Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 6

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 Nánari upplýsingar á tasport.is eða í síma 552 2018 S. 552 2018 • info@tasport.is LIVERPOOL Upplifðu menningu í Liverpool í beinu flugi Innifalið: Flug, 20 kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur sempassar undir sætið. Gisting á 4* hóteli í 3 nætur í hjarta borgarinnar meðmorgunmat. Athugið takmarkaður sætafjöldi. 13. til 16. janúar 2023 27. til 30. janúar 2023 Verð frá 78.800 kr. á mann í tvíbýli „Það er óásættanlegt í þessari verðbólgutíð þar sem allt er að hækka að það sé ekki tekið tillit til þeirra sem þurfa að standa skil á mestu útgjöldunum,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, sem furðar sig á því að borgaryf- irvöld í Reykjavík ætli að hækka leikskólagjöld um áramótin. Leikskólagjöld hækka um 4,9% og fæðisgjöld um annað eins. Líf bendir á að leikskólagjöld hafi verið hækkuð um 4,5% í byrj- un september og því sé um tvöfalt högg að ræða fyrir fjölskyldufólk í borginni. Breiðu bökin séu ekki barnafólk sem reiðir sig á þjón- ustu borgarinnar. „Þetta er fólkið sem er að berjast við að koma undir sig fótunum og má síst við auknum útgjöldum og þjónustu- skerðingum. Tvöfaldar hækkanir á barnafjölskyldur og viðkvæma hópa sem minnstar hafa tekjurn- ar og eru kannski á leigumarkaði. Þetta er eiginlega tíu prósenta hækkun á þremur mánuðum. Hvað gerist í júní?,“ spyr Líf. Hún er ósátt við útskýringar meirihlutans um að hækkanir séu viðbragð vegna verðbólgu. „Með því að hækka öll gjöld seturðu meira sprek á verðbólgu- bálið. Ég hef kallað eftir því að fólk beiti hugmynda- auðgi í stað þess að velta byrðunum á þá sem þurfa mest á aðstoð að halda. Af hverju eru ekki öll sveitarfélög að taka sig saman um að það að stilla verðhækkunum í hóf eða frysta gjaldskrár? Mér finnst þetta einkennileg forgangs- röðun,“ segir Líf sem kveðst hafa talað fyrir endurgjaldslausri grunnþjónustu, þar á meðal að leikskólinn yrði að mestu endur- gjaldslaus líkt og grunnskólinn er. Hún sendir gömlum félögum sínum í meirihlutanum fremur kaldar kveðjur: „Svo virðist sem það sé markvisst verið að vinda ofan af þeim árangri sem við Vinstri græn náðum síðustu tvö kjörtímabil við að lækka álögur á barnafjölskyldur. Og til að snúa við neikvæðri stöðu borgarsjóðs ætla þau í meirihlutanum að seil- ast í vasa barnafjölskyldna.“ Ósátt við tvöfaldar hækkanir á barnafólk Líf Magneudóttir Margir líta gjarnan á nýtt ár sem tímamót sem feli í sér ný tækifæri og nýtt upphaf. Fastur fylgifiskur ára- mótanna er þó orðinn að hið opinbera hækkar flest gjöld og gjaldskrár. Á tímum verðbólgu eru tilkynningar um hækkanir enginn skemmtilestur og óvíst að landsmenn sjái tækifæri felast í þeim verðhækkunum sem þeim mæta á nýju ári. Svokallaðir krónutöluskattar hækka um 7,7% að þessu sinni. Hækkunin nær til áfengis-, tóbaks-, bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjalds auk gjalds í Fram- kvæmdasjóð aldraðra, útvarps- gjalds og gjalda sem falla undir lög um aukatekjur ríkissjóðs, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta þýðir til að mynda að hið umdeilda útvarpsgjald er skriðið yfir 20 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra er komið yfir þrettán þúsund. Þá kemur það sjálfsagt nokkuð við budduna hjá mörgum að hver rauðvínsflaska og hver bjórdós mun kosta umtalsvert meira eftir áramót en nú er og þótti sjálfsagt flestum nóg um fyrir. Sveitarfélögin hækka flest gjald- skrár um áramótin vegna verðbólg- unnar en mismunandi er hvern- ig þær hækkanir eru útfærðar. Í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík, eru leikskólagjöld hækkuð í annað sinn á skömmum tíma eins og rakið er í fréttinni hér til hliðar. Þar þurfa borgarar líka að sætta sig við hækk- un á bílastæðagjöldum og að borga meira fyrir sundferðina. Athygli vek- ur svo að sorphirðugjöld hækka um- talsvert samfara boðuðum breyting- um á lausnum í þeim málaflokki. Sérstaka athygli vekur að þjón- usta Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hækkar mikið á milli ára. Í prósent- um talið nemur hækkun aðgöngu- miða allt að 46% og árskort fjöl- skyldu hækkar um tæp 29%. Krónutöluskattar ríkisstjórnarinn- ar leggjast einnig þungt á þá sem kjósa að ferðast um með einkabíl. Eldsneytisgjöldin hækka um 7,7% og samkvæmt útreikningum Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir Morgunblaðið mun hækkun á hvern bensínlítra nema 8,56 krónum og 7,63 krónum á hvern dísillítra. Þá munu breytingar á vörugjaldi og tvöföldun á lágmarki bifreiðagjalds í 15.080 krónur tvisvar á ári einnig leggjast á bílaeigendur. Eldra fólk sleppur ekki við hækk- anir. Hver ferð hjá akstursþjónustu eldri borgara hækkar um 4,7% og kostar 1.445 krónur. Skjólstæðingar velferðarsviðs þurfa að borga meira fyrir þrif en áður eða 1.470 krónur á klukkutímann og nemur hækkunin 4,6%. Þá hækkar lágmarksgjald fyrir handsömun hesta í 20.000 krónur eða um 3,8%. lÝmis opinber gjöld munu hækka mikið um næstu áramót Hækkanir á áfengi, elds- neyti og sorphirðugjaldi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Dæmi um fyrirhugaðar verðbreytingar á komandi ári 46,3% Mikil hækkun verður á miðaverði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Aðgangur fullorðinna fer úr 1.025 kr. í 1.500 kr. og nemur hækkunin 46,3%. Aðgangur fyrir börn hækkar um 33,8% og verður 1.050 kr. Árskort fjölskyldu hækkar um 28,8% og verður 30.000 kr. 4,7% hækkun á akstursþjón- ustu eldri borgara og kostar hver ferð 1.445 kr. 20.200 kr. verður útvarpsgjald sem hækkar um 7,4% 13.284 kr. verður gjald í Framkvæmda- sjóð aldraðra 4,9% hækkun verður á leikskólagjöldum í Reykja- vík. Fæðisgjald hækkar sömuleiðis um 4,9% 2.150 kr.mun kosta inn á Listasafn Reykjavíkur. Hækkun aðgangseyris nemur 4,9% 19% Mikil hækk- un verður á sorphirðugjöldum í Reykjavík samfara breytingum í þeim málaflokki. Árgjald fyrir 240 lítra tunnu með blönduðu sorpi hækkar um 19% og fer í 40.700 kr. Árgjald fyrir 240 lítra tunnu fyrir pappír og pappa verður 11.900 kr. í stað 10.200 áður. Tunna fyrir plast mun kosta 1.200 kr. á ári í stað 10.600 áður 1.210 kr.mun kosta í sundlaugar Reykjavíkur- borgar í stað 1.150 áður 26% hækkun verður á póstburðargjöld- um hjá Póstinum á bréfum upp að 50 grömmum. Það mun kosta 290 krónur að senda slíkt bréf í stað 230 áður 4,9% Gjald fyrir hundahald hækkar í Reykjavík. Skráningargjald og árlegt eftirlits- gjald verður samtals 13.640 kr. á nýju ári og hækkar um 4,9% 430 Dýrara verður að leggja í gjald- skyld stæði í Reykjavík Á gjaldsvæði 1 hækkar gjaldið um 4,9% og verður 430 kr. fyrir klukkutímann 7,7% hækkun áfengis- og tóbaksgjalds Algeng tegund af rauðvíni mun kosta 2.579 kr. í stað 2.399 kr. nú og algeng tegund af bjór 414 kr. í stað 389 kr. nú 7,7% hækkun á elds- neytisgjaldi Algengt verð á bensíni mun hækka um 8,56 kr. literinn og líter af dísil um 7,63 kr. Hækkun á stöku gjaldi fyrir ungmenni 16-17 ára nemur 5,4% og verður 195 kr. Árskort fullorðinna munu kosta 41.000 kr. og hækka um 5,1% ÖLLARI OK VÍN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.