Tímarit rafvirkja - 01.08.1939, Blaðsíða 6

Tímarit rafvirkja - 01.08.1939, Blaðsíða 6
4 TÍMARIT RAFVIRKJA 1939 Utn vínnslu o$ notkun raforkuá Íslandí Úfvarpseríndí, flufi i fílefní af 25 ára afmælí V. F. \. Sljóin Veikfræöingafélags íslands hefur bcðió niig að flytja hér erindi um raf- orkuvinnslu og raforkunotkun hér á landi i róð þeirra erinda sem í útvarpið eru ílutt vegna 25 ára afmælis Verkfræðingafélags íslands. Lýtur þetta að einni grein þeirra verklegu framkvæmda, sem við verkfræð- ingar og félag okkar höíum látið til okkar taka. Raforkumálin eru ofarlega á dagskrá hjá íslenzku þjóðinni eins og stendur og ekki að ástæðulausu. 1 fyrsta lagi erum við nefnilega orðin langt á eftir tímanum í þessum efnum. í fimmtán ár, eða síðan rafstöðvar Revkjavíkur og Akureyrar- kaup taðar voru gerðar, hefur engin veru- leg aukning orðið á rafokuvinnslunni, ekki verið gerðar nema tiltölulega smáar stöðvar fyrir einstaka staði, þangað til nú er Sogið er virkjað, auk þess sem ísafjarð- arkaupstaður hefui komið sér upp all- stórri rafveitu. Rftir skýrslum fi'á árinu 1930 er Island 17. landið, að raforkuvinnslu eftir ibúa- tölu, reiknað á hvern mann í landinu. Höfðu Norðmenn þá virkjað 16 sinnum meira afl til raforkuvinnslu en íslending- ar og unnu á ári hverju 30 sinnum meiri raforku en við. Jafnvel Danmörk, sem ekkert vatnsafl hefur, framleiðir þá helm- ingi meiri raforku, á hvern ibúa landsins, en við hér. Ennfremur er á það að líta að nú á síð- ustu árum c þörfin á raforku orðin brý'nni liér á landi en hún hefur áður vér- ið . Bæði er það, að naumast verða á ann- an hátt fremur aukin lífsþægindi íbúa landsins, en með þeirri birtu, þeim vinnu- létti, hreinlæti og hlýju sem því fylgir. En jafnframt er það orðin hin mesta nauðsvn fyrir atvinnulif landsins, að nægileg og ódýr raforka sé fyrir hendi. Eins og kunn- ugt er, eru nú að verða allmiklar breyt- ingar á alvinniilífi íslendinga í þá átt að auka iðnað i landinu. Egþarf ekki að rekja ástæðumar til þessara breytinga, þær eru mönnum kunnar. Viðleitnin gengur bæði í þá átt, að vinna úr afurðum iands og sjávar til útflutnings og að vinna sjálíir það, sem við þurfum að nota í landinu, eða með öðrum orðum, að flytja sem mest út aí innlendri vinnu og sem minnst inn af erlendri. þetta knýr okkur tií þess að koma nú á skömmum tíma upp iðnaöi í allstórum stíl, en sérstaklega krefst þetta fjölbreyttari iðnaðar en áður og þá er það ekki sízt, sem þörfin á raforku nú kemur í ljós. — Rví það er óhugsandi að hér þróist fjölbreyttur nútímaiðnaður, nema við höfum gnægð af ódýrri raforku í al- menningsrafveitum, sem iðnaðinum stend- ur til boða þar og þá er hann þarf á henni að halda. Pá er og önnur hlið þessara mála, sú er lýtur að hagnýtingu innlendrar orku. Pær einustu orkulindir í landinu, sem við kunnum enn að hagnýta okkur og máli skipta, eru fallvötn landsins, og jarðhiti Af skógum og öðrum yfirborðsgróðri er hér of lítið, til þess að nokkru máli skipti í þessu sambandi. (Regar verið var að und- irbúa rafstöð handa húsmæðraskólanum á Hallormsstað var athugað hvort komið gæti til mála, að nota viðinn úr skóginum sem aflgjafa í stöðinni. En það kom í.ljós að til þess að fá nægan við í 25 ha. rafslöð, sem var nokkurn vegin það minnsta, sem skólinn gat komist af með, hefði þurft að margfalda viðartökuna í skóginum frá því, sem nú er, svo að óvist var að skógurinn þyldi það). Vindaflið er svo stopult og erfitt að lieizla það, að það kemur varla til greina. — í sjávarföllum býr reginafl, en mjög crfiil að virkja jiað. — Víða liggur bundin orka eða ónotuð, svo sem í hitamun sjáv- ar og jökla, í geislunum sem sólin hellir yfir landið, i sjálfum frumeindum efnisins o. s. frv. o. s. frv. — og er eklci gott að spá neinu um það, hverja möguleika framtiðin ber í skauti um hagnýtingu þeirra orkútegunda. Framhald næst.

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.