Morgunblaðið - 06.12.2022, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
✝
Hreinn Viðar
Ágústsson var
fæddur í Reykjavík
17. júlí 1949. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 20.
nóvember 2022.
Hreinn var sonur
hjónanna Ágústs
Bjarna Björnsson-
ar, fæddum í Neðri-
Þverá í Húnaþingi
vestra 8. september
1922, d. 24. október 1988, og
Unnar Kjartansdóttur, fæddri í
Fremri-Langey á Breiðafirði 25.
febrúar 1930, d. 23. mars 2011.
Systkini Hreins eru: 1) Björn
Árni, f. 1950, kvæntur Þuríði
Magnúsdóttur. 2) Einar, f. 1953,
kvæntur Unni Helgu Péturs-
dóttur. 3) Kjartan, f. 1957,
kvæntur Þóru Sigríði Ingimund-
ardóttur.
Þann 19. september 1970
kvæntist Hreinn eiginkonu
sinni, Dóru Jónsdóttur, f. í
Reykjavík 12. maí 1951. Hún er
dóttir hjónanna Jóns Guðjóns-
sonar, f. 5. ágúst 1910, d. 6.
ágúst 1992, og Sigríðar Sveins-
dóttur, f. 20. júní 1914, d. 8.
september 1995. Börn Hreins og
Dóru eru:
1) Jón Ágúst, f. 6. maí 1970.
tengdu, m.a. hjá Ingvari &
Gylfa þar sem hann hafði einnig
unnið sem nemi. Hreinn stofn-
aði og rak fyrirtækið Gásar
ásamt vini sínum Ólafi Mort-
hens árið 1979. Frá árinu 1989
vann hann þá við ýmis störf
tengd byggingariðnaðinum,
m.a. hjá Scanex og Húsasmiðj-
unni. Árið 2005 gekk Hreinn til
liðs við son sinn Örn við rekstur
Hamborgarabúllunnar á Geirs-
götu. Saman ráku þeir feðgar
síðar fleiri útibú fyrirtækisins,
meðal annars í Kaupmanna-
höfn. Árið 2013 stofnaði hann
ásamt Jóni syni sínum Kaffi-
brennsluna á Laugavegi, auk
þess sem þeir ásamt fleirum
komu nýlega að stofnun veit-
ingastaðarins Ráðagerðis á Sel-
tjarnarnesi. Hreinn og Dóra
hófu búskap sinn á Hraunteign-
um og bjuggu síðar í Háaleiti.
Árið 1985 byggðu þau sér íbúð-
arhús að Vesturási í Árbænum
þar sem þau bjuggu æ síðan og
ræktuðu garðinn sinn. Hreinn
hélt alltaf góðu sambandi við
æskuvini sína og mat vinskap-
inn mikils. Hittust þeir reglu-
lega yfir spilamennsku og fóru í
veiðiferðir en Hreinn hafði mik-
inn áhuga á veiði. Hann kenndi
börnum sínum ungum að una
þess að standa úti í á að veiða og
öll sumur sameinaðist fjölskyld-
an í þessu áhugamáli sem voru
Hreini dýrmætar stundir.
Útför Hreins fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
6. desember 2022, klukkan 15.
Hann er kvæntur
Aðalbjörgu Reynis
Eðvarðsdóttur, f.
17. maí 1973. Sonur
þeirra er Kolbeinn
Ágúst, f. 23. ágúst
2010.
2) Örn, f. 23. júlí
1975. Hann er
kvæntur Auði Þór-
hallsdóttur, f. 6.
ágúst 1974. Sonur
þeirra er Dagur
Nói, f. 16. febrúar 2010. Sonur
Arnar og Auðar Guðjónsdóttur
er Atli Viðar, f. 22. ágúst 2000.
Sonur Auðar er Bjarki Björg-
vinsson, f. 21. maí 1992, kvænt-
ur Stefaníu Þorsteinsdóttur.
Börn þeirra eru Eik, f. 19. júní
2014, og Björk, f. 8. september
2017.
3) Edda, f. 29. febrúar 1988.
Hreinn ólst upp á Kleppsvegi
og síðar í Hvassaleiti í Reykja-
vík, en varði mörgum sumrum
hjá ömmu sinni og afa í Fremri-
Langey. Þaðan átti hann æsku-
minningar sem hann gjarnan
rifjaði upp í frásögnum sínum.
Hreinn var lærður húsgagna-
smíðameistari frá Iðnskólanum í
Reykjavík þaðan sem hann út-
skrifaðist árið 1975. Hann vann í
mörg ár við hin ýmsu störf því
Það ættu allir að eiga pabba
eins og þig. Svona er lífið er sagt
við mann er einhver deyr en það
er samt skrýtið að missa þig.
Pabba sem stendur með manni í
gegnum lífið, alltaf til í að hjálpa
manni í gegnum allt, til í hvað
sem er, ýtti mér lengra en maður
þorði og alltaf til í að taka slaginn
með manni. Allar hugmyndir
bakkaðar upp sem settar voru á
borðið, bæði slæmar sem góðar
og þær rökræddar. Til dæmis
þegar ég var strákur á Háaleit-
isbrautinni var ég að búa til ára-
mótabrennur og þær urðu aðeins
of stórar, þá fór hann í málið að
sækja um leyfi og koma þeim í
gegn. Svona hefur þetta gengið
allt okkar líf. Maður gengur í
gegnum lífið með pabba sem þú
getur rifist við, grátið með og
unnið með. Þú bakkaðir mig allt-
af upp og því gleymi ég aldrei.
Kveðja,
Jón Ágúst (Nonni).
Elsku besti pabbi minn. Þetta
er svo sárt, en það eina sem ég
get hugsað um er hvað ég er
heppin. Ég er svo heppin að hafa
átt þig sem pabba.
Síðastliðið ár er búið að vera
erfitt, en ekki leiðinlegt. Því það
var aldrei leiðinlegt með þér og
alltaf stutt í bros og hlýju. Þetta
var jú bara eitt verkefni í viðbót
sem þurfti að leysa, og við mynd-
um gera það saman og gera það
vel. Því það var það sem þú gerð-
ir; þú leystir vandamálin með
þínu einstaka viðhorfi. Hvort sem
það var með því að draga fram
blað og penna, hringja í mann og
annan eða bara einfaldlega benda
á að það væri ekkert vandamál til
staðar og minna mann á að njóta.
Og í því varstu eiginlega best-
ur, að njóta þess sem lífið býður
upp á. Að standa í Frúarhylnum
og kasta aftur og aftur og aftur
þangað til hann loksins bítur á.
Að hræra í pottinum og bæta við
(og smakka!) þangað til sósan er
orðin fullkomin. Að rækta fallega
garðinn þinn og tína ber beint
upp í munn. Að hækka í græj-
unum og spyrja: veistu hver
syngur þetta? Og syngja svo há-
stöfum með og spila á borðið með
pennanum.
Þú varst besti stuðningsmaður
sem hægt er að hugsa sér, og það
er nánast óbærilegt að geta ekki
lengur hringt í þig og fengið að
heyra þína skoðun. Það vita það
jú allir sem þig þekktu að þú
gafst alltaf hreinskilið svar, og
það sem betra var; þú hafðir allt-
af rétt fyrir þér.
Þú varst fararstjórinn í mínu
lífi, og nú veit ég ekki hvert för
okkar er heitið. Ég veit samt að
þú verður alltaf með mér, í öllum
litlu og stóru hlutunum sem þú
kenndir mér að taka eftir og
njóta. Fyrir það verð ég alltaf
óendanlega þakklát.
Takk fyrir mig.
Þín
Edda.
Það er erfitt að koma sorginni
og söknuði í orð. Heimurinn er
tómlegur án þín enda var nær-
vera þín stór og mikil. Dagur
spurði mig hvort ég vissi hvert afi
væri kominn núna. Ég gat ekki
svarað því öðruvísi en að það viti
jú enginn en svona sjái ég það
fyrir mér:
Það heyrist söngur og ég heyri
ekki betur en það séuð þið Kim
Larsen sem syngið, hvor með
sínu nefi. Þú hefur hækkað í
græjunum svo það heyrist al-
mennilega í ykkur félögunum.
„Livet er langt, lykken er
kort./Salig er den, der tør give
det bort,/dúrúrúú rúrúrúúú…
Svo setjist þið niður saman yf-
ir smørrebrød og ákavíti, tveir
sixpensara-kallar sem skilja út á
hvað lífið gengur. „Þetta snýst
allt um að njóta,“ segir þú og Kim
Larsen tekur undir það en bætir
við: „Og það verður auðvitað enn
skemmtilegra ef spiluð er góð
tónlist, kannski Stones eða Bítl-
arnir!“
Og af því að þið sitjið nú þarna
saman þá segir þú honum frá því
hvernig listáhugi þinn hafi kvikn-
að á Kaupmannahafnarárunum
hér í denn. Hvernig þú þræddir
listasöfnin átján ára gamall og
dáðist að verkunum, varðst upp-
rifinn. „Já listin er ástríða,“ segir
Larsen. En þú hefur reyndar
ekki bara ástríðu fyrir listinni
heldur fyrir lífinu sjálfu. Þú hefur
þetta blik í auga, sem aðeins þeir
hafa sem kunna að njóta lífsins.
Og þá segir þú honum frá lífs-
hlaupi þínu. Frá æskunni, sumr-
unum sem þið Bjössi eydduð á
Fremri-Langey, þar sem þú fórst
á sjó með afa þínum og fékkst
saltað selspik og stropuð
sjófuglsegg hjá ömmu.
Þú talar líka um vinskapinn og
ástina. Dóru þína, börnin ykkar
og barnabörn sem þið voruð svo
stolt af. Fjölskylduna sem var
þér allt. Þú gafst fólkinu þínu
tíma, sýndir því sem þau tóku sér
fyrir hendur áhuga og studdir við
þau eins og þér einum var lagið.
Og þú segir líka frá því hvernig
þér tókst að kenna þeim að meta
kyrrðina og njóta stundarinnar
við árbakkann. Að lokum dregur
þú fram ljósmyndabókina sem
Edda þín gaf þér í jólagjöf.
„Sjáðu, Kim, this is my life!“ seg-
ir þú hreykinn og horfir á hann
stíft með augun galopin til að
leggja áherslu á orð þín. Og þau
blika, augnablikum lífsins. „Vin-
ur minn,“ segir Kim Larsen, „this
is your time, fylgdu mér inn í ljós-
ið, handan þess hefst nýtt ferða-
lag líkt og þegar þú gekkst með
henni ömmu þinni fjöruna, þar
sem töfra getur rekið á land.“
Elsku tengdapabbi. Þannig
hefst nýtt tímabil í sögu okkar
allra. En þú fylgir okkur áfram í
minningunni þar til hverju okkar
verður gefinn sinn tími og hver
veit hvert töfrarnir bera okkur
þá.
Með kærleika og þakklæti fyr-
ir allt.
Auður.
Þegar kemur að kveðjustund
er mér efst í huga þakklæti.
Hreinsi bróðir ruddi fyrir mig
brautina, kraftmikill og fjörugur
strákur sem sá tækifærin alls
staðar.
Foreldrarnir kynntust í
Reykjavík, pabbi komandi úr
Vestur-Hópinu og mamma úr
Langey á Breiðafirði, þetta var á
þeim tíma þegar flóttinn úr sveit-
um landsins var hvað mestur, at-
vinnutækifæri eftirstríðsáranna
voru mikil. Reykjavík var að
breytast úr bæ í borg.
Hófu ungu hjónin búskap á
Kleppsvegi 108, bernskuár
Hreins voru því í nágrenni
Klepps ásamt öllu sem honum
fylgdi, sem sé fjölbreytt mannlíf.
Átta og níu ára gamlir bárum
við út Moggann og Þjóðviljann í
Kleppsholtinu, nokkuð þungur
burður það fyrir litla drengi, en
það var bjart fram undan, við
vorum að safna fyrir hjóli, sem og
gerðist, og verkið varð léttara,
Hreinn byrjaði snemma að vinna
fyrir sér.
Öll sumur æskunnar undi
Hreinn glaður í sveit hjá afa og
ömmu í Langey á Breiðafirði.
Lengi býr að fyrstu gerð er sagt,
þar lærði Hreinn að hlutirnir
yrðu að ganga hratt og vel fyrir
sig, sjávarfallið lætur ekki bíða
eftir sér, þannig að það fjari und-
an. Eggjataka, leit að dún, sel- og
fuglaveiði, þetta var spennandi
og skemmtilegt í augum Hreins,
maður lifandi, þetta mótaði allt líf
hans síðar.
Stangveiði með fjölskyldu og
vinum var hans áhugamál, reynd-
ar var hann minn skemmtilegasti
veiðifélagi, fiskinn mjög, sá fisk-
inn í ánni svo vel að það hálfa
væri fullgott; þótt veiðin væri
treg varð hann var, eða næstum
því var, hélt með því spenningn-
um á lífi.
Á unglingsárum eftir mikla
vinnu um jólin fékk Hreinn þá
hugmynd að gaman væri að
kaupa sjónvarp, þetta var tveim
árum fyrir íslenska sjónvarpið,
ég lagði í púkkið, en hvernig hon-
um tókst að fá pabba með er mér
óskiljanlegt, mann sem las bara
Þjóðviljann að horfa síðan á
Kanasjónvarpið! Góður!
Hreinn hóf störf hjá Reykja-
víkurborg eftir gaggó, það fyrsta
sem hann fjárfesti í var plötuspil-
ari, spilaði allar stundir Rolling
Stones, Bítlana og þá frábæru
tónlist þess tíma. Það var
skemmtileg stund þegar við Þurý
fórum með honum og okkar fjöl-
skyldum til Köben á tónleika með
Stones og síðar Paul McCartney,
lifði hann sig inn í þá stund? Hvað
heldur þú, maður.
Matur og allt í kringum mat
var sérstakt áhugamál hjá
Hreini, það átti því vel við þegar
hann og synir hans Jón Ágúst og
Örn fóru í Búllu- og veitingageir-
ann.
Hreinn var mjög svo hreinskil-
inn: „Menn verða að þola að
heyra sannleikann, annars breyt-
ist ekkert til góðs,“ var hann van-
ur að segja, en Hreinn var líka
fyrsti maður til að rétta viðkom-
andi hjálparhönd. Hann fylgdist
vel með öllu sem ættingjar og
vinir voru að framkvæma, var
hvetjandi, gaf góð ráð og lagði lið
ef þess þurfti, allt fyrir ánægjuna
og að fá að vera með.
Jú, Hreinn var ákveðinn, vildi
láta hlutina ganga, hafði líka
húmor fyrir lífinu, alltaf tilbúinn
að hjálpa, góður maður með stórt
hjarta.
Elsku Dóra, Jón Ágúst, Örn,
Edda og ykkar fjölskyldur, sam-
úðarkveðjur sendum við Bjössi
bróðir og Þurý.
Björn Árni Ágústsson og
Þuríður Magnúsdóttir.
Elsku Hreinsi frændi er far-
inn. Svona sterkur karakter eins
og hann er vandfundinn. Hann
var með munninn fyrir neðan
nefið og sagði nákvæmlega það
sem honum fannst, þegar honum
fannst. Hann var beinskeyttur og
einstaklega góðhjartaður.
Þegar ég var yngri var ég
heppin að fá að vera af og til í
pössun hjá Hreini og Dóru. Ég
gisti í margar nætur í Vesturásn-
um í góðu yfirlæti. Ég man hvað
mér þótti það frábært að það var
Hreinsi sem eldaði alltaf matinn,
ég man nú ekki hvort mér þótti
maturinn góður þá enda var ég
sérstaklega matvandur krakki.
Ég veit það reyndar í dag að mat-
urinn hjá honum var 100% enda
matmaður mikill.
Ein minning um frænda er
sterk, það var þegar Edda dóttir
hans fæddist. Ég átti sjálf afmæli
og veislan var í fullu fjöri þegar
Hreinsi mætir með eina rauða
rós handa mér og brosið var svo
breitt. Stúlka var fædd.
