Morgunblaðið - 06.12.2022, Síða 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
Eiður með ÍBV
næstu þrjú ár
Knattspyrnudeild ÍBV hefur
framlengt samning sinn við fyr-
irliðann og miðvörðinn Eið Aron
Sigurbjörnsson út tímabilið 2025.
Eiður sneri aftur til Eyja eftir
sex ára fjarveru fyrir tveimur
árum, tók þátt í að koma liðinu
aftur upp í úrvalsdeild í fyrra og
að halda sæti sínu þar á þessu
ári. Eiður er 32 ára gamall og
hefur leikið 181 leik í efstu deild
með ÍBV og Val og spilaði sem
atvinnumaður í Svíþjóð, Noregi
og Þýskalandi.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Fyrirliði Eiður Aron Sigurbjörns-
son leikur áframmeð ÍBV.
Setti Íslandsmet
í Bandaríkjunum
Langhlauparinn Baldvin Þór
Magnússon setti Íslandsmet í
5.000 metra hlaupi innanhúss á
Sharon Colyear-Danville-mótinu
í Boston í Bandaríkjunum um
helgina. Baldvin, sem er 23 ára,
kom í mark á tímanum 14:01,29
mínútum og bætti um leið fimm
ára gamalt Íslandsmet Hlyns
Andréssonar um tíu sekúndur.
Baldvin setti einnig Íslandsmet
í 5.000 metra hlaupi utanhúss
fyrr á árinu þegar hann hljóp á
tímanum 13:32,47 mínútum.
Ljósmynd/FRÍ
Met Baldvin Þór Magnússon bætti
Íslandsmetið um 10 sekúndur.
Brasilíska listahátíðin
AFP/Antonin Thuillier
Samba Brasilíumenn fagna eftir að Richarlison skoraði þriðja markið sem
var hápunktur sýningarinnar í fyrri hálfleiknum gegn Suður-Kóreu.
AFP/Ina Fassbender
Hetjan Króatar fagna Dominik Livakovic eftir að hann varði þrjár víta-
spyrnur Japana og kom sínu liði í átta liða úrslitin á HM.
lBrasilíumenn skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik og afgreiddu Suður-Kóreu
lMæta Króötum í 8-liða úrslitumlKróatar nýttu reynsluna í vítakeppni
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eru Brasilíumenn líklegir til að
vinna sinn fyrsta heimsmeistara-
titil í fótbolta í tuttugu ár? Ef þeir
halda áfram á sömu braut og í fyrri
hálfleiknum í 4:1-sigrinum gegn
Suður-Kóreu í gærkvöld, þegar þeir
skoruðu fjögur mörk á 29 mínútna
kafla, er svarið einfaldlega já. Þá
gæti draumur þeirra um sjötta
titilinn í sögunni hæglega ræst.
Þeir fá þó mikla prófraun í átta
liða úrslitunum á föstudaginn
kemur þegar mótherjarnir verða
grjótharðir og reyndir Króatar.
Nú liggur líka fyrir að sigurliðið
í viðureign Hollands og Argentínu
mun mæta sigurliðinu í viðureign
Brasilíu og Króatíu í undanúrslitum
heimsmeistaramótsins í Katar.
Brassarnir héldu hreinlega sam-
basýningu í fyrri hálfleiknum í gær-
kvöld og léku stundum listir sem
Pelé og fleiri forverar hefðu verið
fullsæmdir af. Sérstaklega þegar
Richarlison kom þeim í 3:0 eftir
ótrúlega takta sem minntu á gamla
brasilíska „Ginga-stílinn“, þar sem
hann byrjaði á að halda boltanum
þrisvar á lofti með höfðinu.
Vinícius Júnior, Neymar úr víta-
spyrnu og Lucas Paquetá skoruðu
hin þrjú mörkin og þau hefðu getað
verið fleiri. Neymar mætti aftur til
leiks eftir ökklameiðslin sem hann
fékk í fyrsta leiknum og spilaði í 80
mínútur.
