Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 4

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 Sameiginlega viðbragðssveitin eða JEF (Joint Expiditionary Force) fundaði í gær í Riga í Lettlandi. Ísland gekk í JEF á síðasta ári en sveitin samanstendur af Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjum, Bretlandi og Hollandi. JEF hefur verið lýst sem samstarfsvettvangi líkt þenkjandi ríkja í Norður-Evrópu um öryggis- og varnarmál. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra Íslands sat fundinn en hún seg- ir í samtali viðMorgunblaðið að fund- urinn hafi gengið afar vel. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundargesti með hjálp fjarfundabún- aðar og segir Katrín, að hann hafi sérstaklega nefnt framlag Íslands til mannúðaraðstoðar í Úkraínu. „Það er fylgst vel með því sem við erum að gera og það skiptir máli. Það vakti athygli mína að hann fór yfir það sem við erum búin að vera að leggja af mörkum og nefndi okkur sérstaklega í því samhengi.“ Áhrif Íslands ekki vanmetin Katrín segir að ekki sé hægt að vanmeta þau áhrif sem Ísland getur haft með mannúðaraðstoð og nefnir sem dæmi það frumkvæði Íslands að senda hlý föt og vetrarbúnað til Úkraínu sem virðist hafa vakið mikla lukku. Að sögn Katrínar nefndi Selenskí einnig þátttöku Landhelgisgæslunn- ar fyrir hönd Íslands í verkefni sem snýst um að þjálfa fólk til að leita að og eyða sprengjum í Úkraínu. Katrín segir að gífurlega stórt landsvæði í Úkraínu sé þakið jarðsprengjum og því um mikilvægt verkefni að ræða. Þjálfunin hefst í janúar og fer fram í Litháen en sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni taka þátt í þjálfuninni. Eftir að Selenskí hafði ávarpað fundinn fóru fram umræður á með- al leiðtoganna um stöðu ríkjanna og áframhaldandi samstarf. Katrín segir að öll ríki samstarfsins hafi nú þegar lagt fram gífurlega aðstoð til Úkraínu og hafi heitið því í lok fundar að halda þeirri aðstoð áfram. lKatrín Jakobsdóttir sat fundmeð leiðtogumNorður-Evrópu Selenskí þakkaði Íslandi aðstoðina Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is AFP/Henry Nicholls Fundur Katrín Jakobsdóttir ásamt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hvatakerfi í heil- brigðisþjónustu lDRG-fjármögnun innleidd á LHS Horft er til hvatakerfis við fram- tíðarskipulagningu heilbrigðisþjón- ustunnar, að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Morgunblaðið greindi á föstudag frá bréfi Gísla Vigfússonar læknis til ráðherrans þar sem hann benti meðal annars á að þýsk sjúkrahús fái greitt fyrir hverja aðgerð en Landspít- alinn (LHS) er á fjárlögum og má líta svo á að frestuð aðgerð komi spítalanum til góða fjárhagslega. „Innleiðing DRG-fjármögnunar, sem er þjónustutengd fjármögnun þar sem greitt er fyrir unnin verk, er komin vel á veg á Landspítalan- um. Fljótlega á næsta ári verður innleiddur fyrsti áfangi verkefn- isins þar sem hluti af starfsemi spítalans verður fjármagnaður á grundvelli DRG. Gert er ráð fyrir að innleiðingu verði að fullu lokið á árinu og eftir það verði fjármögnun á grundvelli DRG í samræmi við samning Landspítala og Sjúkra- trygginga Íslands,“ segir í skriflegu svari Willums. En hvað um þá ábendingu að pen- ingar sem Landspítalinn notar ekki í aðgerðir geti farið til fyrirtækja eins og Klíníkurinnar og Orku- hússins til að vinna á biðlistum? „Í heilbrigðisráðuneytinu er litið á það sem algjört forgangsmál að stytta biðlista og í þeirri vinnu er lögð áhersla á að nýta beri krafta allra þeirra sem veita heilbrigðis- þjónustu. Nýlegur samningur við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu er til marks um þessa áherslu,“ segir Willum. Eins og fram hefur komið sömdu Sjúkratryggingar