Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
ar við Geirsgötu. Síðan þá hefur
búllunum fjölgað um þrjár auk
þess sem Kaffibrennslan og
Ráðagerði hafa bæst við. Hreinn
hafði mjög gaman af þessum
rekstri og gengur hann vel.
Hreinn var góður drengur og
mikill fjölskyldumaður. Hans
helstu kostir voru að hann var
allt í senn skemmtilegur, dugleg-
ur, sanngjarn og mjög hjálpsam-
ur. Umfram allt var hann þó ein-
stakur vinur til 60 ára. Við
Unnur og fjölskyldan öll vottum
Dóru, Jóni Ágústi, Erni, Eddu og
þeirra fjölskyldum okkar dýpstu
samúðarkveðjur og vonum að
þau geti yljað sér yfir öllum þeim
góðu minningum sem þau eiga
um Hrein og líf þeirra saman. Ég
mun sakna Hreins svo lengi sem
ég lifi en hugga mig við ótal
minningar um góðan dreng og
einstaka vináttu.
Vertu sæll minn besti vinur.
Ólafur Morthens.
Öðlingurinn, vinurinn okkar
kæri, Hreinn Viðar Ágústsson,
hefur lokið göngu sinni og kvatt
jarðvistina svo alltof fljótt. Það
er sárt að fá slíkar fréttir en um
leið fyllist hugur skemmtilegum
minningum frá áratuga samferð
og vináttu.
Hreinn bjó yfir litríkum per-
sónuleika, var gleðigjafi mikill,
eldhugi sem fylgdi hugmyndum
sínum eftir alla leið, staðfastur,
leiðtogi góður, listhneigður og
hreinskiptinn. Hann kunni og fór
vel með allar þessar ríkulegu
vöggugjafir.
Það er mikið lán að eiga góðan
vin og félaga í áratugi. Þannig er
og hefur vinátta þeirra félaga,
Hreinsa, Óla, Bjössa og Einars,
verið allt frá árunum 1965, 1967
til þessa dags. Fyrir 55 árum hóf-
ust bridge-spilakvöld þeirra fé-
laga og fimmtudagskvöld urðu
fyrir valinu, sem í þá daga voru
sjónvarpslausir dagar. Til að
byrja með var spilað bridge
hvern fimmtudag, síðar annan
hvern en seinni árin lengdist á
milli spilahittings eftir aðstæð-
um. Spilakvöldin hafa alltaf verið
á sama vikudegi eða fimmtudegi
öll þessi ár og ávallt verið glatt á
hjalla hjá þeim félögum.
Hreinn var vinur, vinnufélagi,
spilafélagi og veiðifélagi. Nokkr-
um sinnum á lífsleiðinni unnum
við (Einar) Hreinn saman og
þeim tíma fylgja góðar minning-
ar sem aldrei bar skugga á.
Kynni okkar vinkvenna, Þurýjar,
Unnar, Dóru, Jessýjar, hófust á
árunum 6́5 til 6́9, þegar leiðir
okkar lágu saman inn í stráka-
hópinn góða. Eitt af öðru festum
við ráð okkar, hófum búskap og
börnin komu í heiminn eitt af
öðru. Börn okkar vina þekkjast
vel allt frá barnæsku og margir
gleðidagar koma upp í hugann
frá langri samleið okkar allra. Öll
erum við lánsöm hvort með ann-
að og afkomendur okkar.
Hreinn hefur lengi haldið eins
konar dagbók yfir hina ýmsu
dagsviðburði. Bókin er hið besta
uppflettirit til staðfestingar ým-
issa samskipta, vinnutengdum
og ekki síst í veikindaferli og
spítalalegum. Frásagnir hans úr
bókinni mögnuðu eru margar
bæði fróðlegar og bráðskemmti-
legar, eins og vænta má frá hon-
um. Hann var hreinskiptinn og
þannig vildi hann hafa svörin
sem hann leitaði eftir. Hann var
vel að sér í öllu sem viðkom veik-
indaferlinu.