Í seinni hálfleik stigu Brassar af
bremsunni, Suður-Kóreubúar léku
fyrir stoltið og náðu að minnka
muninn með glæsilegu marki.
Þeirra framlag til listahátíðarinnar.
Livakovic varði þrjú víti
Dominik Livakovic, 27 ára mark-
vörður Dinamo Zagreb, var hetja
Króata í gær þegar þeir komust í
átta liða úrslitin eftir jafntefli gegn
Japan, 1:1. Livakovic varði þrjár af
fjórum spyrnum Japana í víta-
spyrnukeppninni á meðan samherj-
ar hans skoruðu þrívegis úr fjórum
spyrnum.
Óhætt er að segja að Króatar séu
þrautreyndir við slíkar aðstæður.
Þeir fóru í gegnum þrjár fram-
lengingar og tvær vítaspyrnukeppn-
ir á leið sinni í úrslitaleik HM fyrir
fjórum árum.
Mörkin í leiknum komu í venju-
legum leiktíma. Daizen Maeda skor-
aði fyrir Japan rétt fyrir hlé og Ivan
Perisic jafnaði fyrir Króata eftir tíu
mínútur í síðari hálfleik. Þar með
hefur Perisic skorað fyrir Króata á
þremur heimsmeistaramótum í röð.
Aldrei tapað í 8-liða úrslitum
Króatar eru komnir í átta liða
úrslit HM í þriðja skipti og þeir hafa
aldrei tapað á því stigi keppninnar.
Þeir hrepptu bronsverðlaunin árið
1998, í frumraun sinni, og fengu
silfrið á síðasta móti í Rússlandi
árið 2018.
Að þessu sinni munu þeir eiga í
höggi við Brasilíu en Króatar eru
öllu vanir eftir að hafa slegið Dani,
Rússa og Englendinga út á leið sinni
til silfursins í Rússlandi árið 2018.
Japanir féllu hinsvegar út í sextán
liða úrslitum í fjórða sinn og þeim
hefur aldrei tekist að komast lengra
á HM. Þeir geta þó farið stoltir
heim eftir sigra á Þjóðverjum og
Spánverjum og jafntefli gegn Króöt-
um.
Síðustu leikirnir í kvöld
Sextán liða úrslitunum lýkur í
kvöld. Marokkó og Spánn eigast við
í fyrri leiknum og í þeim síðari mæt-
ast Portúgal og Sviss. Sigurliðin í
þessum tveimur leikjum mætast í
átta liða úrslitum á sunnudaginn og
eitt þeirra kemst í undanúrslitin.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Meistaravellir: KR – Stjarnan............... 18.30
HM í Katar
16-LIÐAÚRSLIT:
Japan – Króatía ...................... (1:1) (1:1) 2:4
Daizen Maeda 43. – Ivan Perisic 56.
Króatía sigraði 3-1 í vítaspyrnukeppni.
Brasilía – Suður-Kórea........................ 4:0
Vinícius Júnior 7., Neymar 13.(v), Richarlison
29., Lucas Paquetá 36.
