Morgunblaðið - 06.12.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifkop.is
Allar almennar bílaviðgerðir
Kennsluaðferðir
eru í stöðugri þróun
og mikilvægt er að
vinna áætlun með
tímasettum deili-
markmiðum sem fel-
ur í sér þróun
kennsluaðferða í ís-
lenska skólakerfinu.
Einn þáttur þeirrar
áætlunar er að koma
svo sem kostur er til
framkvæmdar einstaklingsmiðuðu
námi í leik- og grunnskólum. Það er
afar brýnt að miða ávallt nám við
þarfir sérhvers nemanda. Þarfirnar
eru misjafnar og því mikilvægt að
finna leiðir til að hver og einn fái
nám við sitt hæfi.
Staðan
Staðan í íslenskum grunnskólum
er áhyggjuefni um þessar mundir.
Um síðustu aldamót var staðan við-
unandi miðað við Pisa-prófin. Nú
um 20 árum síðar er staðan mun
verri. Ísland er undir OECD-við-
miðum í mörgum greinum. Árlegir
fjármunir til grunnskólans eru hér
á landi yfir OECD-meðaltali. Hlut-
fall þeirra ungmenna sem sækja
verkmenntun er afar lágt hér á
landi. Samt er mjög margt gott og
vel unnið í grunnskólum landsins en
er það nóg?
Nám við hæfi
Nám við hæfi nemandans er mun
líklegra til að auka vellíðan í skóla.
Sá sem skilur og tengir við verk-
efnið sem unnið er finnur líklega til
meira öryggis en sá sem glímir við
eitthvað sem hann ræður ekki við.
Námsráðgjafar vinna afar mikilvæg
störf í skólum landsins. Allir nem-
endur í öllum skólum landsins
verða að geta átt aðgang að þeim.
Margir kennarar hafa ráð undir rifi
hverju til að gera kennsluna
ánægjulega og áhugaverða og er
mikilvægt að þeir fái mikla og góða
þjálfun og hvatningu til góðra
verka.
Kostnaður
Óhjákvæmilega kosta slíkar
breytingar á kennsluaðferðum tölu-
verða fjármuni, sérstaklega ein-
staklingsmiðuð kennsla. En mikið
er í húfi. Við megum ekki láta okk-
ur það í léttu rúmi liggja hvernig
börnum og ungmennum okkar líður
í skólunum og hvernig þeim gengur
í mikilvægu námi. Þau eru framtíð
okkar lands og þjóðar. Gleymum
því heldur ekki að hver einstakling-
ur á sér merkilega sögu og afar
þarft framtíðarhlutverk fyrir hönd-
um. Góð leið er að sveitarfélög
stofni þróunarsjóði eins og t.d.
Garðabær hefur gert fyrir leik- og
grunnskóla. Þar geta skólar og ein-
stakir kennarar sótt um styrki til
þróunarstarfs. Til greina kemur að
fyrirtæki í heimabæ og/eða fjár-
sterkir aðilar leggi fé í sjóðinn.
Þetta er velferðarmál fyrir allt
samfélagið. Þá er eðlilegt að ríki
greiði í þróunarsjóð fámennra sveit-
arfélaga. Þá er og kostur ef skóla-
stjórnendur fá tækifæri til að
greiða góðum kennurum bónusa
fyrir vel unnin störf. Örfáir hafa
haft efasemdir um slíkar aðferðir
og halda að ekki sé hægt að leggja
mat á góða kennslu. Því er til að
svara að ekkert er því til fyrirstöðu
að þjálfa nemendur í að vanda svör
í ýmiss konar kennslumati. Einnig
er hægt að leggja fyrir samræmd
próf innan skóla þar sem t.d.
nokkrir kennarar kenna sömu
námsgrein. Flest góð verk hafa ver-
ið sköpuð eftir tilraunir.
Þá er rétt að nefna stofnana-
samninga sem hafa gefist vel í
mörgum framhaldsskólum þar sem
skólastjórnendur og nefnd kennara
meta störf einstakra kennara. Það
er misskilið réttlæti að greiða eigi
öllum sömu laun sama hvernig
vinnu þeir skila.
Kostir
Vellíðan nemenda í skóla tryggir
betri námsárangur, betri skólasókn
og vinnur gegn brottfalli. Kennarar
þurfa að fá þjálfun í að greina hvort
nemandi þurfi að þjálfa hæfni með
hóp- eða samvinnu og hvort hann
þurfi sérstakan stuðning í ákveðn-
um námsgreinum. Tilgangurinn er
að nemandinn fái verkefni við sitt
hæfi. Í stórum dráttum hefur þessu
ákalli verið svarað í framhaldsskól-
um með innleiðingu áfangakerfis
þar sem nemendum gefst nokkuð
góður kostur á að velja sér náms-
áfanga og ákveða námshraða.
Gleymum því ekki að það er lítið
sem ekkert að börnum okkar. Þau
þurfa aðeins fjölbreytt, eðlilegt og
heilbrigt umhverfi og skólakerfi til
að þroskast vel. Skólakerfið skiptir
miklu máli í farsæld ungmenna.
