Morgunblaðið - 28.12.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 28.12.2022, Síða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Nýir bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Onyx black, svartur að innan. GMC AT4 2500 með 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum, myndavél í bak- sýnisspegli, sjónlínuskjár, goose neck í palli og heithúðun ásamt mörgu fleira. AT4 premium plus pakki með Bose premium sound system, topplúgu, driver alert system og collision alert system. Stórglæsilegur bíll. 2023 GMC AT4 2500 Litur: Svartur/ svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, sóllúga, heithúðaður pallur, rafmagns opnun og lokun á pallhlera. High Country Deluxe pakki og Z71 off road pakki. VERÐ aðeins 17.390.000 m.vsk 2023 Chevrolet Silverado High Country 2500 VERÐ 16.680.000 m.vsk Litur: Perluhvítur/svartur að innan. 2023 GMC Denali, magnaður bíll með 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á aftur- hlera, heithúðaður pallur, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Ryðvörn innifalin í verði. 2023 GMC Denali 2500 VERÐ 16.990.000 m.vsk Án vsk. 13.702.000 kr. Án vsk. 13.450.000 kr. Nýlegt útboð Vegagerðarinnar um rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars hefur verið kært. Því hefur Vega- gerðin framlengt samning við Andey ehf. um að halda uppi siglingummilli Hríseyjar og Árskógssands næstu þrjá mánuði, eða til 31. mars 2023. Þetta er gert til að siglingar Hríseyj- arferju falli ekki niður en það myndi valda mikilli röskun á samgöngum við Hrísey, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þrjú tilboð bárust í rekstur Hrís- eyjarferjunnar fyrir árin 2023- 2025, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í byrjun desember. Lægsta tilboðið átti Eysteinn Þór- ir Yngvason, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, 296,6 milljónir króna. Var það rúmlega 50 milljónum lægra en áætlaður verktakakostn- aður, sem var 347,8 milljónir. Ferry ehf. Árskógssandi bauðst til að taka verkefnið að sér fyrir 489 milljónir og Andey ehf. Hrísey fyrir 534,3 milljónir króna. Tóku tilboði lægstbjóðanda Vegagerðin ákvað að taka tilboði lægstbjóðanda. Bæði Andey ehf. og Ferry ehf. hafa kært þá ákvörðun til kærunefndar útboðsmála. Í báðum tilvikum er kæruefnið í meginat- riðum að tilboð lægstbjóðanda sé í andstöðu við kröfur og skilmála útboðslýsingar og óheimilt sé sam- kvæmt lögum um opinber innkaup að taka því. Vegagerðin er því ósammála og mun taka til varna fyrir kærunefndinni, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Sigríði Ingu Sigurðar- dóttur, sérfræðingi á samskipta- deild. Framkomnar kærur valda sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar þar til kærunefndin tekur málið fyrir. Vegagerðin hefur frest til 6. janúar að leggja fram sín andsvör og í kjölfarið mun kærunefndin taka ákvörðun um hvort heimilt sé að ganga til samninga. Um er að ræða sérleyfi fyrir Vega- gerðina á ferjuleiðinni Hrísey-Ár- skógssandur-Hrísey, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Bjóðandi skal nota ferjuna ms. Sævar sem er í eigu Vegagerðar- innar. Samningstími er þrjú ár með möguleika á framlengingu allt að tvisvar, eitt ár í senn. lSamningur framlengdur svo siglingarnar falli ekki niður Útboð áHríseyjar- siglingumvarkært Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ljósmynd/Vegagerðin Hriseyjarferjan Sævar er 150 brúttótonna stálbátur og tekur 100 farþega. Ferjan er eign Vegagerðarinnar. Hver og einn erlendur ferðamaður eyddi að meðaltali 148.800 krónum á Íslandi á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120.700 krónur á sama tímabili árið 2019, ef litið er til kortaveltu þeirra innan- lands. Veltan er ríflega 23% hærri nú en þá, en raunhækkun nemur 5-6%. Þetta kemur fram í greiningu Ferðamálastofu á þróun tekna af er- lendum ferðamönnum innanlands. Þar kemur einnig fram að ferða- menn dvöldu að meðaltali einum degi lengur á Íslandi árið 2022 en þeir gerðu á árinu 2019. „Íslensk ferðaþjónusta er að kom- ast á það plan sem hún var á fyrir Covid, í fjölda og umfangi greinar- innar,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Ferðamönnum frá Bandaríkj- unum og Evrópu hefur fjölgað en á sama tíma hefur asískum ferðamönnum fækkað umtals- vert. Léku takmarkanir í Kína þar nokkuð stórt hlutverk. „Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn fá mikið fyrir sinn dollara þegar þeir ferðast til Evrópu. Þá eru einhverj- ar Asíuþjóðir aðeins farnar að sjást núna,“ segir hann og nefnir Japan í því samhengi. Kínverjar sjáist ekki nema þeir sem búa utan Kína. „Við gerum ráð fyrir því að á nýju ári fari í auknum mæli að sjást ferða- menn frá Asíu,“ segir Skarphéðinn. Erlendir ferða- menn eyddu meira fé í ár lDvöldu að jafnaði einumdegi lengur hér á landi en á árinu 2019 Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Búist er við að ferða- mönnum fjölgi áfram á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.