Morgunblaðið - 28.12.2022, Qupperneq 22
ÍÞRÓTTIR22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
EFSTAR Í HELSTU TÖLFRÆÐIÞÁTTUM Í OLÍSDEILD KVENNA
MARKAHÆSTAR:
Katla María Magnúsd., Selfossi ............. 82
Hrafnhildur Hanna Þrastard., ÍBV........ 62
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum .......... 61
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val ................ 59
Roberta Stropé, Selfossi .......................... 55
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni .... 55
Steinunn Björnsdóttir, Fram .................. 54
Lena Margrét Valdimarsd., Stjörn ........ 54
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram.............. 47
Thea Imani Sturludóttir, Val................... 44
Mariam Eradze, Val ................................... 41
Sunna Jónsdóttir, ÍBV.............................. 40
Berglind Benediktsdóttir, Haukum ....... 40
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór............... 40
Nathalia Soares, KA/Þór......................... 39
Rakel Guðjónsdóttir, Selfossi .................. 39
FLESTAR STOÐSENDINGAR:
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum ......... 40
Hrafnhildur Hanna Þrastard., ÍBV........ 37
Lena Margrét Valdimarsd., Stjörn ........ 35
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val .................... 31
Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Selfossi .......... 30
Mariam Eradze, Val .................................. 30
Thea Imani Sturludóttir, Val................... 29
Rut Jónsdóttir, KA/Þór............................ 27
Kristrún Steinþórsdóttir, Fram ............. 27
Sunna Jónsdóttir, ÍBV.............................. 25
Katla María Magnúsd., Selfossi ............. 25
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni ....... 23
Natasja Hammer, Haukum...................... 22
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram...... 22
Alfa Brá Hagalín, HK................................. 19
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni ..... 17
FLEST VARIN SKOT:
Hafdís Renötudóttir, Fram..................... 139
Matea Lonac, KA/Þór ............................. 123
Darija Zecevic, Stjörnunni ..................... 113
Marta Wawrzykowska, ÍBV .................... 111
Sara Sif Helgadóttir, Val ........................ 105
Cornelia Hermansson, Selfossi ............... 81
Margrét Einarsdóttir, Haukum.............. 75
Ethel Gyða Bjarnasen, HK ...................... 57
HÆSTU EINKUNNIR:
Rut Jónsdóttir, KA/Þór......................... 8,57
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum ...... 8,45
Hrafnhildur Hanna Þrastard., ÍBV..... 8,08
Katla María Magnúsd., Selfossi .......... 8,04
Lena Margrét Valdimarsd., Stjörn. .... 8,03
Sunna Jónsdóttir, ÍBV........................... 7,92
Steinunn Björnsdóttir, Fram ............... 7,82
Thea Imani Sturludóttir, Val................ 7,69
Darija Zecevic, Stjörnunni .................... 7,61
Hafdís Renötudóttir, Fram.................... 7,57
Marta Wawrzykowska, ÍBV ................. 7,27
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörn ......... 7,25
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni ..... 7,22
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val ................. 7,14
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val .............. 7,13
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram............. 7,11
Mariam Eradze, Val ............................... 7,06
Sara Sif Helgadóttir, Val ....................... 6,85
Berglind Benediktsdóttir, Haukum .... 6,84
Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Selfossi ....... 6,80
Natasja Hammer, Haukum................... 6,78
Tölfræðin er frá vefsíðu HBStatz.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Keflavík: Keflavík – Fjölnir ..................... 18.15
Ásvellir: Haukar – Breiðablik ................ 19.15
Skógarsel: ÍR – Grindavík....................... 19.15
Hlíðarendi: Valur – Njarðvík................. 20.15
NBA-deildin
Cleveland – Brooklyn............................ 117:125
Detroit – LA Clippers .................. (frl) 131:142
Miami – Minnesota ............................... 113.110
Chicago – Houston ............................... 118:133
New Orleans – Indiana.......................... 113:93
San Antonio – Utah ............................. 126:122
Portland – Charlotte ............................ 124:113
Þýskaland
Flensburg –Wetzlar ............................ 34:24
Teitur Örn Einarsson skoraði 1 mark fyrir
Flensburg.
