desember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 141.11
Sterlingspund 173.2
Kanadadalur 105.01
Dönsk króna 19.994
Norsk króna 14.491
Sænsk króna 13.64
Svissn. franki 151.21
Japanskt jen 1.0522
SDR 187.56
Evra 148.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.5265
Sigurður Viðarsson, forstjóri
TM, tekur við stöðu aðstoðarfor-
stjóra Kviku banka af Ármanni
Þorvaldssyni sem hyggst einbeita
sér að því að byggja upp starf-
semi Kviku í Bretlandi. Ármann,
sem var forstjóri Kviku þar til
hann ogMarinó Örn Tryggva-
son höfðu stólaskipti árið 2019,
heldur áfram sem stjórnarfor-
maður í dótturfélögum bankans
í Bretlandi ásamt því að sinna
afmörkuðum verkefnum fyrir
Kviku. Þá hefur Eiríkur Magnús
Jensson, sem áður starfaði hjá
Arion banka, verið ráðinn í stöðu
framkvæmdastjóra fjármálasviðs
hjá Kviku en Ragnar Páll Dyer,
fjármálastjóri Kviku, hefur óskað
eftir því að láta af störfum.
Í gærmorgun var greint frá
því að stjórn Kviku hefði sam-
þykkt tillögu forstjóra um breytt
skipurit og að markmið þess sé að
gera félagið betur í stakk búið til
þess að halda áfram að ná árangri
í rekstri. Eftir breytingarnar
verða tvö tekjusvið rekin í Kviku
banka, viðskiptabanki annars
vegar og fyrirtæki og mark-
aðir hins vegar. Þá verða þrjú
tekjusvið rekin í dótturfélögum:
TM, Kvika eignastýring og Kvika
Securites í Bretlandi.
Framkvæmdastjóri fyrir-
tækja og markaða verður Bjarni
Eyvinds Þrastarson en aðstoðar-
framkvæmdastjóri sviðsins og
forstöðumaður fyrirtækjalána
verðurMagnús Guðmundsson. Þá
hefur Erlendur Davíðsson verið
ráðinn í stöðu forstöðumanns fyr-
irtækjaráðgjafar en Baldur Stef-
ánsson, sem gegndi starfinu áður,
lætur af störfum á næstu vikum
og hefur eigin rekstur. Gunnar
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Kviku Securities, kemur nýr inn í
framkvæmdastjórn.
lRekstri skipt upp í tvö tekjusvið
Mikil uppstokkun
hjá Kviku banka
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kvika Sigurður Viðarsson, áður
forstjóri TM, er nýr aðstoðarforstj.
STUTT
l Samhentir-Kassagerð hagnaðist í
fyrra um tæpar 339 milljónir króna,
en tapið á árínu á undan nam rúmum
106 milljónum
króna. Samstæð-
an skilaði tapi á
rekstrarárunum
2017-2020. Tekjur
samstæðunnar
námu í fyrra um
5,5 milljörðum
króna og drógust
saman um tæpar
380 milljónir
króna á milli ára.
Rekstrargjöld
drógust þó saman um rúmar 600 millj-
ónir og námu um 5,2 milljörðum króna.
Eigið fé félagsins var um 572 milljónir
króna í árslok og eiginfjárhlutfall 21,2%.
Samhentir keyptu árið 2020 hluta
reksturs Kassagerðar Reykjavíkur og
hafa helstu verkefni síðustu tveggja ára
verið að vinna úr þeim kaupum. Sam-
legðaráhrifin skila sér meðal annars í
sparnaði á 3.000 fermetra húsnæði og
að starfsmannafjöldi félagsins er nú
hinn sami og hann var fyrir kaupin.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá
afrakstur þeirrar miklu vinnu sem unnin
hefur verið við að snúa rekstri félagsins.
Sterkir innviðir, náið samstarf við okkar
birgja og öflugt starfsfólk hafa skilað
okkur þessum árangri, þó við eigum
enn talsvert í land með að vinna upp
uppsafnað tap síðustu ára, en þetta
horfir allt til betri vegar,“ segir Jóhann
Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Sam-
hentra, í uppgjörstilkynningunni.
Jákvæður viðsnúningur
hjá Samhentum
Jóhann
Oddgeirsson