Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
Til í mörgum stærðum
og gerðum
Nuddpottar
- 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
nhöfða 11
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir ferðaþjónustufyrir-
tæki verða fyrir miklu fjárhagstjóni
þegar vegum sé lokað og því sé
ávallt reynt að komast á leiðarenda.
Ferðaþjónustufyrirtæki reyni þó
alltaf að virða fyrirmæli viðbragðs-
aðila. Rúta á vegum Hópbíla hunsaði
tvisvar fyrirmæli björgunarsveita og
festist tvívegis. Jóhannes segir þetta
mál vera undantekningu.
„Ef það er hægt að fara, þá fara
menn. Það er heilmikið fjárhagslegt
tjón sem fyrirtæki verða fyrir ef ekki
er hægt að fara í ferðir með fólk sem
komið er sérstaklega til landsins um
langa vegu til að upplifa Ísland.“
Jóhannes tekur dæmi um það að
fyrirtæki tapaði þremur milljónum
króna í gær þegar Hellisheiði var
óvænt lokað í gærmorgun.
„Alltaf ákveðinn þrýstingur“
„Það er alltaf ákveðinn þrýsting-
ur á það í svona rekstri að reyna að
uppfylla það sem búið er að selja. Það
er grundvallaratriði í öllum rekstri.
Síðan verða fyrirtækin alltaf að reyna
að gæta jafnvægis og meta aðstæð-
ur, það er bara eins og það er,“ segir
hann.
Jóhannes segir óskandi að sam-
skipti við Vegagerðina verði bætt
en mikil þörf sé á meiri fyrirsjáan-
leika þegar kemur að lokunum vega.
Betra sé að fá vondar fréttir en engar
fréttir. „Okkur finnst hérna megin
að samskiptin gætu verið betri þótt
við berum virðingu fyrir því að það
sé ekki hægt að stýra náttúrunni.“
Tilkynningar um mögulegar lokan-
ir myndu að sögn hans bjóða ferða-
þjónustufyrirtækjum upp á meiri
sveigjanleika. Fyrirtæki gætu þá
tekið meðvitaða ákvörðun um það
hvort eigi að aflýsa ferðum eða taka
áhættuna og vona að vegir lokist ekki.
Jóhannes segir aðspurður að sam-
skipti við björgunarsveitir hafi að
mestu leyti verið góð og allir í ferða-
þjónustunni beri mikla virðingu fyrir
þeim sem sinna því starfi. „Samskipt-
in eru alla jafna afskaplega góð, við
höfum átt gott samstarf við Lands-
björg, til dæmis í gegnum Safetravel-
verkefnið.“
lFramkvæmdastjóri SAF segir samskipti mega vera betri
Vegalokanir valda
miklu fjárhagstjóni
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fylgdarakstur Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru fyrir bílalest eftir að vegurinn var opnaður á ný í gær við Vík.
Fannfergi var á höfuðborgarsvæð-
inu í gær eftir snjókomu um nóttina
og þurfti því að moka snjó víða, þar
á meðal á Reykjavíkurflugvelli, þar
sem moksturinn var í fullum gangi
þegar ljósmyndara Morgunblaðsins
bar að garði.
Eiður Fannar Erlendsson, yfir-
maður vetrarþjónustu Reykjavíkur,
sagði í gærmorgun að gert væri
ráð fyrir svipuðum fjölda snjóruðn-
ingstækja á götum borgarinnar og
í síðasta fannfergi, en það voru um
20 tæki. Áætlaði Eiður að það gæti
tekið allt að fjóra eða fimm daga að
klára gatnamoksturinn, en gert var
ráð fyrir annarri umferð í mokstri á
stofnbrautum til að halda þeim við.
Þá verða tafir á sorphirðu á
höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs.
Sagði Valur Sigurðsson, rekstrar-
stjóri sorphirðu hjá Reykjavík, við
mbl.is í gær að stefnt væri að því að
tæma almennar sorptunnur fyrir
áramót, en að endurvinnslutunnur
myndu líklega þurfa að bíða.
lSorphirða á eftir áætlun vegna snjós
Flugvöllurinn í
Reykjavík ruddur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vatnsmýrin Snjómokstur var í fullum gangi á flugvellinum í gær.
Skiptastjórar hlutafélaga geta
framvegis krafist þess að stjórn-
endur þeirra verði úrskurðaðir
í atvinnurekstrarbann í þrjú ár
vegna skaðlegra eða óverjandi
viðskiptahátta
til að stemma
stigu við
kennitöluflakki
og annarri
misnotkun á
hlutafélaga-
forminu. Var
þetta samþykkt
samhljóða með
breytingu á lög-
unum um gjald-
þrotaskipti á
Alþingi fyrir jólaleyfi þingmanna.
Verkalýðshreyfingin hefur um
árabil barist fyrir því að komið
verði böndum á kennitöluflakkið
og náðu ASÍ og Samtök atvinnu-
lífsins samstöðu árið 2017 um
tillögur um aðgerðir til að stöðva
kennitöluflakk og hafa stjórnvöld
unnið að útfærslum á þessum
tillögum um atvinnurekstrarbann
á umliðnum árum. Skref var stigið
í þessa sömu átt árið 2019 með
breytingu á hegningarlögunum og
með nýju löggjöfinni sem Alþingi
samþykkti fyrir jól er útfært
hvernig heimilt verði að sporna við
misnotkun á hlutafélagaforminu
og kennitöluflakki í atvinnurekstri.
Verulega jákvæð breyting
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
forseti ASÍ og formaður Rafiðnað-
arsambands Íslands, segist ekki
sjá betur en að Alþingi hafi með
þessu stigið jákvætt skref í þessa
átt, þótt verkalýðshreyfingin hafi
gjarnan viljað komast enn lengra
með þetta mál. „Þetta er vissu-
lega verulega jákvæð breyting á
lögunum. Við höfum verið að kalla
eftir þessum breytingum þannig
að ekki verði sífellt hægt að stofna
fyrirtæki, setja þau svo í þrot og
byrja síðan upp á nýtt og mér
sýnist að því sé náð að ákveðnu
marki með þessum breytingum,“
segir hann.
Samkvæmt lögunum verður
mögulegt að leggja atvinnurekstr-
arbann á einstaklinga sem hafa
komið að stjórnun félags á síðustu
18 mánuðum fyrir svonefndan
frestsdag og getur það einnig átt
við um skuggastjórnendur, sem
starfa í raun sem stjórnarmenn
eða framkvæmdastjórar félags án
þess að vera formlega skráðir sem
slíkir. Ef einstaklingar hafa verið
úrskurðaðir oftar en einu sinni í
atvinnurekstrarbann er mögulegt
að þeir geti fengið allt að tíu ára
bann.
Mikið samfélagslegt tjón
Talið er víst að samfélagslegt
tjón vegna kennitöluflakks og
misnotkunar á hlutafélagaforminu
hlaupi á verulegum fjárhæðum á
hverju ári og því sé til mikils að
vinna að stemma stigu við því.
Hefur það verið samdóma álit ASÍ
og SA að mikilvægt sé að unnt
verði „að stöðva kennitöluflakk-
ara og aðra vanhæfa einstaklinga
frá því að halda áfram að valda
samfélaginu tjóni með skjótvirkum
hætti“, eins og sagði í sameig-
inlegri umsögn samtakanna til
Alþingis á sínum tíma.
omfr@mbl.is
Geta sett
stjórnendur í
þriggja ára bann
lAðgerðir gegn kennitöluflakki
hafa verið lögfestar áAlþingi
Kristján Þórður
Snæbjarnarson