Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 9
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
EYJÓLFUR
GÍSLASON
2. SÆTI
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
Í reykjanesbæ 26. febrúar
Fögnum fjölbreytileika Reykjanesbæjar
Ég óska
eftir
stuðningi
ykkar í
2. sæti
Hugsum út fyrir
boxið, hlutirnir
gerast ekki af
sjálfu sér!
Eitt af því sem lengi hefur háð
okkur íbúum Reykjanesbæjar er
áhættan af því að hafa öll eggin í
sömu körfunni þegar kemur að at-
vinnumálum. Kjölfestan í atvinnu-
málum okkar hefur gjarnan verið
einn til tveir mjög stórir vinnu-
staðir, til dæmis herinn, flugstöðin
og sveitarfélagið.
Þetta þýðir að höggið verður enn
meira þegar á móti blæs og illa árar
í einni grein eða breytingar verða
eins og þegar herinn fór og Covid
skall á.
Ólíkt mörgum öðrum sveitar-
félögum liggja óþrjótandi tækifæri í
túnfætinum hjá okkur. Hvar annars
staðar á landinu er til staðar allt í
senn; nóg af landsvæði, stórskipa-
höfn og alþjóðaflugvöllur?
Það gerist hins vegar ekkert af
sjálfu sér í þessu frekar en öðru.
Við eigum að vera óhrædd að kalla
til skrafs og ráðagerða öfluga frum-
kvöðla og fyrirtæki sem hugsa út
fyrir boxið og geta skapað hér örugg
og fjölbreytt störf. Þau þurfa ekki öll
að tengjast stóriðju!
Vinnumarkaðurinn er að breyt-
ast mjög hratt, einyrkjar og smærri
fyrirtæki blómstra sem aldrei fyrr.
Sú leið að vera eigin herra hentar
æ fleirum og einstaklingsframtakið
skapar verðmæti fyrir samfélagið
allt. Með því að nýta mannauðinn
sem í bænum býr og búa fyrir-
tækjum gott umhverfi náum við
að styrkja enn frekar grunnstoðir
okkar og þjónustu.
Drögum að öflugt fólk og njótum
sjálf búsetu í okkar góða sveitar-
félagi. Njótum þess að búa í bæ þar
sem fólk getur fengið meira fyrir
launin sín og átt fleiri gæðastundir
í sólarhringnum, fjarri ys og þys
stórborgarinnar en samt svo nálægt.
Ég býð mig fram í 3ja sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor og óska
eftir þínum stuðningi.
Helga Jóhanna Oddsdóttir.
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 9