Tímarit rafvirkja - 01.08.1939, Blaðsíða 3
TÍHARIT BAFVIRKJA
Úlgefandi: RafTirkjafélag Reykjaviknr
1. ÁRG. JÚLÍ—ÁGÚST 1939 1. TÖLUBLAÐ
Avarp
Mörgum úhugamönnum innan raf-
virlcjastéttarinnar hefur fyrir löngu síðan
verið það Ijóst, hve mikil þörf væri á þvi
að hún eignaðist sitt eigið blað eða tíma-
lit.
þessi nauðsgn hefur fyrst og fremst
i erið brýn vegna þess hve stéttin í heild
hefur skilið lilutverk sitt, gagnvart sjálfri
f.rr og þjóðfélaginu, illa. 1 öðru lagi hefur
liun verið brýn vegna þeirrar sérstöðu
rafvirkjastéttarinnar fram yfir aðrar iðn-
stéttir: mikil bókleg eða fræðileg þekking.
Þetta tvennt: vöntun á fræðilegri þekk-
ingu samfara verklegri reynslu eða öfugt
og skilningsleysi eða öllu heldur athafna-
leysi stéttarinnar í hlutverki sínu innan
þjóðfélagsins, hefur valdið þjóðinni meiri
skaða, en menn almennt hafa gert sér
Ijóst.
Flest raforkumál, eða einstakar fram-
kvæmdir, stórar og smáar, hafa verið
framkvæmdar á mjög sérdrægnislegan
lxátt, án samvinnu þeirra annarra aðila er
rafvirkjastéttin samanstendur af, þ. e. raf-
magnsverkf ræðinganna, raffræðinganna,
rafvirkjameistaranna og rafvirkjasvein-
anna. Petta hefur gengið svo langt, að
menn í hærri embættum innan stéttarinn-
ar hafa beitt aðstöðu sinni til að ganga
algerlega á snið við faglærða menn innan
rafvirkjastéttarinnar til tilheyrandi fag-
vinnu, heldur leitað utan stéttarinnar að
mönnum til þessara starfa.
Petta, ásamt mörgu öðru, sem aflaga
hefur farið, hefur skapað þá tortryggni
og úlfúð innan stéttarinnar, sem ekki
verður þolað lengur. Allir drenglyndir
menn, sem hafa komið auga á þetta d-
stand, verða að leggjast á eitt um að vinna
bug á því.
í þessu landi fossanna, en sem á að
verða land raforkuveranna, verður að
skapa vel menntaða og samhuga raf-
virkjastétt. Parna er mikið verk að vinna.
Stéttin er dreifð um byggðir landsins,
þessvegna er lienni nauðsynlegt að koma
á þeim tengilið, sem tímarit getur orðið.
Rafvirkjafélag Reykjavikur ákvað á síð-
asta aðalfundi sínum, að gangast fyrir út-
gáfu rafvirkja-tímarits, scm gæti komið
út a. m. k. annanhvern mánuð til að
byrja með. Leita skyldi samvinnu ann-
arra aðila innan stéttarinnar.
Var það fyrst og fremst „Félag löggiltra
rafvirkjameistara i Reykjavík” og verk-
fræðingarnir. Ilvorugir hafa þó ákveðið
að tal<a beinan þátt í útgáfunni.
Ilinsvegar hafa allir þeir einstaklingar
sem við höfum átt tal við um stuðning og
álit á útgáfunni verið henni mjög hlynntir
og hvetjandi og heitið stuðningi sínum við
hana.
Petta hefur gert okkur svo bjartsýna
við höfum þegar ákveðið að hefjasl
handa, Við göngnm þess ekki duldir, að
ýmsir erfiðleikar munu mæta okkur, er
við treystum því að geta yfirunnið þá með
góðu samstarfi við alla þá, sem skilja
nauðsynina á velgengni rafvirkjastéttar-
innar og þar með á útgáfu tímaritsins.
Tímaritinu má ætla að ræða hagsmuna-
mál stéttarinnar frá sem flestum hliðum,
flytja fræðandi greinar um raforkumál
hér á landi og kynna helztu nýjungar raf-
tækninnar á hverjum tíma. Petta er
vandasamt hlutverk. En þetta tekst, ef
þið, rafvirkjar, raffræðngar og raf-
magnsverkfræðingar, hvar sem þið eruð
á landinu. styrkið útgáfuna með því að
skrifa greinar, senda fréttapistla eða ann-