Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 22
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Raðauglýsingar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning 21x125mm, panill
10x85mm, pallaefni 21x145mm,
21x140, 90x21mm, útihurðir
5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl.
Eurotec skrúfur, Penofin og Arms-
trong Clark harðviðarolíur.
NÝKOMIÐ BANKIRAI
HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ
1.950 KR LENGDARMETERINN
slétt beggja megin fasað og
ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar
upp í 5,50 metrar.
Upplýsingar hjá Magnúsi á
magnus@vidur.is og í símum
6600230 og 5611122, og frá 10-14 á
Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði.
Ýmislegt Bílar
Nissan Leaf Tekna 40 kWh.
2/2022 ekinn aðeins 4.500 km.
Flottasta typa með leður og
rússkinssætum og öllum fáanlegu
aukabúnaði. Evrópu bíll í ábyrgð. Eini
2022 bíllinn til sölu á landinu í dag !
Verð 4.980.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12, allskonar efniviður í boði.
Botsía kl. 10.15. Jafnvægisæfingar kl. 11.15. Postulínsmálun kl. 12.30.
Tálgað í tré kl. 13. Kaffi kl.14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-
2702. Verið velkomin.
Árskógum 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með
Milan kl. 10. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Bókakynning kl. 10.45.
Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Pílukast kl. 9. Brids og kanasta kl. 13. Sundlaug opin til kl. 16.
Bústaðakirkja Opið hús frá kl. 13-16 á miðvikudag. Sagan á bak við
sálminn, slökun. Kaffið góða frá Sigurbjörgu á sínum stað. Gestur
dagsins er Steinn Kárason rithöfundur og les upp úr bók sinni ,,Glað-
lega leikur skugginn í sólskininu”.
Fella- og Hólakirkja Eldri borgara starf alla þriðjudaga kl. 12. Byrj-
um með helgistund í kirkjunni kl. 12 og eftir það er farið í safnaðar-
heimilið í súpu og brauð og dagskrá þar á eftir. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl.
9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl.
12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Bónusrútan kl. 13.10.
Dansað með göngugrindurnar kl. 13.15-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9 Qi-gong í Sjálandsskóla,
kl. 9-12 tésmíði í Smiðju, kl. 10 ganga frá Jónshúsi, kl. 11 stóla-jóga í
Sjálandsskóla, kl. 12.15 leikfimi í Ásgarði, kl. 13-16 trésmíði í Smiðju,
kl. 13.10 botsía í Ásgarði, kl. 13.45-15.15 kaffiveitingar í Jónshúsi, kl.
14.15 / 15 línudans í Sjálandsskóla.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Listaspírur kl. 13–16.
Bókband kl. 13–16. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja Í dag, þriðjudaginn 6. desember verður opið hús
kl. 13-15 fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Eldri borgara starfið í
Fella- og Hólakirkju kemur í heimsókn. Við munum spila, spjalla og
syngja. Að opna húsinu loknu verður boðið uppá kaffi og meðlæti.
Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er kl. 12. Að
kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Verið vel-
komin!
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara og bingó á morgun, mið-
vikudaginn 7. desember kl. 12. Helgistund, fyrirbænir og söngur.
Hægt verður að koma fyrirbænaefni til prestsins. Matur í Safnaðar-
heimiliu 1300 kr. Síðan spilum við bingó, sjaldið kostar 300 kr. stk.
Flottir vinningar. sr. Leifur, Lovísa og Helgi.
Gullsmári Námskeið í vef- og tæknilæsi: Android kl. 9.30-11.30. Apple
kl. 13-15. Myndlist kl. 9. Kanasta kl. 13. Leikfimi kl. 13. Leshópur kl. 20.
Guðni Ágústsson les úr bók sinni, allir velkomnir.
Hraunsel Billjard kl. 8-16, dansleikfimi kl. 9, Qi-gong kl. 10, brids
kl. 13.
Korpúlfar Borgum Listmálun kl. 9, botsía kl. 10. Helgistund kl. 10.30.
Leikfimihópur í Egilshöll kl. 9.30 og kl. 11. Spjallhópur í Borgum kl. 13.
Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu kl. 9-10. Búta-
saumshópur í handverksstofu kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl.
