Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 23.02.2022, Qupperneq 16
Betsý Ásta Stefánsdóttir er sextán ára og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Betsý er dugleg og metn- aðarfull. Hún hefur gaman af félags- störfum og er formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsvísindabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn fyrir mig er félagslífið og gott að vera nálægt heimilinu. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég held ég myndi segja Róbert Andri bara einfaldlega af því hann er geggjaður gaur. Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS var þegar við Morfís-liðið vorum að æfa og Lárus datt niður stigann í 88 húsinu. Hver er fyndnastur í skólanum? HELENA MJÖLL VILHJÁLMSDÓTTIR. Hver eru áhugamálin þín? Félagsmál. Hvað hræðistu mest? Sjóinn og ketti. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Hlusta lítið á tónlist en hlusta á hlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín alla daga. Hver er þinn helsti kostur? Er mjög metnaðargjörn og hjálpsöm. Hver er þinn helsti galli? Er stundum of hávær. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Messenger og TikTok. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? ELSKA þegar fólk er fyndið og metnaðarfullt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan er að halda áfram að vera mikið í félagsmálum og kannski einn daginn verða forseti hver veit. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg. Á 18. og 19. öld fór kennsla fram á heimilum. Skyldu húsbændur sjá um að börnin lærðu að lesa, en prestar sjá til þess að það væri gert. Árang- urinn var sá að frá því um 1800 kunnu flestir landsmenn að lesa en færri að skrifa. Þetta var ódýrt kerfi og virkaði. Engin skólahús þurfti að byggja, engin skólabörn að flytja og ekki að borga laun kennara – nema ráðinn væri einkakennari en það fór í vöxt. Skólaskylda komst ekki á fyrr en með fræðslulögum 1908 og þá aðeins fyrir tíu til fjórtán ára börn. Margir fyrstu barnaskólanna voru byggðir upp og reknir af áhuga- mannafélögum. Jón Árnason Skálholtsbiskup lagði fram tillögu árið 1736 um „barna- skóla í hverri sýslu“. Elsti barnaskóli á Íslandi sem sögur fara af var starf- ræktur í Vestmannaeyjum 1745– 1760 af litlum efnum. Prestarnir og hreppstjórinn stóðu fyrir þeim skóla. Hér segir frá skólanum og einnig frá barnaskóla er stofnaður var í Vest- mannaeyjum löngu síðar og tók til starfa 1884 (hægt að lesa í rafrænni útgáfu Víkurfréttta). Hausastaðaskóli í Álftaneshreppi var stofnaður 1892. Byggt var fyrir Thorkilliifé veglegt 46 m² hús, ásamt risi, fyrir tólf öreigabörn, til að halda í þeim lífinu og koma þeim til manns. Auk námsskrár barnaskólans; að lesa, skrifa, reikna og lesa kristin- fræði, lærðu nemendur til verka allt árið við landbúnað, fiskveiðar, smíðar, tóvinnu og garðrækt. Þetta var heilsársskóli fyrir sex til sextán ára stúlkur og drengi, sem bjuggu í skólanum. Flestir voru nemendur sextán talsins og voru greiddir sextán ríkisdalir með hverju barni. Erfitt var að halda skólanum gang- andi vegna naumra fjárveitinga, enda þótt hann hann væri ein rík- asta stofnunin í landinu. Lét stift- amtmaður leggja skólann niður 1812 (nánar um skólann hér í rafrænni útgáfu Víkurfrétta). Í Reykjavík var stofnaður barna- skóli 1830 sem starfaði til 1846, í Aðalstræti 16. Gert var ráð fyrir tuttugu börnum. Skólagjald var sex ríkisdalir á ári sem reyndist of hátt fyrir fátækt alþýðufólk. Þá kom Thorchilliisjóður til hjálpar, þar til menn fundu út 1846 að það samræmdist ekki reglum sjóðsins að greiða rekstrarhalla einkaskóla yfirstéttarinnar í Reykjavík. Lagðist skólinn þá niður, enda kusu efnaðir foreldrar að kenna börnum sínum heima. Lagt var fram frumvarp á Al- þingi 1853 um stofnun barnaskóla í Reykjavík. Þar var stofnaður barna- skóli 1862, samkvæmt tilskipun konungs 1859. Var hann í óhentugu gömlu timburhúsi í Hafnarstræti, þar til byggt var vandað skólahús í Pósthússtræti árið 1883 (sjá mynd). Það hús varð síðar lögreglustöð er skólinn flutti 1898 í hús sem síðar nefndist Miðbæjarskólinn. Að Leirá starfaði barnaskóli í sér- byggðu húsi 1878–1889 á vegum Þórðar Þorsteinssonar bónda og einnig í Gaulverjabæ 1881–1890 á vegum séra Páls Sigurðssonar. FS-ingur vikunnar: Betsý Ásta Stefánsdóttir Ung(m enni) vikunnar: Herm ann Borgar Jakobsson Stundum of hávær „Maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum“ Hermann borgar er sextán ára og er í Akurskóla. Hann æfir körfubolta og er varaformaður ungmennaráðs Reykja- nesbæjar. Hermann hefur gaman af pólitík og langar að verða lögfræðingur í framtíðinni. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? í Akurskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi körfu- bolta með Njarðvík, ég sinni einnig mikið af félagsstörfum þar sem ég formaður í nemendaráði Akurskóla og varaformaður í ungmennaráði Reykjanesbæjar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Ætli það sé ekki stærðfræði eða íslenska. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Get ekki valið einhvern einn en ég hef mikla trú á öllum sem stefna að því. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar það byrjaði einhver ofn að leka í myndlist og lak út um allt. Slökkviliðið þurfti að koma og læti. Þetta var mjög spennandi í 2. bekk. Hver er fyndnastur í skólanum? Verð að segja Benjamín Leó bekkjarfélagi minn, hef mjög gaman af honum. Hver eru áhugamálin þín? Það er körfu- bolti og félagsstörf. Jú, ég má nú ekki ljúga en ég hef líka mjög gaman af pólitík. Hvað hræðistu mest? Er hræddur við RISAklettinn á Flúðum. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég dýrka Yfir borgina með Valdimar og Þegar tíminn er liðinn með Bubba Morthens. Hver er þinn helsti kostur? Ég hef alltaf haft það að mínu markmiði að vera góður við fólkið í kringum mig því maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum. Svo geng ég líka í hlutina þegar þess þarf. Hver er þinn helsti galli? Get verið svolítið stríðinn og þrjóskur. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Spotify. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust og heiðarleiki. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ætla að fara í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og svo langar mig að verða lögfræðingur þegar ég verð eldri. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Áreiðanlegur. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.ELSTU BARNASKÓLAR LANDSINS Elstu barnaskólar landsins sem starfað hafa samfellt – og stofnár þeirra: 1852: Barnaskólinn á Eyrabakka og Stokkseyri, í eigin húsnæði frá upphafi. 1862: Barnaskólinn í Reykjavík (rekinn frá upphafi af sveitar- félaginu, fyrst í leiguhúsnæði). 1872: Thorkillii barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi og Gerðaskóli í Garði, báðir í eigin húsnæði. 1874: Barnaskólinn á Ísafirði. Árið eftir byggt hús, Silfurgata 3, síðan nýtt hús 1901. 1875: Mýrarhús á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði, undanfari Flens- borgar í tvö ár. 1877: Flensborg Hafnarfirði barna- skóli, varð alþýðu- og gagnfræði- skóli 1882, með kennaradeild 1896–1908. 1880: Bessastaðaðir og tímabundið í Njarðvík og Kjós 1881: Seyðisfjörður. Skólahús kom tilhöggið frá Noregi 1907. 1882: Njarðvík, skóli með ýmsu móti til 1911, þá sameiginlegur með Keflavík til 1939. 1884: Vestmanneyjar (þar var áður barnaskóli 1745–1760). 1889: Keflavík (í Góðtemplara- húsinu). Skólahús við Skólaveg reis 1911 og sameinast Njarð- víkurskóla. Þetta er ekki tæmandi upptalning, vantar t.d. upplýsingar um Akur- eyri. Í skýrslu í Tímariti um uppeldi og kennslumál 1888 er alls getið 30 skóla, en margir þeirra störfuðu ekki öll árin. Heimildir m.a.: Frumgerðir sjávarþorpa (https://www.vefnir.is/grein/frumgerdir-sjavarthorpa) Loftur Gutt- ormsson: Lýðmenntun. Minning 200 ára skóla í Vestmannaeyjum (https://timarit.is/files/15855196). Ágríp af skólasögu Garðabæjar (http://lisaadmin.gardabaer.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3710); Alþingistíðindi 1853 (https://books.google.is/books?id=4OhOAAAAYAAJ&pg=PT8&lpg=PT8&dq=stofnaðir+barnaskólar+í+Dan- mörk&source=bl&ots=SSLXZdniz3&sig=ACfU3U3UGBbYqv0EaZSz2KNAEWT3LzOXAw&hl=en&sa=X&ved=- 2ahUKEwi8gurRs_D0AhXbEcAKHUsKBkgQ6AF6BAgqEAM#v=onepage&q=stofnaðir barnaskólar í Dan- mörk&f=false). Skýrsla um barnaskóla 1887-1888 (https://timarit.is/files/21136303) o.fl. 8. ÞÁTTUR 16 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.