Morgunblaðið - 28.12.2022, Side 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
✝
Bjarni Freyr
Bjarnason
fæddist í Reykjavík
9. júní 1974. Hann
lést á Landspít-
alanum þann 10.
desember 2022.
Foreldrar hans
voru Bjarni Ingi-
berg Karlsson, f.
31. mars 1939, d.
10. janúar 1991, og
Þórunn Adda Egg-
ertsdóttir, f. 4. desember 1942.
Systkini Bjarna Freys eru Anna
Ástveig Bjarnadóttir, f. 23. febr-
úar 1967, gift Högna Guð-
mundssyni, Arnar Bjarnason, f.
12. júni 1970, sam-
býliskona Berglind
Karlsdóttir, og
Bragi Þór Bjarna-
son, f. 9. júni 1974,
kvæntur Sonju
Hansen.
Bjarni átti tvö
börn með Ingi-
björgu Grétu Mar-
teinsdóttur, Mar-
tein Sverri Ingi-
bjargarson, f. 9. júlí
2000, og Birnu Ósk Bjarnadótt-
ur, f. 27. október 2005.
Útför Bjarna Freys fer fram
frá Seljakirkju í dag, 28. desem-
ber 2022, kl. 13.
Elsku Bjarni Freyr. Það er
þyngra en tárum taki að skrifa
þessi kveðjuorð en við ætlum að
reyna að gera því skil hér í fáum
orðum.
Snemma á lífsleið þinni kom í
ljós staðfesta og ákveðni og til
dæmis ert þú sá eini sem við vit-
um um sem straukst af leikskóla
á fjórða ári og hættir í grunnskóla
á tíunda ári. Þú hins vegar lést
undan og hófst nám aftur og fórst
alla leið í háskóla þar sem þú
laukst námi af viðskiptabraut.
Fljótlega eftir nám varstu svo
kominn í starf hjá Reykjavíkur-
borg og færðist svo til Orkuveit-
unnar og varst þar til enda. Þú
varst sáttur og sæll í Orkuveit-
unni og mikils metinn og ekki síð-
ur áttir þú góða vini og vinnu-
félaga þar sem mátu þig mikils.
Sem mágur og systir hefur verið
skemmtilegt að fylgjast með lífs-
hlaupi þínu þótt allt of stutt hafi
verið. Ljóst var að mikið var í þig
spunnið og eftirspurn var eftir
aðkomu þinni að því að leysa
verkefni bæði í vinnu og einkalífi.
Það var oft fyrsta hugsun þegar
komu upp spurningar varðandi
hin ýmsu mál: „Spyrjum Bjarna.
Hann veit svarið.“
Þú varst alltaf grand þegar
kom að því að kaupa hluti og vald-
ir alltaf það sem var dýrast og
best sem kom svo vel í ljós í nýju
íbúðinni þinn sem þú keyptir eftir
sambandsslitin 2020. Allt var
tipptopp og ekkert til sparað. Allt
tengt netinu hvort sem það voru
gardínur, rúm, ljós eða ryksuga.
Þú elskaðir börnin þín enda-
laust og varst mjög stoltur þegar
þú sagðir okkur frá þeirra sigrum
í lífinu og því var það risa hjartas-
ár þegar fjölskyldulífið sem þú
þráðir svo heitt gekk ekki og upp
úr slitnaði. Margar næturnar
grétum við saman og reyndum að
finna einhverja skýringu eða
huggun en án árangurs. Dóttirin
varð á hinn bóginn enn skærara
ljós í þínu hjarta fyrir vikið og í
framtíðaráformum þínum var
hún og hennar framtíð alltaf í for-
gangi. Tíminn var hins vegar tek-
inn frá þér og þú náðir ekki að
gera því skil eins og þú vildir.
Það var nefnilega þannig að þú
varst með mjög stórt hjarta og
oftar en ekki varst það þú sem
gafst stærstu pakkana í barnaaf-
mælum eða tókst að þér að afla
aðfanga fyrir fjölskyldusamkom-
ur því þú hafðir svo mikið að gefa
af bæði kærleika og yl. Alltaf
varstu viljugur til að hjálpa þegar
kallað var og ekki var haldið teiti
eða ferðalög plönuð án þess að þú
kæmir að skipulagningunni. Þau
eru teljandi á fingrum annarrar
handar þau jól og áramót sem þú
varst ekki með okkur og skapaðir
með okkur venjur og hefðir sem
við munum halda í heiðri.
