Morgunblaðið - 06.12.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.12.2022, Qupperneq 28
MENNING28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Glæpakvöld í Bankastræti í kvöld Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags verður haldið á efstu hæð Lofts hostels í Bankastræti í kvöld kl. 19 og er aðgangur ókeypis. „Tólf höfundar brakandi ferskra gæðakrimmamæta á staðinn til að ræða bækur sínar og glæpasögur almennt út frá ýmsum sjónarhornum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Boðið verður upp á þrjú pallborð. Það fyrsta nefnist „Lögregla eða ekki lögregla – málið er leyst!“ og hefst kl. 19.30. Annað pallborðið nefnist „Þarf alltaf að vera morð? Um glæpinn í glæpasögunni“ og hefst kl. 20.30. Hið þriðja og síðasta er „Spennandi? Spennandi! Að véla lesendur til voðaverka“ sem hefst kl. 21.30. Meðal höfunda sem eru með í kvöld eru Ragnheiður Gests- dóttir, Skúli Sigurðsson, Yrsa Sigurðardóttir, Eva BjörgÆgisdóttir, Ármann Jakobsson og Jón Atli Jónasson. Yrsa Sigurðardóttir Barbörukórinn flytur hugljúfa jólatóna Barbörukórinn heldur jólatónleika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Á efnisskránni eru „hugljúfir jólatónar“ en flutt verður „jólatónlist frá endurreisnartímanum til dagsins í dag“, eins og segir í tilkynningu frá kórnum. Þar kemur fram að sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur flytji aðventuhugvekju. Miðar eru seldir við innganginn, en aðgangur er ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Barbörukórinn er kammerkór, stofnaður vorið 2007 af Guðmundi Sigurðssyni organista Hafnarfjarðarkirkju. Kórinn kennir sig við heilaga Barböru en stytta af dýrlingnum fannst árið 1950 við uppgröft í fornri kapellu í Kapelluhrauni. Kórinn kemur reglulega fram við helgi- hald Hafnarfjarðarkirkju auk tónleikahalds og söngs við útfarir þar og víðar. Barbörukórinn hefur lagt sérstaka áherslu á íslenskan tónlistar- arf og hefur gefið út diskinn Syngið Drottni nýjan söng. Prúðbúin Barbörukórinn ásamt stjórnanda sínum á tónleikum. með íslenska skálanum fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneyt- isins. Valferlið var að þessu sinni með þeim hætti að allir aðilar fulltrúaráðs Myndlistarmiðstöðvar fengu boð um að senda allt að þrjár tillögur um listamann, sýningar- stjóra eða sýningarhugmynd. Fjöldi hugmynda barst. Fagráð Mynd- listarmiðstöðvar, auk tveggja gesta, fór yfir tillögur og valdi Hildigunni úr þeim hópi. Fagráðið skipuðu Starkaður Sigurðarson, fyrir hönd SÍM, Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmið- stöðvar, og Harpa Þórsdóttir, fyrir hönd listasafna. Gestir fagráðs voru Una Björg Magnúsdóttir og Sigurð- ur Guðjónsson. Magnþrunginn hversdagsleiki „Þetta er bilað – ég öskraði og æpti ein í bílnum þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Hildigunnur hlæj- andi um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún yrði fulltrúi Ís- lands í Feneyjum. „Fjölskyldan var fljót að draga mig niður á jörðina og spurði hvort ég yrði ekki mikið í burtu. En auðvitað dreymir okkur myndlistarmenn um að fá þetta tækifæri.“ Þegar spurt er hvað hún muni sýna í Feneyjum svarar Hildigunn- ur: „Ég ætla að halda áfram að sinna minni list og vera með góða sýningu. Það er frábært að fá þetta boð án þess að hafa þurft að skila inn tillögu.“ Hún segist venjulega ekki vinna með neitt eitt stórt konsept heldur að sínum þemum og haldi því áfram. „Ég held áfram að vinna að mínu og fer ekkert að blása það neitt upp, í einhverjar áttir sem mögulega færu verkunum mínum ekki vel.“ Og hún segir að vissulega séu hugmyndir teknar að mótast. „Þetta er alltaf eins og keðja hjá mér, ég er alltaf með ný verk á sjóndeildarhringnum þegar ég vinn að öðrum. Núna er ég farin að horfa á þau og gefa mér ennþá meiri tíma með þeim. Til að þau nái að blómstra í Feneyjum þá gef ég þeim mikinn tíma og mikla athygli. Kannski get ég líka tekið fram einhverjar hugmyndir sem í öðru samhengi hafa kannski virst of mikilmennskubrjálæðislegar!