Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
14
S T O F NA Ð 1 9 1 3
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Bók í hendi um jólin
N
ú þegar styttist í að jólin verði
hringd inn er áhugavert að
hugsa til tvennra síðustu jóla
sem lituðust af jólabúbblum
og sóttvarnarreglum vegna
heimsfaraldurs. Sá veruleiki virkar nú eins
og fjarlæg minning og landsmenn nú á fullu
að undirbúa hefðbundin jól. Eitt af því sem
fylgir okkur ávallt um jólin, óháð því hvern-
ig árar, eru bókmenntir. Lestur góðrar bók-
ar er orðinn órjúfanlegur hluti jólahaldsins
á mörgum heimilum, enda fjöldi góðra titla
sem skolast á náttborð landsmanna með
hinu árlega jólabókaflóði.
Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega
gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til
bóklestrar en niðurstöðurnar gefa sterkar
vísbendingar um að lestur sé enn sem fyrr
mikilvægur þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf
fólks sé jákvætt í garð bókmennta og lestrar. Þannig
kom fram að 32% þjóðarinnar lesa einu sinni eða oft-
ar á dag og að meðalfjöldi lesinna bóka var 2,4 bækur
á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í
lestrarkönnun árið 2021.
Undanfarin ár hefur íslensk bókaútgáfa tekið
hressilega við sér eftir umtalsvert samdráttarskeið.
Sú þróun var óæskileg af mörgum ástæðum enda er
bóklestur uppspretta þekkingar og færni, ekki síst
barna. Það er óumdeilt að bóklestur eykur lesskiln-
ing og þjálfar greiningarhæfileika þeirra, einbeitingu
og örvar ímyndunaraflið. Það að gefa hug-
anum greiða leið að undraheimum bókanna
er ferðalag sem gerir lífið skemmtilegra.
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast
með þeirri kröftugu viðspyrnu sem hefur
átt sér stað í íslenskri bókaútgáfu og sjá
að allar þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa
ráðist í á umliðnum árum séu að skila sér.
Má þar nefna 25% endurgreiðslu vegna
bókaútgáfu á íslensku, styrkingu lista-
mannalauna, hærri höfundagreiðslur fyrir
afnot á bókasöfnum, eflingu bókasafna og
stofnun barna- og ungmennabókasjóðsins
Auðar.
Þessar aðgerðir spretta ekki úr tóminu
einu saman enda eru bókmenntir samofnar
sögu okkar sem þjóðar og ekki að ástæðu-
lausu að Íslendingar eru kallaðir bókaþjóð.
Sérhver jól minna okkur á þessa staðreynd með svo
hlýlegum hætti; þegar heimilisfólk er satt og sælt,
ljúfir jólatónar óma og fjölskyldan kúrir með jólabók
í hendi. Fyrir mér er þetta ómetanleg hátíðarstund.
Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hvet
þá til þess að njóta alls þess frábæra sem bókmennt-
irnar hafa fram að færa þessi jólin. Allir ættu að geta
tekið sér bók í hönd við hæfi um jólin og gert þau
þannig enn hátíðlegri.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra
og varaformaður Framsóknar.
Grátlegt er að horfa
upp á niðurlæginguna
Það er sárt
til þess að
vita hvernig
komið er fyrir
borginni okkar,
höfuðborginni.
Það er sama
hvert litið er.
Hvernig gat þetta
farið svona illa?
Stóru málin sýna þetta og
sanna. Fjármál borgarinnar
og þá ekki síður vandræðin
í skipulagsmálum hennar.
Þetta tvennt er auðvitað
nægjanlega yfirþyrmandi,
enda mun hvert það sveitar-
félag bágt, þar sem bæði
fjárhagsstaða og skipulags-
mál hafa verið keyrð í þrot af
fullkomlega óhæfum stjórn-
endum, sem hafa ekki auga
fyrir slíkum þáttum og sitja
þó keikir í stólunum í Ráðhús-
inu, sem þeir voru á móti því
að yrði byggt og þar með fyrir
þeim sem gætu gert betur en
aldrei verr.
Allt er þetta þyngra en
tárum taki. Og nú síðast er
að renna upp fyrir borgar-
búum mál sem virðast hafa
blæðandi einkenni ósvífinnar
svikamyllu, sem gengur út
á að hafa af borginni mikla
fjármuni og tryggja um leið
að um þau mál fái ekki að
fara fram nein raunveruleg
umræða! Allt er þetta með
miklum ólíkindum. Því er
haldið blákalt fram að vegna
„samkeppnissjónarmiða“
hefði ekki verið tækt að láta
borgarfulltrúa fara raunveru-
lega og efnislega yfir málin
og skoða þau í þaula með
endurskoðendum og lög-
fræðingum. Og óþægilegast
er að ekki verður betur séð
en að leiðtogi minnihlutans
sé þátttakandi í ólíðandi
málsmeðferð auk þess að vera
rækilega tengd þeim hags-
munaöflum sem vélað hafa
mest um málið.