Sagt er að oft séu menn heppn-
ir í spilum og óheppnir í ástum og
sennilega á þetta máltæki ágæt-
lega við. Samt sem áður varst þú
heitt elskaður og dáður af systur
og bræðrum þínum og systkina-
börnum sem litu upp til þín af
virðingu og til eftirbreytni. Þú
gegndir mörgum embættum í
okkar ranni: endurskoðandinn,
mágurinn, frændinn, vinurinn,
bróðir og sonur.
Við kveðjum þig elsku Bjarni
Freyr og minnumst þín með mik-
illi virðingu, kærleika og söknuði í
hjarta.
Anna, Högni
og fjölskylda.
Það var árið 2000 sem ég hóf
störf hjá Reykjavíkurborg og
kynntist bræðrunum Bjarna og
Braga. Það eru svo margar hlýjar
og góðar minningar sem koma
upp í hugann þegar ég hugsa til
Bjarna Freys. Þá vissi ég ekki að
ég væri að kynnast frábærum
bræðrum sem ég og maðurinn
minn myndum eiga vegferð með
næstu áratugi.
Bjarni Freyr var einstakur og
yndislegur. Hann hafði ótrúlega
yfirsýn og mikinn metnað fyrir
þeim verkefnum sem hann sinnti í
gegnum árin, hvort sem það var
hjá Reykjavíkurborg eða Orku-
veitunni. Það var aldrei komið að
tómum kofunum hjá honum, en í
störfum okkar saman hefur reynt
á ótrúlegustu atriði sem jafnan
tókst að lenda í góðu samtali við
Bjarna. Þar kom fram einn af
hans mörgu kostum; að geta séð
fyrir hvað máli skiptir og setja
það fram með skýrum og mark-
vissum hætti.
Bjarni var hógvær, frábær fag-
maður, góður vinur, umhyggju-
samur og sýndi kærleik í verki.
Hann var ekki bara einhver sam-
starfsmaður, hann var einn af fjöl-
skyldunni og mínum bestu vinum
sem maður hittir á lífsleiðinni.
Bjarni færði sig til Orkuveitunnar
og ég kom líka stuttu eftir, en
hann var ein af ástæðum þess að
ég fór frá Reykjavíkurborg til
Orkuveitunnar á sínum tíma.
Hann var alltaf tilbúinn að
hjálpa öllum, greiðvikinn við alla
þá sem þess þurftu. Hann var líka
áhugasamur um nýjar áherslur
og tækni og fannst ég gamaldags
að eiga ekki ryksuguróbot. Auð-
vitað fékk ég mér svona hreindýr
við næsta tækifæri.
Þeir bræður hafa alltaf átt
sterka samleið saman og fjöl-
skyldur þeirra aldrei langt undan.
Bjarni var opinn, félagslyndur og
jafnan hrókur alls fagnaðar á góð-
um stundum. Í gegnum árin höf-
um við höfum haft það sem venju
að fagna áföngum í þeim verkefn-
um sem við höfum unnið að og þá
var aðalatriðið að fá almennilega
rækjubrauðtertu. Bjarni var þá
jafnan skammt undan og bróðir
hans Bragi. Stríðni og glens ein-
kenndu Bjarna Frey. Margar
sögur koma í hugann, en einu man
ég vel eftir þegar hann las yfir
drög að skýrslu stjórnar. Hann
sagðist hafa séð eina villu, og svo
las maður skýrsluna aftur og aft-
ur yfir og fann enga villu – því það
var engin villa – við hlógum mikið
að þessu.
Hann var góður vinur í áratugi,
en við unnum mikið saman og
ómetanlegt að eiga vin sem maður
getur talað við um allt milli himins
og jarðar og gat alltaf treyst og
átt trúnað við.
