Ótrúlegt en satt - 24.05.1940, Page 3

Ótrúlegt en satt - 24.05.1940, Page 3
OTRULEGT — EN SATT 1. árg. Reykjavík 24. maí 1940 1. hefti Formálsorð. Með þessu hefti hefur nýtt rit göngu sína. Tilgangur þess er að flytja stuttar frásagnir, eftir erlendum og innlendum heimild- um, um kvnlega atburði og einkennilegar Sitaðreyndir, sem vitað er að eru sannar. Allir hafa gaman af hinu dularfulia og kynlega, eink- um ef það er satt. En af kynlegum fyrirbærum í náttúrunni og mannheimum er enginn hörgull. Og það má taka undir með þess- um orðum Hamlets: »Það eru fleiri hlutir á himni og jörðu, Horatio, en heimspeki þína dreymir um«. Hér á la.ndi hefur lítið verið gert að því að safna saman slík- um frásögum, og er því þetta fyrsta verulega viðleytnin í þá átt. Erlendis, einkum vestanhafs, er mikið gert að því, að safna saman og birta staðreyndir, sem þykja ótrúlegar, en eru eigi að síður sann- ar. Sá maðurinn, sem einna frægastur hefur orðið fyrir að safna og færa í letur furðulegar staðreyndir, er Robert L. Ripley, viðþekkt- ur amerískur dráttlistarmaður. 1 stærstu dagblöðum Bandaríkjanna birtast daglega teikningar hans og frásagnir um kynlega atburði, sem hann viðar að sér úr öllum álfum heims og birtast undir nafn- inu Beiiev It or Not. Dálkar hans þykja afar fræðandi og skemti- legir og hafa gert hann heimsfrægan. Margt af því, sem Ripley hefur sagt, hefur þótt ærið lygilegt, enda hefur hann oftar verið kallaður iygari en nokkur annar núlifandi maður. En þeir, sem gerst hafa svo djarfir, hafa jafnan orðið að láta í minni pokann, því að Ripley hefur góðar heimildir fyrir öllum sínum fullyrðingum. Myndir þær og frásagnir, sem birtast í þessu og næstu heft- um eru aöallega eftir Ripley, og ætti það ekki að spilla. Fái rit þetta gúöar viðtökur, er ætlunin, að það komi út vikulega og verði eins fjölbreytt að myndum og efni og tök eru á. Það eru því vinsamleg tilma'li útgefandans, að allir þeir, sem, kunna frá einhverju merki- legu að segja, sendi ritinu það til birtingar og láti getið um heim- ildir. Utanáskrift er Pósthólf 945, Reykjavík. Virðingarfylst, ÚTGEFANDI.

x

Ótrúlegt en satt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.