LEIKIR Í DAG:
15.00 Marokkó – Spánn
19.00 Portúgal – Sviss
8-LIÐAÚRSLIT:
9.12. Króatía – Brasilía.................................. 15
9.12. Holland – Argentína ............................. 19
10.12. Marokkó/Spánn – Portúgal/Sviss ... 15
10.12. England – Frakkland.......................... 19
MARKAHÆSTIRÁHM:
Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 5
Cody Gakpo, Hollandi.................................... 3
Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 3
Lionel Messi, Argentínu................................ 3
Álvaro Morata, Spáni .................................... 3
Marcus Rashford, Englandi ......................... 3
Richarlison, Brasilíu ...................................... 3
Bukayo Saka, Englandi ................................. 3
Enner Valencia, Ekvador .............................. 3
Hin 19 ára gamla Aldís Kara Bergs-
dóttir, besti listskautari Íslands síð-
ustu ár, hefur lagt skautana á hilluna,
þrátt fyrir ungan aldur. Aldís hefur
verið útnefnd íþróttakona Akureyrar
síðastliðin þrjú ára. „Listskautar hafa
verið allt mitt líf síðan ég steig á ísinn
í fyrsta skiptið og nú eftir 15 ára feril
hef ég tekið þá ákvörðun að leggja
skautana á hilluna,“ skrifaði Aldís á
Facebook. Þrátt fyrir að hætta ung
að aldri afrekaði Aldís Kara ýmislegt
á góðum ferli, en hún varð fyrsti Ís-
lendingurinn til að ná lágmörkum inn
á HM unglinga og EM fullorðinna.
Brynjar Björn Gunnarsson
verður ekki áfram þjálfari sænska
knattspyrnuliðsins Örgryte, að sögn
Aftonbladet í Svíþjóð, þrátt fyrir að
hafa haldið liðinu í B-deildinni í ár.
Brynjar tók við liðinu í maí þegar það
sat án sigurs á botni deildarinnar.
Aftonbladet segir að Jeffrey Aubynn,
aðstoðarþjálfari Malmö, verði ráðinn í
stað Brynjars.
Knattspyrnukonan Hildur Þóra Há-
konardóttir hefur framlengt samning
sinn við Breiðablik til næstu tveggja
ára og gildir nýr samningur hennar út
keppnistímabilið 2024. Hildur Þóra,
sem er 21 árs gömul, er uppalin í
Kópavoginum en alls á hún að baki 40
leiki með Blikum í efstu deild.
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnars-
dóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn
Jónsson voru útnefnd frjálsíþróttafólk
ársins á uppskeruhátíð FRÍ í Laugar-
dalshöll á dögunum. Bæði kepptu þau
á Evrópumeistaramótinu í München í
ár en Erna setti meðal annars Íslands-
met utanhúss á
árinu og H
endaði ef
Íslending
á stigalist
Alþjóða-
sam-
bands-
ins
eftir
tímabil-
ið.
ilmar
stur
a
a
Lisandro Rasio átti stórleik fyr-
ir Njarðvík þegar liðið tryggði
sér sæti í 8-liða úrslitum bikar-
keppni karla í körfuknattleik,
VÍS-bikarsins, eftir sigur gegn
Haukum í 16-liða úrslitum
keppninnar í Ljónagryfjunni í
Njarðvík í gær. Leiknum lauk
með 88:84-sigri Njarðvíkur en
Rasio skoraði 20 stig, tók 11 frá-
köst og gaf tvær stoðsendingar
í leiknum.
Mikið jafnræði var með liðun-
um í fyrri hálfleik og var staðan
52:51, Njarðvík í vil, í hálfleik.
Haukar byrjuðu síðari hálf-
leikinn af krafti og leiddu með
einu stigi að þriðja leikhluta
loknum, 73;72. Áfram skiptust
liðin á um að skora og leiddu
Haukar með þremur stigum,
84:81, þegar þrjár mínútur voru
til leiksloka.
Dedrick Basile kom Njarðvík
yfir, 85:84, þegar tvær mínútur
voru til leiksloka og Hafn-
firðingum tókst ekki að snúa
leiknum sér í vil eftir það.
Nicolas Richotti skoraði 19
stig fyrir Njarðvík en Darwi-
in Davis var stigahæstur
hjá Haukum með 24 stig, tvö
fráköst og fjórar stoðsendingar.
Njarðvík mætir Keflavík í
8-liða úrslitum keppninnar í
Blue-höllinni hinn 11. desember.
Suðurnesjaslagur í bikarnum
Morgunblaðið/Skúli B. Sig
SóknNjarðvíkingurinn Lisandro Rasio sækir að Daniel Mortensen í gær.