Morgunblaðið - 20.12.2022, Page 13
FRÉTTIR
Erlent 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
BANDARÍKIN
Flestir vildu annan
forstjóra Twitter
Frá því að Elon
Musk keypti
Twitter hefur
fyrirtækið
staðið í storm-
inum miðjum
vegna endur-
skipulagningar
sem endaði
með fjölda-
uppsögnum í
kjölfar frétta um
að fyrirtækið tapaði 4 milljónum
dollara á dag.
Musk hefur sætt mikilli gagn-
rýni frá því hann tók við stjórn
Twitter og um helgina setti
hann könnun af stað á Twitter
um hvort hann ætti að stíga til
hliðar sem forstjóri fyrirtækisins
og sagðist hlíta niðurstöðun-
um. 57,5% sögðu já, en tæplega
17,5 milljónir manna tóku þátt í
könnuninni.
Eftir að úrslit könnunarinnar
urðu ljós hefur Musk ekki tjáð sig
um málið.
Var könnunin sett
fram í fljótfærni?
hefur Lúkasjenkó leyft rússneska
hernum að æfa í Hvíta-Rússlandi
en ekki viljað taka beinan þátt í
átökunum. Á fundinum í gær sagði
hann að Hvíta-Rússland og Rúss-
land myndu „enn á ný sýna … að
aðeins saman geta þjóðirnar tvær
unnið bug á faröldrum, krísum og
refsiaðgerðum“. Það er kannski
ekki skrýtið miðað við ummælin að
stjórnvöld í Kænugarði hafi áhyggj-
ur af samráði þjóðanna tveggja og
kannski ekki síst að Rússar komist
þar nær Kænugarði ef þeir gera árás
frá Hvíta-Rússlandi.
Betri loftvarnir
Selenskí sagði í gær að landamæri
Úkraínu við Rússland og Hvíta-Rúss-
land væru í stöðugum forgangi og að
her Úkraínu byggi sig stöðugt undir
mismunandi varnaraðgerðir vegna
yfirvofandi árása. Á fundi Sameinuðu
viðbragðssveitarinnar í Riga í Lett-
landi í gær talaði Selenskí við leið-
togana í gegnum fjarfundarbúnað
og bað um betra loftvarnakerfi, sem
myndi vernda landið 100%. Á fundin-
um var m.a. Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra fultrúi Íslands, ásamt
fulltrúum Bretlands, Eystrasalts-
landanna, Hollands, Finnlands, Sví-
þjóðar og Noregs. Í tilkynningu fyrir
fundinn frá forsætisráðuneyti Rishi
Sunaks í Bretlandi var greint frá 250
milljóna punda samningi um kaup á
vopnum fyrir Úkraínu út árið 2023.
Hann sagði síðan í opnunarávarpi
fundarins í Riga að allar einhliða
óskir Rússa um vopnahlé væru „al-
gjörlega tilgangslausar í núverandi
samhengi“ og eingöngu settar fram
svo Rússar gætu notað tímann til að
safna liði. Hann bætti við að eingöngu
væri hægt að semja við Rússa ef þeir
drægju sig frá hernumdu svæðunum.
Varnarmálaráðuneyti Breta tel-
ur að óreyndir nýliðar í rússneska
hernum séu settir í framlínu stríðs-
átakanna án stuðnings. Málaliðarnir
í Wagner-hópnum sendi þá af stað í
Bakhmút í Dónetsk-héraði með lít-
inn ef nokkurn stuðning brynvarðra
farartækja á meðan reyndari her-
menn séu í vari og gefi skipanir í
gegnum fjarskiptatæki. Á sama
tíma hafa yfirvöld í Moskvu ákveðið
að senda rússneskum hermönnum
handgerðar gjafir til að reyna að
afla herrekstrinum meira fylgis og
kveikja í þjóðernisandanum sem er
farinn að minnka eftir tíu mánuði.
Rússar hafa sent flota herskipa
til æfinga með sjóher Kína í Aust-
ur-Kínahafi sem hefjast á morgun
og standa fram að 27. desember. Kín-
verjar hafa stigið varlega til jarðar
þegar kemur að yfirlýsingum en sýna
enn Rússlandi stuðning.
„Ég heyrði fyrst í loftvarnasíren-
unum rjúfa þögnina í morgunsárið
og hugsaði með mér að nú væri enn
ein drónaárásin. Þetta er eiginlega
í fyrsta skipti sem ég verð virkilega
hrædd,“ segir Natalía Dobróvolska,
sem er 68 ára og býr í Kænugarði,
við blaðamann AFP-fréttastofunn-
ar. Hún segist hafa heyrt fjölda
sprenginga áður en rafmagnið fór
af byggingunni hennar.
Yfirvöld í Kænugarði segja að 23
drónaárásir hafi verið gerðar fyrir
sólarupprás í Kænugarði í gær og
35 árásir á landinu öllu. Þau segja
að loftvarnir þeirra hafi náð að varna
því að 20 drónanna næðu jörðu, en
meðal drónanna voru Shaheds-drón-
ar sem búnir eru til í Íran og hefur
rignt yfir Úkraínu á undanförnum
vikum. Borgarstjóri Kænugarðs,
Vítalí Klitsjkó, segir að enginn hafi
særst en innviðir hafi skemmst
enda drónunum sérstaklega beint
að raforkustöðvum. Myrkrið held-
ur áfram að umlykja landið. Eftir
mjög víðtæka drónaárás á föstudag
sem olli myrkvun um land allt sagði
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu,
að níu milljónir þegnanna væru aftur
komnar með rafmagn, sem er tæpur
fjórðungur þjóðarinnar.
