Morgunblaðið - 06.12.2022, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Í frostinu Veður hafa skipast nokkuð í lofti og eftir hlýindin í nóvember er frostið farið að bíta og ísnálar höfðu í gær myndast á styttunni af Jónasi í Hljómskálagarðinum í Reykjavík.
Eggert Jóhannesson
Hagræðing er nauðsynlegur
þáttur af opinberum rekstri.
Síðan Viðreisn kom í meiri-
hluta borgarstjórnar árið 2018
hefur verið árleg hagræðing-
arkrafa upp á 1% af launa-
kostnaði ásamt því að hætta að
verðbæta rekstrarkostnað.
Með þessu setjum við á okkur
stöðuga pressu, bæði á að velta
við hverri krónu og að hafa
það ætíð í huga að við sem
stýrum opinberum rekstri er-
um með almannafé í okkar vörslu. Nú er
svo komið að grípa verður til enn sterkari
aðgerða.
Aldrei skemmtilegt,
en afar nauðsynlegt
Fram undan er óvissa og engin góð-
ærisár virðast sjáanleg. Í þeirri fjárhags-
áætlun sem til umræðu er í borgarstjórn í
dag gerum við ráð fyrir vexti en við stígum
einnig ákveðin á bremsuna
hvað varðar reksturinn.
Rekstur langflestra sveitar-
félaga hefur verið afar þungur.
Reykjavík er þar engin undan-
tekning en hér hefur verið
haldið uppi öflugri grunnþjón-
ustu á undanförnum misserum
þrátt fyrir erfiðleika. Þjón-
ustustig borgarinnar hefur ver-
ið það hæsta sem gerist á land-
inu. Við leggjum nú áherslu á
verkefnamiðaða hagræðingu.
Það þýðir að við höfum velt við
hverri krónu, skoðað hvað við
getum hætt að gera, hvað við
viljum leggja niður, sameina eða endur-
skipuleggja.
12 milljarða breyting
Með þeim 92 tillögum um hagræðingu og
umbótatillögum sem við leggjum fram í dag,
ásamt þeirri föstu hagræðingarkröfu sem
hefur þegar verið ákveðin, munum við
draga úr rekstrarkostnaði um rúmlega þrjá
milljarða. Fjárfestingaráætlun næsta árs
hefur einnig verið lækkuð um níu milljarða
frá fyrri áætlunum. Samanlagt er þetta
breyting upp á 12 milljarða.
Minnihlutanum í borgarstjórn hefur orðið
tíðrætt um að hagræðingartillögurnar séu
takmarkaðar og dugi ekki til. En lítið hefur
heyrst af góðum sparnaðartillögum frá
þeim, nema endurnýttar og fyrirsjáanlegar
hugmyndir um að fækka starfsfólki í mið-
lægri stjórnsýslu og lækka laun borgarfull-
trúa.
Þegar aðgerðir meirihlutans eru skoðaðar
má sjá þó nokkrar tillögur sem draga úr
kostnaði við miðlæga stjórnsýslu. En það er
ekki á dagskrá hjá okkur að lækka hvort
heldur laun starfsmanna borgarinnar né
borgarfulltrúa. Það sem við höfum hins veg-
ar gert er að setja skýr markmið um hvern-
ig við drögum úr launakostnaði í samræmi
við markmið fjármálastefnu borgarinnar.
Aðgerðir í ráðningarmálum eiga þó ekki við
störf í framlínu, svo sem í skóla- og frí-
stundaþjónustu eða í velferðarþjónustu.
Hlúum að grunnþjónustunni
Um leið og farið er í hagræðingu og að-
hald í rekstri verður lögð áhersla á lög-
bundin verkefni sveitarfélaga, þeim sýnd al-
úð og athygli með það að markmiði að
fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í
góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og
fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein
áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort
sem það eru menntamál, velferðarmál eða
uppbyggingarmál. Við munum nú sem áður
hlúa að grunnþjónustu sveitarfélagsins, það
er þar sem kjarnaverkefni sveitarfélaga
liggur.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir » Við leggjum áherslu á verk-
efnamiðaða hagræðingu.
Við höfum velt við hverri
krónu, skoðað hvað við getum
hætt að gera, sameinað eða
endurskipulagt.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Höfundur er forseti borgarstjórnar
og oddviti Viðreisnar.
Veltum við hverri krónu
Vitnað er í fróðlega grein eftir
Steinar Ingimar Halldórsson,
„Ávinningur vindmylla er ofmet-
inn“, sem birtist í Morgunblaðinu
30.11. sl.
Francis-túrbínur
Steinar hefur fyrir því að vekja
sérstaklega athygli á tegund afl-
véla í vatnsaflsvirkjunum sem eru
í rekstri hér á landi í dag.
Að mínu mati er þarna verið að
gelta upp í rangt tré, en ekki þarf
að draga í efa getu Francis-véla til að sinna sínu
hlutverki. Vissulega er þetta áhugavert atriði,
en á verksviði virkjunarhönnuða, sem oftast
eru verkfræðistofur, og þær hafa ráðið vel við
það hingað til.