Hreinn hefur barist af miklu
æðruleysi við illvígan vágest í
rúmt ár. Hann stóð ekki einn í
baráttunni, en Dóra hefur staðið
sem klettur við hlið hans og vart
hægt að minnast á annað án hins
svo þétt stóðu þau saman.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra elsku Dóra, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Vertu kært kvaddur mikli
gleðigjafi.
Einar Jónsson, Jensína R.
Ingimarsdóttir (Jessý),
Jón, Sigríður Erla og
Einar Markús.
✝
Stefán Hinrik
Stefánsson
fæddist í Reykjavík
4. júní 1959. Hann
varð bráðkvaddur á
vinnustað sínum 24.
nóvember 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
jana Ragnarsdóttir,
f. 24. október 1930,
d. 6. maí 1990, og
Stefán Guðmunds-
son, f. 6. ágúst 1927, d. 19. októ-
ber 2003. Systkini Stefáns eru
Sveinbjörn, f. 1948, maki Ásta
B. Eðvarðsdóttir, f. 1948. Arn-
þór, f. 1949, maki Sigurrós, f.
1961. Ragnheiður, f. 1951. Anna
Stefán fæddist og ólst upp í
Bústaðahverfinu í Reykjavík
en fluttist á Akranes 1979 og
bjó þar alla tíð síðan.
Stefán lauk hefðbundinni
skólagöngu og vann ýmis störf
áður en tvítugsaldri var náð en
lauk síðan námi í rafvirkjun
frá Fjölbrautaskólanum á
Akranesi og vann við fag sitt
alla ævi. Fyrst hjá Sements-
verksmiðju ríkisins á Akranesi,
síðan hjá Straumnesi ehf. á
Akranesi og eftir það hjá GTT
ehf. á Grundartanga við störf
fyrir Íslenska járnblendifé-
lagið. Árið 2013 byrjaði hann
að starfa sem rafvirki í Noregi,
fyrst hjá Ístaki og síðan hjá
Valdres. Í maí 2022 hóf hann
síðan störf hjá Hval hf. í Hval-
firði.
Útför hans fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 6. desem-
ber 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Jóhanna, f. 1953,
maki Ólafur J.
Pálsson, f. 1958.
Erna Dagbjört, f.
1956. Guðmundur
Birgir, f. 1957,
maki Nanna Björg
Benediktz, f. 1959.
Hans Helgi, f. 1963,
d. 2020. Hólm-
fríður, f. 1964.
Hrafnhildur, f.
1966, d. 2022.
Hinn 29. maí 1991 giftist Stef-
án Salvöru Guðmundsdóttur, f.
7. mars 1959, en þau höfðu áður
búið í óvígðri sambúð frá árinu
1977. Sonur þeirra er Hafliði, f.
3. apríl 1996.
Nú er elsku Stebbi bróðir búinn
að kveðja, ekki áttum við von á því
að þetta myndi skella á okkur. Við
erum nú búin að kveðja tvö yngri
systkini á tveimur árum og nú
Stebbi.
Það eru margar góðar minning-
ar sem við fjölskyldan getum yljað
okkur við, Stebbi alltaf kátur og
svolítið stríðinn. Og þegar stórfjöl-
skyldan hittist í Ásgarðinum, sem
var nú eins og félagsheimili, þá var
mikið hlegið.
Stebbi var svo heppinn að hitta
hana Söllu sína í Hnífsdal og þau
eignuðust Hafliða, þennan flotta
strák. En þessa kveðju látum við
duga og þökkum Stebba fyrir góð-
ar samverustundir. Það er mikill
missir hjá Hafliða og Söllu sem
sakna föður og eiginmanns.
Elsku Stebbi.
En komið er að leiðarlokum
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Sveinbjörn og Ásta.