Við fjölskyldan sendum ástvin-
um Bjarna Freys innilegar sam-
úðarkveðjur. Við þökkum Bjarna
Frey fyrir vináttu og samveru-
stundir og kveðjum hann með
virðingu og söknuði. Guð blessi
þig kæri Bjarni og hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Bryndís María
og fjölskylda.
Kveðja frá Orkuveitu
Reykjavíkur
Hjálpsamur með afbrigðum,
ósérhlífinn, glöggur, glaðvær og
hvers manns hugljúfi. Þetta eru
orð sem öll lýsa kynnum okkar af
Bjarna Frey, sem um árabil var
mörgum okkar helsta stoð við að
greina fjárhagsleg atriði í starf-
semi Orkuveitu Reykjavíkur og
segja fyrir um þróun þeirra.
Innsæi og skilningi hans á starf-
seminni var svo við brugðið að
þegar meta þurfti áhrif ákvarðana
sem verið var að bollaleggja um sá
hann atriði sem var langt frá aug-
ljóst að ákvörðunin hefði áhrif á.
Slíkur samstarfsmaður er gulls
ígildi.
Frá því Bjarni Freyr hóf störf
hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir
hálfum öðrum áratug, hefur fyrir-
tækið gerbreyst. Alls kyns laga-
kröfur og önnur sjónarmið um að
þetta skuli rekið sér og hitt skuli
vera í sérstöku fyrirtæki hefur
skipt því sem var eitt borgarfyr-
irtæki í heila samstæðu lagalega
sjálfstæðra fyrirtækja. Hlutverk
Bjarna Freys við að halda heild-
armyndinni en þó svo skarpri sýn
á mörg smærri atriði var þannig
að nú er ekki bara skarð fyrir
skildi heldur skörð.
Bjarni Freyr mátti súpa ýmsa
fjöru í fjármálum Orkuveitu
Reykjavíkur. Hann hóf þar störf
haustið 2006 á gríðarlegu fjárfest-
ingaskeiði sem stóð hvað hæst
þegar Guð blessaði Ísland svo fast
að það hrundi. Þá tók við erfitt
skeið einhvers konar sorgarferlis í
fjármálum fyrirtækisins. Afneitun
og doði, svo reiði, síðan skilningur
sem varð grundvöllur þess að
hægt var að byggja upp á ný.
Við samstarfsfólk Bjarna
Freys erum á mismunandi stað,
hvert og eitt, í okkar sorg. Minn-
ingar okkar um eldklára ljúfling-
inn munu ylja okkur og lýsa svo
við fáum viðspyrnu með sam-
starfsfólkinu. Þess á meðal er tví-
burabróðir Bjarna Freys, hann
Bragi Þór. Okkar hlýjustu hugs-
anir eru hjá honum og aðstand-
endum öllum.
Bjarni Bjarnason, Benedikt
Kjartan Magnússon, Berglind
Rán Ólafsdóttir, Edda Sif
Pind Aradóttir, Ellen Ýr Að-
alsteinsdóttir, Erling Freyr
Guðmundsson, Hera Gríms-
dóttir, Skúli Skúlason, Sólrún
Kristjánsdóttir.
Elsku Bjarni Freyr er fallinn
frá langt fyrir aldur fram og erfitt
að sætta sig við að sjá hann ekki
aftur.
Svona getur lífið stundum verið
ósanngjarnt. Það er óhætt að
segja að hann skilji eftir stórt
skarð í hjörtum okkar en minning-
arnar um yndislega manneskju
lifa með okkur um ókomna tíð.
Þú varst einstakur vinur og
samstarfsmaður sem alltaf var
hægt að leita til og ef við vorum í
vandræðum með eitthvað þá
glottir þú alltaf og brostir og sagð-
ir „þetta er ekkert mál, ekkert
vesen“ og svo var málinu reddað.
Það veitti manni því öryggi þegar
maður heyrði smellina í aðgang-
skortunum þínum þegar þú komst
labbandi því þá vissi maður að þú
varst ekki langt undan ef við
þurftum á þinni þekkingu að halda
sem var ótrúlega mikil hvort sem
það var tengt vinnunni eða öðru.
