Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 28

Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 28
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Gustaf Ljunggren og Skúli Sverris- son með útgáfutónleika í Mengi Nýverið kom út hljómplatan Floreana með leik sænska tónlistarmannsins Gustafs Ljunggrens og bassaleik- arans Skúla Sverrissonar. Á plötunni eru lög eftir Ljunggren og munu þeir félagar flytja þau á útgáfutón- leikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 21. Platan var hljóðrituð á Seltjarnarnesi og í Kaupmannahöfn þar sem Ljung- gren er búsettur. Í tilkynningu segir að um sé að ræða „ótrúlega tærar og skýrar lagasmíðar með sterkri skandinavískri skírskotun“. ÍÞRÓTTIR Atvinnumennska markmið Elínar „Markmið mitt er að verða atvinnumaður í handbolta. Mig hefur alltaf dreymt um það,“ segir hin 18 ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum sem hefur verið í hópi bestu leikmanna Olísdeildar kvenna á þessu tímabili. » 22 Jóga- og grunnskólakennarinn Anna Rós Lárusdóttir lætur sig heilsu og hreyfingu varða og hefur sent frá sér bókina Jógastund með teikningum eftir Auði Ómarsdóttur en Sögur útgáfa gefur bókina út. „Bókin byrjaði í raun sem mastersverkefni mitt, sem ég lagði fram við Háskóla Íslands 2015,“ segir Anna Rós. Námsefni um jóga á íslensku hafi verið af skornum skammti og jóga hafi almennt ekki staðið grunnskólabörnum til boða. Hún hafi viljað bæta úr því og í verkefninu hafi hún rökstutt hvern- ig koma mætti jóga inn í hinn al- menna grunnskóla sem leið til þess að efla heilbrigði og velferð. Hún sé nú kennari í Árbæjarskóla en eftir útskrift hafi hún kennt í Laugarnes- skóla í sex ár og miðlað af reynslu sinni. „Þar kenndi ég meðal annars jóga, betrumbætti efnið reglulega og nú er það komið út í bók.“ Anna Rós segir að mikil vinna og ástúð hafi farið í að þróa bókina. „Það er mín ósk að hún nýtist sem flestum til þess að skapa gæðastund með börnum og koma þannig til dæmis meira jafnvægi á umhverfi barna.“ Kennsluefni Í bókinni er farið yfir 50 jógastöð- ur með skýringum, margar öndun- ar-, slökunar- og íhugunaræfingar auk þess sem sögur og leikir eru notuð til að efla félags- og tilfinn- ingatengsl. „Með því að tvinna saman sögur og jóga má vekja sögurnar til lífs með hreyfingum og stöðum sem gerðar eru á meðan þær eru sagðar.“ Bókin er bæði hugsuð fyrir kennara í leik- og grunnskólum og fyrir forráðamenn barna og fjölskyldur með sameiginlegar gæðasamverustundir, sem ein- kennast af leik, nánd, sjálfsrækt og hreyfingu, í huga. Í því sambandi bendir Anna Rós á að þó hún leggi áherslu á að útskýra æfingarnar í máli og myndum skipti sögurnar og leikirnir í bókinni miklu máli og ekki síst nándin og samskiptin sem í þeim felist. „Í raun höfðar bókin til allra og ég hef heyrt að fullorðið fólk noti hana líka fyrir sjálft sig, sem staðfestir það.“ Ræktun líkama og sálar hefur lengi átt hug Önnu Rósar. „Allt sem viðkemur heilsu og hreyfingu er viðamikil ástríða hjá mér,“ segir hún. Jóga sé liður í reglubundnum æfingum hjá sér auk þess sem hún lyfti reglulega lóðum í líkams- ræktarstöð. Hún sé einnig lærður liðleikaþjálfari og hafi kennt jóga og liðleikaþjálfun hjá ýmsum hópum utan grunnskólans. Anna Rós segir að þótt jóga sé ekki komið inn í námskrá grunn- skólanna sé það sums staðar í boði og þá oft í svokallaðri hringekju sem hluti verk- og listgreina eða sem val. „Þetta er mismunandi eftir skólum, en ég hugsa bókina líka sem hjálpargagn fyrir kennara að grípa í, þó ekki sé um hefðbundinn jógatíma að ræða. Hún er tilval- ið kennsluefni til að brjóta upp hefðbundna kennslustund og koma þannig betur til móts við fjölbreytt- an nemendahóp.“ Til stendur hjá Önnu Rós að kynna bókina og bjóða upp á hug- myndir í kennslu í skólum fljótlega eftir áramót og þá segist hún ætla að bæta um betur. „Ég er með mikið kennsluefni til viðbótar sem áhuga- samir kennarar geta nýtt sér.“ lAnnaRós sendir frá sér bókum jóga fyrir alla Eykur vellíðan og ræktar líkama og sál Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í Tansaníu Anna Rós kennir jóga sem sjálfboðaliði á Sansibar. Ljósmynd/Stefano Padoan Við Kleifarvatn Anna Rós í jóga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.