Füchse Berlín – Leipzig ...................... 28:22
Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir
Leipzig. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.
Hannover-Burgdorf – Bergischer ... 30:32
Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Bergischer.
Erlangen – Stuttgart ............................ 31:28
Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen.
Gummersbach – Hamburg ................ 31:30
Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk
fyrir Gummersbach og Hákon Daði
Styrmisson 2. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
Staðan:
Füchse Berlín 31, Kiel 30, RN Löwen 29,
Magdeburg 27, Flensburg 26, Melsungen
20, Hamburg 19, Hannover-Burgdorf 19,
Gummersbach 18, Erlangen 17, Leipzig 16,
Bergischer 16, Lemgo 14, Göppingen 10,
Stuttgart 10, Wetzlar 9, Minden 6, Hamm 3.
Metzingen – Buxtehuder.................... 30:26
Sandra Erlingsdóttir skoraði 1 mark fyrir
Metzingen.
Staðan:
Bietigheim 16, Thüringer 16, Dortmund
14, Blomberg-Lippe 12, Buxtehuder 11,
Metzingen 10, Oldenburg 10, Bensheim
8, Halle-Neustadt 7, Leverkusen 7, Bad
Wildungen 6, Neckarsulmer 4, Zwickau 3,
Waiblingen 0.
Svíþjóð
Skövde – Aranäs ................................... 24:26
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 1
mark fyrir Skövde.
Helsingborg – Redbergslid ................ 32:29
Ásgeir Snær Vignisson var ekki með
Helsingborg.
England
Chelsea – Bournemouth............................. 2:0
Manchester Utd – Nottingham F. ............ 3:0
Staðan:
Arsenal 15 13 1 1 36:12 40
Newcastle 16 9 6 1 32:11 33
Manch. City 14 10 2 2 40:14 32
Tottenham 16 9 3 4 33:23 30
Manch. Utd 15 9 2 4 23:20 29
Liverpool 15 7 4 4 31:18 25
Brighton 15 7 3 5 26:20 24
Chelsea 15 7 3 5 19:17 24
Fulham 16 6 4 6 27:26 22
Brentford 16 4 8 4 25:27 20
Crystal Palace 15 5 4 6 15:21 19
Aston Villa 16 5 3 8 17:25 18
Leicester 16 5 2 9 25:28 17
Bournemouth 16 4 4 8 18:34 16
Leeds 14 4 3 7 22:26 15
West Ham 16 4 2 10 13:20 14
Everton 16 3 5 8 12:19 14
Wolves 16 3 4 9 10:25 13
Nottingham F. 16 3 4 9 11:33 13
Southampton 16 3 3 10 14:30 12
B-DEILD:
Burnley – Birmingham ........................... 3:0
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá
Burnley á 82. mínútu.
Reading – Swansea ................................... 2:1
Jökull Andrésson var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Staða efstu liða:
Burnley 24 14 8 2 49:24 50
Sheffield Utd 24 14 5 5 41:21 47
Blackburn 24 13 0 11 28:28 39
Watford 24 10 7 7 30:24 37
Norwich 24 10 5 9 31:27 35
Millwall 23 10 5 8 29:26 35
QPR 24 10 5 9 27:27 35
Reading 24 11 2 11 28:34 35
Sunderland 24 9 7 8 33:27 34
Preston 24 9 7 8 23:24 34
C-DEILD:
Bolton – Derby........................................... 0:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Bolton
á 85. mínútu.
Staða efstu liða:
Plymouth 23 15 5 3 42:25 50
Ipswich 23 14 6 3 44:22 48
Sheffield Wed. 23 13 7 3 38:18 46
Barnsley 21 11 4 6 28:17 37
Bolton 22 10 6 6 26:19 36
Derby 22 9 8 5 28:17 35
Wycombe W. 23 10 5 8 30:25 35
Messi sleppir
tveimur leikjum
Lionel Messi verður ekki með
París SG í næstu tveimur leikjum
liðsins í frönsku 1. deildinni.
