Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.01.2022, Blaðsíða 16
Mundi Ég hélt að Guðni væri að húkka far í Garðinn þegar hann stóð þarna með þumalinn út í loftið ... Frystitogaranum Baldvini Njáls- syni GK-400 var snúið til hafnar á laugardag eftir að grunur um kórónuveirusmit kom upp um borð. Heilbrigðisstarfsfólk tók á móti skipinu í Hafnarfirði þar sem sýni voru tekin af öllum í 28 manna áhöfn. Alls reyndust 26 smitaðir af kórónuveirunni. Frystitogarinn var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum í sinni fyrstu alvöru veiðiferð þegar grunur um smit um borð kom upp á laugar­ dagsmorgun. Arnar Óskarsson, skipstjóri, sagði í samtali við Vísi að til allrar hamingju séu allir skip­ verjar tiltölulega hraustir. Veiran hafi laumað sér um borð því allir í áhöfn hafi farið í PCR­próf og hraðpróf áður en lagt var í veiðiferðina. Tvær áhafnir eru á skipinu, sem skiptast á að fara í veiðiferðir sem taka um mánuð hver. Áhöfnin sem núna er í einangrun mun halda veiði­ ferðinni áfram þegar hún losnar úr einangruninni og mannskapurinn er orðinn hress. Áætlað er að það verði í byrjun næstu viku. Kórónuveiran laumaði sér um borð í Baldvin Njálsson GK Baldvin Njálsson GK-400 ti m ar it .is Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is Groundhog day Við eruð orðin ýmsu vön hvað varðar sóttvarnaraðgerðir og hömlur í samfélaginu enda glímt við þennan blessaða Covid­vágest í að verða tvö ár. Litla þreytta dæmið og með nýjasta afbrigðinu sem smitast á methraða þá er allt komið í lás á nýjan leik. Við fáum þetta í svokölluðum bylgjum og þessi sem er í gangi núna er sérstaklega súr vegna þess að eftir allar þessar sprautur hélt maður að Covid væri Game over! Núna sem dæmi ætti tími þorrablótanna að vera runninn upp með tilheyrandi gleði og fjöri í skammdeginu en vegna bölvuðu veirunnar verður ekkert úr því, ekki frekar en í fyrra. Helvítis vesen segi ég enda mikill þorrablótsmaður og ekki hefði okkur veitt af smá upplyftingu í svartasta skammdeginu en þar sem nánast hver einn og einasti kjaftur á landinu er með veiruna góðu eða þá í sóttkví og samfélagið allt meira og minna lamað, þá eru mannfagnaðir úr sögunni. Tímabundið vonandi, minn blauti draumur væri að sjá þorrablótin haldin bara um páskana í ár! Undirritaður fékk meira að segja veiruna núna í byrjun árs og nánast öll fjölskyldan fylgdi í kjölfarið. Var ekki bara ágætt að klára þetta? Samkomu­ takmarkanir hafa sjaldan eða aldrei verið jafn harðar og núna stefnum við meira að segja í algjört útgöngubann um tíma. Við höfum reyndar séð þetta allt saman áður, þessi slæma mar­ tröð virðist engan endi ætla að taka. Eða hvað? Þau góðu tíðindi berast nú úr öllum áttum að veiran góða sé að veikjast og öll tölfræði bendir svo sannarlega til þess. Fljótlega gætum við því fengið frelsið okkar til baka en við treystum t.d. á að rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar staðfesti það sem okkur flest grunar, þ.e.a.s. að veiran sé í raun mun útbreiddari en áður var talið enda mjög mörg okkar sem fá engin einkenni þrátt fyrir að hafa smitast. Ef svo reynist raunin þá eru þessar hörðu aðgerðir í raun óþarfar og frelsið okkar ætti að fylgja fljótlega í kjölfarið. Eftir tvö ár af þessu öllu saman þá vonar maður það svo sannarlega en ef þessi faraldur hefur kennt manni eitthvað þá er það að fagna aldrei of snemma. Persónulega er ég bjartsýnni núna en oft áður og þetta blessaða ljós í enda ganganna er að verða skærara með degi hverjum. Njótið þorrans heima, sjáumst vonandi fljótlega blekuð á blóti. LO KAO RÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, átti erindi til Reykjanesbæjar um nýliðna helgi og notaði tækifærið og skokkaði um bæinn. „Um helgina hafði ég óvænt nægan tíma en nýtti hann ekki í neitt nema dívans dorm (eins og segir í gömlu lagi Stuðmanna) þar til ég dreif mig út að hlaupa, átti erindi í Reykjanesbæ og skokkaði um bæinn og út fyrir eins og með­ fylgjandi sjálfur sýna. Hreint loft er gulls ígildi. Listaverkið á útveggnum gladdi mig mjög, gaf manni kraft á lokakaflanum, rétt eins og fall­ byssan frá Landhelgisgæslunni fyrir framan Duus­hús. Gaman var líka að sjá margt fólk á ferð, gangandi og hlaupandi. Alltaf er gott að líta við suður með sjó,“ skrifar Guðni forseti á Fés­ bókarsíðu embættisins. Þar minnir hann einnig á átak í þágu líkama og sálar. „Slöbbum saman“ heitir það og má sjá nánari upplýsingar á vef UMFÍ. Forsetinn skrifar einnig um handboltann og endar svo færsluna á kórónuveirunni. „Í síðustu viku tóku hertar sóttvarnir gildi og vara fram í byrjun febrúar. Við þreyjum þorrann þannig. Sem fyrr getum við Íslendingar þakkað fyrir að hér býr fólk sem vill leggjast saman á árarnar þegar þörfin krefur, fólk sem kynnir sér mál og kemst að upplýstri niðurstöðu. Um leið fer fram stöðug umræða um kosti og galla að­ gerða hverju sinni og sem betur fer bendir flest til þess að sá vágestur, sem við er að eiga, veikist með tímanum. Varnir hljóta að taka mið af því. Góðar stundir.“ Vegglist í Keflavík heillaði forsetann Þorrabakki fyrir einn 5.100 kr. Þorrabakki fyrir tvo 8.200 kr. Þessir bakkar eru til sölu föstudaginn 21. janúar og föstudaginn 28. janúar. Þorraveislur Sjá inn á retturinn.is/veisluþjónusta Opið á bóndadaginn frá 11:00 til 13:30 og svo ætlum við að hafa kvöld opnun frá 17:00 til 19:30. Þá verður á boðstólnum heit svið og saltkjöt ásamt þorrabökkum. Rétturinn Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Opið alla virka daga frá 11 til 13:30 Þorramatur á Réttinum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.