Morgunblaðið - 28.12.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 28.12.2022, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 „Sænska handknattleikskonan Sara Odden er gengin aftur í raðir Hauka og mun leika með liðinu eftir áramót. Hún kemur til félagsins frá Zwickau í Þýskalandi. Odden lék með Haukum í þrjú ár, áður en hún hélt til Þýska- lands. Var hún markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð með 108 mörk í 21 leik í Olísdeildinni. Hún gæti leikið með Haukum gegn Fram í Olísdeildinni 7. janúar næstkomandi. Haukar eru í fimmta sæti deildarinn- ar með átta stig eftir tíu leiki. „Harry Kane, sóknarmaður Totten- ham og fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, náði sögulegum áfanga á mánudag. Kane skoraði þá annað marka Tottenham þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni. Þar með hefur hann náð að skora mark eða mörk hjá öllum þeim 32 félögum sem hann hefur mætt í deildinni. Þá var þetta 10. markið sem Kane skorar á öðrum degi jóla og það er líka met en áður hafði Robbie Fowler skorað flest mörk í deildinni á þeim degi, níu talsins. „Enska knattspyrnufélagið Norwich City hefur sagt knattspyrnustjóran- um Dean Smith upp störfum. Þetta er í annað sinn á rúmum 13 mánuðum sem Smith missir vinnuna. Honum var sagt upp sem knattspyrnustjóra Aston Villa 7. nóvember á síðasta ári en var ráðinn til Norwich átta dögum síðar. Smith tókst ekki að halda Norwich í úrvalsdeildinni. Liðið féll í vor og er nú í fimmta sæti B-deildar- innar, tólf stigum á eftir toppliðunum Burnley og Sheffield United. „Daley Blind, landsliðsmaður Hollands í knattspyrnu, er farinn frá hollensku meisturunum Ajax sem tilkynntu í gær að hann væri laus allra mála hjá félaginu. Tíðindin koma nokkuð á óvart en hinn 32 ára gamli Blind hefur samtals leikið með aðal- liði félagsins í tíu ár, í tveimur hlutum, og var áður í tíu ár í röðum barna- og unglingaliðs Ajax. Hin fjögur árin á ferlinum, frá 2014 til 2018, lék hann með Manchester United. Blind var fastamaður í hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði m.a. gegn Bandaríkjunun í sextán liða úrslitum keppninnar. Hann spilaði sinn 99. landsleik þegar Holland tapaði fyrir Argentínu vítaspyrnukeppni eftir 2:2-jafntefli í átta liða úrslitunum. „Nokkur bið verður á því að pólski markahrókurinn Robert Lewandowski geti leikið aftur með félagsliði sínu Barcelona í spænsku 1. deildinni þar sem hann þarf að taka út þriggja leikja bann. Lewandowski fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í síðasta leik Börsunga fyrir HM í Katar og brást ókvæða við. Upphaflega átti hann að fá eins leiks bann en vegna viðbragða sinna, þar sem hann gerði gys að dómaranum, ákvað spænska knattspyrnusam- bandið að lengja bannið í þrjá leiki. Barcelona áfrýjaði banninu til spænska íþróttadómstóls- ins en fékk því ekki hnekkt. Perla og Guð- mundur best Golfsamband Íslands hefur valið þau Guðmund Ágúst Kristjánsson úr GKG og Perlu Sól Sigurbrands- dóttur úr GR kylfinga ársins 2022. Perla varð Íslandsmeist- ari, aðeins 15 ára gömul, á árinu og varð einnig Íslandsmeistari unglinga og valin í Evrópuúrval ungmenna. Guðmundur Ágúst lék á Áskorendamótaröð Evrópu og hafnaði m.a. í þriðja sæti á móti í Finnlandi. Hann tryggði sér síðan þátttökurétt á Evrópumótaröðina í lok árs. Morgunblaðið/Óttar Meistari Perla Sól varð Íslands- meistari fullorðinna í sumar. Alfons samdi við Twente í Hollandi Alfons Sampsted, landsliðsmað- ur Íslands í fótbolta, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Hann kemur til félagsins frá Bodø/Glimt í Noregi, þar sem hann átti þrjú afar góð tímabil. Alfons gæti leikið sinn fyrsta leik með Twente 6. janúar er liðið mætir Emmen á heimavelli. Twente er í 5. sæti hollensku úr- valsdeildarinnar með 27 stig, sex stigum á eftir Feyenoord sem er á toppnum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bakvörður Alfons gerði þriggja og hálfs árs samning við Twente. United nálgast fjórða sætið lRashford að finna sig hjá ten HaglKærkominn sigur hjá ChelsealHavertz skoraði og lagði upplJóhann Berg og félagar í góðum málum á toppnum Manchester United vann afar sannfærandi 3:0-sigur á Notting- ham Forest er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Marcus Rashford og Anthony Martial skoruðu fyrstu tvö mörk United á fyrstu 22 mínútunum og var eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Varamaðurinn Fred gulltryggði þriggja marka sigur með marki á 87. mínútu. Rashford var besti maður United í leiknum, því hann skoraði fyrsta markið sjálfur og lagði upp annað markið á Martial. Enski sóknarmað- urinn finnur sig mun betur undir stjórn Eriks ten Hag, en margir stuðningsmenn United vildu losna við Rashford eftir síðustu leiktíð er hann skoraði aðeins fjögur mörk í deildinni. Hann er kominn með fimm á þessu tímabili og búinn að leggja upp þrjú til viðbótar. Þá er hann búinn að skora sjö mörk í öllum keppnum í síðustu níu leikjum. United hefur unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og er nú aðeins einu stigi á eftir Tottenham í fjórða sæti. Ljóst er að liðið ætlar sér ekki annað tímabil í Evrópudeildinni. Þá virðist spilamennskan betri eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið og aðrir leikmenn fengið að blómstra í staðinn. Nottingham Forest hefur aðeins skorað eitt mark á útivelli á allri leiktíðinni og er með verstu marka- töluna í deildinni. Liðið er þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti og tímabil nýliðanna ræðst ekki á leikjum á útivelli gegn Manchester United. Fríið kom á góðum tíma HM-fríið virtist koma á hárréttum tíma fyrir Chelsea, því liðið tapaði þremur leikjum í röð fyrir hléið, en vann sannfærandi 2:0-sigur á Bo- urnemouth í gær. Kai Havertz kom Chelsea yfir á 16. mínútu og lagði upp annað markið á Mason Mount, átta mínútum síðar. Þrátt fyrir sigurinn er Chelsea í áttunda sæti með 24 stig, fimm stigum á eftir Manchester United. Leikurinn í gær gaf hins vegar góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá Chelsea, þar sem frammistaðan var góð, þótt andstæðingurinn hafi vissu- lega ekki verið í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að Jóhann Berg Guð- mundsson og félagar í Burnley ætla að vera með í deildinni á næstu leiktíð. Burnley vann sannfærandi 3:0-sigur á Birmingham á heimavelli í B-deildinni. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð, og skorað þrjú mörk í þeim öllum. Burnley er í toppsætinu með 50 stig, ellefu stigum fyrir ofan þriðja sæti, en efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina. Jóhann Berg kom inn á undir lokin í gær, en hann hefur verið notaður nokkuð sparlega á tímabilinu, enda mikið glímt við meiðsli. ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórss johanningi@mbl.is on AFP/Oli Scarff Rigning Markaskorararnir Marcus Rashford og Anthony Martial fagna á Old Trafford í gærkvöldi. Elliði skæður í endur- komu Gummersbach Gummersbach hafði betur gegn Hamburg, 31:30, í þýsku 1. deildinni í handbolta gærkvöldi, er síðustu leikir deildarinnar fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð í upphafi næsta árs voru leiknir. Hamburg var með 27:24-for- skot, þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en Gummersbach neitaði að gefast upp og fagnaði sætum sigri. Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gum- mersbach og Hákon Daði Styrmis- son tvö. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Guðjón stýrði liðinu upp í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur Gummersbach komið skemmtilega á óvart í vetur. Liðið situr í níunda sæti með 18 stig eftir 18 leiki. Arnór Þór Gunnarsson skor- aði tvö fyrir Bergischer, er liðið fagnaði 32:30-útisigri á Hannover- Burgdorf. Heiðmar Felixson er að- stoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Bergsicher er í 12. sæti deildarinn- ar með 16 stig, eftir tvo sigra í röð. Hannover-Burgdorf er í áttunda sæti með 19 stig, eftir tvö töp í röð. Teitur Örn Einarsson gerði eitt mark fyrir Flensburg í 34:24-heimasigri á Wetzlar. Flens- burg hefur unnið þrjá leiki í röð, og er liðið í fimmta sæti með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði Füchse Berlín. Lærisveinar Rúnars Sigtryggs- sonar máttu þola 22:28-tap á úti- velli gegn Füchse í höfuðborginni. Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Leipzig. Liðið er í 11. sæti með 16 stig. Þá vann Erlangen 31:28-heima- sigur á Stuttgart. Ólafur Stefáns- son er aðstoðarþjálfari Erlangen. Erlangen er í 10. sæti með 17 stig. Ljósmynd/Szilvia Micheller Skæður Elliði Snær Viðarsson átti góðan leik fyrir Gummersbach í endurkomu Íslendingaliðsins gegn Hamburg á heimavelli í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.