10.30-11. Jólabíó (Love Actually) kl. 12.45-14.30 og síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega
velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. kaffikrókur á
Skólabraut kl. 9. Pútt og léttar styrktaræfingar í aðstöðu Nesklúbbsins
á Austurströnd 6, kl. 10.30. Allir velkomnir. Karlakaffi í safnaðar-
heimilinu kl. 14. Örnámskeið; roð / leður á neðri hæð félagsheimil-
isins kl. 15.30. Ath. Næstkomandi fimmtudag 8. desember verður
jólabingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Móðir okkar Sig-
ríður Dagmar Jóns-
dóttir, oftast kölluð
Dagga, var fædd í
Fagranesi á Langa-
nesi 6. desember
1922, en flutti ung að
Syðri-Grund (áður Blakksgerði) í
Svarfaðardal með foreldrum sín-
um, Jóni Þorsteinssyni frá Blika-
lóni í Presthólahreppi, og Sigrúnu
Sigurðardóttur frá Grund í Svarf-
aðardal ásamt systkinum sínum,
sem voru sjö talsins.
Mamma hafði strax mikinn
hug á að mennta sig. Til er frá-
sögn af því úr viðtali við Bjarka
Elíasson yfirlögregluþjón í
blaðinu Norðurslóð, en þar segir
hann frá því þegar bræður
mömmu komu með hana í striga-
poka í skólann í stórhríðarveðri
og hvolfdu úr pokanum inn á
borðstofugólfið.
Mamma var 12 ára þegar
heimili hennar í Blakksgerði
brann í jarðskjálftanum mikla
1934 og rétt 17 ára þegar faðir
hennar lést úr lungnabólgu.
17 ára fór hún til Reykjavíkur í
Verzlunarskóla Íslands og eftir
það vann hún í Iðnaðarbankanum
Dagmar Jónsdóttir
✝
Dagmar Jóns-
dóttir fæddist
6. desember 1922.
Hún lést 5. maí
1983.
á Akureyri. Eftir því
sem við best vitum
var hún fyrst
kvenna þar til þess
að starfa sem
bankamaður. Gam-
all samstarfsmaður
hennar kvað svo fast
að orði þegar hann
sagði: „Hún mamma
ykkar braut á bak
aftur karlaveldið í
bankanum.“
Mamma flutti síðan til Reykja-
víkur, kynntist og giftist pabba
okkar, Haraldi Ágústssyni húsa-
smíðameistara, og stuttu seinna
fæddist Rannveig, 1954, síðan
Sigrún, 1955, Helga 1957 og svo
Dagmar árið 1964. Í dag eru af-
komendurnir orðnir 36.
Þau byggðu hús á Rauðalæk 22
og þar ólumst við systurnar upp.
Rauðilækurinn var yndislegt
hverfi og ófáar ferðirnar með
mömmu í gömlu sundlaugarnar
og seinna meir nýju.
Á veturna var farið upp í Heið-
mörk eða Bláfjöll um helgar með
heitt kakó, smurt brauð og sleða
og skíði og ófáar veiði- og tjald-
ferðir til Þingvalla í pakkfullu
rúgbrauðinu hans pabba.
Mamma var jólabarn. Húsið
var skreytt hátt og lágt, allir
veggir og loft þvegin og svo voru
bakaðar smákökur, tertur og
laufabrauð.
Heimili okkar var alltaf opið,
oft kátt á hjalla og góðu vöfflurn-
ar hennar mömmu landsþekktar.
Mamma var heimavinnandi
meðan við eldri systurnar vorum
að komast á legg eins og tíðarand-
inn var þá en eftir að sú yngsta
byrjaði í barnaskóla hóf hún störf
í Landsbankanum í Austurstræti
ásamt því að vera virk í fé-
lagsstörfum. Hún var mikil Sjálf-
stæðiskona og vann ötullega fyrir
sinn flokk.
Eitthvað fækkaði útileguferð-
unum því nú var haldið í sumarfrí
til Spánar með saltfisk í fartesk-
inu sem hún var óspör á að gefa
stúlkunum sem þrifu herbergin.
Það fyrirfundust varla hreinni
herbergi eftir herlegheitin.