Þú hafðir nefnilega svo einstakt
lag á að lyfta öllum öðrum upp í
kringum þig á allan hátt.
Í vinnunni töluðum við mikið
um fótboltann og sérstaklega
þann enska enda varstu mikill
United-maður og hafðir gaman af
því að koma því á framfæri. Við
gleymum ekki bolnum góða sem
þú mættir oft í um hvar bikarinn
hafði aldrei lent hjá aðalmótherj-
unum eða fótboltaferðunum
skemmtilegu sem við fórum sam-
an í.
Einstaka sinnum fórum við út
á vegum vinnunnar og þá voru
skyldustopp t.d. á Cheers í Bost-
on til að svala þorstanum eða
næstu Apple-búð til að uppfæra
græjurnar. Allt var það vel skipu-
lagt fyrir fram enda varstu mikill
græjumaður og sparaðir ekkert
til. Sérstaklega þegar græja átti
nýju íbúðina sem þú hafðir fest
kaup á fyrir nokkrum árum.
Gardínur, þvottavélar, ryksugur,
lýsing og margt fleira var snjall-
vætt og hægt að stýra því öllu í
gegnum símann. Þér fannst held-
ur ekki leiðinlegt að sýna okkur
þessi ósköp þegar við komum í
heimsókn og borðuðum góðan
mat og drukkum drykki en það
var nokkuð sem þér þótti gaman.
Græjudellan náði líka til farar-
tækja en á sumrin þaust þú um á
stóru rafhlaupahjóli af flottustu
gerð með fjöðrun og fyrir vetur-
inn mættirðu svo á nýjum rafbíl
sem þú varst einstaklega ánægð-
ur með.
Við erum þakklát fyrir bjór-
smakkið sem hefur staðið yfir í
fjölmörg ár, sérstaklega jóla-
bjórsmakkið sem þú, Einar og
Davíð hafið stýrt og séð um öll
þessi ár. Gaman að sjá hversu
hröð þróunin hefur verið með
bæði fjölda jólabjórtegunda og
tæknina, alltaf verið að bæta í og
fagmennskan upp á 10 enda ekki
við öðru að búast frá þér.
Við höfum brallað mikið saman
í gegnum árin og allt á mjög
skemmtilegan og góðan hátt. Þú
varst stór partur af starfseiningu
sem var einstök og skarðið sem
þú skilur eftir er ekki hægt að
fylla því þú varst einfaldlega okk-
ar besti maður. Þakklæti er okk-
ur efst í huga fyrir að hafa fengið
að kynnast svona frábærum vini
og samstarfsfélaga sem alltaf
hafði tíma og eyra til að hlusta og
rödd til að útdeila sinni visku.
Hugur okkar er hjá Braga, tví-
burabróður þínum, börnum og
fjölskyldu.
Skrefin eru ótrúlega þung í
dag en við munum heiðra þína
minningu á hverjum degi og
minnumst þín með gleði í hjarta.
Takk fyrir allt elsku Bjarni
Freyr okkar og hvíldu í friði.
Brynja, Einar, Davíð,
Gísli, Benedikt, María,
Ingvar Þór, Ásgeir,
Unnur, Þorgeir og Arna.
Það bar skugga á annars fal-
legan dag í aðdraganda jólanna
þegar ég frétti að Bjarni Freyr
hefði óvænt kvatt þetta tilveru-
stig. Ég var einn af þeim sem
voru svo heppnir að kynnast
Bjarna og vinna með honum í
mörgum verkefnum hjá Orku-
veitu Reykjavíkur. Okkar leiðir
lágu fyrst saman í aðdraganda
Plansins svokallaða þar sem við
unnum mikið og náið saman við
greiningar og úrlausn verkefna.
Samverustundirnar í tengslum
við önnur viðfangsefni og stjórn-
arstörf á síðustu árum hafa síðan
orðið fjölmargar.
Betri samstarfsmann var ekki
hægt að hugsa sér. Bjarni Freyr
bjó yfir skörpum huga og hafði
yfirburðaþekkingu á öllu því sem
snerti rekstur Orkuveitunnar.
