Morgunblaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
rátt fyrir að gengið hafi vel
að þjónusta laxeldið segir
Sigurður ekki hægt að
neita því að flutningur sjó-
leiðina geri kröfur til fisks-
ins sem fluttur er, en ef hann er ekki
í réttri stærð þolir hann ekki kæling-
una nægilega vel. Þá hafi verið
áskorun þegar komið hafi upp að-
stæður í eldinu sem krefjast þess að
laxi sé slátrað áð-
ur en hann hafi
náð fullri stærð.
Það hafi þó
gengið vel að
greiða úr þeim
hnökrum. „Eins
og staðan er núna
erum við að senda
um helminginn af
öllum laxi þessa
leið,“ segir Sig-
urður Orri.
„Aukningin er stöðug viku fyrir viku.
Það er mikil áhersla á ferska fiskinn
á öllum okkar leiðum í dag og þar er
fókusinn „fresh by sea“.“
Eimskip hóf í febrúar á síðasta ári
að auka þjónustu við útflytjendur á
ferskum fiski frá Færeyjum og Ís-
landi til Bandaríkjanna og Kanada. Í
þessu fólst lögun siglingakerfisins að
þessum útflutningi sem krefst styttri
flutningstíma og var því brottför á
Ameríkuleið félagsins frá Íslandi
flýtt og viðkomuhöfnum á vesturleið
fækkað.
Skip félagsins hefja siglingu frá
Þórshöfn í Færeyjum á sunnudegi og
koma við í Reykjavík á þriðjudegi og
er síðan er komið til Portland í
Bandaríkjunum á miðvikudegi viku
seinna, alls átta daga frá Íslandi og
níu frá Færeyjum.
Samspil margra þátta
Margir þættir urðu til þess að ákveð-
ið var að auka áherslu á flutning á lax
til Bandaríkjanna með skipi, en það
flýtti mögulega þróuninni að eftir-
spurn eftir slíkri þjónustu jókst mik-
ið samhliða fækkun flugferða vegna
kórónuveirufaraldursins. Ekki síður
höfðu áhrif framfarir á sviði kæli-
tækni og aflameðferð.
Sigurður Orri útskýrir að auknar
kröfur um minna kolefnisfótspor
hafi einnig haft veruleg áhrif. „Það
sem er líka er mikil vakning í Banda-
ríkjum með kolefnissporið.
Verslunarkeðjur eins og Whole Fo-
ods gera ákveðnar kröfur eins og
losun 0,14 grömmum af koltvísýringi
á kílóið, á móti ertu með 1 gramm á
kíló í flugi.“ Þá ákvað til að mynda
færeyska fiskeldisfyrirtækið Hid-
denfjord í október 2020 að láta af öll-
um flutningi með flugi. Minnkaði
það losun koltvísýrings vegna flutn-
inga Hiddenfjord um 94% og það
sem er nú mikilvægur liður í mark-
aðssetningu afurða félagsins. Vert
er að geta þess að eldislax er þegar
með mun minna kolefnisspor en aðr-
ir próteingjafar eins og nauta-,
lamba- eða svínakjöt.
Þá þykir ljóst að ekki verður hægt
að þjónusta eldið í þeim mæli sem
þarf án flutninga sjóleiðina ef fram-
leiðslumagn eldis hér á landi á að ná
200 þúsund tonn á næstu árum eins
og áform eru um, segir Sigurður
Orri. Auk þess sé mun hagkvæmara
flytja laxinn með skipi en til að
mynda með flugi. „Þetta munar
miklu meira en helmingi. Einn gám-
ur tekur um 20 tonn, en ein flugvél
tekur 35 tonn. Þannig að ef þú ætlar
að koma slíku magni inn á markað
þá gerir þú það ekki bara með flugi.“
Spurður hvort komi til greina að
sækja laxinn nær framleiðslunni svo
sem á Vestfjörðum eða Austfjörðum,
svarar Sigurður Orri því játandi.
Það sé hins vegar háð því að fram-
leitt magn sé orðið nægilega mikið
til þess að það verði hagkvæmara en
að keyra afurðirnar milli landshluta.