Mamma var svo sannarlega á
undan sínum samtíma, metnaðar-
full í menntun og starfi og lagði
mikið upp úr því að við systurnar
værum sjálfstæðar og að við
menntuðum okkur. Lífsglöð með
bjartan hlátur sem smitaði úr frá
sér. Hún var mjög smekkleg og
bjó okkur hlýtt og fallegt heimili.
Glæsileg kona sem bauð af sér
mikinn þokka.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa átt yndislega æsku og
dásamlega foreldra sem alla tíð
voru svo ástfangin og samhent,
mamma eldhugi og pabbi yfirveg-
aður og rólyndur.
Til hamingju með afmælið,
elsku mamma. Minning þín lifir
alltaf sem ljós í hjörtum okkar.
F.h. Döggudætra,
Sigrún Haraldsdóttir.
✝
Leif Kordtsen-
Bryde fæddist
30. apríl árið 1940 á
Selfossi. Hann lést
22. nóvember 2022
eftir langvinn veik-
indi. Foreldrar hans
voru Claus Peter
Kordtsen Bryde,
mjólkurbússtjóri, f.
1909 á Jótlandi í
Danmörku, d. 1985,
og Karen Elisabeth
Christensen Bryde, f. 1912 á
Norðvestur-Sjálandi í Danmörku,
d. 2007. Foreldrar Leifs höfðu
komið hingað til lands vegna
vinnu og kynntust hér á landi.
Faðir hans hóf störf sem bústjóri
hjá Mjólkurbúi Flóamanna þar til
þau fluttu í Hafnarfjörðinn en þar
ráku þau Mjólkurbú Hafnar-
fjarðar.
Systkini Leifs eru Bent Kordt-
sen Bryde, f. 1938, Inga Anna
Lísa Bryde, f. 1942, og Axel
Kordtsen Bryde, f. 1948.
Dýrafirði og fór eftir það einn
vetur í Menntaskólann í Reykja-
vík. Eftir það fór hann í Loft-
skeytaskólann þaðan sem hann
lauk prófi árið 1959. Leif var loft-
skeytamaður á Bæjarútgerðar-
togaranum Ágústi frá Hafnarfirði
á árunum 1960 til 1962. Þá vann
hann við radíóviðgerðir á Kefla-
víkurflugvelli á árunum 1962 til
1964 er hann réð sig til Landhelg-
isgæslunnar. Þar starfaði hann
sem loftskeytamaður á varð-
skipum, flugvélum og stjórnstöð
til ársins 1987. Árið 1987 var
björgunarþyrlan TF-SIF komin í
rekstur, sem krafðist sólarhrings
vaktar á stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar. Loftskeytamennirnir
voru þá teknir í land af skipunum
og ráðnir sem varðstjórar á
stjórnstöðina og jafnframt sem
loftskeytamenn á gæsluflugvélina
TF-SYN. Leif flutti með stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar í Skóg-
arhlíðina þegar hún sameinaðist
Vaktstöð siglinga en hann gegndi
stöðu vaktstjóra á stöðinni þá.
Leif starfaði hjá Landhelgis-
gæslunni fram til 67 ára aldurs en
þá hafði hann starfað hjá gæsl-
unni í 43 ár.
Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Leif kvæntist
Amalíu Stef-
ánsdóttur þann 10.
nóvember 1962.
Amalía er fædd 17.
september 1941 í
Hafnarfirði. Leif og
Amalía náðu því að
eiga demantsbrúð-
kaup þann 10. nóv-
ember 2022.
Amalía og Leif
eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Stefán, f. 1963, hann
er giftur Ásdísi Helgadóttur og
eiga þau Kristján Helga, Hákon
Atla og Róbert Leif; 2) Anna
María, f. 1967. Hún er gift Þórði
Ingvarssyni og er sonur þeirra
Ásgeir Bragi; 3) Unnur Lára, f.
1971, en hún er gift Stefáni
Hjaltested og eiga þau Jóhannes
og Amalíu.
Leif átti fimm langafabörn: Al-
exander, Emelíu, Stefán Helga,
Fanneyju og Viktoríu.
