Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
BJB þjónustar flesta
þætti endurskoðunar á
nngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
nn í endurskoðun,
r að kostnaðarlausu.
sa
au
þi
é
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
Saunaklefar
á tilboði
-Áralöng reynsla af
sauna og heitapottum
Komfort Small
736.000 kr. 920.000 kr.
Basic medium
435.000 kr. 544.000 kr.
Komfort corner
872.000 kr. 1.090.000 kr.
Smiðjuvegur 2, 200. Kóp | S. 578 3030 | laugin.is
Komfort Large
792.000 kr. 990.000 kr.
Það er einfaldur
sannleikur að vopna-
væðing og aukið vald,
hvort sem það er til
lögreglu eða ríkisvalds,
leiðir til andspyrnu.
Við höfum séð það í
gegnum visku sög-
unnar þar sem kóngar
og keisarar hafa fallið
eftir að hafa gengið í
gildru aukins valds, t.d.
var James öðrum, konungi Englend-
inga, steypt af stóli af sínum eigin
her eftir að hann reyndi að verða ein-
valdur.
Svo er líka staðreynd að bara það
að sjá vopn eykur árásargirni. Þetta
sönnuðu Leonard Berkowitz og Ant-
hony LePage þegar árið 1967. Þeir
gerðu tilraun þar sem einn þátttak-
andi reitti annan til reiði. Eftir á var
sá sem varð reiður settur í herbergi
þar sem annaðhvort skotvopn eða
badmintonáhöld voru sett á borð.
Vísindamenn sögðu að þetta væri frá
fyrri tilraun og sögðu þátttakend-
unum að hugsa ekki um hlutina, en
samt höfðu hlutirnir þau áhrif að þeir
sem höfðu skotvopn fyrir framan sig
gáfu oftar hærra rafmagnsstuð til
þess sem reitti þá til reiði en þeir sem
sýnd voru badmintonáhöld. Þessi
áhrif eru kölluð vopnaáhrifin.
Á milli áranna 2019 og 2020 fækk-
aði umferðarglæpum um 26%, sér-
refsilegum glæpum um 17% og al-
mennum brotum á hegningarlögum
fjölgaði lítillega eða um 2% (sam-
kvæmt bráðabirgðatölum ríkislög-
reglustjóra) þó að Covid-19-veiran
hafi riðið yfir samfélagið og kostað
þúsundir manna störf sín og atvinnu-
leysi væri komið í 12,1% í lok árs
2020. Í ljósi þessara talna og rann-
sókna frá byrjun hlýtur ein spurning
að vakna: Af hverju er lögreglan að
kalla eftir vopnavæðingu og meiri
völdum?
Það eina sem aukið vald og vopna-
væðing lögreglunnar mun leiða af sér
er að hækka glæpatíðni. Samfélagið
lendir í vítahring þar sem almenn-
ingur mun vopnavæðast meira,
ganga oftar með vopn. Í kjölfarið
verður lögreglan svo með hættulegri
vopn og meiri mannskap þangað til
samfélag Íslands gliðnar í sundur
eins og Þingvellir. Viljum við það?
Viljum við að lausn deilna verði í
formi átaka og árása frekar en í
formi samræðna og sátta?
Ég er sammála því að það þarf að
minnka ofbeldi og brjóta upp átök en
ég er ekki sammála því að lausnin sé
fólgin í breytingu hjá lögreglunni.
Lögreglan er í eðli sínu
bara skammtímalausn,
neyðarlausn, sú lausn
sem notuð er þegar at-
vikið er að gerast eða er
að fara að gerast.
Lausnin er fólgin í því
að spyrja okkur af
hverju: Af hverju vill
fólk ganga í glæpasam-
tök? Af hverju dregst
fólk, í sínum einmana-
leika, til að leita að fé-
lagsskap í þessum sam-
tökum? Og það er lausnin, því í okkar
nútímasamfélagi vantar sambönd,
það vantar eitthvað fyrir fólk, sér-
staklega ungmenni, til að finnast þau
eiga sinn stað í samfélaginu. Það þarf
að sýna stuðning, það vantar að ung-
lingum og krökkum finnist hlustað á
sig. Og oft, of oft, í menntakerfinu og
í nútímanum gleymum við að þetta
fólk hefur alveg eins góðar hug-
myndir og skoðanir og við. Of oft
halda fullorðnir að þau séu með öll
svörin, því þau hafa þau ekki, þau
hafa kannski svör já, en hvers virði
eru þessi svör ef fólkið veit ekki
spurninguna og ástæðuna á bak við
hana?
Ástæðan fyrir því að sérstaklega
ungt fólk er að fara í þessi samtök er
sú að samtökin láta eins og hlustað sé
á þau, að þau hafi eitthvert vald í sín-
um valdalausa heimi. Að þau hafi
rödd. Við þurfum að stækka nem-
endaráð, auka valmöguleika nemand-
ans í námi og rýmka val námsbóka.
Og bara þá, eftir í það minnsta 25 ár,
þegar þessar nýju kynslóðir hafa
fengið færi á að finna rödd sína heyr-
ast og ofbeldið heldur áfram, skulum
við líta á það að breyta stöðu og
fjölga í lögreglunni. Því ef það er eitt-
hvað sem lýðræðislegt samfélag á að
gera þá er það að gefa fólki, sem ekki
hefur haft það, val í sínu lífi og rödd.
Svar en ekki lausn
Daníel Þröstur
Pálsson
Daníel Þröstur Pálsson
» Samfélagið lendir í
vítahring þar sem
almenningur mun
vopnavæðast meira,
ganga oftar með vopn. Í
kjölfarið verður lög-
reglan svo með hættu-
legri vopn og meiri
mannskap þangað til
samfélag Íslands gliðn-
ar í sundur.
Höfundur er grunnskólanemi.
danielthrosturp@gmail.com
Drifkraftur samgöngumála hjá
Reykjavíkurborg virðist vera
hjátrú með strætó og lækkun
ferðahraða. Það nýjasta er til-
kynningin um að lækka á há-
markshraða víða í borginni og á
næsta ári er áætlað að umbætur í
umferðaröryggismálum muni
kosta borgina um 250 milljónir.
Sjá nánar á https://www.ruv.is/frettir/
innlent/2022-12-15-markmidid-ad-enginn-
slasist-eda-deyi-i-umferdinni-innan-
borgarmarkanna.
Þetta á að vera samkvæmt
kröfu almennings. En því sem
passar ekki inn í hjátrúna er ekki
ansað. Það er t.d. hálft annað ár
síðan sýnt var fram á að mark-
miðið fær ekki staðist, sjá nánar í
Morgunblaðinu 26. maí 2021, Núll-
sýn á umferðarslys í Reykjavík
eftir Elías Elíasson.
Borginni hefur með vanrækslu
og þvergirðingshætti tekist að búa
til umferðarteppur sem kosta
samfélagið 30-60 milljarða króna
árlega. Og þeir eru ekki hættir.
Setja á sérlög um skipulag og lyk-
ilframkvæmdir á þjóðvegakerfinu.
Jónas Elíasson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Samgöngumál hjá Reykjavíkurborg
Morgunblaðið/Hari
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS