Tímarit rafvirkja - 01.08.1939, Blaðsíða 9
1989
TÍMARIT RAFYIRKJA
7
Hvada orð á ad nofa?
Einn eríiðasti þröskuldurinn á að rita
um raftækni á íslenzku er orðavalið. Ekki
hefur staðið á orðasmiðunum okkar að
tylla saman nokkrum lýsingarorðum og
gera úr þeim svo afkáraleg orðskrípi að
menn fyrirverða sig fyrir að neína þau
öðruvísi en í gamni. Hinsvegar hafa mörg
orð verið gerð, sem hafa verið liðleg í
munni, og falli ðvel in í málið, enda fengið
festu í málinu. Dæmi tek ég engin, því
þetta er kunnara en svo, að þess þurfi.
I5að er eins og sumum mönnum sé svo
mikill þyrnir í augum að taka upp erlend
orð, sem oft geta tallið vel inn í málið með
engi'i eða lítilli breytingu að þeir kjósa
heldur að nola þessi „ísl.” skrípyrði. Mörg
alþjóðleg og útlend orð hafa þó fengið
þá festu í málinu að þeim verður ekki
haggað meira. Er þá sjálfsagt að taka upp
íslenzkar beygingar á þeirn og samræma
að öðru lejdi við málið, en forðast jafn-
framt að láta nokkursstaðar sjást þau orð-
skrípi, senr sett kynnu að hafa verið við
hliðina á þeim.
Yið munum reyna að taka upp þá
reglu að nota þau orð, sem búin eru að fá
festu í málinu, hvort heldur þau eru
innlend eða útlend og ekki eru nein vand-
kvæði á að nota. Erlend orð munum við
kappkosta að rita með ísl. beygingum. öll-
um góðfúslegum leiðbeiningum í þessu
vandamáli tökum við þakksamlega.
1 G. G.
Hveravírkjunín í Lard~
arellc á ffalíu
Hér í Reykjavík er varla um annað
frekar rætt um þessar mundir, en hina
væntanlegu hitaveitu. Heitu vatni úr iðr-
um jarðar verður veitt inn í lvúsin til upp-
hitunar. En það er einnig hægt að notfæra
sér hina óhemju orku, sem býr í jarðhita-
svæðunum, á annan hátt. Pað hafa Italir
sýnt við Eardarello. I september 1938 var
opnuo þar ný stórkostleg raforkustöð,
rekin með hveraorku. Hefur Societá Ror-
ocifera di Eardarello unnið að virkjun
hverorku á þessum stað síðan árið
1905 og smáaukið virkjunina upp í
16,000 kw, en með hinni nýju virkjun
eykst aflið upp í 50,000 kw. og talið mögu-
legt að auka það upp í 75,000 kw. með
auknum borunum. Orka sú, er þarna
streymir upp úr jörðinni er talin jafn-
gilda þeirri orku, er fengist frá nútíma
háþrýsti-eimskötlum við brennslu 200,000
tonna af góðum kolum á ári.
Par cð jarðgufan inniheldur mikið af
gasi, sem torveldar góða eimþéttingu
(condensation) auk þess, sem hún er
menguð ýmsum skaðlegum efnum, er hún
leidd gegnum einskonar eimspenni
(transformer), er Prins Ginori Conti, for-
maður Societá Roracifera di Lardarello
fiefur fengið einkaleyfi á. Spennirninn er
smíðaður hjá Societá Anonima Franco
Tosi di Legano.
Er jarðgufan, sem hefur um 3 kg. þrýst-
ing, leidd gegnum pípukerfi í einskonar
katli og framleiðist þar hrein gufa. Gufan
er svo notuð til að knýja eimtúrbínur, er
snúast 3000 snúninga á mínútu. í stöðinni
eru 16 eimspennar, er knýja 4 vélasam-
sttnður, sem eru 12000 kw. hver.
Bæði tubinur og eimþéttar eru sérstak-
lega byggðir fyrir þessa notkun hjá Soci-
etá Ananima Tosi di Legano.
Afvínnuréífíndí rafvírkja.
Frh. af 3. síðu.
um próftöku til löggildingar við liá-
spennuvirki, með því þau atriði eru vel
þess virði að um þau komi síðar sérstök
greinargerð, sem nú mundi eyða of miklu
rúmi, ef hún væri felld hér inn í:
Hér verður ekki komist hjá því að at-
huga nokkru nánar ákvæði laga um iðju
og iðnað, þau er að rafvirkjastörfum lúla,
þar eð þau gefa (skv. framanskráðu) lög-
grldingunni sitt raunhæfa gildi. Sam-
kvæmt reglugerð um iðnaðarnám, sem til
fullnustu myndar þann ramma, sem
starfssvið hverrar iðngreinar takmarkast
af, eru talin upp próflökuverkefni fyrir
rafvirkja, rafvélavirkja og útvarpsvirkja.