Leif lauk landsprófi frá Núpi í
Hvernig skrifar maður minn-
ingu um besta pabba í heimi? Orð
verða alltaf fátækleg og ná aldrei
að lýsa manninum eða þeim for-
réttindum að fá að kalla hann
pabba.
Pabbi var fádæma rólegur og
yfirvegaður, víðlesinn um alls kon-
ar fróðleik og áhugaverða hluti
hvort sem það var úr atburðum
mannkynssögunnar eða skrítnar
tilgátur og gátum við endalaust
rætt saman um hluti sem enginn
annar nennti að hlusta á. Ég var
mikil pabbastelpa og þegar störfin
hans voru þess háttar að hann var
fjarverandi svo vikum skipti þá
varð söknuðurinn mikill og erfiður
enda var starf hans ekki hættu-
laust á þeim árum. Pabbi átti far-
sælan feril hjá Landhelgisgæsl-
unni í yfir 43 ár sem
loftskeytamaður og var það starf
afar fjölbreytt, bæði á láði, lofti og
legi á varðskipum, eftirlitsflugi
með TF-SÝN og í stjórnstöð. Fer-
illinn hjá Gæslunni var sérstakur
á þessum árum og lenti pabbi þar í
mörgum sögulegum og erfiðum
atvikum, þorskastríðum á varð-
skipum Gæslunnar, björgun í sjó-
slysum, eldgosum og snjóflóðum
ásamt því sem hann sá um vöktun
landhelginnar o.fl. Þegar Surts-
eyjargosið náði yfirborði sjávar
árið 1964 þá náði pabbi einni af
fyrstu myndum sem birtust af
gosinu frá varðskipi Gæslunnar.
Ein minning er mér mjög minn-
isstæð úr æsku þegar við tókum á
móti pabba á bryggjunni að koma
í land eftir viðburðaríkan túr og
sáum varðskipið stórlega laskað
eftir árekstur við breska freigátu í
þriðja þorskastríðinu. Slíkt situr í
minninu og ég er alls ekki viss um
að þjóðin hafi gert sér grein fyrir
þeirri hetjudáð og hættu sem
þessir menn lögðu á sig til að
vernda fiskveiðilögsögu landsins
okkar.
Heimili okkar var alltaf opið öll-
um og sjaldan vorum við þar ein-
göngu við fjölskyldan því að ætt-
ingjar og vinir voru alltaf
velkomnir. Minnti heimilið stund-
um á sveitaheimili með ys og þys
sem því fylgdi. Mamma og pabbi
voru bestu fyrirmyndir í sínu
hjónabandi sem nokkur getur átt.
Ást, virðing og jafnrétti eru gildi
sem mér finnst best lýsa þeim
enda unnu þau bæði mikið og
verkaskipting milli hjóna alls ekki
eins og ég sá á öðrum heimilum.
Pabbi var jafnlíklegur og mamma
til að vera með ryksuguna á flugi
og hann var mjög liðtækur í eld-
húsinu, mikill gourmet maður sem
eldaði held ég aldrei sama rétt um
ævina! Hann var endalaust að
prófa ný krydd, nýtt grænmeti
eða eldunaraðferðir.
Ef systkini mín myndu fá að
koma inn orði hér myndu þau
segja að ég hefði verið fordekruð
þar sem ég var yngst þeirra. Ég
ætla bara að taka undir það enda
of margar sannanir til sem sanna
það, eins og þegar ég tók upp á
mitt einsdæmi að panta hund eftir
auglýsingu í DV, en þá bjuggum
við á þriðju hæð í blokk. Mamma
sagði mér að ég yrði að spyrja
pabba, en til að gera langa sögu
stutta þá varð púðluhundurinn
Keli fyrsti hundurinn minn. Börn-
in mín hafa líka verið svo heppin
að amma og afi voru óþreytandi að
passa þau, sjá um að sækja þau á
leikskóla, keyra þau á æfingar og
stundum bara flytja inn hjá mér til
að sjá um heimilið þegar við þurft-
um á að halda.
Takk elsku pabbi fyrir að vera
langbestur og ég lofa að við pöss-
um mömmu fyrir þig.
Þín
Unnur.
Leif Kordtsen
Bryde