Christophe Galtier knattspyrnu-
stjóri PSG skýrði frá því í viðtali
við RMC Sport að Messi hefði
fengið frí til 1. janúar eftir að hafa
orðið heimsmeistari með Argent-
ínu 18. desember. PSGmætir
Strasbourg í deildinni í kvöld og
mætir Lens á nýársdag. Fyrsti
leikur Messi eftir heimsmeistara-
titilinn verður því væntanlega
gegn Angers 11. janúar.
AFP/Anne-Christine Poujoulag
Meistari Lionel Messi fær hálfan
mánuð til að hvíla sig eftir HM.
Gakpo á leiðinni
til Liverpool
Hollenski knattspyrnumaðurinn
Cody Gakpo er á leiðinni frá PSV
Eindhoven til enska félagsins
Liverpool en PSV skýrði frá því
að samkomulag hefði náðst um fé-
lagaskiptin. Talið er að Liverpool
greiði um 37 milljónir punda fyrir
þennan 23 ára gamla sóknarmann
og upphæðin geti farið samtals í
50 milljónir. Gakpo skoraði þrjú
mörk fyrir Holland á HM í Katar
og hefur í vetur skoraði 9 mörk og
átt 12 stoðsendingar fyrir PSV í
hollensku deildinni.
AFP/Alberto Pizzoli
Skorar Cody Gakpo hefur skorað 55
mörk í 159 leikjum fyrir PSV.
Nokkuð sátt
en vill alltaf
gera betur
lElín hefur leikið frábærlegameð
HaukumlEin af þeimbestu í deildinni
Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórn-
andi Hauka, hefur verið einn besti
leikmaður úrvalsdeildar kvenna
í handknattleik, Olísdeildinni, á
yfirstandandi tímabili. Elín er efst
í flestum tölfræðiþáttum í deildinni
og hefur vakið verðskuldaða athygli
fyrir vasklega framgöngu, en hún
er aðeins 18 ára gömul og var til að
mynda valin efnilegasti leikmaður
deildarinnar á síðasta tímabili.
„Ég er nokkuð sátt við þetta en ég
vil einhvern veginn alltaf gera betur.
Svona heilt yfir er ég mjög sátt við
þetta. Eins og með þessa tölfræði,
ég æfi aukalega og það skilar sér
alltaf inni á vellinum,“ sagði Elín í
samtali við Morgunblaðið er hún
var spurð út í eigin frammistöðu á
tímabilinu.
Mikill heiður fyrir mig
Góð frammistaða Elínar skilaði
henni sæti í A-landsliði kvenna þar
sem hún lék sína fyrstu landsleiki
í vináttuleikjum gegn Færeyjum
undir lok október og í forkeppni
HM gegn Ísrael í byrjun nóvember
og skoraði þar um leið sín fyrstu
landsliðsmörk.
„Það var mjög skemmtilegt verk-
efni og mikill heiður fyrir mig að fá
að taka þátt í því, spila fyrir Íslands
hönd. Svo var ótrúlega góð reynsla
að æfa með bestu handboltakonum
landsins. Maður lærir ótrúlega
mikið á því og ég myndi segja að ég
hafi líka bætt mig hugarfarslega séð
á þessum stutta tíma sem ég æfði
með A-landsliðinu,“ sagði Elín.
