Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
12
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Aðgleymatilgangi sínum
É
g hafði ætlað mér að vera voða
jólalegur í þessum pistli sem er
svona haganlega tímasettur mitt
á milli jóla og nýárs en stóðst
ekki mátið að varpa frekar ljósi á
marga furðuna sem virðist lifa góðu lífi í boði
ríkjandi stjórnvalda.
Glöggur bóndi norður í landi sendi mér
hátíðarkveðju á dögunum og benti mér í
leiðinni á frétt á vef Landsvirkjunar undir
yfirskriftinni „Upprunaábyrgðir fylgja ekki
lengur í heildsölu“. Það er að segja, þeir sem
kaupa græna orku af Landsvirkjun þurfa nú
að kaupa sérstaklega staðfestingu á grænum
uppruna (með öðrum orðum aflátsbréf). Ég
geymi til betri tíma skrif um sölu Lands-
virkjunar á aflátsbréfunum en við lestur
þessarar fréttar varð mér hugsað til þess
hversu margir hafa algerlega gleymt grunntilgangi sínum
í rekstri og látið leiðast út í rétttrúnaðarfenið með tilheyr-
andi kostnaði.
Væri ekki betra ef fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga
hættu að flækja sig í málum sem hafa í raun enga þýðingu
– allra síst fyrir skattgreiðandann – og einbeittu sér að því
að sinna grunntilgangi sínum.
Landsvirkjun gæti til dæmis einbeitt sér að því að fram-
leiða græna orku hér heima fyrir.
Orkuveita Reykjavíkur gæti tryggt heitt vatn á fullum
þrýstingi til fólks á köldustu dögum ársins. Þá væri engin
þörf á tilkynningum eins og þeirri sem kom rétt fyrir jól
um að fólk þyrfti að hafa jólabaðið stutt nú eða sleppa því.
Fólk gæti þá líka farið í sund í kringum jólin en
ekki komið að lokuðum dyrum.
Sveitarfélagið Reykjavík hefði getað sinnt
frumskyldu sinni á nær öllum sviðum en
nefnum snjómoksturinn, sorphirðu og lóða-
framboð. Reykvíkingar og aðrir sem keyra um
höfuðborgina stóðu í ströngu þegar snjór féll af
himnum hér rétt fyrir jól – nokkuð sem ætti ekki
að koma á óvart en lengi skal manninn reyna á
skrifstofu borgarstjóra. Mokstur í lágmarki og
allt í klessu. Lausnin var að skipa nefnd og rýna.
Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar þurfti svo að
flytja til Hafnarfjarðar því enga lóð var að finna
undir starfsemina í Reykjavík. Síðast en ekki
síst þá flæðir ruslið út á snæviþaktar göturnar í
höfuðborginni því sorpið er varla sótt.
Einn stóru bankanna gæti líka hætt að reyna
að skóla alla aðra til þegar kemur að hugðarefn-
um bankastjórans – eins og kynjahlutföllum í fjölmiðlum.
Bankinn gæti einbeitt sér að betri bankarekstri og til
dæmis hætt að hóta fjölmiðlum banni við auglýsinga-
kaupum ef þeir fylgja ekki stefnu bankans hvað varðar
kynjahlutföll í viðtölum.
Allir hafa stjórnendur þessara fyrirtækja og sveitar-
félaga gleymt tilgangi þess sem þeir stjórna. Í öllum
tilvikum er um að ræða fólk sem situr og stjórnar í skjóli
annarra manna peninga. Peninga og eigna skattgreiðenda.
Lögum þetta á nýju ári. Og gleðilega hátíð.
Bergþór
Ólason
Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins.
bergthorola@althingi.is
Ótrúlegur ævintýramaður
Elon Musk er
ævintýralegur
maður sem kem-
ur víða við, þótt
ungur sé. Hann
er oft kynntur
til sögu sem „ríkasti maður í
heimi“. Því er bætt við síðustu
mánuði, að þar sem á ýmsu
hafi gengið við framleiðslu á
rafmagnsbifreiðinni Teslu og
óvænt kaup á „Twitter“ sé nú
fjarri því að sá titill sé örugg-
ur. En hvað sem fyrrnefnd-
um fyrirtækjum líður hefur
hann einnig séð um að skjóta
geimförum út í geiminn og
láta eldflaugina sem flutti þau
lenda óskemmda á jörðinni að
verki loknu, svo brúka megi
hana á ný.
Musk keypti óvænt
heimsfyrirtækið Twitter
og afhjúpaði það síðan sem
stórvafasamt fyrirtæki, svo
að með ólíkindum var. Alrík-
islögreglan FBI,
sem notið hefur
óttablandinnar
virðingar vestra,
kemur ekki vel
frá því. FBI nýtur
þeirrar sérstöðu að lögum,
að refsivert er að segja
lögreglumanni þar ósatt og
getur varðað þungri fanga-
vist! Fyrrverandi forstjóri
FBI montaði sig af því að
hafa komið sínum mönnum
inn í Hvíta húsið í tíð Trumps
„sem hann hefði aldrei vogað
sér að gera í tíð Obama“ og
leiddi Flynn, öryggisráðgjafa
forsetans, í gildru „og segja
ósatt“ og hafði af honum
eignir og frelsi með klækj-
um. Samkrull FBI-manna og
Twitter var þó sýnu óþverra-
legra, en Musk er aðeins rétt
byrjaður að afhjúpa þau verk.
Líklegt er að nú eigi þingið
þar næsta leik.
Almenningur
óttast FBI sem
nú óttast Musk}
Töluvert
er skrifað
um för
Selenskís for-
seta Úkraínu
til Bandaríkj-
anna. Ekki orð var þó sagt
um hana fyrr en forsetinn
var lagður af stað vestur í
bandarískri flugvél og skipt-
ust bandarískar herflugvélar
á að veita henni sýnilegt
skjól. Ekki var þó líklegt að
Pútín teldi sig hafa upp úr
því að granda flugvél forset-
ans og sitja þar með uppi
með magnaðasta píslarvott
samtímans, og háværar hót-
anir og kröfur um að Úkra-
ínustríði yrði ekki lokið fyrr
en forsetinn í Kreml færi frá.
Miklu var tjaldað til, bæði
var Hvíta húsið allt með
miklum hátíðarbrag og
myndarskapur við móttökur
var upp á það allra besta.
Fjölmiðlar könnuðust við að
enginn annar „heimsleiðtogi“
kallaði við núverandi aðstæð-
ur fram viðlíka spennu með
heimsókn til Bandaríkjanna
og forseti Úkraínu, lands í
miklum og raunar óvæntum
ógöngum, sem kölluðu á
mikla samúð. Ekkert vantaði
heldur upp á fagnaðarlætin í
þinghúsinu er gesturinn gekk
í salinn í sínum „herklæð-
um“, en Selenskí hefur komið
sér upp einkennisbúningi
sem er með mun hlédrægari
brag en þeir sem liðs- og her-
foringjar hans nota. Minnir
sá helst á skátaforingja, sem
ekki hefur fengið
heiðursmerki.
En svo vel hefur
leiðtoganum tek-
ist upp frá fyrsta
degi að allir vita
hver er á ferð og flugi, og
flytjandi ávörp í hverju þing-
húsinu af öðru um strengi, og
er vafalaust að þessi elja hef-
ur skipt sköpum. En sjald-
gæft er þó að forseti Úkraínu
mæti í eigin persónu.
Bandaríska þingið tók svo
sannarlega vel á móti Úkra-
ínuforseta svo að ekki varð
betur gert. Fagnaðareinkunn
þessa mikla þings, þegar það
tekur á móti gesti og sýnir
honum þann heiður að fá
að flytja þar ávarp, birtist
gjarna í því, að þingmenn
rísi þar úr sætum þegar
ræðumanninum tekst best
til. Og það vantaði ekkert
upp á þetta nú. Var fullyrt í
fréttum, að mælt á þennan
mælikvarða hafi sárasjaldan
orðið ríkulegri fagnaðarlæti
en núna og getur Selenskí
svo sannarlega vel við unað.
Því er þó haldið fram að
„stríðsþreytu“ gæti nú í
Bandaríkjunum og fullyrt
er að hún sé nú orðin mun
meiri hjá þingmönnum úr
röðum Repúblikanaflokks
en hinna, þótt í þeim flokki
sé enn mikill stuðningur við
öflugar vopnasendingar, og
þá sérstaklega í forystuliði
flokksins. Enn er þó ekki
opinberlega um þetta deilt á
þingi svo neinu nemi.
Selenskí fagnað, en…
Selenskí forsetí sló
sér upp vestra þótt
stríðsþreytu gæti}
Í
fyrsta sinn fannst mér ég vera
sterk og öflug þar sem ég
stóð og krafðist réttinda sem
Drottinn hefur gefið okkur,“
sagði hin 18 ára Marwa við blaða-
menn AFP-fréttaveitunnar, en hún
stóð ein frammi fyrir talíbönum
úti á götu í Kabúl í Afganistan og
mótmælti banni yfirvalda á því að
afganskar konur sæktu háskóla í
landinu. Hún lét sig hafa háð og
spott hermanna talíbananna og
hættuna á fangelsun, ofbeldi og
félagslegri útskúfun. Systir Mörwu
tók upp myndband af mótmæl-
unum úr bíl í nokkurri fjarlægð.
Marwa bað fréttamenn AFP að
halda fullu nafni sínu leyndu vegna
hættu á að fjölskylda hennar yrði
ofsótt.