“ Hildigunnur segir allar líkur vera á því að íslenski skálinn verði áfram í sama húsnæði og sýning Sigurðar Guðjónssonar var sett upp í á tvíæringnum sem lauk í síðasta mánuði en það er við Arsenale-sýn- ingarhöllina, sem má kalla á allra besta stað. „Ég skoða hvað ég geti gert til að setja minn svip á hús- næðið,“ segir hún. Ekki hefur verið fastneglt hver verður sýningarstjóri íslenska skálans – „en viðræður eru hafnar,“ segir Hildigunnur íbyggin, í anda stjórnmálamanna. Hún fagnar því að fá mjög góðan tíma til að vinna að sýningunni, í raun um eitt og hálft ár. „Ég er mjög sopennt fyrir því og held að það geti orðið til þess að ég taki næsta þroskaskref, því ég sé fram á að geta dvalið með verkunum. Ekki að þau stækki von úr viti, heldur mögulega bæði dýpki og nái nýjum hæðum.“ Hildigunnur vinnur iðulega með hversdagsleikann og nærumhverfi sitt. Þegar spurt er hvort það sé ekki í einhverskonar mótsögn við hátíðleika tvíæringsins, þá hlær hún. „Ég held nú að innan tvíær- ingsins rúmist allt,“ segir hún svo. „Ég held að hversdagleiki geti verið sérstaklega magnþrunginn í því samtali. Ég fagna því að fá að sýsla áfram með hann í nýju samhengi.“ Myndlistarkonan Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á næsta Feneyja- tvíæringi í myndlist, sem haldinn verður í sextugasta sinn árið 2024. Hildigunnur er fædd árið 1980 og býr og starfar í Reykjavík. Á síðasta ári voru verk hennar á sýningum í Listasafni Reykjavíkur; listasafn- inu GES-2, sem rekið er af V-A-C Foundation í Moskvu og H2H í Aþenu. Verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og European Patent Office. Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Í tilkynningu frá Myndlistar- miðstöð segir að á marglaga ferli sínum hafi Hildigunnur rannsak- að hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetji hún áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. „Hildigunnur skoðar oft fáfengilega hluti líkt og takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnug- lega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlp- túrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum,“ segir í tilkynn- ingunni. Mikilvægur vettvangur Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtíma- listar á heimsvísu. Þátttaka Íslands á tvíæringnum hófst árið 1960 og hafa margir fremstu listamenn þjóðarinnar sýnt þar, meðal annars Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjart- ansson, Hrafnhildur Arnardóttir, Rúrí og Egill Sæbjörnsson. Mynd- listarmiðstöð, áður nefnd Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar, hefur líkt og undanfarin ár umsjón l HildigunnurBirgisdóttir verður fulltrúi Íslands á næstaFeneyjatvíæringi l„Auðvitað dreymir okkurmyndlistarmennumað fá þetta tækifæri“ Hildigunnur fer til Feneyja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valin Hildigunnur Birgisdóttir á sýningu sinni í i8 galleríi árið 2017. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Birt með leyfi listamannsins og i8 gallerís Skúlptúrísk Frá sýningu Hildi- gunnar, Friður/Peace, í i8 í fyrra. Ljósmynd/Paulo Moreira Viðurkenning Ragnar sýnir mynd frá Grænlandi á sviði í Aveiro. Ragnar heiðraður lRAX veitt viður- kenning í Aveiro Ljósmyndarinn Ragnar Axels- son – RAX var einn fyrirlesara á Exodus-ljósmyndahátíðinni í Aveiro í Portúgal um helgina. Hlaut hann þar sérstök heiðurs- verðlaun á lokaviðburðinum, sem „maður hátíðarinnar“. Ellefu ljósmyndarar og kvik- myndagerðarmenn fluttu erindi á hátíðinni og sýndu verk sín á skjá fyrir troðfullum sal gesta. Auk Ragnars voru það meðal annars Rick Smolan, sem er kunnur fyrir Day in a Life-bókaflokkinn, National Geographic-ljósmyndar- inn Michael Yamashita, Alixandra Fazzina, Art Wolfe, Pippa Ehrilch og José Sarmento Matos. Ragnar var síðastur á dagskrá og sýndi ljósmyndir frá kunnum heimilda- verkefnum sínum, einkum af mannlífi og breytingum í aðstæð- um fólks á norðurslóðum, og sagði sögur af ferlinum auk þess að útskýra þau verkefni sem hann hefur einbeitt sér að. „Raxi var með mjög góðan fyrirlestur í fullum sal gesta í menningarmiðstöðinni hér og að honum loknum voru honum afhent heiðursverðlaun þessarar fínu hátíðar,“ segir Eyjólfur Halldórs- son, fyrrverandi forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, sem var meðal gesta. „Honum var fagn- að innilega, með standandi lófataki og húrrahrópum. Þetta var eins og á rokkkonsert,“ bætir hann við og segir gesti hafa verið djúpt snortna yfir myndum og frásögn Ragnars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.