Aldrei var komið að tómum kof-
unum hjá honum og alltaf var
hann boðinn og búinn að leggja
sitt af mörkum. Að auki bjó hann
yfir einstaklega léttri lund þar
sem hann sá oft spaugilegar hlið-
ar á annars alvarlegum málum.
Það var alltaf stutt í brosið hjá
honum. Upp í hugann koma mörg
hnyttin tilsvör og skondnar at-
hugasemdir í gegnum tíðina. Ég
mun sakna samverustundanna
sem ekki verða.
Ég votta fjölskyldu, vinum og
samstarfsfélögum Bjarna Freys
innilegustu samúð mína á þessum
erfiðu tímum.
Ágúst Þorbjörnsson.
Bjarni Freyr var einn af mín-
um bestu vinnuvinum síðastliðin
16 ár. Vinur sem reyndist mér
alltaf svo vel. Tryggur haukur í
horni í alls kyns verkefnum og
ekki skemmdi fyrir hvað það var
oft gaman hjá okkur í leiðinni.
Hann var alltaf yfirvegaður en
líka alltaf aðeins glettinn. Ég er
mjög þakklát fyrir að síðasta
verkefnið okkar tókst vel sem var
að vera með gleðijólastund fyrir
vinnufélaga okkar. Þetta kvöld
mun alltaf vera ljúfsár minning.
Kvöldið sem Bjarni Freyr kvaddi
vorum við bæði kát og ánægð og
náðum að þakka hvort öðru fyrir
góða vináttu. Það er skrítið að
hugsa til þessa kvölds og að í okk-
ar síðasta skipti saman hafi ég
endað kvöldið á að syngja fyrir
þennan einstaka vin minn lagið:
„Í síðasta skipti“.
Mikið sem ég á eftir að sakna
míns kæra vinar.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Sólrún Kristjánsdóttir.
Tæp tuttugu ár síðan. Um
þetta leyti árs. Þá var venjan sú í
Ráðhúsi Reykjavíkur að af-
greiðslufundur fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar var aðven-
tuhátíð fjármálasviðsins. Meðan
borgarfulltrúar þrösuðu í borgar-
stjórnarsalnum fram eftir nóttu
var tekið í spil og dreypt á öli á
skrifstofunum í Ráðhúsinu, hin-
um megin við gegnumganginn.
Ég var hinn pólitíski aðstoðar-
maður borgarstjórans og var á
hlustunarvaktinni meðan spáð
var í hvort þrjú grönd kynnu að
standa. Og fjárhagsáætlunar-
fulltrúinn, Bjarni Freyr, múltí-
taskaði líka. „Þetta er ekki rétt,“
sagði hann þegar einhver mis-
skilningurinn var borinn á borð úr
ræðustólnum. Aðstoðarmaðurinn
tók upp símann, sendi sms til við-
eigandi borgarfulltrúa og gröndin
stóðu með yfirslag.
Stuttu síðar kynnti Bjarni
Freyr mig fyrir kúnstugri
skepnu; álafleiðunni. Þá vorum
við báðir komnir til starfa hér hjá
Orkuveitu Reykjavíkur og fyrir lá
að þýða árshlutauppgjör yfir á
mannamál. Þetta var fyrsta skipt-
ið af mörgum tugum sem við
Bjarni Freyr tókumst saman á við
þetta; að koma saman tilkynning-
um til almennings og kauphallar
um árshlutareikninga. Oft var það
í bjartri tíð í rekstrinum en um
hríð í meira dimmviðri. Þá kynnt-
ist ég Bjarna Frey sem ná-
kvæmnismanninum í rekstrartöl-
um, tilfinningamanninum um
hvert kynni að stefna, leiðréttandi
kurteislega einhvern misskilning
sem ég hafði hent fram og segj-
andi hreint og beint: Svona er
þetta.