Orkugeta og framleiðslugeta
Ávinningur virkjana á Íslandi hefur jafnan
verið mældur með svonefndri orkugetu, sem er
sú aukning orkumarkaðar sem tilkoma nýrrar
virkjunar gerir kleift.
Útreikningur í reiknilíkani (hermunar-/
bestunarlíkani) fer þannig fram að gengið er út
frá ákveðnu grunnkerfi, sem í flestum tilvikum
er „núverandi kerfi“. Þá er nýju virkjuninni
bætt við grunnkerfið og fundin sú aukning á
markaði sem tilkoma hinnar nýju
virkjunar gefur tilefni til. Kostn-
aður kerfisins við að viðhalda
stöðluðu öryggi í afhendingu raf-
orku er látinn vera sá sami fyrir
og eftir aukninguna.
Þessi aukning á markaði er
kölluð orkugeta.
Hafa þarf í huga að með þessari
aðferð hefur grunnkerfið ávallt
forgang umfram nýju virkjunina,
t.d. hvað varðar nýtingu á ómiðl-
aðri vatnsorku.
Hins vegar er hugtakið fram-
leiðslugeta, en þar er átt við fram-
leiðslu sjálfrar virkjunarinnar við kerfisálag,
sem jafngildir orkugetu.
Fyrir hefðbundnar virkjanir vatnsafls og
jarðvarma er framleiðslugeta og orkugeta ná-
lægt því að vera sama stærðin.
Orkugetuhugtakið má nota fyrir aðrar styrk-
ingar kerfisins en sjálfar virkjanirnar, t.d.
vatnsveitur og vatnsmiðlanir til að efla rekstur
virkjana í grunnkerfinu og styrkingu flutnings-
kerfisins. Þarna er verið að búa til orku án með-
fylgjandi aflaukningar í virkjun, en orkugetan
fæst fram með aukinni framleiðslu virkjana
sem fyrir eru í kerfinu.
Sérstaklega áhugavert er þegar virkjun með
mikla möguleika til vatnsmiðlunar er látin
koma inn á vanmiðlað grunnkerfi, eins og til-
fellið var með Bessastaðaárvirkjun í Fljótsdal á
sínum tíma. Þá gat orkugeta virkjunarinnar
farið langt fram úr rennslisorku hennar, sem
þótti kyndugt og krafðist nákvæmra útskýr-
inga. Aflsetning virkjunarinnar tók samt sem
áður mið af orkugetu fremur en framleiðslu-
getu, en talið var að hin nýja virkjun þyrfti
jafnan að skila afli inn á kerfið í samræmi við
orkugetu.
Notkun á orkugetuhugtakinu hefur gengið
mjög vel hér á landi, bæði fyrir vatnsaflsvirkj-
anir, jarðvarmavirkjanir og aðrar stækkanir á
raforkukerfinu, hvort sem þeim fylgir uppsett
afl eða ekki. Orkugeta er skrifuð á stækkunina í
hvert skipti, en sjaldnast talið upp sérstaklega í
hvaða virkjunum framleiðsluaukningin kemur
fram, þótt það væri vissulega hægt.
Vindorka
Landsvirkjun hefur reist tvær 0,9 MW vind-
rafstöðvar ofan Búrfellsvirkjunar og mælt nýt-
ingu á notkun þeirra 40-44%.
Í grein minni frá 2017, „Wind Power in Ice-
land“ á https://veldi.is/reports/, gekk ég út frá
40% nýtingu á uppsettu afli og reiknaði orku-
getu vindrafstöðva inn á landskerfið með sam-
anlagt uppsett afl á bilinu 0-1000 MW.
Kom í ljós að á bilinu reyndist nýting á upp-
settu afli vindrafstöðva vera 33% fyrir 0-500
MW og 21% fyrir afl á bilinu 500-1000 MW.
Þetta þýðir að 120 MW vindlundur við Búr-
fell reiknast með orkugetu 120 * 33% * 8000 /
1000 = 317 GWh/ári ef uppsett afl vindraf-
stöðva í kerfinu er minna en 500 MW og 120 *
21% * 8000 / 1000 = 202 GWh/ári ef uppsett afl
vindrafstöðva í kerfinu er á bilinu 500-1000
MW.
Landsvirkjun reiknar með orkugetu 440
GWh/ári, sbr. heimasíðu fyrirtækisins, en það
jafngildir nýtingu upp á 46%.
Líklegt er að framleiðendur vindorku sætti
sig ekki við að vera meðhöndlaðir sem hver
önnur virkjun í kerfinu. Þeir gætu þá leitast við
að gera sérstaka samninga um sölu á raforku til
stórnotenda sem væru í standi til að taka við
breytilegu álagi. Þá hefðu þeir möguleika á
meiri nýtingu síns búnaðar. Einnig gætu vind-
orkuverin tekið þátt í samkeppni á raforku-
markaði, sem mun líta dagsins ljós vonandi á
næstunni.
Skúli Jóhannsson » Í Morgunblaðsgreininni er
fjallað um hugtökin orku-
getu og framleiðslugetu og síð-
an um vindrafstöðvar í því
samhengi.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Um greinina „Ávinningur vindmylla er ofmetinn“