Ákvörðun talíbana frá 20. desem-
ber leggur í rúst drauma og vonir
margra afganskra kvenna sem sjá
framtíðarmöguleika sína verða að
engu og réttindi sín fótum troðin í
karlaveldi talíbana sem líta á kon-
ur sem þræla eingöngu til að þjóna
þörfum karlmanna. Nokkrar konur
reyndu að mótmæla en talibanar
leystu mótmælin samstundis upp.
Á aðfangadag var öllum konum
sem unnu fyrir hjálparsamtök
bannað að mæta til vinnu.
Á jóladag fór Marwa ein fram að
hliði háskólans í Kabúl með skilti
sem á stóð „Iqra“ sem er arabíska
orðið fyrir „lestur“. „Þeir sögðu
mjög ljóta hluti við mig, en ég
ákvað að vera róleg,“ sagði hún.
„Ég vildi sýna að styrkur einnar
afganskrar stúlku skiptir máli, að
jafnvel ein manneskja geti staðið
gegn kúgun.“
Fangelsi allra kvenna
Réttindi kvenna undir stjórn
talíbana í Afganistan eru orðin
nánast engin og mótmæli eru fátíð,
ekki síst eftir handtökur snemma
á árinu. Frá því að talíbanar náðu
aftur völdum í ágúst á síðasta ári
hafa réttindi kvenna nánast horfið
gjörsamlega, þrátt fyrir loforð um
að harðlínustefna klerkavaldsins
yrði mildari eftir að herlið Banda-
ríkjanna fór frá landinu. Fram-
haldsskólar fyrir stúlkur hafa verið
lokaðir í meira en ár og konum
hefur jafnt og þétt verið úthýst úr
öllum opinberum störfum landsins.
Nú er búið að loka háskólum fyrir
konum landsins. Og þar stoppar
ekki ofbeldið.
Auk þess að hylja sig frá toppi til
táar eiga konur líka að vera ósýni-
legar á almennum vettvangi. Þeim
er nú bannað að fara í lystigarða,
líkamsræktarstöðvar og almenn-
ingsbaðhús. Talíbanar réttlæta
hörkuna með því að konur fari ekki
eftir reglum um klæðaburð. „Þegar
systur mínar sjá að ein stúlka
hefur staðið á móti talíbönunum
mun það hjálpa þeim að rísa upp
og berjast,“ sagði Marwa og segir
að landið sé orðið að fangelsi fyrir
konur. „Ég vil ekki vera í fangelsi.
Ég á mér drauma, vonir og þrár,
sem ég vil að geti ræst. Þess vegna
hef ég ákveðið að mótmæla.“
Fordæming umheimsins
Alþjóðasamfélagið hefur
fordæmt þessar nýjustu árásir
á réttindi afganskra kvenna.
„Þessi nýjasta aðför (að réttind-
um kvenna) er óþolandi,“ segir í
yfirlýsingu franska utanríkisráðu-
neytisins. Frakkar sögðu líka að
þetta myndi hafa áhrif á alla mann-
úðaraðstoð til landsins, en landið
stendur frammi fyrir alvarlegri
efnahagskrísu og hungursneyð.
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna, Volker Turk, sagði
afleiðingarnar skelfilegar fyrir
afganskar konur og þjóðina alla.
„Tilraunir stjórnvalda til að þagga
niður í konum og gera þær ósýni-
legar með öllu munu ekki takast.“
Réttindi afganskra
kvenna fótum troðin
FRÉTTASKÝRING
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
AFP
AfganistanHin 18 áraMarwa stóð ein á jóladag með mótmælaskilti
andspænis hermönnum talíbana vegna banns á menntun kvenna.
KONUR Í AFGANISTAN
Glæpur að
vera kona
Síðustu áratugir hafa verið
stormasamir í landinu með
uppgangi kommúnista á
sjöunda áratugnum og síðan
innrás Rússa í landið og löngu
og erfiðu stríði við skæruliða
Afgana, sem fengu aðstoð frá
m.a. Bandaríkjunum og Bret-
landi. Osama bin Laden stofnaði
al-Qaeda til að fara í heilagt
stríð, fyrst gegn Rússum, en
síðar gegn Vesturlöndum og
Bandaríkjunum sérstaklega.
Undir stjórn talíbana versn-
aði staða kvenna og réttindi
þeirra eru tekin af þeim í krafti
kennisetninga íslams.
Það er því sérstakt að hugsa
til þess að konur fengu kosn-
ingarétt 1919 í landinu, ári síðar
en konur gátu kosið í Bretlandi
og ári áður en konur fengu
kosningarétt í Bandaríkjunum.
En á tíunda áratugnum, undir
stjórn talíbana, varð það glæpur
að vera kona. Konur máttu ekki
mennta sig, vinna utan heim-
ilis, fara út úr húsi án fylgdar
karlmanns, þær urðu að hylja
húð sína, höfðu ekki aðgang að
heilsugæslu og var bannað að
tala opinberlega.