Tímarit rafvirkja - 01.08.1939, Blaðsíða 8
6
TÍMAMT RAFVIRKJA
1939
Iðnkennsla rafvírkja
Það þarf að samræma verklega og
bóklega kennslu íðnuema
Allir, sem gengið liafa á Iðnskólann í
Reykjavík kannast við þá ágalla, sem eru
á iyrirkomulagi kennsiunnar. Rafvirkjar
t. cl. kannast við það hvernig raffræði-
kennarinn verður i mörgum tilfellum að
taka a£ sér kennslu í almennum reikningi,
vegna þess að reikningskennslan hefur
ekki náð yfir þær reikningsaðferðir, sem
nauðsynlegt er að nota við rafmagnsreikn-
ing. Tá könnumst við einnig við það,
livernig rafvirkjanemar eru láitnir eyða
teiknitímum heils vetrar í það að teikna
húsaskrokka, til þess svo að gela eyll öðr-
um vetri í það að teikna raflagnir í þessi
sömu hús. En sé svo nemandi að loknu
burtfararprófi beðinn að rissa upp tengi-
mynd af almennum samrofa, eða ein-
hverju því, sem á þarf að halda svo að
segja daglega, þá kemur það í ljós, að sú
hagnýta þekking, sem fengist hefur gegn-
um fjögra ára iðnskólanám, nær ofur
"kamml, þegar á að notfæra hana við hin
daglegu störf.
Væri aftur á móti lokið við raflagna-
leikningarnar á einum vetri, og síðan teic-
ið fyrir að teikna tengimyndir aí n.rði
jiðstraums og rakstraumsvélum, svo og
ýmsar tengingar almennra lagna, þá
mundu nemarnir fá að „þreifa á” verk-
efnunum jaíníramt því sem þeir fást við
þau í kennslustundunum. Með öðrum orð-
um, það mundi verða samræmi milli verk-
'egrar og bóklegrar kennslu.
Ressar og fleiri umbætur er hægt að
gera á kennslunni án frekari tilkostnað-
ar eða lengri skólatíma. En hitt er svo
annað mál, að skólanámið má ekki til
langframa halda áfram að vera eftirvinna
nemandanna. Tað er óviðunandi fyrir iðn-
aðarmenn og aðra aðila að mikilli vinnu
kennara og nemenda við Iðnskólann sé á
glæ kastað vegna ófullnægjandi aðbúðar
og óhagkvæms fyrirkomulags.
RíkharSur §igmundsson.
Innfærslur raffauga.
Frh. af 3. síðu.
ast inní kössunum, enda þó þau skifyrði
væru annars fyrir hendi. í þeim húsum
sem stofninn er fagður í pípu, sem skrúf-
uð er föst í kassann, er það eina leiðin,
sem loftstraumur getur farið eftir, því
þéttipakningin í pípunni, sem liggur út úr
húsinu, varnar því að þar geti nokkur
loftrás myndast. Nú þegar mikill er hita-
munur úti og inni, leiðist kuldi inn með
inntakspípunni, og kælir það loft, sem er
inni í kassanum, en varhúsin máske heit
að meira eða minna leyti af straumraun-
inni, og þó það sé ekki einu sinni fyrir
hendi, heldur aðeins heita loftið, sem er í
kassanum í gegn um pípuna, myndast
dögg, sem getur á skömmum tíma orðið
að talsvert miklu vatni, eins og ég hef áð-
ur lýst. Tað eru auðvitað tif önnur ráð til
að fyrirbyggja þetta, en að bora gat á kass-
ann, þó okkur bér hafi þótt það fyrirhafn-
arminnst, í húsum, sem komast af með
lagnir fyrir þurra staði. Pað mætti t. d.
setja samskonar þéttipakningu í stofnpíp-
una og er í gegntakinu, og er þá varkass-
inn algerlega loftrásarlaus, enda verður
þessa aldrei vart þar sem vel pakkaður
strengur gengur í varkassann, vegna þess
að þá er ekki um neina loftrás að ræða. Eg
efast ekki um að í Reykjavík og stærri
kaupstöðum sé komið í veg fyrir að þetta
geti átt sér stað, en þar sem þetta er tals-
vei't almennt í smærri kaupstöðum og út
um land, og öllum er ljós hættan, sem af
I ví getur stafað, tel ég fyllilega ómaksins
vert að vekja á því sérstaka athygli.
Isafirði 12. mai 1939.
Páll Einarsson.
Frh. af 5. síðu.
er hægt að nota hærri spennu ef henta
þykir.
Korvélarnar ei'u byggðar eins og venju-
legir riðstraumsmótorar að öðru leyti en
að tekið er tillit til binnar háu tíðni.
Tæki af þessari gerð og sambyggðir
riðbreylar eru framleiddir i Englandi hjá
Consolidated Pneumatic Tool Co, Ltd,