Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 2

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 Þú gefur hugarró með gjafakorti í Sky Lagoon Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veður hefur sett svip sinn á sam- göngur landsmanna undanfarna daga. Flugferðum hefur verið aflýst og vegum lokað. Viðbragðsaðilar á sunnanverðu landinu hafa keppst við að biðla til fólks að halda sig heima, en yfirgefnir bílar eru á víð og dreif um götur, sem veldur töfum á snjó- ruðningi. Appelsínugul veðurviðvörun á Suðausturlandi gildir til klukkan níu árdegis í dag og tekur þá við gul viðvörun í landshlutanum. Um hádegi í dag verður gul viðvörun á öllu landinu. Á miðnætti verður veðrið gengið niður að nokkru leyti og verða þá hvergi veðurviðvaranir nema á Suðausturlandi. Klukkan sex í fyrramálið verða að líkindum engar viðvaranir í gildi. Fólk er hvatt til að fylgjast áfram vel með upplýsingum Vegagerðarinnar um lokanir á vegum. Snjóruðningur misjafn Álíka mörg tæki sinntu snjó- mokstri í Reykjavík um helgina og í nágrannasveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar búa þó mun færri og samanlögð lengd gatna sem þarf að ryðja er talsvert minni. Níu snjóruðningstæki voru á götum Reykjavíkur á laugardag og sunnudag og þrettán til viðbótar sinntu göngu- og reiðhjólastígum. Í Kópavogi voru alls 20 snjóruðningstæki að störfum yfir helgina, ýmist á götum bæjarins eða á göngustígum. Í Garðabæ, þar sem íbúarnir eru ríflega 18 þúsund, tókst að fara eina umferð um allar götur með 10 snjóruðningstækjum yfir helgina. Loks voru 19 snjóruðningstæki að sinnamokstri á lóðum, götum og stíg- um í Hafnarfirði þar sem tæplega 30 þúsund búa. lYfirgefnir bílar til trafalalLokanir á vegumlFlugi aflýst Gul viðvörunum gjörvallt landið Ásbrú Jeppi á vegum björgunarsveita á ferð umÁsbrú í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Ófært var þar víðast hvar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktar- breytingar Lífeyrissjóðs verzlun- armanna LV (live.is) og er unnið að innleiðingu breytinga á kjörum sjóðfélaga sem taka gildi um næstu áramót. Stjórn og ársfund- ur lífeyrissjóðsins samþykktu þessar breytingar í vor og stóð til að þær tækju gildi í september. Helstu breytingar sem verða hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna um áramótin eru þær að lífeyris- greiðslur munu hækka um 7,18%. Makalífeyrir mun lengjast. Þá verður endurútreikningur tíðari en nú og þar með verða betri réttindi þeirra sem eru á eftir- launum samhliða vinnu, að því er segir á heimasíðu LV. Hægt verður að hefja töku eftir- launa frá 60 ára aldri, í stað 65 ára aldurs áður. Þá mun taka styttri tíma að endurávinna sér fram- reikning vegna áfallaverndar. 10,5% hækkun hjá Gildi Ráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins Gildis þann 13. desember. Því munu lífeyrisgreiðslur fyrir janúarmánuð 2023 til ellilífeyris- þega 67 ára og eldri og örorku- og makalífeyrisþega hækka um 10,5%. Greiðsla í lok janúar mun því hækka sem þessu nemur hjá þorra þeirra sem fá greiddan lífeyri úr sjóðnum. Þessi breyting var kynnt á sjóð- félagafundi 16. desember. Þar kom einnig fram að nýjar lífslíkutöflur voru teknar upp við uppgjör 2021 og gera þær ráð fyrir að yngri kynslóðir muni lifa lengur en þær eldri. Með upptöku nýju taflanna jukust skuldbindingar Gildis vegna lengri lífaldurs sjóðfélaga, einkum þeirra yngri. Því þurfti að grípa til ákveðinna mótvægisaðgerða sem voru samþykktar á ársfundi í apríl sl. Þær gerðu ráð fyrir að lífeyristökualdur sjóðfélaga héldist óbreyttur en réttindi voru endur- reiknuð miðað við nýjar lífslíku- tölur. Gert var ráð fyrir að áunnin réttindi lækkuðu háð aldri svo áfallnar skuldbindingar héldust óbreyttar í heild við innleiðingu á nýjum lífslíkum. Allir árgangar fá síðan 15% hækkun réttinda. Heildaráhrif aðgerðanna eru sögð jákvæð á áunnin réttindi sjóðfé- laga en mismikið eftir árgöngum. Yngri árgangar verða fyrir mest- um áhrifum af aðgerðunum vegna þess að gert er ráð fyrir að þeir lifi lengur en þeir eldri. gudni@mbl.is Réttindi aukin og lífeyrir mun hækka á nýju ári lLífeyrissjóður verzlunarmanna ogGildi hafa tilkynnt hækkanir Morgunblaðið/Golli LífeyrirHækkar um 7,18% hjá LV og 10,5% hjá 67 ára í Gildi. „Á föstudaginn á fundi forsætis- nefndar óskaði ég eftir að málefni Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, yrði tekið fyrir á dagskrá borgarstjórnarfund- ar á þriðjudaginn. Því var neitað af fulltrúum meirihlutans gegn atkvæði mínu og Stefáns Pálssonar, borgarfulltrúa Vinstri grænna. Það er nánast fordæmalaust í sögu borgar- stjórnar að hafna að taka mál á dagskrá,“ segir Marta Guðjóns- dóttir, borgar- fulltrúi og nefndarmaður forsætis- nefndar, en hún lagði fram kvörtun vegna málsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í gær. Marta segir að röksemdir meirihlutans um að málið sé við- kvæmt og þoli illa opinbera umræðu standist ekki. Lagaleg heimild sé fyrir því að ræða viðkvæmmálefni fyrir luktum dyrum skv. 12. grein samþykktar um stjórn Reykjavíkur- borgar og fundarsköp. Þessa heimild hafi meirihlutinn getað nýtt sér. Reykvíkingar eiga 93% í Orkuveitu Reykjavíkur. Því sé það forkastan- legt að koma í veg fyrir að borgar- fulltrúar fái að ræða um veigamikil hagsmunamál fyrirtækisins. „Hér hefur leyndarhyggja meirihlutans náð nýjum hæðum,“ segir hún og bætir við að oft fari fram umræða um fyrirtæki borgarinnar í borgar- stjórn. Það sé eðlilegt, gagnlegt og nauðsynlegt. „Ég tel að meirihlutinn sé hér að koma sér undan umræðu sem snýr að grundvallarsjónar- miðum: rekstri fyrirtækja í eigu almennings sem snúa að milljarða lántökum og viðskiptasamningum. Þetta þarfnast augljóslega miklu nánari skoðunar.“ Marta segir þessa höfnun á umræðu tortryggilega. „Auðvitað er mikilvægt að það fari fram umræða um þann viðskiptasamning sem Ljósleiðarinn er að gera við Sýn. Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa. Samkvæmt lögum er það eftirlitshlutverkið. Okkur ber skylda til að hafa eftirlit með rekstri og fyrirtækjum borgar- innar. Við eigum fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni borgar- búa.“ lLagði fram kvörtun vegna Ljósleiðarans Leyndarhyggjan náðnýjumhæðum Marta Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.