Morgunblaðið - 06.12.2022, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Morgunblaðinu barst eftirfarandi
bréf frá Bengt Englund, sem er ní-
ræður Svíi. Hann bað fyrir kveðju
til Morgunblaðsins og Íslendinga
allra og er bréfið hér í lauslegri
þýðingu:
„Sæl!
Þegar ég var 18 ára gamall
hjálpuðuð þið mér að eignast ís-
lenskan pennavin, stúlku. Nú er ég
90 ára gamall! Takk enn einu sinni.
Nú hafa Ísland og Svíþjóð hægri
umferð. Við tókum hana upp árið
1967 og þið 1968.
Ég vona að þið skiljið ljótu hand-
skriftina mína.
Gangi ykkur vel í lífinu um
ókomna tíð. Þið megið vita að Ís-
land á sérstakan stað í lífi mínu.
Kær kveðja.
Bengt Englund,
Svíþjóð.“
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Kveðja frá Svíþjóð
Í tvo áratugi, 4-5
daga vikunnar, hef ég
gengið yfir stíflugarð
Árbæjarlóns til vinnu.
Ég naut heilandi
áhrifa af veru lónsins
í vetrar- og sumar-
stöðu og alls þess fjöl-
breytilega fuglalífs
sem þá var. Lónið var
orðið jafn heilagt mér
eins og Ganges Ind-
verjum. Það gera sér
ekki allir grein fyrir hvað vatn og
speglun þess hefur góð áhrif á sál-
ina.
Haustið 2020 var einræðisleg að-
gerð forstjóra OR án nokkurs sam-
ráðs að hleypa úr tugþúsunda fer-
metra lóninu og líka niður úr ánni
meira en vant er. Botninn og drull-
an standa víða upp úr. Minjar til
100 ára sem heita áttu friðaðar að
engu gerðar í ósátt við lög og til-
skilin leyfi. Árbæjarvirkjunin var
byggð vegna lónsins og má ætla að
lítið lón hafi einnig verið þar fyrir í
Árbæjarkvíslinni. Ótrúlegt er að
borgarstjórinn DBE þóttist ekkert
vita af þessum gjörningi þó að
borgin eigi rúm 93% í OR. Það var
dapurlegt að fylgjast með eft-
irleiknum, vinnuflokkar slógu gróð-
ur úr hólminum til að setja hann
niður í drulluna sem eftir stóð og
varúðarskiltin mörg vegna þess að
drullan var hættulegri börnum í
mínum huga en lónið í 100 ár.
Það hefur verið sorglegt að fylgj-
ast með fuglalífinu þegar athvarf
þeirra breyttist í fáeina fermetra
við stífluvegginn, ég kom tvívegis
að dauðum gæsum, sá líka máva á
flugi með andarunga í kjaftinum og
álftarunga sem týndu lífinu. Fylgd-
ist með þegar fleiri
tegundir komu á sinn
gamla stað en fóru
jafnan aftur. Hef ekki
orðið var við endurnýj-
un á vaðfuglum þarna
nálægt. Í syðri ánni við
stífluna sem var alltaf
full af laxi hefur maður
varla séð fisk á annað
ár þótt það komi auð-
vitað fyrir. Aftur á
móti sést lax í Árbæj-
arkvíslinni en það er
svo sem ekkert nýtt þótt þeir geti
nú rafvætt seiði og fylgst betur
með þar. Þeir nágrannar mínir sem
ég hef talað við í Fagrabænum og
víðar eru allir á móti þessu. Maður
gengur ekki lengur glaður til vinnu
eftir svona náttúruspjöll. Ég vil
vekja athygli á að áin getur varla
talist upprunaleg nú eins og þeir
vilja vera láta. Elliðavatn er uppi-
stöðulón, stífluvegg við barm vatns-
ins (þar sem hægt er að stjórna
flæði til árinnar) þyrfti að taka og
þá myndi hálft Elliðavatn hverfa
við sjálfsagt litla hrifningu nær-
staddra.
Gjörningur þessi hefur verið
kærður fyrir nefnd umhverfis- og
auðlindamála. Gjörningurinn var
ólögmætur. Samkvæmt niðurstöðu
ber OR að skila lóninu í upphaflegu
ástandi en meirihlutinn ásamt
borgarstjóra þráast við og vísaði
tillögu sjálfstæðismanna um að
fylla lónið á ný frá. Þeir gerast því
lögbrjótar og var málflutningur
þeirra sannleikanum til skammar.
Við smáborgararnir kæmumst
aldrei upp með að brjóta lögin á
þennan hátt. En málið fer vænt-
anlega lengra og við sjáum hvort
einræðið eða lýðræðið sigrar að
lokum.
Ólögmæt náttúruspjöll í hjarta Elliðaárdals
Örn Falkner
Örn Falkner
» Botninn og drullan
standa víða upp úr.
Minjar til 100 ára sem
heita áttu friðaðar að
engu gerðar í ósátt við
lög og tilskilin leyfi.
Höfundur er organisti,
vinur náttúru og fugla.
icefalkner@gmail.com
Ljósmynd/Örn Falkner
Árbæjarlón Séð yfir stíflulónið sem þarna er í hvítum vetrarklæðum.
vv.is honnunarlausnir.is
Mikið úrval
af svörtum
hönnunarvörum