við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endó- metríósu og staðfesti heilbrigðis- ráðherra samninginn. Hvað varðar nýtingu fjármagns Landspítalans segir Willum að spítalinn hafi í dag heimild til að forgangsraða og ráðstafa fjármagni milli aðgerða þar sem þarfirnar geta verið breytilegar. Einnig hafi Landspítalinn heimild til að úthluta verkum til annarra og hefur það verið gert til m.a. Klíníkurinnar. Endurheimt heilbrigðisstarfsfólks Skurðstofur standa tómar á Landspítalanum vegna þess að það vantar skurðstofuhjúkrunar- fræðinga, að sögn Læknablaðsins. Eru aðgerðir í gangi til að ráða fleiri skurðhjúkrunarfræðinga? Eru þeir á lausu erlendis? Willum segir að ráðuneytið komi ekki að ráðningum starfsfólks á stofnunum sem undir það heyra. Það sé á ábyrgð hlutaðeigandi stofnana og stjórnenda þeirra. „Aftur á móti áttum við okkur á því að mönnun í heilbrigðis- þjónustu er bæði áskorun hér á landi og á heimsvísu. Langvarandi álag og heimsfaraldur hefur haft mikil áhrif og heilbrigðisstarfsfólk víðsvegar um heim þarf endur- heimt og hvíld. Í fjárlögum ársins 2023 er einmitt gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í endurheimt heilbrigðisstarfsfólks. Síðan er við- varandi verkefni að stuðla að bættu starfsumhverfi.“ Heilbrigðisráðuneytið vinnur að umfangsmikilli mönnunargreiningu þvert á heilbrigðiskerfið sem mun hjálpa við að kortleggja mönnun í dag og þörfina til framtíðar. Mönnunarþörf hjúkrunarfræðinga og skurðhjúkrunarfræðinga þarf að greina út frá fjölmörgum breytum. Skipulag á skurðstofum þarf að rýna samhliða því að fjölga skurð- hjúkrunarfræðingum og sérhæfðu starfsfólki. Landspítalinn og ný stjórn hans eru að vinna að ýmsum breytingum og umbótum í þá átt. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Willum Þór Þórsson Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfs- greinasambands Íslands (SFS) var samþykktur í atkvæðagreiðslu hjá öllum sautján aðild- arfélögum SGS sem eiga aðild að honum. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögun- um. Atkvæða- greiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjör- sókn 16,56%. Já sögðu 85,71% en nei sögðu 11% og 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segist hafa fundið fyrir ágjöf í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Niðurstaðan er í anda þess sem ég fann þegar ég fór á vinnustaði. Fólk var ánægt með okkar vinnu. Það er alveg meiriháttar og sér- staklega í ljósi þess að það hefur verið ágjöf og reynt var að afvega- leiða þessar kosningar. Skrifaðar hafa verið greinar og Efling sendi frá sér ályktun á sömu mínútu og kosningarnar hófust hjá okkur þar sem talað var um skaðsemi þessa samnings. Mér finnst afskaplega ánægjulegt að félagsfólk okkar hafi séð í gegnum slíka umræðu,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að það hafi komið sér á óvart að Efling skyldi beita sér sérstaklega gegn samningi SGS en Efling er í viðræðum við SA um nýjan kjarasamning. „Ég er afskaplega undrandi á því sérstaklega í ljósi þess að Efling tók ákvörðun um að vera eitt og sér í þessum viðræðum og skilaði ekki inn samningsumboði til Starfsgreinasambandsins. Ég virði þá ákvörðun 100% því það er sjálfstæður réttur hvers og eins. Ég er því enn meira undr- andi þegar Eflingarfólk talar um skort á samstöðu því félagið tók þá ákvörðun að vera ekki í samfloti með félögum sínum í SGS. Þegar SGS gekk frá kjarasamningum þá koma þau og gagnrýna hann. Vilja þar með hafa afskipti af einhverju sem þau tóku sjálf ákvörðun um að vera ekki með í. Þetta er eitthvað sem ég næ ekki ennþá utan um. Ég ætla bara að segja eins og er,“ segir Vilhjálmur. lNiðurstaðan afgerandi, segir formaðurinn SGS samþykkti kjarasamning Vilhjálmur Birgisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.