Vinátta samlyndra þjóða
Árásirnar koma í kjölfar þess að
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
sagði Rússa hafa skotið niður fjölda
eldflauga frá Bandaríkjunum í loft-
helgi þeirra í Belgórod, rússnesku
svæði rétt við landamæri Úkraínu.
Pútín fór til Minsk í Hvíta-Rússlandi
í gær og hitti Alexander Lúkasjenkó,
forseta landsins. Ferðin hefur valdið
orðrómi þess efnis að Pútín sé að
beita Lúkasjenkó þrýstingi um að að-
stoða hann í stríðinu gegn Úkraínu.
Þeim orðrómi hafnaði Dmitrí Peskóv,
talsmaður Kremlar, og sagði hann
bæði heimskulegan og eiga sér enga
stoð í raunveruleikanum.
Á fundi Pútíns og Lúkasjenkós
mærði Pútín Hvíta-Rússland upp í
rjáfur og sagði landið ekki „einung-
is góðan nágranna heldur þeirra
allra besta bandamann“. Hingað til
Pútín kominn til Hvíta-Rússlands
l35 árásir á orkuinnviði fyrir sólaruppráslPútín í Hvíta-RússlandilFundur
í Riga og aðstoð við ÚkraínulEinnota hermenn?lRússneskur floti í Kína
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
AFP/Sergei Súpinskí
Kænugarður Drónaárás Rússa á raforkustöð í Kænugarði snemma í gærmorgun fyrir sólarupprás.
ÞÝSKALAND
Völd að dauða tíu
þúsund gyðinga
Dómur fellur í dag yfir hinni 97
ára gömlu Irmgard Furchner,
sem starfaði í útrýmingarbúðum
nasista í Stutthof í Póllandi og er
talin hafa átt þátt í morðum á tíu
þúsund gyðingum. Réttarhöldin
hófust í október en í gær tjáði hún
sig í fyrsta skipti opinberlega með
andlit sitt alveg hulið. „Mér þykir
leitt allt sem gerðist,“ sagði hún
við dómstólinn í bænum Itzehoe
í norðurhluta Þýskalands. Hún
er fyrsta konan sem fer fyrir rétt
fyrir glæpi nasista.
AFP/Wojtek Radwanski
Pólland Blóm fest á inngang að gas-
klefum Stutthof-útrýmingarbúðanna.
Fyrstu dauðsföllin
vegna veirunnar
lVilja hreyfa hjól atvinnulífsins
Greint var frá fyrstu tveimur
dauðsföllunum í Peking í Kína
vegna kórónuveirunnar í gær en
nýlega slökuðu stjórnvöld mikið á
samkomutakmörkunum. Líklegt má
telja að tölur frá landinu gefi ekki
raunsanna mynd af ástandinu en
troðfull sjúkrahús og líkbrennslu-
hús gætu verið vísbending um að
fréttirnar séu bara toppurinn á
ísjakanum. Þá má einnig búast við
því að þjóðin sé verr í stakk búin
að höndla smit eftir að hafa verið í
jafnstífri einangrun og verið hefur
frá upphafi faraldursins.
Apótek í Peking finna þegar fyrir
bóluefnaskorti en fréttirnar í gær
ollu nokkrum ótta í borginni sem
mátti sjá á auðum götum víða. Millj-
ónir aldraðra Kínverja hafa ekki
fengið bóluefni við sjúkdómnum og
eru því varnarlausir. „Tölur segja
ekki alla söguna,“ sagði Hoe Nam
Leong, smitsjúkdómasérfræðingur í
Singapúr, við AFP-fréttastofuna og
sagðist búast við því að raunveruleg
tala látinna væri hærri og bætti við
að mörg smit væru hvergi skráð
vegna skorts á prófunum. Margir
hafa áhyggjur af komandi nýárshá-
tíðum og að smit breiðist einnig út á
landsbyggðinni.
Nú hafa kínversk yfirvöld í
borginni Chongquing í suðurhluta
Kína tekið u-beygju í málinu og
segja opinbera starfsmenn geta
mætt í vinnu þótt þeir séu með
sjáanleg einkenni en dagblaðið
Chongqing í dag greindi frá þessu í
gær. Þar var vitnað í tilkynningu þar
sem segir að „starfsmenn ríkisins
með væg einkenni geti unnið eins og
venjulega“. Í Peking hvöttu yfirvöld
borgarbúa til að „hefja eðlilegt líf og
framleiðslu sem fyrst“. Búist er við
að fleiri borgir í Kína taki upp sömu
stefnu og Chongquing.
doraosk@mbl.is
AFP/Hector Retamal
Veira Heilbrigðisstarfsmaður fer í
Covid-próf í Shanghai í gær.
www.z.is
525 8200
Faxafeni 14, 108 Rvk
HANDKLÆÐIN
FRÁ CAWÖ ER
TILVALIN JÓLAGJÖF