Morgunblaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
tofnendur Vaka voru svo
sannarlega framsýnir þeg-
ar þeir settu félagið á
laggirnar árið 1986. Fyrir-
tækið hefur frá upphafi
sérhæft sig í þróun og smíði fiski-
teljara af öllum stærðum og gerðum
en síðar bættust við fiskidælur og
fiskflokkarar. Eins hefur fyrirtækið
verið leiðandi í stærðarmælingu á
eldisfiski, fyrst með notkun inn-
rauðrar tækni og nú með sérstökum
myndavélum. „Það hefur orðið heil-
mikil þróun í notkun gervigreindar
og myndavélatækni til að greina
stærð og ástand fisksins og nú er
farið að fylgjast með öðrum þáttum
einnig eins og ágangi laxalúsar og
ýmsum heilsufarslegum einkennum
á eldisfiski í kvíum og kerum,“ út-
skýrir Benedikt Hálfdanarson fram-
kvæmdastjóri Vaka.
Búnaður Vaka er notaður í fisk-
eldi til að gefa eldisfyrirtækjum
skýra mynd af vexti og heilsu fisk-
anna í kvíunum en það má einnig
koma mælitækjunum fyrir í laxa-
stigum og þannig vakta ástand
villtra stofna. Geta teljarar Vaka
ekki bara stærðarmælt fiskinn held-
ur einnig tegundar- og kyngreint
ásamt því að skrá margvíslega um-
hverfisþætti.
Í útrás allt frá byrjun
Á þeim tæpu fjórum áratugum sem
liðnir eru frá stofnun Vaka hefur
fyrirtækið vaxið og dafnað og má
finna viðskiptavini þess um allan
heim. Á Íslandi starfa um 35 manns
hjá fyrirtækinu auk þess sem mest-
öll framleiðsla tækjanna er hjá ís-
lenskum undirverktökum og á
helstu mörkuðum erlendis eru
starfsmenn sem sinna sölu, þjónustu
og uppsetningu tækjanna, en ár
hvert selur Vaki búnað fyrir hátt í
tvo milljarða króna. „Við höfum alla
tíð verið í fararbroddi á þessum
markaði og erum langfremst í
vöruþróun mælilausna af þessu tagi
til notkunar í fiskeldi,“ segir Bene-
dikt.
Eins og gefur að skilja er aðeins
lítill hluti viðskiptavina Vaka á Ís-
landi. „Þegar litið er um öxl var það
kannski gæfa okkar að enginn
heimamarkaður var fyrir hendi þeg-
ar við hófum starfsemi og þurftum
við strax að finna kaupendur erlend-
is. Voru tækin okkar fyrst notuð í
Skotlandi, Noregi og Síle og eru það
okkar langstærstu markaðir enn í
dag,“ segir Benedikt en hann hefur
fylgt fyrirtækinu frá árinu 1994 og
voru starfsmennirnir fjórir þegar
hann byrjaði.
Vöktun hluti af forvörnum
Tímamót urðu í rekstrinum árið
2016 þegar bandaríska fyrirtækið
Pentair keypti starfsemi Vaka en
þremur árum síðar keypti lyfjaris-
inn Merck reksturinn. „Merck er
stórt fyrirtæki í lyfjageiranum en
með kaupunum vildu þau styrkja sig
í sessi í fiskeldi, og tvinna saman
lyfjaþróun og greiningartækni,“ út-
skýrir Benedikt. „Okkar tækni verð-
ur miðpunkturinn í þróun tækni-
legra lausna Merck fyrir fiskeldi en
teljarabúnaðurinn tekur myndir af
fiskunum og nýtir gervigreind til að
meta hvort tilteknir einstaklingar
eru t.d. komnir með sár eða hvort
fiskarnir hegða sér undarlega. Það
má líka nota gervigreindina til að
fylgjast með laxalúsarsmitum og
telja hve margar agnarsmáar laxa-
lúsarlirfur hafa sest á hvern fisk.
Ræktandinn hefur líka mun gleggri
mynd af stöðu mála í kvíunum, s.s.
hvernig fiskurinn vex og dafnar og
hvort fóðurnýting sé í takt við það
sem búist er við.“
Þessi bætta yfirsýn hjálpar við
allan rekstur, gerir fóðrun skilvirk-
ari og auðveldar ræktendum að
tímasetja betur ýmsa þætti í eldis-
ferlinu. Í mörgum brunnbátum eru
einnig teljarar frá Vaka sem telja
seiði við afhendingar í kvíar og eins
við meðhöndlun eftir að fiskur er
kominn í áframeldi. „Það skiptir
mjög miklu máli að vita hversu
margir fiskar eru fluttir í kvíarnar.
