Fréttablaðið - 05.01.2023, Qupperneq 6
Framleiðendur og
heildsalar boða miklar
verðhækkanir á mat.
Bygging Kárahnjúkavirkjunar var ein stærsta og umdeildasta framkvæmd Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm
Framsóknarmenn og Sjálf-
stæðismenn eru virkjanaglað-
astir samkvæmt nýrri könnun
Prósents. Andstaðan er mest
innan Sósíalistaflokksins.
kristinnhaukur@frettabladid.is
orkumál Meirihluti kjósenda
flestra stjórnmálaflokka styður að
reistar verði fleiri virkjanir á Íslandi.
Mestur stuðningur mælist hjá kjós-
endum Framsóknarf lokksins en
minnstur hjá kjósendum Sósíalista-
flokksins. Þetta kemur fram í nýrri
könnun Prósents fyrir Fréttablaðið.
66 prósent styðja auknar virkj-
anaframkvæmdir. Það er bæði
vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir.
Framsóknarmenn eru hrifnastir
af auknum virkjanaframkvæmdum.
85 prósent þeirra telja þörf á f leiri
virkjunum, þar af 44 prósent mun
fleiri. Aðeins 2 prósent Framsóknar-
manna telja þörf á færri virkjunum.
Staðan er svipuð í Sjálfstæðis-
flokknum. 84 prósent Sjálfstæðis-
manna telja þörf á auknum virkj-
unum. Hjá Miðf lokknum mælist
stuðningurinn 78 prósent, 77 hjá
Viðreisn og 66 hjá Flokki fólksins.
Rúmur helmingur Samfylkingar-
fólks vill virkja meira, eða 56 pró-
sent, og lýkur þar með upptalningu
þeirra f lokka þar sem meirihluti
er fyrir auknum virkjanafram-
kvæmdum.
Tæpur helming ur k jósenda
Vinstri grænna, 49 prósent, vill
virkja meira, þar af 11 prósent mun
meira. 37 prósent þeirra telja hvorki
þörf á f leiri né færri virkjunum en
13 prósent vilja fækka þeim.
St uðning u r inn v ið au k nar
virkjanaframkvæmdir er minni í
tveimur flokkum. Pírötum þar sem
46 prósent vilja f leiri virkjanir og
Sósíalistaflokknum, þar sem stuðn-
ingurinn er 44 prósent. Andstaðan
við virkjanir mælist langmest innan
Sósíalistaflokksins, 19 prósent kjós-
enda hans vilja fækka virkjunum.
Samk væmt stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar verður sátt að
ríkja um nýjar virkjanir til þess að
byggja upp grænt og kolefnishlut-
laust samfélag. „Mestu skiptir að
það verði gert af varfærni gagnvart
viðkvæmri náttúru landsins og í
takt við vaxandi orkunotkun sam-
Helmingur Vinstri grænna vill fleiri
vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir
Viðreisn
VG
Sjálfstæðisflokkurinn
Sósíalistaflokkurinn
Píratar
Miðflokkurinn
Samfylkingin
Framsóknarflokkurinn
Flokkur fólksins
10% 36% 42% 6% 5%
17% 39% 31% 7% 6%
26% 51% 21%
44% 41% 13%
47% 31% 17% 4%
6%11% 38% 37% 7%
6% 38% 37% 11% 8%
43% 41% 15%
37%29% 29% 4%
Stuðningur við vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir eftir flokkum
n Mun fleiri n Aðeins fleiri n Hvorki né n Aðeins færri n Mun færri
Könnunin var netkönnun, gerð 22. til 30. desember. Úrtakið var 4.000 og svarhlutfallið 49,6 prósent.
hliða útfösun jarðefnaeldsneytis,
til að mæta fólksfjölgun og þörfum
grænnar atvinnuuppbyggingar,“
segir þar.
Stefna stjórnvalda er að koma á
orkuskiptum árið 2040. Samorka,
hagsmunasamtök orkufyrirtækja,
hefur hins vegar bent á að virkja
þurfi sem nemur fimm nýjum Kára-
hnjúkavirkjunum til að þau mark-
mið náist.
Guðlaug u r Þór Þórða r son,
umhverfis-, orku- og loftslagsmála-
ráðherra, boðaði fyrir áramót að
níu ára kyrrstaða í uppbyggingu
virkjana sé rofin. Bygging vatns-
aflsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár
hefjist í ár og ÍSOR hefur verið falið
að kortleggja jarðhitasvæði.
