Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 13
FRÉTTIR
Erlent 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
- fallegt fyrir
heimilið
balika ehf. | Síðumúla 3
108 Reykjavík | Netverslun balika.is
herstöðvarnar. Vestrænir hernaðar-
sérfræðingar drógu yfirlýsinguna í
efa, og rússneskir harðlínumenn voru
ósparir í gagnrýni sinni á rússneska
herinn á samfélagsmiðlum í gær fyr-
ir að hafa teflt öryggi sprengjuvél-
anna í hættu, en gervihnattamyndir
í fyrradag sýndu að vélunum á Eng-
els-vellinum hafði verið stillt upp
utandyra í undirbúningi fyrir næstu
árás þeirra á Úkraínu.
Dmitrí Peskov talsmaður Rúss-
landsforseta sagði að Vladimír Pútín
Rússlandsforseti hefði verið upp-
lýstur um sprengingarnar, en Pútín
keyrði í gær bifreið yfir Kertsj-brúna,
sem tengir Krímskaga við Rússland.
Var bílferð hans sýnd í sjónvarpi, en
brúin skemmdist illa hinn 8. október
í árás Úkraínumanna.
Þá sagði Peskov í gær að nýlegt
verðþak sem Evrópusambandið,
Ástralía og sjö helstu iðnríki heims
hafa samþykkt að setja á olíukaup frá
Rússlandi muni ekki hafa nein áhrif
á getu Rússa til að ljúka „sérstöku
hernaðaraðgerðinni“, sem Rússar
kalla innrásina. Verðþakið var sett á
60 bandaríkjadali per olíutunnu, og
hafa Úkraínumenn sagt að það sé of
hátt og muni ekki hafa nein áhrif á
Rússa, en tunnan selst nú á 65 dali.
Þá tók nýtt innflutningsbann í gildi
í gær innan Evrópusambandsins á
hráolíu sem flutt er með skipum frá
Rússlandi, en slíkir flutningar nema
um tveimur þriðju af olíuinnflutningi
ESB-ríkjanna frá Rússlandi.
Vetrarstríð í uppsiglingu
Ljóst hefur verið um nokkra hríð
að komandi vetur yrði erfiður fyrir
Úkraínumenn, ekki síst í ljósi stöð-
ugra árása Rússa á raforkukerfi og
hitaveitu landsins, sem ætlað er að
beita Úkraínustjórn þrýstingi þegar
vetrarkuldinn fer að bíta. Selenskí
Úkraínuforseti skoraði enda á þjóð
sína á sunnudaginn að sýna þraut-
seigju og þolgæði, nú þegar veturinn
færi í hönd. Hernaðarsérfræðingar
á Vesturlöndum eru hins vegar ekki
sammála um hvaða stefnu stríðið
muni taka á næstumánuðum. Þannig
sagði Avril Haines, yfirmaður allra
leyniþjónustustofnanna Bandaríkj-
anna, í fyrradag að hún teldi líklegt að
bæði Rússar og Úkraínumennmyndu
reyna að leggjast í hálfgerðan dvala
til að undirbúa sig fyrir næstu gagn-
sókn Úkraínumanna, sem myndi þá
hefjast í vor.
Hugveitan Institute for the Study
ofWar, ISW, sagði hins vegar í gær að
líklegra væri að herinn héldi áfram
sóknaraðgerðum á næstu mánuðum
til þess að byggja ofan á árangur síð-
ustu mánaða, og um leið til að koma í
veg fyrir að Rússar geti endurheimt
frumkvæðið á vígvellinum. Vísaði
hugveitan þar m.a. til Serhís Tsjer-
evatí, talsmanns Úkraínuhers, sem
sagði á sunnudaginn að frosin jörð
gæfi bryndrekum, sem ferðast um
á beltum, færi á að sækja fram, og
að herinn væri að undirbúa skrið- og
bryndreka sína fyrir vetraraðgerðir.
Þykir veturinn jafnvel betri fyrir
slíkar aðgerðir en haustið og vorið
í Úkraínu, þegar mikil leðja og for-
að neyða sömu bryndreka til þess
að halda sig á vegum landsins, en
vætutíð í nóvember leiddi af sér að-
stæður á vígvellinum, sem minntu
einna helst á skotgrafahernað fyrri
heimsstyrjaldar.
Úkraína með yfirhöndina
Dr. Jack Watling, sérfræðingur í
landhernaði við RUSI-hugveituna,
sagði í greiningu sinni í Daily Tele-
graph í síðustu viku, að komandi vetur
gæti hins vegar reynst Úkraínumönn-
um betur en Rússum á vígvellinum.
Sagði Watling að bardagar um vetur
kölluðu á ákveðna færni sem þyrfti að
þjálfa upp, og ljóst væri að rússneskir
varaliðsmenn hefðu hvorki útbúnað
né þekkingu til þess að takast á við
kuldann.
Bendir Watling á að vetrarstríð
kalli á að hermenn liggi langdvölum
á blautri jörð og skríði í gegnum leðju
og snjó. Hermenn eigi því sjaldnast
kost á því að halda sér hlýjum og
þurrum, og bendir Watling á að væt-
an dragi mjög úr bardagafærni fólks.
