Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 15

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 15Árni Sæberg SnjóblásturNýi snjóblásarinn, semHelgi Ágústsson, íbúi við Grundarhvarf í Kópavogi, keypti á svarta föstudeginum, kom í góðar þarfir í gær þegar hreinsa þurfti eftir snjókomu helgarinnar. Bjørn Lomborg Jordan B. Peterson Vegurinnáfram:Ný framtíðarsýn Venju samkvæmt lít- um við yfir farinn veg um hátíðirnar um leið og við veltum fyrir okkur þeim góðverk- um sem við ætlum okkur að vinna þá tólf mánuði sem fram undan liggja. Þegar við strengjum heit reynum við að átta okkur á því hvernig okkur sé unnt að gera betur í eigin lífi. Þá er kannski upplagt að íhuga hvernig við gæt- um bætt okkur í víðara samhengi. Árið 2015 gerðu leiðtogar heimsins tilraun til að takast á við höfuðvandamál mannkynsins með því að setja sér markmiðin um sjálfbæra þróun - 169 skotmörk sem hæfð skyldu verða þegar árið 2030 rynni upp. Sá listi innihélt öll hugsanleg aðdáunarverð markmið: útrýmingu fátæktar og sjúkdóma, stöðvun styrjalda og loftslagsbreytinga, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og bætta menntun. Tímabært að forgangsraða Árið 2023 er vegferðin hálfnuð ef miðað er við tímabilið 2016- 2030, hins vegar erum við langan veg frá því að vera hálfnuð með markmiðin. Miðað við stöðu mála munu þau nást hálfri öld síðar en áætlað var. Hver skyldi vera helsta ástæða þess að svo fór? Það er skorturinn á forgangsröðun. Lítill munur er á því að eiga sér 169 markmið og ekki eitt einasta. Við höfum sett kjarnamarkmið á borð við að draga úr vöggudauða og efla grunnmenntun á sama stall og vel meint en jaðarsett markmið eins og að auka endurvinnslu og ýta undir lífsstíl sem hefur sam- hljóm með náttúrunni. Með því að reyna að gera allt samtímis tökum við þá áhættu að mjög litlu verði áorkað, nákvæmlega eins og gerst hefur síðastliðin sjö ár. Því er það löngu tímabært að við skilgreinum og forgangsröð- um þeim markmiðum sem mestu skipta. Það er einmitt það sem Kaupmannahafnarhugveitan [e. Copenhagen Consensus] hef- ur gert í samstarfi við nokkra Nóbelsverðlaunahafa og rúmlega hundrað hagfræðinga í fremstu röð, hún hefur skilgreint á hvaða vettvangi hver króna getur gagn- ast hve mest. Við gætum, svo dæmi sé tekið, flýtt því mjög að binda enda á hungur. Þrátt fyrir að þar hafi aðdáunarverður árangur náðst síðustu áratugi eiga 800 millj- ónir manns enn þá ekki nóg að borða. Á þeim vettvangi getur rannsóknarvinna hagfræðinga lyft grettistaki. Hungur hefur hve verstar afleiðingar fyrstu þúsund dagana í lífi barns, frá getnaði og þar til tvö ár hafa liðið frá fæðingu. Börn sem skortir nauðsynlega næringu og vítamín vaxa hægar, hvort tveggja líkamlega sem vitsmunalega. Þau missa úr skólagöngu, þeim sækist námið verr og þau búa við fátækt auk þess að koma minna í verk sem fullorðið fólk. Yfirsjást lausnirnar Okkur er í lófa lagið að færa verðandi mæðrum lífsnauðsyn- lega næringu. Sá dagskammtur vítamíns og annarrar nauðsyn- Bjørn Lomborg Bjørn Lomborger er forseti Kaupmannahafnarhugveitunnar og gistifræðimaður við Hoover-stofnun Stanford-háskóla. Jordan B. Peterson er prófessor emeritus við Háskólann í Toronto. Með því að reyna að gera allt samtímis tökum við þá áhættu að mjög litlu verði áorkað, nákvæmlega eins og gerst hefur síðastliðin sjö ár. Jordan B. Peterson legrar fæðu kostar rúma tvo dali (283 krónur) á hverja manneskju. Með slíkri aðstoð þroskast heili fóstursins örar sem síðar á ævinni skilar sér í meiri velmegun. Hver dalur sem varið er í það svarar þannig til andvirðis 38 dala (5.371 krónu) af félagslegum gæðum. Hvers vegna gerum við þetta ekki? Vegna þess að í viðleitni okkar til að gera öllum til hæfis verjum við litlu fé í hvern þátt og yfirsjást um leið nytsamlegustu lausnirnar. Hvaða árangri væri okkur til dæmis kleift að ná á vettvangi menntunar? Heimsbyggðinni hefur loksins auðnast að koma flestum börnum á skólabekk. Því er nú verr að skólarnir eru ekki alltaf þeir bestu og yfir helmingur barna í fátækum ríkjum er ekki fær um að lesa og skilja einfaldan texta þegar hann hefur náð tíu ára aldri. Tólf ára börn eru í hinum dæmi- gerða skóla saman í bekk óháð því á hvaða stigi þekking þeirra er. Sama er hvernig kennslunni er háttað, mörg barnanna hafa ekki skilning á henni á meðan mörgum öðrum leiðist þófið. Þarna finnst lausn sem sannreynd hefur verið með rannsóknum víða um heim. Hún er að veita hverju barni eina klukkustund á dag af kennslu sem samræmist getustigi barnsins. Þótt skóladagurinn sé að öðru leyti óbreyttur mun þessi aðferð á einu ári jafngilda þremur árum af hefðbundinni skólagöngu. Fallegt á yfirborðinu Og hvað skyldi þetta kosta? Þessi breyting á kennslutilhögun kostar um það bil 26 dali (3.675 krónur) á ári á hvern nemanda. Að þrefalda námshraðann þótt aðeins sé í eitt ár eykur til muna þá framleiðni sem hver nemandi skilar af sér á fullorðinsárum, nokkuð sem meta má til 1.700 dala [240.295 króna] að núvirði. Hver dalur myndi skila sér í 65 dölum [9.188 krónum] til langs tíma litið. Sú háttsemi okkar að dreifa athyglinni og reyna að gera öllum til hæfis er ósköp falleg á yfirborðinu en sú stefna skilar óttalega litlu. Fjöldi annarra öflugra markmiða er á listanum, að hungri og menntun frátöldum, svo sem að berjast gegn berkl- um og spillingu. Þau eru meðal þeirra markmiða sem við getum og ættum að stefna að. Eitt er þó algjörlega augljóst: við verðum að gera það besta fyrst. Þar er hið eina sanna áramóta- heit komið og það er hvort tveggja persónulegt og alþýðlegt. Með því er leiðin í átt til betra lífs vörðuð. Látum göngu okkar feta þann veg þegar við veltum því fyrir okkur hvernig við ætlum að heilsa nýju ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.