Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 27
NBA-deildin
Boston – Orlando..................................... 92:95
Indiana – New York............................. 106:109
Detroit – Brooklyn ............................... 121:124
Toronto – Golden State...................... 110:126
Minnesota – Chicago .......................... 150:126
Denver – Charlotte................................ 119:115
LA Lakers – Washington...................... 119:117
Staðan í Austurdeild:
Milwaukee 21/8, Boston 22/9, Cleveland
20/11, Brooklyn 19/12, Philadelphia 16/12,
New York 17/13, Miami 16/15, Atlanta 15/15,
Indiana 15/16, Toronto 13/17, Chicago 11/18,
Washington 11/20, Orlando 11/20, Detroit 8/24,
Charlotte 7/23.
Staðan í Vesturdeild:
Memphis 19/10, New Orleans 18/11, Den-
ver 18/11, Phoenix 18/12, Sacramento 16/12,
Portland 17/13, LAClippers 18/14, Utah 17/15,
Dallas 15/15, Minnesota 15/15, Golden State
15/16, LA Lakers 13/16, Oklahoma City 12/18,
San Antonio 9/20, Houston 9/20.
Svíþjóð
Skövde – Alingsås................................. 26:30
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde.
Kristianstad – Sävehof ....................... 33:37
Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir
Sävehof.
Guif – Helsingborg ............................... 32:27
Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki fyrir
Helsingborg.
Staðan:
Kristianstad 28, Sävehof 26, Ystad 19,
Alingsås 19, Hallby 18, Hammarby 16,
Skövde 15, Aranäs 14, Guif 12, Lugi 12,
Helsingborg 11, Önnered 11, Redbergslid 11,
Malmö 10.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
Sáum við besta úrslitaleik
sögunnar á heimsmeistaramóti
karla í fótbolta á sunnudaginn
þegarArgentína vann Frakkland
í vítakeppni eftir jafntefli, 3:3, í
mögnuðum leik í Katar?
Er Lionel Messi með framgöngu
sinni á HM orðinn besti knattspyrn-
umaður sögunnar? Er hann kominn
fram úr DiegoMaradona í huga
argentínsku þjóðarinnar?
Þessum spurningum verður hver
og einn að svara fyrir sig, enda er
um huglægtmat að ræða í báðum
tilvikum og því hvorki til rétt né
rangt svar.
En Messi var miðpunkturinn og
helsti áhrifavaldurinn í öflugu
liði Argentínu sem verðskuldar
heimsmeistaratitilinn fyllilega.
Hann var líkameð stóran hóp
flottra leikmanna í kringum sig.
Eftir sitja minningar um eitt
skemmtilegasta heimsmeistara-
mót sem égman eftir og hef þó
fylgstmeð þeim samfleytt frá 1970.
Þar á ég að sjálfsögðu við fót-
boltann sem slíkan því fjölmargt í
kringummótshaldið sjálft var ekki
eins og best verður á kosið.
Eitt furðulegasta atvikið var við
verðlaunaafhendinguna þegar
Messi var óvænt settur í arabíska
skikkju áður en hann tók við stytt-
unni fögru.
Þetta var álíka óviðeigandi og ef
HM kvenna væri haldið á Íslandi
og fyrirliði sigurvegaranna væri
klæddur í íslenskan skautbúning í
miðri lokaathöfn.
Eitt af því óvæntasta viðmótið
var hversu vel það var heppnað
að það skyldi fara fram í nóvem-
ber og desember. Frábær tími
fyrir heimsmeistaramót í fótbolta.
Kannski verður hægt að endurtaka
leikinn í Marokkó árið 2030 því þar
hlýtur HM að fara fram fljótlega.
Marokkó hefur fimm sinnum
verið hafnað sem gestgjafa en nú
er varla hægt að ganga fram hjá
þessari öflugu fótboltaþjóðmikið
lengur.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Er að upplifa
drauminn
að spila úti
lHildur kann vel við sig í Hollandi
lLífið á Íslandi klikkað í samanburði
„Þetta er búið að vera mjög huggu-
legt,“ sagði Hildur Antonsdóttir,
27 ára knattspyrnukona, í samtali
við Morgunblaðið um lífið í Sittard
í Hollandi. Hildur gekk í raðir
Fortuna Sittard í sumar og gerði
tveggja ára samning við félagið.
Kvennalið félagsins er glænýtt og
að spila sitt fyrsta tímabil og það í
efstu deild.
„Þetta er lítill bær syðst í
Hollandi, þannig ég er alveg við
landamæri Þýskalands og Belgíu.
Þetta er nýtt kvennalið og aðstæð-
urnar eru mjög góðar, sérstaklega
miðað við önnur lið í Hollandi. Ég
vissi að aðstæðurnar væru góðar
þarna, það seldi þetta svolítið fyrir
mig. Aðstæður á Íslandi eru góðar
miðað við á mörgum stöðum í
Evrópu og því fannst mér mikil-
vægt að fara í lið sem er með góða
aðstöðu. Það var ein af ástæðunum
fyrir því að ég fór í þetta félag,“
sagði Hildur.
Í baráttu í efri hlutanum
Fortuna Sittard er sem stendur í
þriðja sæti hollensku úrvalsdeildar-
innar með 19 stig eftir tíu leiki.
Twente er í toppsætinu með fullt
hús stiga og Ajax í öðru sæti með
27 stig. Fortuna Sittard er þremur
stigum á undan Den Haag, PSV og
Feyenoord. Önnur lið eru töluvert
á eftir.
„Twente og Ajax eru langbestu
liðin í deildinni og mér finnst
Twente meira að segja mun betra
en Ajax. Þær landsliðskonur sem
spila í Hollandi eru allar í annað
hvort Ajax eða Twente. Það er smá
Breiðablik og Valur fílingur í þessu.
Hin liðin eru svo voðalega misjöfn
og það má skipta þessu í þrennt.
Mitt lið er í keppni við þrjú önnur
lið og liðin fyrir neðan þau eru ekk-
ert svakalega góð,“ útskýrði Hildur.
Hún sagði fótboltann í Hollandi
vera öðruvísi en hún er vön á
Íslandi.
Þurfti að hægja á sér
„Ég myndi segja að liðið mitt
væri svipað gott og bestu liðin á
Íslandi, en fótboltinn er öðruvísi.
Það er spilaður meiri fótbolti í
Hollandi og þú verður að hafa
meiri leikskilning. Það er lögð mikil
áhersla á að spila fótbolta á meðan
þetta snýst meira um hlaup og
hörku á Íslandi. Ég hugsa að sumir
leikmenn í liðinu mínu teldust latir
ef þær kæmu til Íslands. Þegar ég
byrjaði á æfingum var mér sagt að
hægja á mér og hætta að hlaupa
svona mikið. Mér var sagt að láta
boltann vinna fyrir mig. Þetta er
öðruvísi fótbolti,“ sagði Hildur.
Hildur og samherjar hennar hafa
unnið sex leiki, tapað þremur og
gert eitt jafntefli í deildinni. Tvö af
töpunum komu gegn yfirburðalið-
um Ajax og Twente. Sigrarnir sex
komu í sex leikjum í röð.
„Við byrjuðum og enduðum á
tveimur erfiðustu leikjunum. Við
hefðum átt að vinna annan leikinn,
en klúðruðum því svolítið sjálfar.
Eftir það komumst við á skrið.
Ég var samt svolítið óheppin og
meiddist í öðrum leiknum og missti
af fyrsta sigurleiknum. Ég kom inn
í þetta eftir það og það var ekkert
smá gaman að vinna þessa leiki,
það var ótrúlega mikil stemning í
kringum liðið þá,“ sagði hún.
Fyrsta markið var íslenskt
Eina mark Hildar til þessa kom
í 2:2-jafntefli á heimavelli gegn
Telstar. Hildur kom sínu liði í 2:1, en
gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma.
„Það var geggjað að skora og
ég var ekkert eðlilega pirruð eftir
leikinn, því þær jöfnuðu á síðustu
mínútunni. Það hefði verið geggjað
ef þetta hefði verið sigurmark,
en svo var ekki. Markið var samt
skemmtilegt. Þetta var íslenskt
mark, eftir fast leikatriði. Skalli
eftir hornspyrnu.“
Hildur, sem hefur spilað með
Val, HK/Víkingi og Breiðabliki hér
á landi, er afar fjölhæf. Hún var
fengin til hollenska félagsins til að
spila á miðjunni, en hefur þurft að
leysa báðar bakvarðarstöðurnar.
„Ég spilaði alla leiki á miðjunni
fyrst. Við erum hins vegar með
lítinn hóp, enda nýtt lið, og við
erum ekki með marga varnarmenn.
Ég hef því verið að leysa báðar bak-
varðarstöðurnar. Það er fínt, því
svo lengi sem ég spila, þá er gaman.
Það er gaman líka að bæta við
fleiri sjónarmiðum á vellinum. Ég
er búin að spila allar stöður, nema
miðvörð og markvörð, á þessu ári.
Hjá Breiðabliki var ég komin fram
og spilaði á kantinum líka,“ sagði
hún.
Læt þær finna fyrir mér
Hún viðurkenndi að það hefði
verið stressandi að vera í bak-
varðarstöðunni fyrst um sinn, gegn
snöggum og góðum kantmönnum.
„Ég var smá stressuð með það
fyrst, en svo reddar maður því.
Maður stendur rétt og svo læt ég
þær finna svolítið fyrir mér. Ég geri
þetta samt löglega,“ sagði Hildur
kímin.
Hún gerði tveggja ára samning
við félagið og sér fram á að klára
þann samning, í hið minnsta. „Mér
líður mjög vel þarna og ég er að fá
að upplifa drauminn að spila úti. Ég
er bara að spila fótbolta núna, eins
og er allavega, en svo veit ég ekki
hvort ég taki eitthvert nám með
þessu,“ sagði hún. Hildur nýtur
þess að fá meiri frítíma í Hollandi
en hún er vön á Íslandi.
„Lífið á Íslandi er svolítið klikkað.
Þar vinnur maður í átta tíma og fer
síðan beint á æfingu og kemur heim
klukkan átta á kvöldin. Núna er ég
búin 16 eða 14 og þá nýti ég tímann
til að til dæmis læra hollensku og
líka bara slaka aðeins á. Maður hef-
ur alltaf verið á fullu, alltaf. Þetta
hefur því verið mjög huggulegt.
Við sjáum svo til eftir ár, hvort mér
verður farið að leiðast eitthvað.“
Hollenskan gengur ljómandi vel
hjá Hildi, þrátt fyrir skamman tíma
í nýju landi. „Hún gengur mjög vel.
Ég er farin að skilja allt og farin
að tala smá. Það er bara töluð hol-
lenska á æfingum, svo ég þurfti að
vera fljót að læra,“ sagði Hildur.
HOLLAND
Jóhann Ingi Hafþórss
johanningi@mbl.is
on
Ljósmynd/Fortuna Sittard
Sittard Hildur Antonsdóttir kann vel við lífið hjá Fortuna Sittard, sem er í
þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavík-
ur, segir sitt lið staðráðið í að gera
betur eftir áramót.
Leikurinn í fyrra bítur
„Þetta er frábært. Við fengum þá
í fyrra og okkur finnst við hafa átt
að klára þann leik. Það er ágætt að
fá þá aftur og reyna að vinna þá í
þetta skiptið. Þetta var sárt í fyrra
og það bítur aðeins, það hjálpar
okkur kannski við undirbúninginn,“
sagði Hjalti við Morgunblaðið.
Í kvennaflokki voru tvö 1. deildar-
lið í pottinum, Snæfell og Stjarnan,
en þau drógust ekki saman. Snæfell
dróst gegn ríkjandi bikarmeisturum
Hauka og Keflavík gegn Stjörnunni.
„Þetta leggst ótrúlega vel í okkur.
Snæfellsstelpurnar hafa staðið sig
ótrúlega vel í vetur og komust í
undanúrslit í fyrra líka. Þær kunna
að spila bikarleiki. Við verðum að
koma 100 prósent tilbúnar inn í
þennan leik,“ sagði Lovísa Björt
Henningsdóttir, fyrirliði Hauka, við
Morgunblaðið.
Undanúrslitin í kvennaflokki fara
fram 10. janúar og úrslitaleikur sig-
urliðanna laugardaginn 14. janúar.
Undanúrslitaleikir karla fara fram
11. janúar og úrslitaleikurinn 14.
janúar.
Þetta er risastórt fyrir bæjarfélagið
lHöttur í undanúrslitum í fyrsta skiptilTvö lið úr 1. deildinni hjá konunum
Dregið var í undanúrslit VÍS-bik-
ars karla og kvenna í körfubolta í
Laugardalshöll í gær. Undanúrslitin
og úrslitin fara fram í byrjun næsta
árs í þjóðarhöllinni.
Í karlaflokki drógust annars
vegar Keflavík og Stjarnan saman,
annað árið í röð, og hins vegar
Íslandsmeistarar Vals og Höttur.
„Þetta leggst ágætlega í mig.
Þetta hefði getað verið verra,“ sagði
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari
Hattar, í samtali við Morgunblað-
ið. Höttur er í undanúrslitum í
bikarkeppni í fyrsta sinn og Viðar
segir það stórt fyrir körfuboltann á
Egilsstöðum og Austurlandi öllu.
„Við sýnum því þakklæti að fá
að taka þátt í þessari helgi og svo
reynum við að hrista upp í þessu.
Þetta er risastórt fyrir bæjarfélagið
og samfélagið okkar. Við verðum að
reyna að standa undir því og halda
þessari veislu gangandi. Vonandi
getur þetta stutt við að efla körfu-
boltann á Austurlandi,“ sagði Viðar.
Keflavík og Stjarnan mætast í
undanúrslitum annað árið í röð.
Stjarnan vann leik liðanna í fyrra
og varð síðan bikarmeistari. Hjalti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Egilsstaðir Viðar Örn Hafsteinsson er spenntur fyrir því að fara með
Hattarliðið sitt í undanúrslit í Lauardalshöllinni í byrjun næsta árs.