Hermenn sem verði blautir verði
fljótt kaldir og eigi á hættu að deyja
úr ofkólnun.
Watling segir að hér geti skipt sköp-
um að vera með vel þjálfaða lægra
setta herforingja, sem viti hvenær
eigi að draga herlið til baka úr væt-
unni og kuldanum, auk þess sem agi
hermannanna sjálfra geti skilið ámilli
feigs og ófeigs. „Herlið sem getur ekki
sýnt þetta mun missa menn vegna
ofkólnunar, kalsára og lítils baráttu-
anda,“ sagði Watling og bætti við að
Úkraínumenn hefðu yfirhöndina í
öllum þeim þáttum sem hann hefði
nefnt. Þótti Watling því líklegra að
Úkraínumenn myndu vilja neyða
Rússa til þess að berjast, því að það
eitt og sér gæti leitt til aukins mann-
falls hjá hermönnum Rússa.
Tveir Úkraínumenn féllu og þrír
særðust í Saporísja-héraði í gær, eft-
ir að Rússar skutu rúmlega hundrað
eldflaugum á skotmörk vítt og breitt
um Úkraínu. Volodimír Selenskí for-
seti Úkraínu sagði hins vegar í gær
að loftvarnarkerfi landsins hefðu náð
að skjóta niður flestar eldflaugarnar
áður en þær náðu settu marki.
Árásirnar ollu engu að síður
nokkrum truflunum á rafmagnskerfi
landsins, og voru nokkrar borgir raf-
magnslausar með öllu í kjölfar þeirra,
þar á meðal Míkólaív og Súmí.
Maksím Martsjenkó héraðsstjóri
Ódessa-héraðs sagði að raforkunet
héraðsins hefði skaddast í árásun-
um, og að tveir hefðu særst þegar
eldflaugar lentu á íbúðarhúsnæði.
Þá var algjörlega rafmagnslaust í
hafnarborginni Ódessu, auk þess sem
vatnsveita borgarinnar varð óstarf-
hæf með öllu.
Um helmingur raforkukerfis Úkra-
ínu hefur skemmst í árásum Rússa
síðustu vikur og mánuði, og hafa
Úkraínumenn vart undan að gera
við skemmdirnar áður en næsta
árásarhrina ríður yfir. Úkraínska
orkuveitan Ukrenerho sagði í gær
að vegna árásanna yrði að taka upp
skömmtun á rafmagni í öllum héruð-
um landsins.
Dularfullar sprengingar
Eldflaugaárásir Rússa voru gerð-
ar sama dag og sprengingar urðu
við tvo herflugvelli í Rússlandi, þar
sem langdrægar sprengjuvélar af
gerðunumTu-160 og Tu-95 hafa haft
bækistöðvar sínar. Slíkar vélar hafa
verið nýttar til að skjóta langdrægum
flugskeytum áÚkraínu, þar sem þær
geta það án þess að fara inn í lofthelgi
landsins, sem Rússar hafa ekki náð
yfirráðum yfir. Ekki var vitað hvort
eldflaugaárásin tengdist árásunum á
flugvellina á nokkurn hátt.
Sprengingarnar urðu svo til sam-
tímis, og hafa því vaknað spurningar
um hvað hafi valdið þeim, sér í lagi
þar sem báðir flugvellirnir, Engels-2
og Rjasan, eru í um 600 kílómetra
fjarlægð frá víglínunum í Úkraínu.
Lék grunur á því að um nýjan lang-
drægan dróna væri að ræða, en Úkra-
ínuher lýsti því yfir í gærmorgun að
þeir væru að þróa einn slíkan, sem
ætti að draga um 1.000 kílómetra.
Að minnsta kosti þrír féllu og átta
særðust í sprengingunum tveimur,
auk þess sem tvær Tu-95-sprengju-
vélar voru sagðar hafa skemmst í
árásinni á Engels-flugvöllinn. Þá
sprakk eldsneytisflutningabifreið í
loft upp á Rjasan-flugvellinum.
Rússneska varnarmálaráðuneytið
lýsti því yfir í gær að þeir hefðu skotið
niður báða drónana, en sprengingarn-
ar og mannfallið hefðu orðið vegna
braks úr þeim, sem hefði fallið á
Ennráðist að orkuinnviðunum
lRúmlega hundrað eldflaugum skotið á Úkraínu í gærlNokkrar truflanir á raforkukerfi landsins
lDrónaárásir á herflugvellilVerðþak hafi lítil áhrif á RússalStefnir í harða bardaga í vetur
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
AFP/Maxar Technologies
ÁrásÁ þessari gervihnattamynd af Engels-2-flugvellinum má sjá tvær
Tu-160-sprengjuvélar og þrjár Tu-95-vélar en ráðist var á flugvöllinn í gær.
Ljósmynd/Úkraínuher
SkotgrafirnarÁ þessari mynd, sem tekin er í skotgröfunum við Bakhmút, sjást vel þær aðstæður sem margir her-
menn þurfa nú að glíma við á vígstöðvunum. Minna þær einna helst á skotgrafahernað fyrri heimsstyrjaldar.