Fyrir ekki svo löngu kom
frændi í heimsókn til að láta mig
fá gjafir sem ég hafði gefið hon-
um þegar ég var yngri. Þetta
voru allt gríngjafir sem ég hafði
gefið honum eins og t.d. fluga í
klaka sem vel að merkja var al-
veg nýtt fyrirbrigði þá og þótti
einstaklega fyndið. Okkur þótti
þetta að minnsta kosti mjög fynd-
ið. Það er gaman að grínast, það
var alltaf gaman að djóka og
hlæja með Hreinsa.
Elsku frændi hvíl í friði.
Elsku Dóra, Nonni, Öddi,
Edda og ykkar fjölskyldur inni-
legar samúðarkveðjur.
Unnur frænka.
Ég get ekki annað en hugsað
um Bítlana sem sungu um svart-
þröstinn „blackbird fly, blackbird
fly, into the light of a dark black
night“ þegar þú heimsóttir mig í
svefni rétt eftir að þú fórst yfir
regnbogabrúna.
Ég sé þig fyrir mér kinka kolli
með sixpensarann og segja „hæ
hæ“ með hljómþýðri röddu, eins
og svo oft þegar þú kíktir á okkur
á verkstæðið uppi í búð. Það var
alltaf svo gaman að spjalla við
þig, alltaf svo hress, léttur í lundu
og traustur. Þú sýndir öllu áhuga
og reddaðir hlutunum, hvort sem
það var smíði, eða þú í eldhúsinu
heima í Brekkubænum að sjá um
matarkræsingarnar fyrir ferm-
ingarveisluna mína og fylgdist
grannt með byggingarfram-
kvæmdum á heimili mínu, sem
mér þótti afar vænt um.
Margar góðar minningar
renna upp í hugann. Það var allt-
af svo gaman að koma í heimsókn
til ykkar, bæði í Vesturásinn og
blokkina á Háaleitisbrautinni,
sem ég horfi alltaf til þegar ég
keyri þar fram hjá. Þar sem ein
krónan var pikkföst og límd kirfi-
lega við gluggakistuna í herberg-
inu hans Nonna, horfa á Sean
Connery í James Bond og fá kók í
gleri þegar maður fékk að gista.
Þessar litlu alls konar stundir
sitja í huga manns og hlýja manni
um hjartað. Man líka svo vel eftir
því að fá að fara með mömmu upp
á fæðingardeild þegar auga-
steinninn þinn, Eddan okkar,
fæddist, og það á þessum heilla-
degi, 29. febrúar, sem þær Unnur
systir deila saman. Þvílík lukka
að fá svo seinna meir að vera
pössunarpía heilt sumar, rölta
upp í Vesturás og gæta gullmol-
ans þíns, og Öddi á kantinum allt-
af að stríða okkur Eddu.
Í gamalli 80’s-barnabók um
mannslíkamann var hvítu blóð-
kornunum lýst sem hvítum her-
mönnum. Þessi mynd úr þessari
gömlu bók situr alltaf föst í huga
mér. Ég hélt alltaf sem barn að
þeir væru góðu hermennirnir í
líkama okkar. En of mikið af
þeim er víst ekki gott eins og var í
þínum líkama. En nú fá þeir að
hvílast og þú sem yfirhershöfð-
inginn ert floginn á burt inn í ljós-
ið eins og „blackbird“ Bítlanna.
Ég efast ekki um að þar sé Roll-
ing Stones á fóninum og spilaðir
hátt, þú dansandi eins og ég man
svo vel eftir þér í brúðkaupinu
hjá Magga bróður og dáðist að
því hvað þú varst með taktinn á
hreinu, einhver smá Helga
Björns-töffara-ára yfir þér alltaf.
Þú með pensil í hendi og að stúd-
era myndlist.
Rolling Stones sungu um
villtu hestana „faith has been
broken, Tears must be cried,
Let’s do some living, After we
die. Wild horses, couldn’t drag
me away, wild, wild horses, we’ll
ride them some day“.
Það er þungbært að kveðja, en
einhver smá huggun í því að
segja bara „við sjáumst síðar hjá
regnbogabrúnni“ þegar mínir
hermenn, ekki þessir hvítu
reyndar, eru orðnir of margir. Þá
hækkum við í góðri bluegrass-
tónlist.
Elsku yndis Dóra mín, uppá-
haldsfrændur Nonni og Öddi
minn og elsku Eddugullið okkar.