Önnur eins nálgun og þessi
er algjörlega óþekkt í borg-
arrekstrinum, þótt horft sé
til áratuga, og furðulegt ef
þekkingar- og andvaraleysi
borgarfulltrúa er á svo háu
stigi að uppspuni borgarstjór-
ans um „leynilega afgreiðslu“
sem stenst ekki minnstu
skoðun er gleyptur hrár.
Það eru aðeins örfá mál sem
verjanlegt er að halda utan
við opna umræðu sveitar-
stjórnar. Það eru mál á borð
við viðkvæm barnarverndar-
mál og önnur slík, sem liggur
beint við að umgangast af
mikilli varfærni. Það eru
engir samkeppnistilburð-
ir úti í bæ sem réttlæta
leyndarhyggju í borgarstjórn!
En ásamt borg-
arfulltrúum
minnihlutans
hefur formaður
borgarráðs, sem
vann óvæntan
sigur og hefur á
örfáum mánuðum
siglt með málefni
borgarinnar úr
öskunni í eldinn, látið óhæfan
borgarstjóra, sem keyrt hefur
fjármál og skipulagsmál í
rjúkandi rúst, teyma sig út
á berangur spillingar. Allt er
þetta með ólíkindum.
En tilfallandi mál opin-
bera einnig stjórnleysi og
aumingjadóm. Og það gerði
svo sannarlega snjóhríð og
erfið átt, sem hvorugt var af
verstu gerð, þótt slæmt væri.
Þegar í stað varð algjörlega
ófært um alla borg! Rík-
isútvarpið „RÚV“ spurði
mann hjá borginni, sem var
sagður eiga að bregðast við
atvikum eins og þessum, út
í öngþveitið sem varð. Hann
viðurkenndi aftur og aftur að
þetta hefði ekki verið nægj-
anlega gott og var sú játning
þó óþörf. En hann bætti því
við til afsökunar að borgin
hefði aðeins „tvær gröfur“ –
„TVÆR GRÖFUR“ sem nota
mætti í verkefni af þessu tagi
og hefðu þær ekki haft undan.
Engu var líkara en „RÚV“
hefði farið þorpavillt og náð
sambandi við 150 manna
sveitarfélag úti á landi þar
sem alls ekki væri útilokað
að tvær gröfur hefðu getað
hjálpað til að halda 200 metra
aðalgötu sveitarfélagsins
opinni.
Á meðan borgin var og
hét og var ekki stjórnað af
óvitum, þá hafði hún öfluga
sveit Véladeildar borgarinnar,
sem búin var bestu tækjum
sem völ var á í landinu. Einatt
þegar von var atburða eins og
urðu í gær þá færði borgar-
stjórinn í alvöru borg sig inn
í höfuðstöðvar Véladeildar
borgarinnar, sem var hið
næsta höfuðstöðvum borgar-
verkfræðings, og fylgdist með
viðbrögðum öflugra sveita
fram eftir nóttu. En nú þarf
ekki annað en smáa snjó-
snerru og goluþyt til að öllu
sé siglt í strand í borg manna
sem treysta á tvær litlar gröf-
ur í veðurneyð.
Niðurlæging borgarinnar
í fjármálaólestri og strandi
skipulagsmála, sem eru þó
helstu afreksverk Dags B.
Eggertssonar, er bersýnileg
en þegar fjármálabrall leggst
við umferðaröngþveiti sem
sífellt versnar er orðið fátt
um fína drætti.
Borgarmálin eru í
bullandi uppnámi
og ekki verður betur
séð en að opinber
rannsókn hljóti að
verða leiðin út úr
ógöngunum}
F
jármála- og efnahagsráðu-
neytið, innviðaráðuneytið,
félags- og vinnumarkaðs-
ráðuneytið og Samband
íslenskra sveitarfélaga komust
á dögunum að samkomulagi um
viðbótarfjármögnun á þjónustu við
fatlað fólk að því er segir í tilkynn-
ingu frá ráðuneytunum og SÍS.
Í samkomulaginu felst að fimm
milljarðar króna á ársgrundvelli
verða færðir frá ríki til sveitar-
félaga. Þetta er gert með því að
hækka útsvarsálagningu sveitar-
félaga um 0,22 prósent gegn
samsvarandi lækkun á tekjuskatts-
álagningu ríkisins. Á skattbyrði
almennings því ekki að breytast við
þessa aðgerð.
Þær lagabreytingar sem þarf,
til að samkomulagið geti geng-
ið í gegn, verða nú lagðar fyrir
Alþingi til samþykktar. Þá þurfa
allar sveitarstjórnir að samþykkja
0,22 prósent hækkunina svo að
samkomulagið verði að veruleika.
Sveitarfélögin líta þó á þessa fimm
milljarða króna tilfærslu sem
ákveðinn varnarsigur en sveitar-
félögin hafa nú þegar kallað eftir
mun hærra framlagi frá ríkinu
vegna grunnþjónustu við fatlaða.
Hallinn á rekstri þjónustunnar nam
um 14,2 milljörðum króna á síðasta
ári. Allt bendir til þess að hallinn
verði sambærilegur á þessu ári.
Sístækkandi málaflokkur
Nú eru tólf ár liðin frá því að
sveitarfélögin tóku við þjónustu
við fatlað fólk en ríki og sveitarfé-
lög gerðu samkomulag þess efnis
þann 23. nóvember 2010. Fjárhags-
legar forsendur samkomulagsins
byggðust á undirbúningi verkefnis-
stjórnar. Hún var skipuð fulltrúum
ríkis og sveitarfélaga og lagði mat
á kostnað af þjónustunni. Tilfærsl-
unni fylgdi bæði fjármögnun með
varanlegri hækkun á útsvarstekj-
um og tímabundin bein framlög
úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur
kostnaðurinn af málaflokknum
reynst mörgum sveitarfélögum
þungur baggi.
Á árunum 2014 til 2015 endur-
mat verkefnisstjórn yfirfærslu
málaflokksins. Úr þeirri vinnu kom
nýtt samkomulag milli ríkis og
sveitarfélaga eftir umfangsmiklar
samningaviðræður. Samþykktur
var nýr endanlegur rammi um
fjármögnun lögbundinnar þjónustu
við fatlað fólk. Útsvar sveitarfélaga
var hækkað um 0,04 prósent og
þær tekjur renna í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga. Að auki lagði ríkis-
sjóður aukalega 0,235 prósent til
Jöfnunarsjóðs vegna málaflokks-
ins.
Árið 2020 var því varið um 25
milljörðum króna í málaflokkinn
sem er meira en tvöföldun á þeirri
upphæð sem gert var ráð fyrir
með upphaflegu samkomulagi árið
2010. Þó er vert að nefna að útgjöld
vegna málaflokksins námu um 34
milljörðum króna árið 2020 sem er
meira en þreföldun á útgjöldum frá
upphafi yfirfærslunnar.
Í tilkynningu frá fyrrgreind-
um ráðuneytum kemur fram að
útgjaldavöxtur vegna málaflokks-
ins fyrir sveitastjórnarstigið í
heild sé orðinn svo yfirgengilegur
að það gæti ógnað þeim megin-
markmiðum um þróun afkomu og
skulda sem gert var samkomulag
um í aðdraganda gildandi fjármála-
áætlunar fyrir árin 2023 til 2027.
Á þeim grunni féllust stjórnvöld
á að gera breytingar á samkomu-
laginu frá árinu 2015 og flytja fimm
milljarða frá ríki til sveitarfélaga á
árinu 2023.
Einnig kemur þar fram að ekki
liggi fyrir fullnægjandi greining
á því hvað veldur þessari sífelldu
aukningu útgjalda sem hefur orðið
í rekstri þjónustu fyrir fatlaða.
5milljarðar ekki nóg
fyrir síaukin útgjöld
AÐEINSÁFANGASIGUR
Nægir ekki
Heiða Björg
Hilmisdóttir,
formaður
Sambands
íslenskra
sveitarfé-
laga, segir
samkomu-
lagið vera
áfangasigur
en að tölu-
vert meira þurfi til. Hún ítrekar
að viðbótarfjármögnunin sé
aðeins hluti hallareksturs
sökum þjónustunnar og bendir
á að þjónusta við fatlaða
aukist því ekki endilega með
samkomulaginu. Hún bætir við
að sveitarfélögin þurfi að brúa
bilið með því að nýta fjármagn
sem var ætlað í annan rekstur.
Heiða bendir á að nefnd sé að
störfum sem skili skýrslu fyrir
lok apríl um varanlega lausn
á rekstrarvandanum og grein-
ingu á útgjaldaþróun mála-
flokksins. Hún bindur vonir við
að í kjölfar skýrslunnar komist
á samkomulag sem fjármagni
þjónustuna að fullu og jafnvel
umfram það til að bæta stöðu
fatlaðra.
Heiða Björg
Hilmisdóttir
BAKSVIÐ
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Strætó Ferðaþjónusta fatlaðra er einn af fjölmörgum útgjaldaliðum
sveitarfélaga. Útgjöld til grunnþjónustu fatlaðra hafa aukist verulega.