Hjálpsemi Bjarna Freys við að
gera kostnaðaráætlanir fyrir
verkefni, sem áttu engin fordæmi
og myndu vonandi ekki verða
endurtekin, var ómetanleg. Ég
þekkti Bjarna Frey nánast ekkert
utan vinnunnar. Jú, hann átti einu
sinni st. bernharðshund sem ég
hitti og fannst í fyrstunni líklegra
að myndi éta mig en gefa mér
koníak úr kúti á hálsi. Tvíbura-
bróðir Bjarna Freys – hann Bragi,
sem stendur honum jafnfætis um
glöggskyggni og hjálpsemi, er
dýrmætur vinnufélagi sem ég finn
afskaplega til með eins og öllu
nánasta fólki þeirra bræðra.
Þvílíkur sjónarsviptir að þekk-
ingu, innsæi og gleði Bjarna
Freys.
Eiríkur Hjálmarsson.
Skarð er fyrir skildi við fráfall
Bjarna Freys Bjarnasonar, við-
skiptafræðings og fjármálastjórn-
anda hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Ungur að árum réðst Bjarni
Freyr til fjármáladeildar Reykja-
víkurborgar og gegndi starfi fjár-
hagsáætlunarfulltrúa um tíma.
Starfinu fylgdu margvísleg sam-
skipti við borgarfulltrúa, t.d. varð-
andi upplýsingagjöf, útreikninga
og síðast en ekki síst útskýringar
á því talnaflóði, sem finna má í
reikningum borgarinnar og fyrir-
tækja hennar.
Þegar Bjarni Freyr gegndi
starfi fjárhagsáætlunarfulltrúa,
var það umtalað hversu vel hann
gegndi starfinu, ekki síst þeim
þætti þess sem snerist um sam-
starf við borgarfulltrúa. Þessari
þekkingu miðlaði hann góðfús-
lega, skiljanlega og af hógværð til
annarra. Heilbrigður metnaður og
þjónustulund var í fyrirrúmi. Það
var ekki háttur hans að setja fyr-
irspurnir „í salt“ heldur svaraði
hann þeim oftast samdægurs eða
daginn eftir. Þá var oft lærdóms-
ríkt að eiga samtöl við hann um
stór sem smá álitamál í reiknings-
skilum borgarinnar. Var dýrmætt
fyrir kjörna fulltrúa að njóta slíkr-
ar aðstoðar.
Í þessum samskiptum fór ekki
á milli mála að Bjarni Freyr var
þá orðinn einn helsti sérfræðingur
í fjármálum borgarinnar og með
góða yfirsýn yfir alla helstu þætti
þeirra. Verður seint gert of mikið
úr mikilvægi þess að Reykjavík-
urborg hafi slíka fjármálamenn í
þjónustu sinni. Segja má að slíkir
menn verði mikilvægari eftir því
sem fjármálin verða erfiðari við-
ureignar.
Eftir að hafa starfað í ráðhús-
inu við góðan orðstír, réð Bjarni
Freyr sig til Orkuveitunnar, fyrst
við fjárstýringu, greiningu og
hagmál en seinna við fjármála-
stjórn. Vann hann hjá OR til
dauðadags og varði því mestallri
starfsævi sinni í þjónustu við
Reykvíkinga.
Bjarni Freyr varð fljótlega einn
af lykilmönnum fjármála hjá OR.
Nýttust hæfileikar hans og mann-
kostir t.d. vel þegar fyrirtækið
tókst á við krefjandi áskoranir í
kjölfar bankahrunsins. Oft var
hann fenginn til að kynna töluleg-
ar upplýsingar fyrir stjórn OR og
get ég vitnað um að þar var metn-
aður og þjónustulund í fyrirrúmi
eins og í fyrra starfi hans hjá
borginni.
Að leiðarlokum langar mig til
að þakka Bjarna Frey fyrir góð
kynni og samstarf í tvo áratugi.
Fjölskyldu og vinum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi.
Bjarni Freyr
Bjarnason
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN ÞÓRODDUR JÓNSSON
rafmagnsverkfræðingur
lést á heimili sínu 23. desember. Útförin fer
fram frá Háteigskirkju föstudaginn
30. desember klukkan 11.
Soffía Ákadóttir
Kristín Jónsdóttir Arnaud Genevois
Guðlaug Jónsdóttir Helena Ólafsdóttir
Áki Jónsson Ásta Karen Kristjánsdóttir
og barnabörn