„Þetta er nokkuð sem við höfum
skoðað. Þá er áskorun að halda utan
um slátrunina, því það þarf ákveðinn
fjölda af gámum til þess að það
gangi upp.“
Ísland í algjörri sérstöðu
Landfræðileg lega Íslands gefur
ákveðið forskot hvað varðar þessar
hagkvæmu flutningaleiðir enda er
landið nær Norður-Ameríku en önn-
ur framleiðslulönd eins og Noregur
og Skotland. Þá er jafnvel ákveðið
forskot í samanburði við Færeyinga
enda þarf fiskurinn níu daga að kom-
ast á markað þaðan en átta frá Ís-
landi.
„Norðmenn hafa átt erfitt með að
koma fiski yfir og hafa einbeitt sér
meira að Evrópu, sama hafa Fær-
eyingar gert. Það er auðvitað erfitt
að fara í svona beina samkeppni við
norska og færeyska fiskinn. Það er
betra að fara með fiskinn inn á Am-
eríku í staðinn fyrir að fara í slaginn
við Norðmenn og Færeyinga held
ég,“ segir Sigurður Orri.
Um er að ræða ótvíræða sérstöðu
fyrir framleiðendur hér á landi, full-
yrðir hann. „Ég held að öll norsk
fiskeldisfyrirtæki hefðu áhuga á sjö
til átta transit-daga yfir til Am-
eríku.“
Er verið að fá hæsta verð í ljósi
þess að fiskurinn er þó átta daga
gamall? „Já annars væri ekki verið
að gera þetta. Matvæla- og lyfja-
stofnun Bandaríkjanna (FDA) gerir
kröfu um að laxinn sé ekki meira en
átján daga gamall. Þannig að það
eru alveg átta góðir dagar eftir af
geymsluþoli þegar fiskurinn kemur
til Bandaríkjanna frá Íslandi.“
Í skoðun að bæta við skipi
Mikil röskun hefur verið á aðfanga-
og birgðakeðjum sem og skortur á
gámum um heim allan undanfarin
misseri. Spurður hvort þetta hafi
haft áhrif á laxaflutninga Eimskips,
svarar Sigurður Orri því neitandi.
„Nei, þessir flutningar hafa verið í
forgangi hjá okkur. Það hefur reynst
áskorun að finna áframflutnings-
lausnir, sérstaklega hvað varðar
vörubílaflutninga í Bandaríkjunum.
En það hefur verið vandamál alls
staðar, bæði í Bandaríkjunum og
Evrópu, að finna bíla. Það hafa líka
alveg komið vikur þar sem okkur
hefur seinkað, við erum að sigla á
hafsvæði sem er mjög krefjandi, en í
svona 85 til 90% tímans höfum við
verið á réttum tíma sem er mjög
áreiðanlegt miðað við stærð skipa og
hafsvæði, en að sama skapi hafa
þessi frávik líka kennt okkur að
bregðast við með því að aðlaga sigl-
ingakerfi okkar enn frekar.
Eftirspurnin eftir þessum flutn-
ingum hefur verið mikil, sérstaklega
vesturleiðina og því er í skoðun að
bæta við fjórða skipinu til að auka
flutningsgetu og þar með auka þjón-
usta og áreiðanleika fyrir við-
skiptavini okkar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ótvírætt er að stakt flutningaskip getur flutt mun meira af laxi en flugvél og er því mun hagkvæmara að flytja laxinn sjóleiðina til Bandaríkjanna en með öðrum samgönguleiðum.
Helmingur laxins sjóleiðina til Ameríku
Eimskip hefur flutt ferskan lax sjóleiðina vestur
um haf í um eitt og hálft ár og hefur reynslan
verið mjög góð að sögn Sigurðar Orra Jónssonar,
forstöðumanns útflutnings hjá félaginu. Hann
segir jafnframt að magnið, sem flutt er með
skipum Eimskips, hafi aukist mikið, í takt við
sífellt vaxandi framleiðslumagn hér á landi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjóflutningar hafa minna kolefnisspor sem er einmitt það sem neytendur þar vestra sækjast eftir. Aðrar framleiðsluþjóðir í
Evrópu búa ekki svo vel að eiga jafn greiða leið á Bandaríkjamarkað með skipi og hefur Íslandi því ákveðið forskot.
Sigurður Orri
Jónsson
„Þetta munar miklu meira en helmingi. Einn gámur
tekur um 20 tonn, en ein flugvél tekur 35 tonn. Þannig að
ef þú ætlar að koma slíku magni inn á markað þá gerir þú
það ekki bara með flugi.“