Eftir sérlega gott ár sagði hún
framtíðarmarkmið sín skýr. „Mark-
mið mitt er að verða atvinnumaður
í handbolta. Mig hefur alltaf dreymt
um það að verða atvinnumaður,
að vinna við að spila íþróttina. Svo
náttúrlega líka að vera í A-lands-
liðinu og spila með því.“
Engin pressa frá fjölskyldunni
Hún tilheyrir mikilli handbolta-
fjölskyldu en æfði lengi vel fótbolta
samhliða handboltanum og þótti
einnig efnileg í þeirri íþrótt. Orri
Freyr Þorkelsson, landsliðsmaður
og atvinnumaður hjá Noregsmeist-
urum Elverum, er bróðir hennar og
faðir Elínar, Þorkell Magnússon, lék
handbolta með Haukum um árabil
og er í stjórn handknattleiksdeildar
félagsins. Hún kvaðst þó ekki hafa
fundið fyrir neinni pressu frá fjöl-
skyldunni um að velja handboltann.
„Þau vildu bara að ég gerði ná-
kvæmlega það sem ég vildi. Það var
engin pressa og alveg sama hvað ég
myndi velja þá hvöttu þau mig í því.
Þau voru ekkert á móti því að ég
myndi velja fótboltann, þeim fannst
hvort tveggja spennandi.
Pabbi var náttúrlega bæði í hand-
bolta og fótbolta og bróðir minn
líka, en valdi handboltann. Ég fann
allavega ekki fyrir neinni pressu.
Ég var með markmið um að komast
í landsliðið í fótbolta og ætlaði að
verða atvinnumaður í fótbolta en
svo breyttist það alveg,“ sagði Elín
sem var komin kornung í meistara-
flokkslið Hauka í fótboltanum.
Jafnari deild en í fyrra
Haukar eru sem stendur í fimmta
sæti Olísdeildarinnar með 8 stig
eftir tíu leiki, þremur stigum á eftir
Íslandsmeisturum Fram í fjórða
sæti, en átta lið skipa deildina.
„Mér finnst hafa verið nokkuð
óvænt úrslit í nokkrum leikjum
og finnst eins og allir geti unnið
alla. Það er svona mín tilfinning.
Við erum núna í fimmta sætinu og
erum búnar að vera mjög nálægt
því að vinna leiki á móti liðunum
sem eru í efri hluta deildarinnar.
Ég myndi segja að deildin sé
jafnari núna en hún var í fyrra,
sem er gaman. Við setjum okkur
þau markmið að vinna alla leiki og
langar að vinna þessi lið sem eru
fyrir ofan okkur.
Við erum með ungt lið núna og
það er aðeins öðruvísi frá því í
fyrra. Við misstum marga leikmenn
og erum núna að byggja upp á
uppöldum leikmönnum.
Það hefur bara gengið mjög vel
og mér finnst liðið okkar vera búið
að bæta sig mjög mikið á stuttum
tíma. Það er líka bara kredit á
þjálfarateymið okkar, sem er búið
að standa sig mjög vel,“ sagði
Elín, spurð hvernig henni hafi þótt
deildin spilast hingað til.
Vantar smávegis upp á
Hvað vantar upp á hjá Haukum til
þess að blanda sér í þessa baráttu í
efri hlutanum?
„Það vantar smá herslumun,
reynslu og kannski aðeins upp á
breiddina hjá okkur. Leikir eru
kannski búnir að vera jafnir og svo
á síðustu 5-10 mínútunum kemur
slæmur kafli hjá okkur. Við þurfum
að reyna að fækka slæmu köflun-
um í okkar leik og reyna að klára
leikina, það er málið.
Við erum náttúrlega með ótrúlega
ungt lið og ekki eins mikil reynsla í
því þó við séum alveg með leikmenn
sem hafa spilað í Olísdeildinni í
mörg ár. Það eru ekki margir leik-
menn okkar með mikla reynslu en
það kemur,“ sagði Elín að lokum.
Eins og sjá má hér fyrir neðan
hefur Elín átt flestar stoðsendingar
allra leikmanna í deildinni í vetur
en hún er auk þess með næsthæsta
meðaleinkunn í deildinni hjá HBSta-
tz og er sú þriðja markahæsta.
HANDBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Öflug Elín Klara Þorkelsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, farið fyrir
Haukum á tímabilinu og lék í haust sína fyrstu A-landsleiki.