Víkurfréttir - 19.01.2022, Blaðsíða 11
„Þetta er mjög lifandi og skólastjórastarfið er miklu skemmtilegra en ég gerði ráð fyrir.
Tónlist er náttúrlega lífsgæðaaukandi og sýnir sig kannski best þegar elsti nemandinn er 85 ára,“
segir Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis.
Halldór kom til Sandgerðis 2007
og með skólastjórastarfinu kennir
hann nemendum að berja trommur
en fyrir hann sjálfan var trommu
sett ekki í boði í tónlistarskólanum
þegar hann hóf tónlistarnám ungur
að árum en þegar Halldór var ellefu
ára segist hann hafa ákveðið að
verða tónlistarmaður. „Það var
ekki trommusett í skólanum þegar
ég byrjaði en ég lærði klassískan
trommuslátt til að byrja með og líka
á píanó,“ segir Halldór en fimmtán
ára var hann byrjaður að spila á
sveitaböllum með hljómsveitum.
Ásóknin í tónlistarnám í tvo tón
listarskóla í Suðurnesjabæ er svo
mikil að ekki er hægt að anna allri
eftirspurn. Píanó og gítarleikur eru
efst á blaði en svo er flest annað í
boði. Að undanförnu hefur ásókn
aukist í söngnám og trommuleik og
þegar Víkurfréttir heimsóttu Halldór
heim í skólann var hann við trommu
kennslu. Nemandinn þar, maður á
miðjum aldri, segir að Halldór hafi
selt sér þessa hugmynd, að fara í
nám í trommuleik í heita pottinum
í Sandgerði. „Þegar ég hitti fólk og
tónlist kemur upp í umræðunni fæ
ég oft að heyra hjá því að það hefði
nú viljað læra á hljóðfæri og fær þá
oftast spurningu til baka frá mér af
hverju það skelli sér ekki og sæki
um í tónlistarskóla – og fæ þá spurn
inguna: „Get ég það?“ Ég svara auð
vitað á móti að það sé jú möguleiki
á því. Tónlistarskólar séu ekki bara
fyrir grunnskólanemendur.“
Annar ekki eftirspurn
Í Tónlistarskóla Sandgerðis fá 177
nemendur tónlistarkennslu frá unga
aldri upp í eldri borgara. „Þetta eru
nemendur í hljóðfæranámi og svo
er hluti af þessu hljófæraval í sam
vinnu við grunnskólann, forskóla og
skólakór Sandgerðis,“ segir Halldór
en við spyrjum skólastjórann hvort
tónlist sé fyrir alla.
„Það er einhver galdur við tón
list sem ég get ekki alveg útskýrt.
Ég vissi til dæmis alveg hvað ég
vildi verða þegar ég yrði stór, að
eins ellefu ára, og það hefur gengið
eftir. Það kom aldrei neitt annað til
greina. Tónlist sameinar menningar
heima, fólk af öllum trúarbrögðum
og lífsskoðunum. Þetta er eitthvað
tungumál, mjög hollt. Ungmenni læra
sjálfsaga og það er vitað að tónlist
arnám styður við margs konar nám
eins og stærðfræði og lestur og fé
lagsfærni. Í svona tilfellum eins og
með Guðmund okkar, 85 ára nem
anda, er þetta svo lífsgæðaaukandi.
Hann lifir fyrir þessa tíma í tónlistar
skólanum. Almennt líður fólki betur
og því ættum við að hvetja eldra fólk
til að drífa sig meira í tónlist. Þetta er
án efa þjóðhagslega hagkvæmt þegar
eitthvað bætir líf þitt svona mikið,
ekki síst á efri árum, minni veikindi
og hefur góð áhrif á alla.“
Á trommunum með
Sandgerðingum
Halldór hefur alla tíð spilað mikið
og með alls kyns grúppum í gegnum
tíðina og nú undanfarið hefur hann
verið mikið í upptökum, til dæmis
með góðum Sandgerðingum. „Ég var
til dæmis að taka upp með Klassart
systkinunum úr Sandgerði, þeim
Smára og Fríðu Dís Guðmunds
börnum. Þá hef ég verið að vinna
með Sandgerðingnum Ólafi Þór
Ólafssyni og félaga hans Þorgils
Björgvinssyni en við höfum líka verið
saman í „opnu sviði“ í Grindavík. Þá
hef ég líka unnið í upptökum fyrir hol
lenska hljómsveit að undanförnu. Þá
geri ég mitt hér heima og sendi hljóð
skrár til þeirra úti.“
Jákvætt viðhorf
Það er við hæfi að spyrja Halldór,
sem kom úr Reykjavík til Suðurnesja
fyrir fimmtán árum síðan, hvernig
honum finnist tónlistarlíf á Suður
nesjum.
„Það hafa langflestir heyrt um bít
labæinn og um vinsælar hljómsveitir
frá Keflavík í gamla daga og tónlist
arlíf er mjög sterkt á Suðurnesjum
en það sem mér fannst mjög áhuga
vert var að upplifa strax jákvætt
viðhorf sveitarfélaga til tónlistar
og tónlistarkennslu,“ segir Halldór
Lárusson.
Tónlist er lífsgæðaaukandi
Halldór Lárusson,
skólastjóri
Tónlistarskóla
Sandgerðis, segir
mikla ásókn í
tónlistarnám í
Suðurnesjabæ
„Tónlist sameinar
menningarheima,
fólk af öllum
trúarbrögðum
og lífsskoðunum.
Þetta er eitthvað
tungumál, mjög
hollt. Ungmenni
læra sjálfsaga
og það er vitað
að tónlistarnám
styður við margs
konar nám eins og
stærðfræði og lestur
og félagsfærni“
Guðmundur Ákason er 85 ára flautunemandi og hann er elsti nemandi skólans.
Hér er hann með kennurum sínum, Vilborgu og Sigurgeiri.
Skólastjórinn við trommusettið að kenna Arnari Helgasyni en þeir félagar hittust í heita
pottinum þar sem skólastjórinn seldi honum hugmyndina að koma í nám.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 11