Ef 100.000 fiskar eiga að vera í
hverri kví, og öll fóðrun og með-
höndlun tekur mið af því, þá viltu
ekki að fiskarnir í kvínni séu í reynd
105.000 eða 95.000 því þá er ýmist
vanfóðrað eða offóðrað í kvína og
mikil verðmæti tapast.“
Bætt afköst og minna
hnjask með sjálfvirkni
Vaki er einnig leiðandi í framleiðslu
dælubúnaðar og flokkara fyrir fisk-
eldi og hefur þróað lausnir sem
tryggja bætta meðferð á fiskinum.
„Flokkararnir okkar geta flokkað
fisk mjög nákvæmlega frá fimm
grömmum að stærð, en það sem er
sérstakt við flokkarana er að þeir
geta sjálfvirkt aðlagað flokkunina
eftir skilaboðum frá teljurunum.
Dæla, flokkari og teljari eru sam-
tengd og á stjórnborði er hægt að
gefa upp hvernig skipta á fiskinum
sem á að flokka, flokkarinn stillir sig
þá sjálfkrafa af með rafmagns-
tjökkum, dælan skammtar rétt
magn af fiski og þegar fiskur fer að
flæða í gegnum kerfið fínstillir kerf-
ið stærðarstillinguna til að fá ná-
kvæmlega þá stærðarskiptingu sem
óskað er eftir. Sjálfvirknin þýðir að
aðeins þarf einn starfsmann til að
sinna verki sem áður kallaði á að
hafa marga að stússa í kringum bún-
aðinn og handstilla hann,“ útskýrir
Benedikt, en kerfinu var gefið nafn-
ið SmartFlow.
Þéttleikastýring skiptir líka miklu
máli þegar fiskur er fluttur með
dælum og hefur Vaki hannað dælur
sínar þannig að við op slöngunnar
sem sett er ofan í ker er skammtari
sem tengdur er skynjara sem grein-
ir flæði fisks inn í rörið. „Án þessa
skynjara, og sjálfvirkrar dælustýr-
ingar, getur það gerst að of margir
fiskar sogast upp í einu og lenda í
einni kös í rörinu þar sem þeir geta
orðið fyrir hnjaski og vantað súrefni.
Er það lykilatriði fyrir góða með-
höndlun og velferð fisksins að fyr-
irbyggja þennan vanda hvort sem
verið er að dæla úr kerum til að
meðhöndla og bólusetja, telja eða
flytja fisk.“
Þurfa vel menntað fólk
Framtíðin virðist björt enda gera
allar spár ráð fyrir áframhaldandi
vexti fiskeldis um allan heim. Bene-
dikt segir Vaka þurfa að vaxa með
markaðinum en gæta þess um leið
að slá ekki af gæðum þjónustunnar:
„Þjónustan skiptir ekki minna máli
en sjálfur búnaðurinn og ekki nóg að
afhenda tækin heldur þarf að
tryggja að viðskiptavinurinn sé
ánægður. Viðskiptavinir okkar
verða stærri og stærri og með því að
byggja upp gott langtímasamband
tryggjum við áframhaldandi við-
skipti. Sölumennirnir okkar selja
fyrsta tækið en þjónustan selur það
næsta.“
Vöxturinn er ekki bara í laxeldi
heldur er einnig mikill uppgangur í
tilapíu- og rækjueldi. Benedikt segir
Vaka þróa lausnir fyrir tilapíueldi en
það sé öllu flóknara að vakta rækj-
una með sömu tækni. „Vandinn er
sá að rækjan er bæði agnarsmá og
næstum því gegnsæ í vatni, og því
erfið tæknileg úrlausnarefni að
greina dýrin með myndavélum,“
segir hann. „Við horfum líka spennt
til þess sem er að gerast hér á Ís-
landi, bæði í sjókvíaeldinu og eins
eru þær áætlanir sem við höfum séð
í landeldi afar áhugaverðar. Ef fer
sem horfir stefnir í meira en 130
þúsund tonna framleiðslu hérlendis
eftir nokkur ár. Helstu áskoranir í
þessum geira eru að fá vel menntað
starfsfólk bæði í fiskeldistengdum
fögum og eins í tækni- og rekstrar-
tengdum þáttum. Þarna verða
stjórnvöld að tryggja að menntun
standi þeim til boða sem vilja marka
spor á þessum vettvangi í framtíð-
inni.“
Má telja hve margar lúsarlirfur eru á laxinum
Búnaðurinn sem Vaki
hefur þróað er í notkun
hjá fiskeldisfyrirtækjum
um allan heim.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Mynd úr safni af slátrun og pökkun hjá Arnarlaxi.
Dælu- og flokkunarbúnaður Vaka fer vel með fiskinn.
Benedikt Hálfdánarson með vænan lax í höndunum. Mælibúnaðurinn sem Vaki hefur þróað hámarkar skil-
virkni í fiskeldi, m.a. með því að tryggja að samræmi sé á milli fóðrunar og fjölda einstaklinga í kvíunum.
Lax syndir fram hjá myndavél Vaka.
Gervigreind getur metið stærð,
þyngd, kyn og hvort vísbendingar
eru um smit eða einhvern kvilla.