Sóknarfæri í skólamálum:
Kennsluaðferðir
og vellíðan nemenda
Þorsteinn Þor-
steinsson og Gunn-
laugur Sigurðsson
»Nám við hæfi nem-
andans er mun lík-
legra til að auka vellíðan
í skóla. Sá sem skilur og
tengir við verkefnið sem
unnið er finnur til ör-
yggis.
Þorsteinn
Þorsteinsson
Þorsteinn er fyrrverandi
skólameistari og Gunnlaugur
fyrrverandi skólastjóri.
thorsteinn2212@gmail.com
Gunnlaugur
Sigurðsson
Í „Vegvísi að vist-
vænni mannvirkja-
gerð 2030“ frá Hús-
næðis- og
mannvirkjastofnun
segir svo m.a.:
„Áætlað er að
mannvirkjageirinn sé
ábyrgur fyrir um 40%
af heildarkolefnis-
losun á heimsvísu.
Þetta hlutfall sýnir
greinilega að bygg-
ingariðnaðurinn er mikilvægur
hlekkur í að tryggja sjálfbærni
kolefnislosunar komandi kyn-
slóða.“
Við hjá Hannarr ehf. erum sam-
mála þessu og höfum hannað kerfi
sem reiknar kolefnislosun bygging-
arefna þeirra bygginga sem eru
reiknuð í BYGG-kerfinu, bæði við
nýbyggingar og viðhald. Að vita
það er ein af meginforsendum þess
að draga megi úr umhverfisáhrif-
um greinarinnar. Samanlagt eru
þetta um 2/3 af allri kolefnislosun
bygginga.
Nýbyggingar á árinu 2020 voru
564.000 m2 samkvæmt „Vegvísi að
vistvænni mannvirkjagerð 1.
hluta“. Þar segir að kolefnislosun
byggingarefna þessara bygginga
hafi verið 162.472 tonn eða 288 kg
CO2/m2 og að það séu að meðaltali
45% af losun þeirra. Alls er þá
samkvæmt þessu kolefnislosun ný-
bygginga hér á landi um 360.000
tonn á ári.
Þegar viðhaldi þessara húsa er
bætt við þá bætast við um 170.000
tonn, sem gerir þá alls 530.000
tonn.
Mismunandi gerðir húsa losa
mismikið kolefni eða allt frá 233
upp í 370 kg CO2/m2 miðað við
módelin í BYGG-kerfinu sem eru
nú 22. Það er auðvelt að sjá af
framansögðu hversu stór þáttur
kolefnislosun bygginga er af heild-
arlosuninni, og að það má auðveld-
lega draga úr losuninni svo um
munar. Tíu prósent minnkun los-
unar bygginga myndi þýða um 4%
minnkun losunar landsins í heild sé
miðað við að byggingar losi um
40% af heildarlosuninni.
Eitt lítið dæmi má t.d. nefna
sem er að ef skipt er út timbur-
klæðningu útveggja einbýlishúss
að utan á móti bárujárni þá eykst
losun hússins í heild um 8-10% og
öfugt.
Á meðan ekki er
tekið á kolefnislos-
uninni minnkar hún
ekki. Þeir sem byggja
horfa í kostnaðinn en
ekki í kolefnislosun
hússins og ganga má
út frá að þeir sem
kaupa eignina spyrji
ekki um kolefnislos-
unina.
Þeir sem nota
BYGG-kerfið hafa
undanfarið ár getað
séð kolefnislosun
hvers efnis sem þeir hafa notað í
byggingar sínar og því getað skoð-
að hvað og hvar þeir geta dregið
úr losuninni með því að velja annað
efni en þeir ætluðu. Um leið hafa
þeir getað séð hverju það hefði
breytt varðandi byggingarkostn-
aðinn.
Hafa þeir gert það? Líklega
ekki, þar sem það hefur vantað
hvatann til að gera það eða kröfur
um að það væri gert. Við höfum
þannig tapað úr einu ári sem við
hefðum getað nýtt í því markmiði
að draga umtalsvert úr kolefnis-
losun landsins.
Til að ná markmiðunum um
minnkun á kolefnislosun bygginga
í landinu bendum við á að nú eru
skráðir notendur BYGG-kerfisins
um 475 og verða á næsta ári 5-600.
Verkin sem eru unnin í BYGG-
kerfinu verða um 1.700 í ár, en
þeim hefur fjölgað um 20% á ári að
undanförnu. Þessi fjöldi verka er
meiri en sá fjöldi húsa sem byggð-
ur er á landinu nú. Það þýðir að
BYGG-kerfið er hjálpartæki sem
nota má til að ná strax til þessa
fjölda byggjenda og flýta með því
þeim árangri í kolefnisminnkun
sem þjóðin vill um einhver ár.
Ekki er ólíklegt að þetta sé
besta leiðin til að ná miklum ár-
angri við að draga úr kolefnislos-
uninni á skömmum tíma.
Hjálpartækið til að
draga úr kolefnislos-
un bygginga hefur
þegar verið hannað
Sigurður
Ingólfsson
Sigurður
Ingólfsson
» Á meðan ekki er tek-
ið á kolefnislosun-
inni minnkar hún varla.
Þeir sem byggja horfa í
kostnaðinn og þeir sem
kaupa spyrja ekki um
losunina.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.