Þykir svo vænt um ykkur. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sendi ykkur styrk og ljós í hjart-
að. Hreinsi ykkar er hjá ykkur í
hjartanu, ég veit að hann passar
upp á ykkur og fylgist með ykkur
eins og honum var einum lagið.
Eva frænka.
Fallinn er frá minn elsti, besti
og kærasti vinur, Hreinn Ágústs-
son, og er mér mjög ljúft að
minnast hans.
Við Hreinn ólumst báðir upp í
Hvassaleiti og vissum fyrst hvor
af öðrum árið 1962. Á unglings-
árum myndaðist svo vinskapur
okkar á milli sem þroskaðist og
endaði sem mjög kær trúnaðar-
vinskapur öll okkar fullorðinsár.
Þegar við Unnur mín tókum
saman urðu hún og Hreinn einn-
ig góðir vinir og var mikill sam-
gangur á milli fjölskyldna okkar
alla tíð. Hreinn fylgdist ávallt
mjög náið með lífi barna minna
og fjölskyldna þeirra og mynd-
aðist með þeim vinskapur sem
þeim þótti afskaplega vænt um
og mun aldrei gleymast.
Líf okkar Hreins var alla tíð
mjög samofið, bæði í leik og
starfi. Við stofnuðum saman inn-
réttinga- og smíðafyrirtækið
Gása árið 1979 og unnum þar
saman í tíu ár. Síðar unnum við
Hreinn saman hjá H.G. Guðjóns-
son í eitt ár. Þegar ég síðan opn-
aði innrömmunarverkstæði á
Grandanum fyrir níu árum hitt-
umst við Hreinn enn á ný í
rekstri því hann leigði mér hús-
næðið. Betri, skemmtilegri og
sanngjarnari leigusala gat ég
auðvitað ekki hugsað mér.
Ánægjulegast var þó að fá hann
nánast daglega til mín í morg-
unkaffi á verkstæðið þar sem við
fórum yfir málin. Nú er hætt við
að það verði tómlegra á morgn-
ana hjá mér.
Þá höfum við fjórir félagar, ég,
Hreinn, Björn bróðir hans og
Einar Jónsson, hist reglulega yf-
ir vetrartímann í 55 ár. Upphaf-
lega spiluðum við vist en breytt-
um fljótlega yfir í bridds. Þessir
vinafundir spilaklúbbsins voru
fastur punktur í lífi okkar allra,
treysti vináttu okkar og voru
okkur öllum mjög kærir. Til
þessara stunda mun ég ávallt
hugsa með hlýju.
Helstu áhugamál Hreins, utan
fjölskyldunnar, voru stangveiði,
tónlist og myndlist. Hreinn
veiddi í áratugi með Dóru sinni
og börnum. Við félagarnir, konur
og börn, fórum svo á árum áður í
margar góðar veiðiferðir um
land allt þar sem gleðin var alltaf
við völd. Á hverju sumri bar svo
hæst hjá Hreini hinn árlegi veiði-
túr í Vatnsá í Vík í Mýrdal með
fjölskyldunni, en þar þótti hon-
um sérstaklega gaman að kenna
sonarsonum sínum réttu hand-
tökin. Þá fór hann mikið á tón-
leika bæði hér heima og erlendis
og sótti myndlistarsýningar og
átti Hreinn mikið af góðri mynd-
list.
Árið 2005 breytti Hreinn um
kúrs og keypti, ásamt fjölskyldu
sinni, Hamborgarabúllu Tómas-
Hreinn Viðar
Ágústsson
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HÖGNA ÞÓRÐARSONAR
fv. bankaútibússtjóra, áður til heimilis
á Ísafirði,
fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 8. desember klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á líknarstofnanir.
Streymi frá athöfninni er hægt að nálgast á www.mbl.is/andlat,
eða á https://youtu.be/Xl6QHnbQnwE
Kristrún Guðmundsdóttir
Hörður Högnason Una Þóra Magnúsdóttir
Þórður Högnason Jolanta Högnason
Kristín Högnadóttir Sigurður A. Þóroddsson
Guðmundur Kr. Högnason Judy-Ann Norton
barnabörn og barnabarnabörn