Í kringum 80 prósent orkunnar
fara til stóriðju og gagnavera. Um
10 prósent fara til annarrar atvinnu-
starfsemi, um 5 prósent til heimil-
anna í landinu og svipað hlutfall
glatast í kerfinu. n
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ö
n
n
u
n
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði
til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. Hlutverk
sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga
og æskulýðssamtaka.
Að þessu sinni verður lögð áhersla á að styðja verkefni sem
stuðla að kynningu, nýliðun og nýsköpun.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á:
www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/.
Vakin er athygli á að skila þarf inn umsóknum fyrir
kl.15.00 miðvikudaginn 15. febrúar.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson,
andres.petursson@rannis.is,
sími 699 2522.
Umsóknarfrestur er 15. febrúar 2023
Æskulýðssjóður olafur@frettabladid.is
NEYTENDur Eins og fram kom í
Fréttablaðinu í gær stefnir í að
matarverð hækki verulega á næst-
unni, ef marka má verðhækkanir
heildsala og framleiðenda nú um
áramótin.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Starfsgreinasambandsins, segir að
launþegar hafi lagt sín lóð á vogar-
skálar verðlagsstöðugleika með
nýgerðum kjarasamningum og nú
verði þeir sem geta haft bein áhrif
á matarverð í landinu að gera sitt.
„Nú verður verslunin og millilið-
irnir að halda álagningu hóflegri,“
segir Vilhjálmur. Hann segir líka
mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt af
mörkum. „Tollkvótakerfið hér er til
þess fallið að hækka matarverð og
skýtur það mjög skökku við,“ segir
Vilhjálmur.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, tekur í sama streng og vísar í
að gerð hafi verið bókun í kjara-
samningum við atvinnurekendur
um endurskoðun á sviði tolla-
mála. Hann bendir sérstaklega á
tollkvótana. „Það nær engri átt að
Nú komið að öðrum en launafólki
Vilhjálmur Birgisson segir boltann nú vera hjá þeim sem hafa bein áhrif á
matarverð. Fréttablaðið/aNtON briNK
verksmiðjuframleiðendur kjöts
hér geti keypt upp tollkvóta til að
halda uppi verði á sinni framleiðslu
á kostnað launafólks,“ segir Ragnar.
Hann segir að ákveðið hafi verið
að ráðast í verðlagseftirlit til að
fylgjast með matarverði, enda hafi
margir innan verkalýðshreyfingar-
innar áhyggjur af því að lausung
verði á verðlagi. n
gar@frettabladid.is
kólumbía Að fá staðgöngumóður
í Kólumbíu er eins auðvelt og að
kaupa notaðan bíl segir spænska
blaðið El País.
Að sögn El País eru fjölmargar
konur í Kólumbíu sem bjóðast
til að verða staðgöngumæður á
Facebook. Það sé eins og á uppboði
þar sem konurnar keppist um að
lýsa kostum sínum að þessu leyti.
Sífellt algengara verði að börn séu
keypt í gegn um staðgöngumæðrun
í landinu. Þar séu slík viðskipti ekki
reglum háð líkt og gildi til dæmis í
Evrópulöndum. Viðskiptavinirnir
séu aðallega útlendingar. n
Staðgöngumæður
keppa um kúnna
Ungabarn. Fréttablaðið/Getty
ragnarjon@frettabladid.is
baNDaríkiN Mikill óvissa var í gær-
kvöldi um val á forseta fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings. Repúblikaninn
Kevin McCarthy hafði ekki tryggt sér
embættið er blaðið fór í prent í gær
eftir fimm kosningaumferðir.
Kosningin er iðulega formsatriði
en ferlið nú hefur ekki tekið eins
langan tíma í yfir hundrað ár.
Málið er vandræðalegt fyrir
Repúblikana sem fengu nauman
meirihluta í fulltrúadeildinni. Ekkert
er hægt að aðhafast í þinginu fyrr en
forsetinn hefur verið valinn. n
Mikil óvissa var
með þingforseta
Kevin McCarthy taldi sig öruggan um
að verða forseti fulltrúadeildarinnar.
6 Fréttir 5. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið