Tímarit rafvirkja - 01.08.1939, Blaðsíða 5
1939
TÍMARIT RAFYIRKJA
3
finna í IV. kafla áðurnefndrar reglugerð-
ar. Er þar öllum bannað að takast á hend-
ur neinskonar rafvirkjun, öðrum en þeim,
„sem sakir kunnáttu sinnar og verklegrar
reynslu eru hæfir til þess”. Undanþegin
eiu almenn raforkuvirki með alll að 24
vclta rekstursspennu, útvarpsvirki fyrir
þurrar rafhlöður, loftnet fyrir útvarps-
tæki. Að öðru leyti skiptist löggildingin í
þrjá flokka: fyrir lágspennuveitur, fyrir
fyrir háspennuveitur og fyrir sérstæð raf-
orkuvirki (útvarpsvirki o. þ. h.). Löggild-
ingin veitir „rétt til þess að takast á hend-
ur raf\ irkjun hvar sem er á landinu, enda
uppfylli hlutaðeigandi rafvirki jafnframl
þau skilyrði, sem sett kunna að verða með
ákvæðum laga um iðju og iðnað”. At-
vinnuheimildin nær þó ekki til þeirra
slaða á landinu þar sem héraðs- eða raf-
veitustjórn setur sérstök löggildingarskil-
yrði í staðfestri reglugerð, þó mega þessir
aðilar (héraðs- eða rafv.stjórnir) ekki
le\da öðrum en löggiltum rafvirkjum að
annast rafvirkjun innan takmarka síns
orkuveitusvæðis, né setja kröfuminni
löggildingarskilyrði en rafmagnseftirlitið:
Til lágspennu-löggiidingar er krafizt:
a) Fullnaðarprófs frá rafmagnsdeild
verkfræðiháskóla (án verklegrar reynslu)
b) Fullnaðarprófs frá óæðri rafmagns-
fræðiskóla að undangengnu 3 ára námi,
og eins árs verklegrar reynslu að loknu
námi.
e) Sveinspróf í rafvirkjun ásamt 4 ára
verklegri reynslu hjá rafvirkjameistara.
Til háspennulöggildingar bætist við:
Lið a: 6 mán. verkleg reynsla við há-
spennuvirki.
Lið b: minnst eins árs verkleg reynsla
við háspennuvirki.
Lið c kemur: sveinspróf í rafvélavirkj-
un, þar sem prófverkið hafi verið við há-
spennuvirki. 4 ára verkleg reynsla við
rafvirkjun, þar af eigi skemur en 2 ár við
háspennuvirki. Rafmagnseftirlitið lætur
lialda próf um kunnáttu umsækjanda, ef
ástæða Þykir til.
Að þessu sinni verður ekki fjallað um
ákvteðin fyrir löggildingu til sérstæðra
raforkuvirkja né heldur um reglugerðina
Frh. á 7. síðu,
Innfærslur
lofflínuraftauga
Innfærslur loftlínuraftauga í hús, er sá
hluti rafiagnarinnar, sem almennt er við-
uikennt að mæði mesL á, og krefjist einna
mestrar vöndunar á efni og vinnu. Reynsl-
an heíur sýnt, að ekki hvað sízl þar, hafa
gallar valdið tjóni, á meðan notaðar voru
ahnennt óvandaðar gerðir. Nú má segja að
farið sé að nota nær eingöngu mjög vand-
aðar gerðir samanskrúfaðar með inn-
hyggðum vörum, sem er mjög mikil fram-
för, og eru þau auðvitað mikið traustari
og tryggari í flestum tilfellum. Pó gela
verið þær ástæður fyrir hendi, að nauðsyn
krefji að gera á þeim dálitla breytingu frá
því sem upphaflega er ætlast til að hafa
þau alveg loftþétt (eða þá aðra, sem kem-
ur að sömu notum), til að kornast hjá að
vatn safnist íyrir í þeim að meira eða
minna leyti. Lað er einmitt tilgangur minn
með þessum línum að skýra það fyrir-
brigði,, og um leið að vara við því að slíkt
konii fyrir, því öllum mun ljóst, hver
hætta getur af því stafað.
Eg hcf orðið þess var talsvert hér á
Vestfjörðum að vatn hefur viljað safnast
fyrir í hinum vönduðu, þéttu varkössum,
og það oft runnið niður í stofnpípum
alla leið niður í töflukassa. Venjulegast
hefur vatnið þó stoppað í beygjum píp-
unnar, og auðvitað skemmt einangrun
stofnvíranna. í öðrum tilfellum hefur fyr-
ir fundist að vatnið hefur setið kyrrt í
kassanum þar sem stofnrörið ekki hefur
iegið heint niður. Eg hef einnig orðið þess
var að rafvirkjar almennt úl um land hafa
ekki gert sér ljósa grein fyrir af hverju
hetta stafaði, þar sem þeir hafa talið sig
hafa unnið þetta þannig, að um utanað-
komandi vatn væri að ræða.
Fetta er í rauninni ekkert flókið mál og
mjög einfalt úr því að bæta. Hér á ísafirði
höfum við lekið upp þá reglu, að bora 6 m.
m. gat á kassana, á þá hlið, sem niður snýr
og láta stofnrörið ekki snúa beint niður,
þar sem hætta getur verið á siiku. Með
þessu móti er útilokað að vatn geti mynd-
Frh. á 6. síðu.