Elsku Stebbi frændi. Það er erf-
itt að trúa því að þú sért farinn,
hláturmildi, skemmtilegi og yndis-
lega góði frændi minn. Síðustu
daga hafa minningarnar streymt
fram og ég ýmist brosað eða jafn-
vel hlegið í gegnum tárin. Manstu
þegar þú hringdir í mig fyrir ansi
mörgum árum og sagðir: Jæja
frænka, þú ert mesta pæjan sem ég
þekki og mig vantar að kaupa
jakkaföt, kemurðu með í Kringl-
una? Ég hélt það nú, við fórum
saman og dressuðum þig upp en
þegar kom að því að borga, þá föln-
aðir þú yfir reikningnum en ég
bara skellihló. Einhverjum árum
síðar hittumst við við hátíðlegt til-
efni og þú í fötunum dýru og ég
hafði á orði hvað þú værir fínn og
hrósaði þér fyrir að vera nota fötin
enn. „Eygló mín, ég ætla að nota
þau að eilífu því þau voru svo
helv… dýr,“ sagðirðu skellihlæj-
andi. Þegar kom að því að ég fengi
að kjósa í fyrsta sinn fór ég með
ykkur Söllu að kjósa og þú laum-
aðir því að mér hvað ég ætti að
kjósa en ég fussaði og sveiaði yfir
vali þínu og sagðist alls ekki kjósa
þennan flokk en þegar inn í kjör-
klefann var komið þá að sjálfsögðu
kaus ég það sem þú lagðir til þótt
ég hafi ekki viðurkennt það fyrir
þér fyrr en löngu seinna. Þau voru
ófá skiptin sem ég lagði leið mína
upp á Skaga þegar ég var yngri til
ykkar Söllu. Þá var Akraborgin
tekin á föstudegi og gist yfir helgi
því ferðalagið var langt og tók því
ekki að stoppa stutt. Alltaf tókuð
þið Salla mér opnum örmum og
maður fann hvað maður var vel-
kominn til ykkar, enda bæði með
eindæmum hjartahlý. Elsku
Stebbi, það er væntanlega glatt á
hjalla og mikið hlegið í drauma-
landinu núna hjá ykkur systkinun-
um og ömmu og afa.
Ég bið allar góðar vættir að
vaka yfir Söllu þinni og Hafliða þín-
um.
Hvíldu í friði frændi minn.
Eygló.
Elsku Stebbi frændi. Það er
vissulega alltaf erfitt að kveðja
fólkið sitt en þegar það er tekið
svona fyrirvaralaust þá er það svo
óraunverulegt, ósanngjarnt og
sárt. Stebbi á sérstakan sess í mínu
hjarta. Þannig var það að þegar ég
var sjö ára gömul veikist Anna Lísa
systir mín og deyr, þá fimm ára
gömul, og það er óhætt að segja að
þá hafi Stebbi og Salla tekið á móti
mér með opinn faðminn. Ég dvaldi
hjá þeim í a.m.k. tvær vikur þarna
um vorið enda foreldrar mínir að
takast á við stórt verkefni. Heim-
sóknir á Skagann áttu eftir að
verða stór og góður partur af minni
æsku. Ég sótti mikið í að komast í
hlýjuna á Skagann, hvert tækifæri
var nýtt, helgarfrí, skólafrí og sum-
arfrí, og alltaf var svarið já þegar
ég hringdi og spurði hvort ég
mætti koma um helgina. Í þá daga
var Akraborgin nýtt til að ferðast
til og frá Reykjavík og alltaf stóð
Stebbi á bryggjunni með opinn
faðminn og tók á móti litlu frænku.
Svo tók annað gott faðmlag við
þegar Salla kom heim úr bankan-
um. Svo innilega góð í gegn bæði
tvö. Það er nefnilega einfaldlega
þannig að maður man svo vel
hverjir láta manni líða vel og faðm-
lag frá frænda var engu líkt, sterkt
og gott. Minningarnar af Skagan-
um eru svo margar góðar og þar
kynntist ég líka fjölskyldu Söllu og
urðum við Krissa miklar vinkonur.
Það kom því ekki annað til greina
en að hún fengi líka að gista þegar
ég kom á Skagann, og ég gisti hjá
henni, keyptum okkur franskar,
hlustuðum saman á Madonnu og
Whitesnake og ég reyndi að herma
eftir töffaranum sem hún vinkona
mín var. Þegar leið á unglingsárin
leiddist Stebba ekki að koma inn í
herbergi með vakningaþjónustu,
enda klukkan eflaust að ganga há-
degi, kallaði góðan dag á meðan
hann barði í pott eða eitthvað sem
gaf góðan hljóm og fór svo fram
skellihlæjandi okkur vinkonunum
til mikils ama. Krissa kvaddi okkur
sumarið 1998, blessuð sé minning
elsku vinkonu minnar.
Á Skaganum var dekrað við
mann allar stundir, súkkulaðikaka
með bananakremi var í sérstöku
uppáhaldi og ísköld mjólk með. Eft-
ir að ég varð sjálf fullorðin er alltaf
gott að kíkja við á Skagann og
finnst mér sumarið hreinlega hálf-
ómögulegt ef það ferst fyrir að ná
heimsókn til Stebba, Söllu og Haf-
liða. Það var gott að ná stund sam-
an í sumar þar sem við ræddum
saman heima og geima og hann
sagði ofur stoltur frá dugnaði Haf-
liða í námi. Elsku Stebbi, ég er svo
þakklát fyrir dýrmætar minningar,
takk fyrir allt.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Elsku Salla og Hafliði, sendi
ykkur hlýja strauma og mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Aldís.
Stefán Hinrik
Stefánsson
Amma Elín hef-
ur alltaf haft sterka
nærveru í mínu lífi.
Þegar ég fæddist
var hún 50 ára og
höfum við því fylgst að á stór-
afmælisárum. Af augljósum
ástæðum verður þó ekkert af
sameiginlegri 100 og 50 ára stór-
afmælishátíð árið 2031 eins og
við göntuðumst stundum með.
Í bernsku varði ég miklum
tíma hjá ömmu og afa. Bæði í
heimsókn með fjölskyldunni og í
pössun hjá þeim. Það var alltaf
gaman að heimsækja ömmu í
vinnuna á saumastofuna Fasa.
Töfrandi var að horfa yfir fullan
sal af saumakonum sitja við
saumavélar. Það var skemmti-
legur gamaldags verksmiðju-
blær sem þar sveif yfir vötnum.
Ég og aðrir í fjölskyldunni
fengum heldur betur að njóta
hennar einstaka hæfileika við
saumavélina. Mörg sparifötin
voru saumuð á okkur bræður.
Heimasaumuð föt af öllum gerð-
um, bæði á fólk, dúkkur og
bangsa. Ólíkt okkur bræðrum
pössuðu sumir bangsarnir betur
upp á fötin sín, og enn eru til
bangsar klæddir í heimasaumuð
föt frá ömmu Elínu. Marrið í
gömlu saumavélinni í Álftamýri
er samofið fallegum minningum
mínum um ömmu og þennan
tíma.
Ekki var nú minni húsmæðra-
bragurinn í eldhúsinu. Stálheið-
arlegur íslenskur heimilismatur.
Sérstaklega verður að fjalla um
kjöt í karrí sem amma útbjó.
Þetta gamla góða heiðarlega
kjöt í karrí upp á gamla móðinn,
sem ómögulegt virðist að fá
nokkurs staðar í dag. Amma
kunni einnig þá list sem nauð-
synleg er í allri matargerð; að
hafa nóg af sósu.
Amma og afi voru líka dugleg
að koma í heimsókn á æsku-
Elín
Magnúsdóttir
✝
Elín Magn-
úsdóttir fædd-
ist 23. maí 1931.
Hún lést 17. nóv-
ember 2022. Útför
hennar hefur farið
fram í kyrrþey.
heimili mitt. Oft um
helgar og var þá
alltaf komið við í
bakaríi á leiðinni og
auðvitað passað að
hafa nóg. Snúðar og
bakkelsi var ljúfur
morgunverður fyrir
mig ungan og fé-
lagsskapurinn enn
betri. Ég minnist
þessara helgar-
morgna með mikilli
hlýju.
Eftir að árin færðust yfir og
amma var flutt á Lindargötuna
var áfram alltaf gott að heim-
sækja hana. Við Kata heimsótt-
um hana reglulega og alltaf var
hún jafn himinlifandi að sjá okk-
ur og sérstaklega börnin. Henni
fannst ekkert betra en bara að
maður liti inn og fengi kaffi og
krakkarnir eitthvað óhollt og
sætt, sem þau, eins og ég forð-
um, kunnu vel að meta.
Þó að amma Elín hafi verið
saumakona mestalla sína starfs-
ævi held ég að hennar sanna
ævistarf hafi verið að vera
amma. Ég ætla allavega að
ganga út frá því.
Þessi síðustu fjórtán ár á
Lindargötunni voru henni góð.
Hún var þá í fullu starfi í ævi-
starfinu sem amma, á milli þess
sem hún fékk sér göngutúra um
miðborgina.
Það er söknuður að því að
kíkja í kaffi til ömmu Elínar á
Lindargötuna þegar maður
gengur um miðbæinn, en það
voru einstök forréttindi að hafa
á því kost fram yfir 91 árs af-
mælið hennar og rúmlega það.
Það eru forréttindi að hafa átt
ömmu Elínu að sem þessa elsku-
legu hlýju ömmu fram yfir fer-
tugt og að hafa verið þátttakandi
í hennar lífi svona lengi, og hún í
mínu. Að hafa fengið að kynna
eiginkonu og börnin sín fyrir
henni og að hún hafi verið þeim
sama elskulega amman og hún
var mér. Elsku amma mín, við
söknum þín. Við erum þér þakk-
lát. Minningin um þig mun lifa
áfram með okkur alla tíð. Takk
elsku amma Elín.
Elís Rúnarsson.
Ástkær vinur, eiginkona og móðir,
systir og mágkona,
HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
fv. söluráðgjafi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni 28. nóvember. Útförin fer fram frá
Fella- og Hólakirkju mánudaginn 12. desember klukkan 15.
Helgi Agnarsson
Lísa Dögg Helgadóttir
Kristmundur Guðmundsson Margrét Kristjánsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa
HARÐAR VILHJÁLMSSONAR
fyrrverandi fjármálastjóra
Ríkisútvarpsins
Hegranesi 30, Garðabæ.
Hólmfríður B. Friðbjörnsdóttir
Hjördís Harðardóttir Örn Sveinsson
Margrét Harðardóttir Steve Christer
Ragnheiður Harðardóttir Jón Sch. Thorsteinsson
Sigrún Harðardóttir Andrew Clarke
Hildur Harðardóttir Þórður Orri Pétursson
og barnabörn
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
BJÖRN TRYGGVI GUÐMUNDSSON
Bjargi, Skólabraut 10,
lést mánudaginn 28. nóvember.
Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 8. desember klukkan 11.
Guðrún Guðmundsdóttir Þórir Kristmundsson
Steinunn E. Guðmundsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir Gísli Viggósson
Kolbeinn Guðmundsson Árný V. Ingólfsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
STEINUNN JÓHANNA
ÁSGEIRSDÓTTIR,
Óðinsgötu 23,
lést á Hrafnistu við Sléttuveg miðvikudaginn
23. nóvember. Útför hennar fer fram
þriðjudaginn 13. desember klukkan 13 frá Dómkirkjunni.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Gullfossi fyrir ómetanlega
umönnun og kærleik.
Ásgeir S. Hallgrímsson
Ásgeir H. Ásgeirsson Guðný Rós Sigurbjörnsdóttir
Björg A. Ásgeirsdóttir Davíð Örn Ingason
Karólína V. Ásgeirsdóttir Majid Zarei
Árni S. Ásgeirsson Sigríður Inga Pálsdóttir
Sigurrós, Júlíus, Ástrós, Aldís,
Elías, Steinþór, Ásbjörn og Freyja