Morgunblaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 19
Þökkum stuðninginn Ráðstefnan Lagarlíf (áður Strandbúnaður) er nú haldin í sjötta sinn. Ráðstefnan sem hefur frá upphafi verið haldin á Grand hótel, hefur vaxið ár frá ári, og í ár stefnir í met þátttöku. Lagarlíf er ráðstefna fiskeldis og ræktunar á Íslandi, atvinnugreina sem hafa vaxið mikið undanfarin ár. Framundan er ævintýralegur vöxtur í fiskeldi í sjó og á landi, og er ráðstefnan að þessu sinni helguð upp- byggingu eldisfyrirtækja. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að kynnast því sem þegar er hafið með mikilli fjárfestingu í sjóeldi, og ekki síður fyrirhugaðri fjárfestingu í landeldi. Á ráðstefnunni verður jafnframt kynning á skel- og þörungarækt, sem munu skila mikilli verðmætasköpun í framtíðinni á Íslandi. Svona ráðstefna snýst ekki síður um að fólk hittist og beri saman bækur sínar. Kollegar ræða málin og hitta birgja sína og viðskiptavini. Sjá það nýjasta sem þjónustufyrirtækin bjóða upp á til að auka verðmætasköpun í vaxandi atvinnugreinum. Lagarlíf vill þakka þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og gert þessa ráðstefnu mögulega. Engin leið er að fjár- magna svona samkomu nema með drjúgum stuðningi frá fyrirtækjum í atvinnugreininni og þjónustufyrir- tækjum. Stjórn Strandbúnaðar (Lagarlífs) AQUA.IS E l d i s v ö r u r e h f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.