Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 32
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Pussy Riot-sýningin ein af tíu
bestu að mati Washington Post
Gagnrýnendur bandaríska stórblaðsinsWashinghton Post
hafa valið yfirlitssýninguna á gjörningum ogmótmælum
Pussy Riot-hópsins, sem nú stendur yfir í Kling & Bang í
Marshall-húsinu,Velvet Terrorism, eina af tíu bestu mynd-
listarsýningum ársins. Fjallað var um hana í langri og afar
lofsamlegri grein. Sýningin er á lista meðmeðal annars
sýningum á verkumWinslows Homers í Metropolitan-safn-
inu,Matisse í MoMAog Statens Museum í Kaupmanna-
höfn, Picassos í Phillips Collection og Diane Arbus í David
Zwirner-galleríinu.
ÍÞRÓTTIR
Hættu að hlaupa svona mikið
Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir er ánægð
með lífið í Sittard í Hollandi en þar hóf hún feril sinn í
atvinnumennsku í sumar þegar hún yfirgaf Breiðablik.
„Þegar ég byrjaði á æfingum var mér sagt að hægja á
mér og hætta að hlaupa svona mikið,“ segir Hildur um
muninn á fótboltanum á Íslandi og í Hollandi en hún er
í ítarlegu viðtali á íþróttasíðu blaðsins.» 27
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Gleðileg
jól„Þegar maður eldist leitar á mann
afturblik til fortíðar,“ segir Guð-
finna Ragnarsdóttir, jarðfræðingur
og Reykvíkingur af 10. kynslóð,
óslitið frá 1650, um bók sína, Á vori
lífsins. Minningar, sem Bókaútgáfan
Ugla gefur út. „Þetta er aldarfars-
saga.“
Guðfinna fæddist í Tobbukoti á
Skólavörðustíg,
húsi Þorbjargar
Sveinsdóttur
ljósmóður, föð-
ursystur Einars
Benediktssonar
skálds, og bjó
þar fyrstu fjögur
árin, en 1947
flutti fjölskyldan
inn á Hofteig
þar sem foreldrar hennar byggðu
sér íbúð. „Það var afrek hjá fátæku
ómenntuðu verkafólki,“ segir hún.
„Bókin segir á margan hátt frum-
býlingssögu Laugarneshverfisins á
þessum árum, en hér bý ég og hef
alltaf búið, fyrir utan námsárin mín
í Svíþjóð.“
Skin og skúrir
Bókin fjallar um uppvaxtarár
Guðfinnu. Hún segir frá Fúla-
læknum og Fúlutjörninni, þar sem
krakkarnir renndu sér á allt of
stórum skautum í fjöruborðinu,
marenskökunum hans Elísar
kaupmanns á Hrísateigshorninu
og Láru og blómabúðinni Runna.
„Ég segi frá því þegar við tipluðum
á lakkskóm með hárborða upp í
kirkju og hlustuðum á spennandi
framhaldssöguna, hjá séra Garðari
Svavarssyni, sömuleiðis morgun-
söngnum í Laugarnesskólanum
og bekkjarfélögunum sem flestir
fylgdust að sín fyrstu sex ár.“
Skeggi Ásbjarnarson var kennari
Guðfinnu í Laugarnesskóla en ný-
lega hefur komið fram að hann hafi
beitt nemendur líkamlegu og kyn-
ferðislegu ofbeldi. „Skeggi kenndi
okkur í fimm ár og kallaði fram allt
það besta sem í okkur bjó,“ segir
hún. „Engan grunaði að hann hefði
aðra hlið. „Skeggi, hann bjó mig til,“
sagði Silja, vinkona mín Aðalsteins-
dóttir, um Skeggja og flest okkar
geta tekið undir það.“
Guðfinna byrjaði ung að vinna á
sumrin. „Ég bar út blöð, passaði
börn, gerði hreint í Austurbæjar-
skólanum, þrælaði í fjögur sumur
í Júpíter og Mars myrkranna á
milli frá ellefu ára aldri og síðan
tók Garnastöðin við. Þess á milli
skrifaði ég dagbók, orti vísur og
ljóð, varð skáti, dansaði þjóðdansa
og sýndi á Arnarhóli 17. júní. Vinnan
og frístundirnar urðu hluti af lífinu
og það var góð tilfinning að geta
dregið björg í bú.“ Um helgar hafi
systkini móður hennar komið í
heimsókn. „Þau sem aldrei fengu
að sitja á skólabekk, fengu að heyra
kveðskapinn og önnur afrek úr
skólanum, og hvöttu mig til dáða.“
Kvennaskólinn og Menntaskólinn
í Reykjavík hafi tekið við og lífið
brosað við sér.
Tvær bækur í smíðum
Fortíðarþráin leynir sér ekki
hjá Guðfinnu. „Í dag horfir telpan
sem nú er orðin kona, full reynslu
og þroska, yfir fortíð sem einu
sinni var framtíð. Hún finnur enn
Laugarnesið umlykja sig ásamt
börnum og barnabörnum, sem
safna þar, líkt og hún forðum, í
sjóð minninganna. Enn hlaupa
litlir fætur um Laugarnesið líkt og
fætur litlu telpunnar, ömmunnar,
forðum. Þeir hlaupa þó hvorki um
móa né mýrar, stokka né steina.
Allt slíkt er löngu horfið undir
malbik. En enn liðast Fúlilækurinn
undir Kringlumýrarbrautinni.
Öldugjálfrið í Fúlutjörninni hefur
fyrir löngu sameinast úthafsöldunni
líkt og minningar kynslóðanna
munu renna saman í eilífðinni,“
segir Laugarnesbúinn Guðfinna
Ragnarsdóttir, sem horfir yfir lífið í
Laugarneshverfinu.
Guðfinna var kennari í Mennta-
skólanum í Reykjavík í tæplega 30
ár og hefur verið ritstjóri Frétta-
bréfs Ættfræðifélagsins í 20 ár. Hún
sendi frá sér bókina Sagnaþætti
Guðfinnu 2017 og er með tvær
bækur í smíðum,Ættfræði í gamni
og alvöru og síðan framhald af
fyrstu bókinni. „Ég hef alltaf verið
sagnakona.“
lGuðfinnaRagnarsdóttir sendir frá sér aldarfarssögu
Reykvíkingur af 10.
kynslóð segir frá
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sagnakona Guðfinna Ragnarsdóttir rifjar upp minningar í nýrri bók.