Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 8

Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 Vann bug á hárlosinu vegna PCOS Ég var búin að glíma við mikið hárlos í lengri tíma af völdum hormónaóreglu, PCOS. Viti menn! Hárlosið minnkaði og var hætt áður en glasið tæmdist. Ég tek GeoSilica inn núna daglega og mæli heilshugar með þessari vöru. — TINNA MILJEVIC www.geosilica.is STAKSTEINAR Fjölmiðlatap Merki um erfitt rekstrar- umhverfi fjölmiðla hér á landi er svokölluð sameining Kjarnans og Stundarinnar. Óðinn Viðskiptablaðsins vék að henni og benti meðal annars á „digur- barkalega yfirlýsingu“ sem miðl- arnir sendu út vegna samein- ingarinnar, þar sem fram kom að reksturinn ætti „í samkeppni við stærri fjöl- miðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjár- sterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta“. Óðinn benti á að Stundin og Kjarninn hefðu verið rekin með tapi nánast frá upphafi, en tap hins síðarnefnda hefði þó verið mun meira. Samanlagt tap Kjarnans á verðlagi hvers árs væri komið í 85 milljónir, sem er talsvert þegar horft er til þess að velta síðasta árs var rúmar hundrað milljónir króna. Þá segir Óðinn að „fjársterkir aðilar“ hafi borið uppi taprekstur Kjarnans og „[e]kki nóg með það þá var einn stærri hluthafa félagsins erfingi kvótaauðs“. Áfram heldur Óðinn: „Að auki er annar af tveimur stærstu hluthöfum Kjarnans í eigu einstaklings sem stóð á Austur- velli, barði í tunnu og mótmælti því að menn geymdu peninga í aflandsfélögum. Svo kom í ljós að sá hinn sami átti félagið M-trade á Tortóla, dótturfélag lúxem- borgsks félags, rétt eins og hlut- hafinn Miðeind sem er hluthafi í Kjarnanum.“ Hvers vegna kom þetta ekki fram í yfirlýsingunni digur- barkalegu? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Víðar lokað en hjá Hagstofunni lStarfsfólk Menntamálastofnunar nýtir eigin frídaga milli jóla og nýárs Nokkuð er um að ríkisstofnanir kjósi að loka afgreiðslu sinni á milli jóla og nýárs, en það vakti athygli fyr- ir jól þegar fregnir bárust af því að starfsfólk Hagstofu Íslands myndi fá fjögurra daga frí um hátíðarnar vegna góðrar frammistöðu í desem- ber, sem væri mikill álagstími hjá stofnuninni. Í samantekt mbl.is á lokunum ríkisstofnana í kringum hátíðarnar, sem birtist í gærkvöldi, kom fram að slíkar lokanir væru víðar en hjá Hagstofunni, en ekki lægi fyrir hvort starfsfólk viðkomandi stofnana hefði fengið aukafrídaga eða væri að nýta orlofsdaga sína. Kom þar m.a. fram að Mennta- málastofnun yrði lokuð á milli jóla og nýárs, en að starfsfólkið myndi nýta sína eigin frídaga til þess. Þá er lokað hjá Rannís fram til 3. janúar, sem og hjá Hugverkastofnun. Hljóð- bókasafn Íslands er lokað fram til 2. janúar. Lyfjastofnun verður opin, en lágmarksþjónusta veitt á milli jóla og nýárs, á meðan Neytendastofa var einungis með lokað á Þorláksmessu. Þá verða skrifstofur Hæstaréttar opnar fram til hádegis fram til 6. janúar og skrifstofur Landsréttar sömuleiðis fram til 2. janúar. Skrif- stofur hinna ýmsu héraðsdóma eru nú allar lokaðar, flestar til 1. janúar, en skrifstofa héraðsdóms Suðurlands er lokuð til 30. desember og héraðs- dóms Austurlands til 3. janúar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokanir Nokkuð er um að stofnanir loki afgreiðslu sinni um hátíðarnar. Helstu viðburðir í stjórnmálum ársins, sem er að líða, er megin- viðfangsefni í maraþonþætti Dagmála, sem birtur er í dag. Þar fara fjórir blaðamenn Morgun- blaðsins yfir helstu uppákomur stjórnmálanna, kosningabarátt- una í vor og afleiðingar hennar, formannskjör í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, væringar í verkalýðshreyfingu, umbrot á fjölmiðlamarkaði og margt fleira. Ekki er þó látið nægja að ræða viðburði árins, heldur einnig um afleiðingarnar og hvers megi vænta á komandi ári af þeim völdum. Þar ræðir bæði um helstu viðfangsefni, sem mörg voru óleyst á árinu eða frestað til frekari úrlausnar, að ógleymdum ýmsum yfirvofandi hlutverka- skiptum. Dagmál er streymi Morgun- blaðsins á netinu, sem er opið öllum áskrifendum. lKosningar, forystuátök og kjaramál Árið í pólitíkinni gert upp í Dagmálum Morgunblaðið/Kristófer Liljar DagmálGísli Freyr Valdórsson, Karítas Ríkharðsdóttir, Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, blaðamenn Morgunblaðsins, fara yfir stjórnmál liðins árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.