Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 84% 91% 71% Nána i upplýsingar um sýningartíma á sambio.is USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post REEL VIEWS EMPIRE AV CLUBNEW york post indie wire entertainment weekly the atlantic chicaco sun-times the playlist 82% Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn og hönnuðir fái starfslaun á komandi ári. Til úthlutunar úr Launasjóði listamanna eru 1.600 mánaðarlaun úr sex launasjóðum: hönnuða, mynd- listarmanna, rithöfunda, sviðslista- fólks, tónlistarflytjenda og tónskálda. Fjöldi umsækjenda var 1.083, þar af 972 einstaklingar og 111 sviðslistahópar (þar sem sótt var um listamannalaun fyrir 670 einstaklinga í innan sviðs- listahópa). Í heild var sótt um 10.108 mánuði og úthlutun fá 236 listamenn. Starfslaun listamanna verða 507.500 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2023 en um verktakagreiðslur er að ræða. Um er að ræða laun vegna skil- greindra verka sem listamenn vinna að á starfslaunatímanum. Úr Launasjóði myndlistarmanna fá eftirtalin eins árs starfslaun: Anna Rún Tryggvadóttir, Elísabet Bryn- hildardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ólafur Árni Ólafsson, Sæmundur Þór Helgason ogUnaBjörgMagnúsdóttir. Níu mánuði fá Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, AnnaHrundMásdóttir, Baldur Björnsson, BorghildurÓskars- dóttir, Finnbogi Pétursson, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Melanie Ubaldo, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Sexmánuði fámeðal annarsAndre- asBrunner, Ásta FanneySigurðardótt- ir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryn- dís H Snæbjörnsdóttir, Hallgerður G. Hallgrímsdóttir, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnhild- ur Arnardóttir, Hugo Ramon Llanes Tuxpan, Margrét Blöndal, Ólöf Nor- dal, Rósa Gísladóttir, Sigríður Björg Sigurðardóttir, Sigurður Guðjónsson og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Fjölbreytilegur hópur Úr Launasjóði rithöfunda fá 12 mánaða laun þau Auður Jónsdóttir, EiríkurÖrnNorðdahl, ElísabetKristín Jökulsdóttir, Gerður Kristný, Guðrún EvaMínervudóttir, GunnarHelgason, Hallgrímur Helgason, Hildur Knúts- dóttir, JónKalmanStefánsson, Kristín Ómarsdóttir, Steinar Bragi og Sölvi Björn Sigurðsson. Níu mánuði fá Andri Snær Magna- son, Arndís Þórarinsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, BergsveinnBirgisson, Bergþóra Snæ- björnsdóttir, BragiÓlafsson, EinarMár Guðmundsson, Fríða Ísberg, Gunnar Theodór Eggertsson, Jónas Reyn- ir Gunnarsson, Kristín Eiríksdóttir, KristínHelgaGunnarsdóttir,Margrét VilborgTryggvadóttir, OddnýEirÆv- arsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigrún Eldjárn, Vilborg Davíðsdóttir, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Þórdís Gísladótt- ir og Þórunn Elín Valdimarsdóttir. Sex mánuði fá meðal annars Adolf Smári Unnarsson, Benný Sif Ísleifs- dóttir, DagurHjartarson, EinarKára- son, Friðgeir Einarsson, Hermann Stefánsson, Hjörleifur Hjartarson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Mazen Maarouf, ÓfeigurSigurðsson, PedroGunnlaugur Garcia, Ragnar Helgi Ólafsson, Sig- ríður Hagalín Björnsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísla- dóttir, Þórarinn Leifsson ogÆvar Þór Benediktsson. Úr Launasjóði sviðslistafólks fá einstaklingar 58mánaða laun samtals, þar af Arnar Jónsson 12 mánuði og sexmánuði þærEddaBjörgvinsdóttir ogHelena Jónsdóttir. Fjóramánuði fá ArndísHrönnEgilsdóttir, Bjarni Jóns- son, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Bjarnadóttir,María IngibjörgReyndal, Rósa Ómarsdóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Úr Launasjóði tónlist- arflytjenda fær Óskar Guðjónsson 12 mánuði og níumánuði þauBjörkNíels- dóttir, Guðbjörg Sandholt Gísladóttir og Ómar Guðjónsson. Björg Brjáns- dóttir fær átta mánuði. Úr Launasjóði tónskálda fá 12 mánuði í starfslaun Páll Ragnar Pálsson, Samúel Jón Samúelsson og Viktor Orri Árnason. Níu mánuði fá Anna Gréta Sigurðardóttir og Sóley Sigurjónsdóttir. Úr Launasjóði hönnuða fær 12 mánuði Hanna Dís Whitehead og sex mánuði Arnar Már Jónsson, Helga Lilja Magnúsdóttir og James Thom- as Merry. Mismargirmánuðir í pottum Flestir mánuðir voru til úthlutunar úr Launasjóði rithöfunda, 555, 435 mánuðir í Launasjóði myndlistar- manna, 190 mánuðum var úthlutað úr Launasjóði sviðslistafólks og jafn mörgumúr Launasjóði tónskálda, 180 mánuðumúrLaunasjóði tónlistarflytj- enda og 50 úr Launasjóði hönnuða. Listann yfir þá sem fá starfslaun má lesa á vef Rannís, rannis.is. l1.600mánaðarlaun til úthlutunar úr Launasjóði listamanna lFlestir mánuðirnir í Launasjóði rithöfunda, 555 alls 236 listamenn fá laun Samúel Jón Samúelsson Arnar Jónsson Óskar Guðjónsson Hrafnkell Sigurðsson Auður Jónsdóttir Sölvi Björn Sigurðsson Hanna Dís Whitehead Anna Rún Tryggvadóttir Systkinin Elías Rúni og Elín Edda Þorsteinsbörn hafa frá barnæsku haft mikinn áhuga á teikningu og myndasögugerð. Áhuginn hefur fylgt þeim fram á fullorðinsár og starfa þau nú bæði í greinum því tengdum, hafa menntað sig sem grafískir hönnuðir og taka að sér ýmis verkefni tengd hönnun, myndlýsingum, skrifum og myndasögum. Systkinin hafa alla tíð verið samrýmd í starfinu og segir Elín það hafa verið gott að eiga góðan bróður að. Þau eru að eigin sögn hæfilega ólík sem kemur sér vel. Elín viðurkennir að hún sé sú óskipulagðari af þeim tveimur en Elías segir muninn einna helst felast í því að Elín vinni meira í hinu ljóðræna, ævintýralega og draumkennda en hann sjálfur frekar með heimildafrásagnir eða annað sem eigi sér stoðir í raunheimum. Elías gaf nýverið út heimilda- myndasöguna Kvár sem byggist á frásögnum sex kynsegin einstak- linga á Íslandi. Hann segir að það hafi vantað efni á íslensku um íslenskan veruleika kynsegin fólks. Hann segir það hafa verið gefandi verkefni og vonast til þess að gera annað verk af þessu tagi, þá kannski persónulegra. Elín hefur lagt fyrir sig nám í ritlist og gaf út sína aðra ljóðabók nú fyrir skömmu. Sú ber titilinn Núningur. Þar vinnur hún með hugmyndir um manngert um- hverfi, tengingu við náttúruna og leitina að fullkomnun. Myndasögur sem og myndlýs- ingar af ýmsu tagi eru enn nokkuð jaðarsettar í listheiminum. Þetta er tímafrek og því kostnaðarsöm vinna og mætir iðulega afgangi. Elín og Elías eru þó sammála um að í faginu séu allir af vilja gerðir til þess að hjálpast að og lyfta senunni upp á hærra plan. Systk- inin voru gestir Dagmála í gær en þáttinn má nálgast á mbl.is. lSystkininElíasRúni ogElínEdda Samrýmd en hæfilega ólík Morgunblaðið/Kristófer Liljar Samheldin Elías Rúni og Elín Edda lágu yfir Andrési Önd sem börn. DAGMÁL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.