Víkurfréttir - 23.02.2022, Page 8
Sjötíu ára afmæli Myllubakkaskóla var fagnað 17. febrúar þegar nemendur
skólans söfnuðust saman framan við aðalinngang skólans og sungu afmælis-
söng fyrir skólann sinn. Stundin var nokkuð óvenjuleg í sögu skólans, því
síðustu mánuði hefur skólinn verið lokaður og nemendur hans stundað nám
sitt á víð og dreif um Reykjanesbæ. Ástæðan er alvarlegt tilfelli myglu sem
fannst víða í skólabyggingunni.
Þegar afmælissöngurinn hafði verið
sunginn var nemendum, kennurum
og öðru starfsliði stillt upp í mynda-
töku í tilefni dagsins. Þegar myndum
hafði verið smellt af var blásið til
dansveislu á skólalóðinni.
Nú hefur hins vegar elsti hluti
skólans verið opnaður aftur og
yngstu nemendurnir hafa hreiðrað
um sig í endurbættum skólastofum.
Nýtingu skólans hefur jafnframt verið
breytt og þar sem voru kennarastofur
eru í dag skólastofur. Kennararnir fá
í staðinn inni í tölvustofunni. Fram-
kvæmdir halda svo áfram í öðrum
rýmum skólans við að fjarlægja myglu
og fyrirbyggja frekara smit. Meðal
annars þarf að rífa hluta skólans og
endurbyggja.
Saga Myllubakkaskóla eða Barna-
skóla Keflavíkur nær til ársins 1897.
Árið 1948 var hafist handa við bygg-
ingu skólans á Sólvallagötu og var
hann vígður 17. febrúar 1953. Vegna
mikilla fólksfjölgunar þurfti að byggja
við skólann og var nýbyggingin tekin
í notkun 1967. Árið 1973 varð aftur
aukning nemenda vegna gossins í
Vestmannaeyjum og var þá brugðið
á það ráð að kaupa þrjár lausar
kennslustofur, svonefnda „kálfa“, og
koma þeim fyrir við skólann. Árið
1987 var tekið til við að byggja við
Myllubakkaskóla og var sú bygging
tekin í notkun 1988.
Árið 1998 var hafist handa við að
byggja Heiðarskóla og haustið 1999
er 1. -10. bekk skipt niður á skólana
þrjá í Keflavík.
Sumarið 1999 var hafist handa
við að stækka Myllubakkaskóla til
að hægt sé að einsetja hann. Skólinn
varð einsetinn haustið 2000.
70 ára afmæli Myllubakkaskóla
fagnað við sérstakar aðstæður
Nemendur og starfsfólk Myllubakkaskóla stillti sér upp í mynd framan við skólann á afmælisdaginn. VF-myndir: Hilmar Bragi
Nemendur Myllubakkaskóla sungu fyrir skólann sinn. Sönginn má heyra í myndskeiði í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Háaleitisskóli - Kennari í námsver
Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna
Ævintýrasmiðja - Sumarstarf
Ævintýrasmiðja - Umsjónarmaður
Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri skrifstofu
Vinnuskóli - Flokkstjórar
Vinnuskóli - Sérverkefna flokkstjóri
Vinnuskóli - Skrúðgarða flokkstjóri
Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri í virku eftirliti
Starf við liðveislu
8 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM